Tíminn - 09.06.1990, Qupperneq 6

Tíminn - 09.06.1990, Qupperneq 6
14 Tíminn Laugardagur 9. júní 1990 Sigurður Geirdal oddviti framsóknarmanna í Kópavogi og væntanlegur bæjarstjóri: Það eru seigir innviðir í Framsóknarflokknum Eins og kunnugt er var myndaður nýr meirihluti í bæjarstjóm Kópavogs íyrir skömmu af Framsóknarflokki (1) og Sjálfstæðisflokki (5). Flokkamir hafa gert með sér málefhasamning og skipt með sér embættum og kemur það í hlut Sigurðar Geirdal, bæjarstjómarfulltrúa Framsóknarflokksins að taka við emb- ætti bæjarstjóra, en Sigurður hefur verið ffamkvæmdastjóri Framsóknarflokksins ffá 1986. Sigurður er fæddur í Grímsey 4. júlí 1939 og hefur búið í Kópavogi síðan 1962, þar sem hann hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum. Sigurður var fyrst beðinn að greina frá málefnasamningi milli Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins i Kópavogi. „Þetta er óvenju ítarlegt samkomulag í 10 köflum um helstu framkvæmdarmál í bænum. Það var unnið þannig, að við skoðuðum kosningasteftiumál flokk- anna, athuguðum hvað rakst á og hvað fór saman. Málflutningur okkar fyrir þessar kosningar var mjög líkur, við deildum á fjármálastjómun í Kópavogi sem hefur verið slæm. Bærinn skuldar of mikið og skuldin er óheppilega sam- ansett því mikið er af skammtímalánum. Einnig deildum við á meirihlutann vegna þess að stöðnun hafði átt sér stað hvað varðar verklegar ffamkvæmdir. Bæði er mikið af hálfklámðum verkefn- um og m.a. hefur lítið verið gert til þess að halda gömlu götunum við. Við ffam- sóknarmenn settum það sem skilyrði fyrir meirihlutaviðræðum að ráðast í endurbætur á þeim, sem margar hveijar eru orðnar 20-30 ára gamlar og lítið hef- ur verið gert fyrir. Ýmislegt þurfti að ræða í sambandi við íþróttahöllina Viðkvæm mál milli okkar og sjálfstæð- ismanna voru ekki mörg. Um íþrótta- höllina þurfti reyndar ýmislegt að ræða. Sjálfstæðismenn töluðu mikið um end- urskoðun samningsins við ríkið, eða jafhvel að rifta honum. Við lögðum áherslu á þá stefhu, að höllin risi fyrir 1995 og um það náðist samkomulag, jalhframt því sem samið verði við ríkið um aukið framlag til hallarinnar. Að mínu mati er umræðugrundvöllur fýrir því, ef það kemur í ljós að veigamiklir þættir í hönnuninni voru ekki í mynd- inni þegar samið var um fjármálin.“ Aróður fyrrverandi meirihluta fyrir þessar kosningar gekk út á að þeim hafí tekist að gera Kópavog að félagsmálabæ og sá árangur væri í hættu ef meirihlut- inn félli. Er það rétt? „Félagsmálasaga Kópavogs er mjög falleg saga. Hún hófst 1970 með þeim meirihluta sem þá var myndaður, en hann setti strax á fót vinnu við að endur- skipuleggja stjómkerfí bæjarins, sem fólst m.a. í því að sameina ýmsar nefhd- ir með skyld mál. Þess vegna voru nokkuð margar nefhdir sameinaðar und- ir eitt félagsmálaráð. Sett var á fót sér- stök félagsmálastofhun og ráðinn full- trúi til þess að sinna þessum málaflokki, sem var Kristján Guðmundsson. Það sem gleymist hins vegar þegar A-flokk- amir em að hæla sér af þessu er, að framsóknarmenn og sjálfstæðismenn vom þá í meirihluta. Ekki ágreiningur um félagsmál Um félagsmál í Kópavogi er ekki ágreiningur á milii flokka og núverandi meirihluti mun halda áfiram að sinna þessum málum. Við teljum að „Kópa- vogsmódelið“ sé að mörgu leyti góð fyr- irmynd, en vandamálið er að það hefur borið af leið. Það ríkir of mikil ofstjóm og nauðsynlegt er að stytta boðleiðir, þannig að hver króna nýtist sem i félags- málin er sett.“ Við erum ekki varadekk Annar möguleiki varðandi meirihluta- myndun í Kópavogi virtist koma til greina, en hann var sá að þið fæmð í samstarf við A- flokkana. Hvers vegna völdu ffamsóknarmenn ekki þá leið? „Þessir flokkar mynduðu meirihluta ffá 1978-1986 og allt gott um það að segja. Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag virðast hins vegar líta niður á Fram- sóknarflokkinn og þegar A-flokkamir höfðu fengið aukinn styrk 1986 og þurftu ekki nauðsynlega á Framsóknar- flokknum að halda var honum sparkað út. Látum það vera. En með því var Framsóknarflokkurinn þurrkaður út úr öllum nefhdum og margir ffamsóknar- menn í Kópavogi hafa átt mjög erfitt með að fyrirgefa A- flokkunum þetta. Núna koma þessir sömu menn töltandi yfir til okkar eins og ekkert hafí gerst og fara ffam á samstarf. Tónninn var þann- ig að það væri nóg fyrir þá að veifa hendi til okkar, þá kæmum við. Viðhorf- ið var svipað og við væmm varadekk í skottinu. Ef það springur þá er bara að skutla dekkinu undir og vona að ekki sé langt á næsta viðgerðarverkstæði." Vom allir framsóknarmenn í Kópavogi sammála þeirri leið sem siðan var farin? „Nei, það vom ekki allir, en yfírgnæf- andi meirihluti var samþykkur þessari ákvörðun. Við kölluðum saman fulltrúa- ráð þar sem kynntar vom óskir ffá bæði Sjálfstæðisflokki og A-flokkunum um formlegar viðræður. í fulltrúaráði vom aðeins örfáir sem greiddu atkvæði gegn því að snúa sér til Sjálfstæðisflokksins. Og síðar samþykkti fulltrúaráðið með yfirgnæfandi meirihluta drög að mál- efhasamningi milli flokkanna.“ Nú bendir allt til þess að þú verðir næsti bæjarstjóri. Lögðuð þið áherslu á það, í viðræðum við sjálfstæðismenn, að fá bæjarstjóraembættið? „Nei, svo var ekki. Það var ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki vilja ráða bæjarstjóra vinstri meirihlutans og það vissu allir sem við þá ræddu. Spum- ingin sem ég þurfti að fá svar við, hvort sem það var ffá A-flokkunum eða Sjálf- stæðisflokknum, var hvemig það yrði tryggt að ég, sem einn bæjarfulltrúi á móti fímm, týndist ekki. Strax var ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn vildi ganga að samstarfinu á þeim gmndvelli að tveir flokkar ynnu saman, en ekki fímm bæj- arfulltrúar á móti einum og það leist okkur best á. Tvö lykilembætti em mikilvæg í bæjar- stjóm, þess vegna var eðlilegt að þeim yrði skipt á milli flokkanna. Efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins er verkfræð- ingur, sem verður formaður bæjarráðs, ég er viðskiptafræðingur og því er þessi verkaskipting ekki óeðlileg." Verðum ekki bornir ofurliði Þið emð sem sagt ekki hræddir um að verða bomir ofurliði í þessu samstarfi? „Alls ekki og að sjálfsögðu höfum við samkomulag sem hefur að hluta til snú- ist um þetta atriði. Um samstarf meiri- hlutans verður fjallað í sérstökum vinnuhópi, svokallaðri ffamkvæmda- nefnd sem í em fimm efstu menn á hvomm lista. Þar rikir algert jafhræði og ég hef ekki orðið var við annað en menn gangi alveg heilir til þessa tveggja flokka samstarfs, sem sést best á því hversu stóran hlut við fáum í nefhdum og ráðum. Skiptingin er þannig að við fáum helminginn af öllum nefndarfor- mönnum og einn mann í allar nefhdir.“ Hvert verður framnald deilu Kópavogs og Reykjavíkur um lagningu Fossvogs- brautar? „Þessar deilur um Fossvogsdalinn vom allar óþarfar. í samningnum sem var gerður á sínum tíma vom skýr ákvæði um að Fossvogsbraut yrði ekki lögð nema með samþykki beggja aðila. Mál- ið var hins vegar blásið upp af klaufa- skap og gert að leiðindamáli að ástæðu- lausu. Þannig að Fossvogsbraut er ekki, né verður, á dagskrá hjá þessum meiri- hluta.“ Seigir innviðir í Framsóknarflokknum Þú hefur verið ffamkvæmdarstjóri Framsóknarflokksins ffá 1986. Hvemig lítur þú stöðu flokksins eftir þessar kosningar, annars vegar á landinu öllu og hins vegar í Kópavogi? „Staða Framsóknarflokksins sem þjóð- málaflokks er i heild afskaplega sterk. Það sýnir sig best í öllum þeim svipting- um sem verið hafa undanfarið; stjómar- myndanir, klofhingar í flokkum og ann- að slíkt, að flokkurinn hefur alltaf haldið sínum hlut, hvað sem á gengur. Þar kemur margt til, hann er ákaflega stefhufastur flokkur, hefur verið hepp- inn með forystumenn og vegna þess að Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur vita menn alltaf hvar þeir hafa hann. Það em seigir innviðir í Framsóknarflokkn- um. Útkoma flokksins á Reykjanesi ekki nógu góð I þessum sveitarstjómarkosningum kemur það í ljós að flokkurinn endur- heimtir fyrri styrk, eða eftir að flokkur- inn fór halloka fyrir fjómm ámm. Erfíð- asta svæðið fyrir okkur er suð-vestur homið, þar sem menn virðast dragast meira í stórfylkingar. Sjálfstæðisflokk- urinn er auðvitað mest áberandi og vinstrimenn afskaplega duglegir við að hjálpa þeim með því að kljúfa sig í smá- hópa. Á einstöku stað hefur myndast fylking í kringum Alþýðuflokkinn. Eg verð að segja að mér finnst útkoma Framsóknarflokksins í Reykjanesi ekki nógu góð og við stöndum í stað í Kópa- vogi. Ástæðan fyrir þessu gengi á Reykjanesi er kannski fyrst og fremst sú að við lendum á milli stórfylkinga: Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks í Keflavík; einnig í Hafnarfírði og Kópa- vogi. Samt tel ég að við höfum unnið dálítið merkilegan vamarsigur í Kópa- vogi, vegna þess að hvorugur aðilinn vildi að við næðum inn manni.“ Þú kemur til með að fara úr fram- kvæmdastjórastöðu stjómmálaflokks yfir í embætti bæjarstjóra. Áttu ekki von á því að þetta verði töluverð umskipti? „Þau störf sem ég hef verið að vinna em ekki í sjálfu sér pólitisk störf. Mér sýnist starf framkvæmdastjóra vera ósköp svipað og starf bæjarstjóra, þetta er fjármála- og verkstjóm og ég er við- skiptafræðingur með stjómun sem sér- svið. Þess vegna er ég óhræddur við að taka við embætti bæjarstjóra. Ég lít svo á að staða bæjarstjóra Kópavogs verði mun sterkari þegar viðkomandi situr bæði sem bæjarstjómarfulltrúi, með at- kvæðisrétt á þeim vettvangi og í bæjar- ráði.“ Hver verður arftaki þinn hjá Framsókn- arflokknum? „Sem betur fer á Framsóknarflokkur- inn mikið af úrvals fólki og einhvers staðar úr þeim hópi mun næsti fram- kvæmdastjóri flokksins koma. Það er hins vegar ekkert farið að ræða málið ennþá, enda hafa þessi umskipti mín borið mjög skyndilega að og hvemig mál hafa þróast eftir kosningar. Fram- undan em sumarffí og við höfum góðan tíma fram á haust til þess að ákveða hver verður næsti firamkvæmdastjóri Fram- sóknarflokksins.“ Kópavogurvaxandi bær Að lokum langar mig til þess að spyija þig hvaða augum þú lítur Kópavog ffamtíðarinnar? „Kópavogur er ört vaxandi bæjarfélag og mun vaxa mikið í firamtíðinni. Bær- inn er ákaflega vel í sveit settur hér á höfuðborgarsvæðinu, það er t.d. mun styttra niður í miðbæ Reykjavíkur úr Kópavogi en úr sumum hverfum Reykjavíkur. Kópavogur hefur yfír að ráða miklu landi og fysilegu fýrir at- vinnustarfsemi og ég trúi að hingað muni flytja mikið af fyrirtækjum í ffam- tíðinni. Kópavogur er miðsvæðis á höf- uðborgarsvæðinu og við þær aðstæður mun bærinn óhjákvæmilega gegna stóru hlutverki.“ Hermann Sæmundsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.