Tíminn - 09.06.1990, Qupperneq 2

Tíminn - 09.06.1990, Qupperneq 2
10 HELGIN Laugardagur 9. júní 1990 Umboðsmenn Tímans: Kaupstaöur: Nafn umboðsmanns Heimili Simi Hafnarfjörður Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Kópavogur LindaJónsdóttir Hamraborg 26 641195 Garðabær Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Keflavik GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-12883 Sandgerði Ingvi Jón Rafnsson Hólsgötu 23 92-37760 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut4 92-13826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-11261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata 26 93-71740 Stykkishólmur EriaLárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Ólafsvík LindaStefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269 Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu15 93-86604 Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629 Búðardalur Kristiana Guðmundsdóttir Búðarbraut3 93-41447 fsafjörður Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541 Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Hólmavík ElísabetPálsdóttir Borgarbraut 5 95-3132 Hvammstangi Friðbjörn Níelsson Fífusundi 12 95-1485 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut27 95-4772 Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð 13 95-35311 Siglufjörður Sveinn Þorsteinsson Hlíðarveig 46 96-71688 Akureyri Halldór Ingi Ásgeirsson Hamarsstíg 18 96-24275 skrifstofa Skipagata 13 (austan) 96-27890 Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Húsavík Sveinbjörn Lund Brúargerði 14 96-41037 Ólafsfjörður HelgaJónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308 Raufarhöfn Sandra Ösp Gylfadóttir Aðalbraut60 96-51258 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir Kolbeinsgötu44 97-31289 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógar13 97-1350 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi 7 97-21136 Neskaupstaður BirkirStefánsson Miðgarði 11 97-71841 Reyðarfjörður Ólöf Pálsdóttir Mánagötu 31 97-41167 Eskifjörður Sigurbjörg Sigurðardóttir Ljósárbrekku 1 97-61191 Fáskrúðsfjörður Guðbjörg H. Eyþórsdóttir Hlíðargötu4 97-51299 Djúpivogur Jón Biörnsson Borgarlandi 21 97-88962 Höfn Skúli Isleifsson Hafnarbraut 16 A 97-81796 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Engjavegi 5 98-22317 Hveragerði Lilja Haraldsdóttir Heiðarbrún51 98-34389 Þorlákshöfn Þórdís Hannesdóttir Lyngberg 13 98-33813 Eyrarbakki ÞórirErlingsson Túngötu 28 98-31198 Stokkseyri Jón Ólafur Kjartansson Eyjaseli 2 98-31293 Laugarvatn HalldórBenjamínsson Flókalundi 98-61179 Hvolsvöllur Jóninaog Árný Jóna Króktún 17 98-78335 Vik IngiMárBjörnsson Ránarbraut 9 98-71122 Vestmannaeyjar Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192 OLL VINNSLA PRENTVERKEFNA Við í Prentsmiðjunni Eddu tökum að okkur hönnun og vinnslu á stórum og smáum prentverkefnum. Höfum yfir 50 ára reynslu í prentverki. Reynið viðskiptin. iPRENTSMIÐJANi Cl Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000. LEKUR ER HEDDIÐ BLOKKIN? SPRUNCIÐ? Viðgeröir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiða. viðhald og viðgeröir á iðnaðarvélum — járnsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin—Sími 84110 Brúðarrán skjótri svipan og við tekur úlfgrátt og opið haf, en að baki úfin og kol- dimm strönd, sem hvað úr hverju er horfin inn í myrkrið. um leið er eins og réttist úr sjúklingnum, og yfir- bragð hans fær á sig foma reisn. Þetta er nætursigling undir haust- stjömum, og þá er hann aftur stadd- ur á fomum slóðum, mitt í hinu gamla ævintýri, sem á svipstund gerði hann frægastan ungra manna um allt ísland. Drengurinn í Birgittubæ Maður sá, sem þama bíður dauðans í íjarlægri álfu, heitir fullu nafni Oddur Vigfús, en er venjulega nefndur Oddur V. Gíslason. Hann var fæddur í Reykjavík 8. apríl 1836, og vom foreldrar hans Gísli Jónsson snikkari og kona hans, Rósa Grímsdóttir. Áttu þau heima í svo- nefndum Birgittubæ, efst við sunn- anverða Bröttugötu sem nú er, en ár- ið 1843 reif Gísli bæinn og byggði í hans stað timburhús. Ólst Öddur þar upp. Af Gísla föður hans fara fáar sögur, nema hvað hann mun hafa verið hæglátur og vinnusamur, en aftur á móti sópaði því meira að Rósu konu hans. Var hún eyfirsk að ætt, og er henni svo lýst, að hún hafi verið mikilúðleg í svip og ffam- komu, há vexti og þrekin, en einkum ákaflega skapmikil og þar eftir radd- sterk. Segir Klemens Jónsson svo frá að hún hafi drottnað yfir Grjóta- þorpinu og kvað svo rammt að því að Brattagata var aldrei nefnd annað en Rósustígur og hús þeirra hjón- anna Rósuhús. Má ætla að Oddur hafi eigi tekið alllítið í arf af áræði og skapsmunum móður sinnar. Oddur var einbimi og þar sem hann þótti snemma bera af jafnöldrum sinum um gáfúr og andlegan þroska var hann settur til mennta, þó að slíkt væri heldur sjaldgæft um al- múgaböm í þá tíð. Varð hann stúd- ent vorið 1858 og kandídat i guð- fræði ffá Prestaskólanum tveimur ámm síðar. En einnig hneigðist hug- ur hans að náttúruffæðilegum efnum og gaf hann sig næstu árin taisvert að námaleit og öðmm náttúmrann- sóknum. Var hann mörg sumur fylgdarmaður Englendinga og fékk við það náin kynni af landi og þjóð og má vera að það hafi ýtt undir áhuga hans á almennum velferðar- málum. Um eitt skeið var hann einn- ig í þjónustu bresks félags sem hafði á pijónunum ráðagerðir um stórfellt brennisteinsnám í Krýsuvík, en skip það sem flutti efnvið og tæki til vinnslunnar, strandaði á uppleið við suðurströnd íslands og varð þá ekki meir af framkvæmdum. Þrjóska viö yfirvöldin Svo er að sjá sem Oddi hafi ekki um sinn verið mjög umhugað um að sækja um prestsembætti. Hins vegar vildi svo til, árið eftir að hann tók guðffæðipróf, að nafn hans komst á allra varir fyrir einstæðan mótþróa hans gegn því að taka við presta- kalli. Þannig stóð á um þessar mundir að enginn prestur hafði fengist til Grímseyjar og þótti stiffs- yfirvöldum sem ískyggilega mundi horfa af þeim sökum um sálarheill eyjarskeggja. Rifjaðist þá upp að til væru gömul konungsbréf frá 1737 og 1791 sem heimiluðu að „skikka“ menn til prestsþjónustu er svo stæði á, og þessu „skikkunarvaldi“ hugð- ust yfirvöldin beita hinn unga kand- idat, Odd V. Gíslason. Nú var reynd- ar alls ekki vænlegt til ffama emb- ættislausum manni að standa uppi í hárinu á handhöfum kirkjuvaldsins og þó allra síst þegar annar eins maður sat í biskupsembætti og Pétur Pétursson sem ríkti með páfalegu einræði og kunni því manna verst að sér væri ekki hlýtt. En Oddur kunni ekki heldur við að láta segja sér fyr- ir verkum og neitaði með öllu að verða við kallinu. Þótti þetta djarf- lega teflt af svo ungum manni, en í flestra augum mun hann samt hafa vaxið af tiltækinu. Mál þetta vakti mikla athygli og dró neitunin dilk á eftir sér. Vakti hún að sjálfsögðu mikla reiði stiffs- yfirvaldanna og til þess að taka fyrir allan vafa í framtíðinni útveguðu þau sér árið eftir úrskurð kirkju- málaráðuneytisins í Kaupmanna- höfn fyrir því að kandidötum frá Prestaskólanum væri skylt að hlíta skipun um prestsþjónustu í þeim brauðum á Islandi sem enginn sækti um og mætti ella krefja þá um styrk þann eða „ölmusu" sem þeim hefði verið úthlutað til námsins. En þessi tilskipun mæltist hvarvetna illa fyr- ir. I „Norðurlandi" var afleiðingun- um lýst á þami veg að prestsefhin myndu „flýja með seglum og árum undan skikkunarvaldi stiftsyfirvald- anna“ og „laglegustu prestar, með góða heilsu, á besta aldri, afsala sér þeim prestaköllum, sem þeir eru búnir að þjóna um nokkum tíma, þó þeir eigi einskis annars úrkosta en að fara í lélega vinnumennsku“. Þá var enn mótmælt þeirri herfilegu frelsisskerðingu að gera prestana að ánauðugum þrælum yfirvaldanna og sums staðar úti um land var undir- skriftum safnað undir mótmæli og bænaskrár er fóm í sömu átt. Varð allt þetta til þess að málið var tekið fyrir á Alþingi 1863 og nefnd kosin til að fjalla um það undir forsæti Péturs biskups. Skrifaði hann svo nefndarálit, þar sem hann lagðist eindregið gegn tilskipuninni um skikkunarvald stiftsyfirvaldanna og taldi það fara í bág við allt viðtekið mannfrelsi. Þetta nefndarálit var samþykkt af þinginu og sent kon- ungi sem bænarskrá og var skipun- arvaldinu aldrei beitt upp frá því. Þó að þetta væri að vísu umfram allt sigur fyrir Odd V. Gíslason, þá var samt í raun réttri fyrir það girt að hann mætti hugsa til prestskapar að sinni eða meðan ekki væri fymt yfir óhlýðni hans. í þess stað fór hann nú utan og dvaldi um hríð í Englandi. Nýjungar Odds í lifrarbræðslu Ekki fór hann samt þá ferð til að leita sér aukinnar guðfræðimenntun- ar, nema þá öðmm þræði. Höfuðtil- gangurinn var að nema nýjar og betri aðferðir við meðferð og bræðslu lifrar, og eftir heimkomuna reisti hann sér lifrarbræðsluhús með fúllkomnari tækjum en hér höfðu áður þekkst. Hafði hann síðan þessa liffarbræðslu með höndum næstu ár- in og náði starfræksla hans um öll Suðumes. Fékk framleiðsla hans brátt mikið orð á sig sem best má marka afþví að árið 1866 hlaut hann franskan heiðurspening fyrir þorskalýsi til lækninga. Hafði Odd- ur sent sýnishom þess á heimssýn- ingu sem haldin var í Bologne-Sur- Mer og hefur það mátt teljast athygl- isverð ffamtakssemi í þá daga. En lýsisbræðslan tók vitanlega að- eins til vertíðarinnar. Þess utan var Oddur leiðsögumaður ferðamanna á sumrin, eins og áður er að vikið, en stundaði kennslu á vetuma. Gaf hann þá út Leiðarvísi í enskri tungu (Rvík, 1863), sem er fýrsta ensku- námsbókin sem hér hefúr verið gerð. Einnig fór hann þessi árin iðu- lega utan, til Bretlands, Þýskalands og Frakklands, og dvaldi í Kaup- mannahöfn vetur 1873-4. Framaðist hann vel á þessum ferðum og fékk við það meira heimsborgarasnið en þá var títt, en allra manna ljúfastur var hann í viðmóti, ekki síst við al- þýðu manna, og skirrðist ekki við að ganga að hverju verki sem var ef svo bar undir. í Reykjavík naut hann líka hins mesta álits og vinsælda. Þannig hlaut hann hæsta atkvæðatölu við bæjarstjómarkosningar 1871 og var síðan endurkosinn, allt þar til að hann fluttist úr bænum. Þrátt fyrir margháttuð veraldleg umsvif, sem sumra verður seinna getið, var Oddur ekki enn orðinn með öllu afhuga prestsþjónustu, enda var hann „einkennilega sam- settur maður, ákafamaður og brenn- andi í andanum", eins og komist hefúr verið að orði um hann. Sótti hann nú um Lund í Borgarfirði og tók prestsvígslu þangað haustið 1875, en þremur ámm seinna var honum veittur Staður í Grindavík og þjónaði hann því prestakalli fram til 1894, er hann tók sig upp og flutti til Ameríku. Þetta tímabil er veiga- mesti kaflinn i starfsferli hins óvenjugáfaða hugsjónamanns. Oddur V. Gíslason hafði frá bemsku hneigst til sjómennsku og þótti jafnan hinn mesti víkingur til sæfara. Er ekki vafí á því að það er nálægðin við sjóinn sem hefúr dreg- ið hann til Grindavíkur, því að ekki var þar til ijármuna að slægjast. Var þetta í þá daga fátækt og lítið físki- ver og stundaði sr. Oddur jafnan sjó með prestskapnum og var afburða- formaður, dugmikill og áræðinn. En ekki lét hann sjósóknina bitna á embættisverkunum og var ætíð til- búinn að snúa heim úr róðri ef til hans var leitað um embættisverk. Var þá hvít voð breidd á þekju prestssetursins og sást hún utan af miðunum. Forvígismaður í slysavörnum Sr. Oddur þótti mjög snjall ræðu- maður, vel orði farinn og sérstaklega bænheitur. Trúhneigð hans var djúp og einlæg og hann var jafnan boðinn og búinn til að leggja allt í sölumar fyrir áhugamál sín. En framar öllu öðm átti sjómannastéttin hug hans og hjarta. Hann ferðaðist oftlega frá einni verstöð til annarrar til að ræða við sjómennina og búa í haginn fyr- ir þá og af fátækt sinni gaf hann út blöð og bæklinga til að berjast fyrir hagsmunum þeirra og öryggi. Þann- ig hélt hann í heilt ár úti mánaðarrit- inu Sæbjörg, sem einkum fjallaði um slysavamir og björgunarmál, en hafði þá ekki bolmagn til að standa lengur hjálparlaust undir kostnaðin- um. Einnig skrifaði hann smárita- safn um Fiskveiðimál og annað um Líf og lífsvon sjómanna. Loks gaf hann út á vegum ensks smáritafélags nokkra bæklinga fyrir sjómenn um kristileg efni og nefndi Hjálpræðis- orð. En sr. Oddur lét ekki sitja við orðin ein. Á sinn kostnað lét hann gera fyrirmyndir að bárufleygum og margs konar björgunartækjum öðr- um og eitt sinn þegar óvenjutíð manntjón höfðu orðið af bátum við Faxaflóa gerði hann sér ferð til Reykjavíkur og flutti „hvert erindið af öðra hér í bæ til að brýna fyrir mönnum hvað gera mætti og þyrfti til að stemma stigu fyrir slíku eftir- leiðis“. Tókst honum með óþreyt- andi og brennandi málflutningi að vekja sterka hreyfingu um slysa- vamir og varð það m.a. til þess að útgerðarmenn bundust samtökum um að hafa jafnan við höndina lýsis- forða í hveiju skipi til að verja það áfollum í vondum sjó. Var talið að þetta hefði á næstu árum bjargað ófáum mannslífúm. Sitthvað annað, sem hann barðist fýrir, svo sem sjó- mannatryggingar, stéttarfélag sjó- manna og sjómannaráð, þurfti enn um langan aldur að bíða síns tíma. Það er ömurlegt til þess að vita hversu þessi eldheiti og ósíngjami baráttumaður átti lítillar hjálpar að vænta. Ýmsir urðu meira að segja til að leggja stein i götu hans og því var það ekki fyrst og ffemst af neinni ævintýraþrá að sr. Oddur sótti um lausn frá embætti og flutti i aðra heimsálfú, þá kominn fast að sex- tugu. Prestur í Nýja íslandi Við komuna til Ameríku gekk sr. Oddur í þjónustu íslenskra safnaða í Nýja íslandi og Selkirk og gegndi prestembættum hjá þeim fram til ársins 1903, er hann sagði skilið við hið evangelísk-lútherska kirkjufélag íslendinga. Honum fannst það sníða sér of þröngan stakk, því að frelsið var honum enn fýrir öllu og næstu árin gerðist hann farandpredikari á eigin spýtur. Einnig fékkst hann þessi árin nokkuð við lækningar, m.a. með handayfirlagningu og fýr- irbænum, og þótti mönnum það vel gefast, en lauk loks læknanámi á gamals aldri eins og fýrr segir. Hann andaðist í Winnipeg hinn 10. janúar 1911.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.