Tíminn - 09.06.1990, Qupperneq 5
Laugardagur 9. júní 1990
HELGIN
13
gert þetta?“ spurði hann í sjálf-
sævisögu sinni. Vitanlega gerðu
þeir þetta líka, Bangsímon og
Grislingur. Vera má að þama sé
og komin sú löngun til að hverfa
burtu frá raunveruleikanum, sem
búið hafði með Milne löngu áður
en hann varð eiginmað-
ur og faðir. Hann þver-
neitaði líka alltaf að
sonurinn, Robin, tengd-
ist sögunum á hinn
minnsta hátt.
Þó em sögumar af
Bangsímon auðvitað
ekki með öllu ósnörtnar
af hinum fullorðna
manni. Fyndni og háð
sögumannsins er sann-
arlega ekki bamalegt.
Hið vemdaða umhverfi
er alltumlykjandi í bók-
unum. Það er dæmigert
fyrir Milne. Þótt hann
vildi skera sig úr fjöld-
anum var hann blýfast-
ur í því vanabundna. Af
þessari ástæðu fannst
honum hann stöðugt á
flótta og komast hvergi
— og ekki bara eins og
þegar Bangsímon var
fastur í holumunnanum
hennar Kaniku. Sterk-
asta minning hans frá
því er hann tók þátt í bardögun-
um við Somme var um ungan
foringja, sem klæddist nokkurs
konar brynvesti úr keðjum, sem
móðir hans hafði gert honum.
Það átti að vemda hann fyrir
byssustingjunum. Hann var
sprengdur í tætlur fyrsta daginn
sem hann var á vígstöðvunum.
Það hve ákafur friðarsinni
Milne gerðist eftir 1930 var enn
ein misheppnuð tilraun til þess
að ganga á hólm við það sem
krafist er að menn eigi að binda
skilyrðislausa tryggð við. En um
leið og stríðið braust út breyttist
tónninn og hann hvatti alla til að
ganga á hólm við Hitler. Tókst
honum með miklum eftirgangs-
munum að fá Robin, son sinn,
tekinn í herinn, þótt honum hefði
verið hafnað vegna heilsubrests.
Aðrir friðarsinnar fylltust skelf-
ingu vegna svika hans. En þeim
sást yfir að taka með í reikning-
inn ákafa þörf hans fyrir vin-
sældir og Graham Green sagði
að væri þess valdandi að hann
hlypi jafhan á eftir við-
teknum þjóðfélagslegum
gildum. Milne brá
ónotalega við þessi um-
mæli.
Með eftirminnilegri
persónum í ævisögu
Milne er bamfóstra Ro-
bins, Olive Rand. Henni
var drengurinn miklu
nákomnari en foreldrum
sínum. Milne var nokk-
uð afbrýðisamur út í
hana og vildi líta á hana
sem bamapíu af hvers-
dagslegasta tagi. En Oli-
ve rækti tryggð við Ro-
bin, svo að hún leyfði
sér ekki að giftast fýrr en
hann fór í heimavistar-
skóla. Þá var hún orðin
of fullorðin til þess að
eignast böm og þess í
stað fyllti hún garðinn
sinn af steinlíkneskjum
af bömum og var eitt
þeirra eftirmynd Ro-
bins.“Þessi böm okkar
em óþekktarangar,“ sagði maður
hennar í spaugi. „Þau koma aldr-
ei inn á kvöldin.“ Þetta kald-
hæðnislega smáatvik má nefna
hér, vegna þess að það tengist
því gjaldi sem greitt var fyrir
hann Bangsímon.
Margir muna eftir honum
Bangsímon, sem var vinsæl
stjarna barnatíma útvarpsins
á fyrri árum og á sér eflaust
marga góða vini enn hérlendis
meðal barna, þótt þeir hafi sjálf-
sagt verið niiklu fleirl þegar þær
Helga og Hulda Valtýsdætur
fluttu sögurnar af honum
í leikformi fyrir 1960.
En um höfund Bangsímons vita
færri margt, en hann var breski
rithöfundurinn A A Milne,
sem hér er frá sagt í tilefni
af ævisögu hans eftir
Ann Thwaite, sem út er komin
fyrir skömmu og hefur vakið
athygli erlendis.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar.
Lúðrasveit
Hafnarfjarðar
40ára
Á þessu ári eru 100 ár iiðin ffá því að fyrst var stofnuð lúðrasveit i
Hafharfirði, en hún starfaði aðeins í nokkur ár. Þann 31. janúar 1950 var
gerð ijórða tilraunin til þess að halda uppi lúðrasveit í bænum og hefur
hún starfað óslitið síðan. Fyrsti formaður var Friðþjófur Sigurðsson,
scm enn er starfandi í sveitinni og fyrsti stjómandinn var Albert Klahn.
Á þessum tíma hefur sveitin átt sín góðu ár, þegar 40 — 50 hljóðfæra-
leikarar hafa tekið þátt í starfinu, og einnig hafa verið nokkur árin, sem
líf sveitarinnar hefur hangið á bláþræði. En með þrautseigju félaganna
og góðum stuðningi bæjarstjómar Hafnarfjarðar á hveijum tíma hefur
tekist að halda starfinu áfram. Afmælisárið er eitt af erfiðu ámnum, en
menn horfa með bjartsýni til framtíðarinnar, eftir að bæjarstjómin leysti
húsnæðisvanda sveitarinnar á síðasta ári, og allar líkur benda til að inn-
an fárra ára bætist henni liðsstyrkur úr Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafh-
arijarðar.
Nokkrir stjómendur hafa leitt lúðrasveitina yfir þetta tímabil, en lengst
var Hans Ploder stjómandi eða 25 ár samfellt. Hann lét af því starfi í
fyrra og við tók Stefán Omar Jakobsson, tónlistarkennari, sem einnig er
formaður sveitarinnar nú.
Laugardaginn 9. júní nk. heldur Lúðrasveit Hafnarfjarðar stutta síðdeg-
istónleika í Hafnarborg kl. 15.00. Hans Ploder mun stjóma tveimur
verkum sem gestur. Allir em velkomnir meðan húsrúm leyfir og er að-
gangur ókeypis.
„Og Ijóðin á skáldanna tungu“
Kristján Jónsson frá Snorrastöðum skrifar vegna þáttar af Þorsteini Erlingssyni
Eftirfarandi upplýsingar hafa
okkur borist frá Kristjáni Jónssyni
frá Snorrastöðum, vegna þáttar
okkar hér á dögunum um Þorstein
Erlingsson. Þökkum við Kristjáni
forvitnilegt bréf hans, en hann seg-
ir: _
„í Helgarblaði Tímans 12 — 13
maí sl. er greinileg — æ, allt of
greinileg frásögn finnst mér jafn-
vel, þar sem getið er um orsökina
til þess að stórskáldin Steingrímur
og Matthías styrktu Þorstein Er-
lingsson til náms og giskað á að
Jón söðli hafi komið þar við sögu.
Eg hef heyrt um það aðra sögn,
stómm skemmtilegri og allt eins
trúlega vil ég segja. Hún er svolát-
andi: Eitt sinn bar það við að
skáldjöframir riðu saman í Þórs-
mörk og höfðu að fýlgdarmanni
stálpaðan strák úr Fljótshlíðinni.
Þegar í Þórsmörkina kom fóm
skáldin að bera saman bækur sínar
og ljóð. Steingrímur hafði þá ný-
lega ort „Þú vorgyðja svífur“ og
las það fyrir Matthías. En Stein-
grími líkaði ekki vel ein hendingin
í þriðja erindinu. Allt i lagi með
þrjár íyrstu hendingamar:
„Svo frjáls vertu móðirsem vindur á vog
og vötnin með straumunum þungu.
Sem himinsins bragandi norðljósalog..."
Þorsteinn Erlingsson
En þá kom hending ekki nógu góð.
Vildi hann nú fá aðstoð Matthíasar
við lagfæringuna. Og þama sátu
góðskáldin og bám hverja hend-
inguna eftir aðra við, en líkaði
engin. Fljótshlíðarstrákurinn
hlýddi á. Og skyndilega gall hann
við og segir: „Því segið þið ekki
bara „og ljóðin á skáldanna
tungu?“
Skáldin sáu fljótlega hvar feitt var
á stykkinu og skráðu hendinguna.
En strákurinn var Þorsteinn Er-
lingsson. Og þetta vakti athygli
hinna frægu skálda á unga skáld-
inu, svo þau studdu piltinn til
mennta.
Nú liggur næst fyrir að færa fram
einhver rök fyrir því að þetta geti
a.m.k. verið satt, jafnsatt og það að
Jón söðli muni hafa skrifað.
Guðmundur hét maður Svein-
bjamarson og hann bjó hér í Borg-
amesi, þegar ég þekkti hann, en
hafði áður búið vestur í Álftanes-
hreppi. Guðmundur var maður sem
ekki flíkaði algerri markleysu sem
sannindum, enda vissi ég ekki ann-
að en að honum væri trúað flestum
betur. Hann sagði þetta raunar ekki
sem öruggan sannleika en vel
mögulegan. Eg hafði enga gáninga
á að inna Guðmund eftir heimild-
um, en treysti því bara að hann
færi ekki með marklaust fleipur.
Ég fór eitt sinn til sonar Þorsteins
Erlingssonar, Erlings háls- nef- og
eymalæknis, vegna meins í eyra.
Sagði ég honum þá þessa sögu.
Hann kannaðist ekki við hana, en
vissi að þessi skáld höfðu styrkt
foður sinn til náms. Ekki alls fyrir
löngu var ég með í ferð á Njálu-
slóðir. Leiðbeinandi var hinn
margfróði maður Haraldur Matthí-
asson frá Laugarvatni. Ég sagði
honum þessa sögu um hendingu
ljóðsins, og mér sýndist á svip
hans að hann kannaðist við sög-
una, en þá varð hann að sinna ein-
hverju í sambandi við sitt starf
mjög skjótlega og mig skorti
áhuga til að inna hann betur eftir
þessu, þegar tími vannst til, en sé
nú eftir því.
Ekki er ég að mælast eindregið til
að þessi skrif mín séu birt í blað-
inu. Legg það bara í vald þeirra
sem þar ráða.
Kristján Jónsson
frá Snorrastöðum,
nú á Dvaiarheimili aidraðra
í Borgarnesi.