Tíminn - 09.06.1990, Síða 3

Tíminn - 09.06.1990, Síða 3
Laugardagur 9. júní 1990 HELGIN 11 Slíkt átti þó eftir að koma á daginn fyrr en varði. Heima í Kirkjuvogi stakk fólk saman neíjum um það að hin unga heimasæta hefði í frammi ýmsan viðbúnað er benti til þess að hún gæti átt í vændum að fara fyrir- varalítið að heiman. Þetta barst hús- bændunum til eyma og þegar við bættist orðrómur um það að Oddur mundi enn hafa átt leynilega fúndi með dóttur þeirra, þá hét Vilhjálmur hinn ríki sjálfúm sér því að upp ffá þessu skyldi hann hafa öruggar gæt- ur á öllum ferðum hennar. Hann ætl- aði ekki að eiga neitt á hættu. Og þannig líða tímar fram. En sá faðir er ekki til, jafnvel þó að hann hafi auga á hverjum fingri, sem sér til lengdar við ástfanginni dóttur ef hún er staðráðin í að fá vilja sínum framgengt. Auk þess hefúr bóndinn í Kirkjuvogi mörgum störfum að gegna, heima og heiman, og því get- ur ekki hjá því farið að hann þurfi öðru hverju að bregða sér bæjarleið. Og þá er það nótt eina að áliðnu hausti árið 1870 að hann kemur að auðu rúmi Önnu, dóttur sinnar. Hún er horfin að heiman og hefur tekið með sér nauðsynlegan fatnað og aðra þá gripi sem henni eru hug- leiknastir. A samri stundu er sá skuggi harms og trega fallinn yfir hið auðuga heimili sem ekki víkur þaðan framar. Vilhjálmur hinn ríki Hákonarson fer samt að öllu með gát og æðrast hægt. Hann segir konu sinni hvemig komið er en þau láta hjá líða að vekja menn upp til að gera leit að dótturinni. Bæði þykjast þau geta farið nærri um hvað gerst hafi og telja sér um leið trú um það að enn muni þeim kleift að firra dóttur sína því glapræði sem hún hefur stofnað til. Stórtíöindin berast út Og næsti dagur leiðir hið sanna í ljós. Ungfrúin Anna Vilhjálmsdóttir er komin til Reykjavíkur og er þá að sinni ekki um annað rætt en þann viðburð sem menn hafa fram til þess tíma eignað þjóðsögunum einum: Það heíúr verið framið brúðarrán! Og það er meira að segja enginn annar en candidatus theologiae Oddur V. Gíslason sem á næturþeli hefur numið á brott úr foreldrahús- um sjálfa dóttur nafnkenndasta hér- aðshöfðingjans á öllu Íslandi: Jafn- ákjósanlegt umræðuefni hefúr ekki borist á fjörur í manna minnum. Hér er framar ekkert á huldu. Odd- ur V. Gíslason heíúr að áliðnu kvöldi komið með fylgdarmann og hesta heim undir Kirkjuvog og þar hefur Anna Vilhjálmsdóttir, hin ní- tján vetra mær, komið til móts við hann. í náttmyrkrinu fara þau síðan sem leið liggur um Miðnesheiði og ofan í Njarðvíkur, en þar bíður þeirra teinæringur sem Oddur á sjálfur. Þar leiðir hann heitmey sína um borð, vindur hið bráðasta segl og er kominn til Reykjavíkur í dögun. Þessari ævintýrasiglingu undir hauststjömum er þannig giftusam- lega lokið en aldrei hefur veikara fley haft innanborðs djarfmannlegri vonir eða brothættari hamingju. Að sjálfsögðu hugsuðu foreldrar Önnu sér brátt til hreyfings. Var í fyrstu gerður út leiðangur til að ná fúndi hennar og fá hana til að hverfa heim aftur, auk þess sem ýmsir málsmetandi menn í Reykjavík voru kvaddir til að tala um fyrir henni. En allt kom fyrir ekki. Loks kom til um- ræðu að taka fram fyrir hendur hinni ungu konu með málsókn og lög- regluvaldi, en þar sem almennings- álitið reyndist draga svo eindregið taum elskendanna var horfið frá því ráði. Var þá ekki annar kostur en að láta kyrrt liggja og vom þau Anna og Oddur síðan hátíðlega gefin sam- an á gamlárskvöld 1870. Og ástin sigraði Á öndverðu næsta hausti andaðist Vilhjálmur hinn ríki í Kirkjuvogi og var það mál manna að þar hefði gengið til moldar hinn síðasti hér- aðshöfðingi í fomum stíl. Ósigur hans og uppreisn dótturinnar hefúr lagst þungt á hann og var talið að það hefði flýtt fyrir dauða hans. En um það gat Anna ekki sakað sig. Hún hafði aðhafst það eitt að gegna kalli hjartans og átti upp frá því þær skyldur einar við guð sinn og sam- visku að reynast eiginmanni sínum holl í lífí og dauða. Og þetta tókst henni. Hún stóð við hlið hans og hélt yfir honum vemdarhendi í hvers konar þrengingum, allt frá því fyrsta til hins síðasta, ól honum þrettán mannvænleg böm og heyrðist aldrei kveinka sér undan því að hafa af fúsum vilja svipt sig því veraldar- gengi sem hún virtist borin til. Einn- ig í þessu sýndi það sig að hún var kynþorinn kvistur stórbrotinnar ætt- ar. En hitt er athyglisvert tákn þeirra tíma að samtímis því sem Oddur V. Gíslason varð eins konar þjóðhetja af brúðarráni sínu, lá Anna Vil- hjálmsdóttir tíðum undir ámæli fyrir að hafa brotið af sér viðjar foreldra- valdsins. Það er þó sönnu næst, að þegar hún lagði upp í hina ævintýra- Iegu nætursiglingu átti hún sjálf mest í húfi. Hún hafði þar ein öllu að tapa, ef illa tækist til, og áræði og hetjuhugur hinnar komungu stúlku, sem allt lagði í sölumar, ætti vissu- lega að nægja til að halda nafni hennar á lofti. Allt þetta ber að sjónum deyjandi manns sem veit að hann hefúr ekki látið eftir sig nein þau varanleg af- rek sem efni stóðu til og svarað gætu til áhuga hans, ósérplægni og fóm- arlundar. En nú, þegar hann horfir hinsta sinni í augu ástvinu sinnar, verður honum samt undarlega ljóst að hann hefur í raun varðveitt það sem er hverju heimsláni verðmæt- ara, manngildi sitt og ósnortinn æskudraum um hamingju og með þá aleigu hjartans, hina sömu og forð- um, mun hann innan stundar leggja heill og óbugaður upp í síðústu og mestu siglinguna. Frásögn Tómasar Guðmundssonar. Þó að kynlegt megi virðast var það samt hvorki embættisrekstur sr. Odds, eldleg hugkvæmni hans né forysta í margháttuðum hugsjóna- málum sem hann varð frægastur af með samtíð sinni. Annað affek, enn persónulegra, varð til þess, eins og drepið var á í upphafi, að koma nafni hans fyrirvaralaust á allra var- ir og skipa honum ungum að aldri á bekk með þeim ævintýrahetjum sem ganga beina leið inn í þjóðsögumar. Verður nú þessa einstæða atviks get- ið. Vilhjálmur hinn ríki Um miðbik 18. aldar og fram yfir 1870 býr sá maður að Kirkjuvogi í Höfnum suður sem Vilhjálmur heit- ir Hákonarson, dannebrogsmaður að nafnbót og kallaður hinn „riki“. Hafði faðir hans og þeir ættmenn fleiri öðlast sömu nafngift. Vil- hjálmur bar ægishjálm yfir aðra út- vegsbændur á sinni tíð, enda hinn mesti höfðingi í sjón og raun, stór- brotinn og rausnarlegur, svo að af bar, en kunni vel mannaforráðum og þekkti lítt til annars en að menn létu að vilja hans. Hafði hann útveg mik- inn en ekki þótti heiglum hent að vera á skipum hans sökum kapp- samlegrar sjósóknar, en sjálfur var hann landfrægur sægarpur. Hafði hann gerst formaður laust eftir ferm- ingu og fylgdi honum slik gifta í skipstjóminni sem öðmm störfum að aldrei missti hann mann af skipi, en bjargaði hins vegar fjölmörgum úr sjávarháska. Þá var hann og hin mesta forsjón fátæklinga og hafði hann jafnan í fóstri margt umkomu- lausra bama og gamalmenna, en sá hafði einnig verið vandi foður hans. Kvæntur var Vilhjálmur hinni mestu höfðingskonu, Þómnni Brynjólfs- dóttur, hálfsystur Helga G. Thordar- sen biskups, og bar allt heimili þeirra vott slíkrar rausnar og fýrir- mennsku að leita verður í fomar sögur að öðrum er þar standa fram- ar. Ekki áttu þau hjón önnur böm sem upp komust en dætur tvær, Steinunni og Önnu. Þegar saga þessi hefst var hin eldri þeirra, Steinunn, gift merkisklerkinum sr. Sigurði Sí- vertsen á Utskálum, en yngri systir- in, Anna, sat þá enn ógefin í föður- garði. Þótti ekki annar kvenkostur álitlegri um suðurhluta landsins og þó að víðar væri leitað. En svo að komist verði að efninu er þar til að taka að einhvetju sinni á ámnum fyrir 1870 er báti ráðið til hlunns fýrir framan Kirkjuvog og gengur formaður til bæjar. Hann gerir boð fyrir húsbóndann en sá býður komumanni til stofu. Ræðast þeir við nokkra stund og verða fljótt ásáttir um viðskiptin. Höfðingjadjarfur gestur Að sjálfsögðu er það engin nýlunda Úr höfrium þó að gest beri þama að garði því að margir vegir liggja að Kirkjuvogi. En af þessum vosklædda manni starfar einhverjum ferskum andblæ sem sópar öllum hversdagsleik burt og þegar ungfrúin Anna, hin kom- unga heimasæta, kemur inn til að bera á borð fýrir gestinn, fer það auðvitað ekki framhjá henni að sá sem á hana horfir er af allt öðm sauðahúsi en þeir jafnaldrar hans sem venjulega búast sjóklæðum, en þó miklast henni enn meir að gestur- inn ræðir við föður hennar af slíkri djörfúng og feimnisleysi sem væm þeir jafningjar. Slíkt hefur aldrei borið við fýrr i hennar eym, og um sinn hefúr hún ekki ráðið við sig hvort hún eigi að fýrirgefa það. Annars ræðast þau tvö ekki neitt við og eiga þess ekki heldur neinn kost. Samt vill svo einkennilega til að þegar gesturinn kveður nokkm seinna er þeim báðum orðið ljóst að fúndum þeirra muni oftar bera sam- an. En þá er komið undir kvöld og heimasætan horfir um stund út um gluggann meðan svartur bátur hins nýstárlega komumanns hverfúr und- ir fullum seglum út í myrkrið. Þessi gestur var Oddur V. Gíslason og hafði hann komið til þess eins að semja við útvegsbóndann í Kirkju- vogi um bræðslu á þorskalifúr. En þó að erindið hafi ekki verið róman- tískara, mátti hinni ríklunduðu og glæsilegu heimasætu vel verða star- sýnt á hann. Honum hefur verið svo lýst á þessu aldursskeiði að hann hafi verið manna fríðastur sýnum, djarfmannlegur og snarlegur, íþróttamaður mikill og vaskur sund- maður, gáfúlegur á yfirbragð og all- ur hinn drengilegasti. Það má því sæta nokkurri fúrðu að slíkur maður skyldi kominn um þrítugt þegar hann fýrst snýr hug sínum til kvenna, svo að sögur fari af. I þess- um efnum sem öðrum fór Oddur sín- ar eigin leiðir. En hvað sem því líður tók nú að kvisast að hinn ungi lifrarbræðslu- maður og guðffæðikandidat mundi leggja oftar leið sína að Kirkjuvogi en nauðsynlegt væri vegna atvinnu- rekstrarins, enda hirti hann ekki allt- af um að húsbóndinn væri endilega heima, þá er hann kæmi. Rættist þannig hugboð það sem þeim báð- um, Oddi og heimasætunni, hafði vitrast er hann var þar á ferð hið fýrsta sinn. Kunni heimilisfólkið í Kirkjuvogi sögur um það að Anna væri gefin fýrir að ganga ein út sér til hressingar í þann mund er Oddur lyki heimsóknum sfnum, en fæstir þorðu samt að ympra á því hverju slíkt mátti sæta. Hryggbrotið Þetta varð þó heyrinkunnugt fýrr en varði. Sú fregn barst út einn góð- an veðurdag að Oddur V. Gíslason hefði gengið á fund Vilhjálms dannebrogsmanns í Kirkjuvogi og beðið dóttur hans. Einnig fýlgdi það sögunni að biðillinn hefði gengið bónleiður af þeim fúndi. Af við- brögðum heimasætunnar þótti sýnt að ekki hefði ráðahagsins verið synjað að hennar vilja og lék þeim, er best kunnu skil á skapfestu henn- ar, forvitni á að vita hvað næst mundi gerast í þessu máli. Nútímamenn kunna að furða sig á því að ungur, glæsilegur og vel menntaður maður skyldi þurfa að sæta synjun á bónorði sem borið var upp í fullu samráði við þá konu sem hann var heitbundinn. En stórbónd- inn í Kirkjuvogi og kona hans höfðu sínar skoðanir á þeim málum. Þeim hafði aldrei komið til hugar að aðrir en þau sjálf ættu að skipa hjúskapa- rörlögum dóttur sinnar og þau höfðu sannarlega ætlað henni annað og veglegra hlutskipti en giftast blásn- auðum snikkarasyni og lýsis- bræðslumanni sem þar að auki hafði gert sig beran að þrjósku við biskup landsins og stiftsyfirvöld. Og senni- lega hafa þau líka virt hinum unga manni það til ófýrirgefanlegs steig- urlætis að hann skyldi dirfast að leita hófanna hjá þeim um jafnfjar- stæðan hlut sem þetta kvonfang var í þeirra augum. En þó að undarlegt megi virðast þá hugkvæmdist þeim hins vegar ekki að hin ættstóra dótt- ir kynni ekki aðeins að vera borin til virðingar og veraldarauðs, heldur einnig til þess ríkilætis skapsmuna , sem þau sjálf höfðu til að bera. Á Sjómannadaginn Sendum öllum íslenskum sjómönnum árnaóaróskir á hátíðisdegi þeirra. & m M QAMRAMnc SKIPADEILD SAMBANDSINS SAMBANDSHUSINU KIRKJUSANDI 105 REYKJAVÍK SiMI 91-698300

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.