Tíminn - 09.06.1990, Qupperneq 9

Tíminn - 09.06.1990, Qupperneq 9
Laugardagur 9. júní 1990 Tíminn 17 Verk eftir fulltrúa íslands, Helga Þ. Fríðjónsson. Helgi Friðjóiisson sýnir í Feneyjum 27. maí síðastliðin var opnaður 44. myndlistartvíæringurinn i Feneyj- um. Hveiju sinni er ein aðalsýning á vegum tvíæringsins, auk sýninga í sérstökum þjóðarsýningarskálum. Að þessu sinni bar aðalsýningin yf- irskriftina „Ambiant Berlin", og er það úttekt á þeirri list sem hefúr verið að geijast í Berlín-vestur og austur- undanfarin ár. Þá voru nokkrar merkar sýningar í tengsl- um við Feneyjartvíæringinn, þó svo að þær væru utan svæðisins. Inni á sýningarsvæðinu eru 45 þjóðir með sérstaka sýningarskála. Fulltrúi íslendinga að þessu sinni er Helgi Þ. Friðjónsson. Sýning Helga vakti geysimikla athygli og seldust öll verk hans á fýrstu dög- um sýningarinnar, þá hefúr hann fengið tilboð um að sýna í Torino, Milano og fleiri borgum. Gert er ráð fyrir að 300.000- 400.000 manns sæki þessa stór- brotnu listsýningu. Yfirlitssýning á höggmyndalist Að Kjarvalsstöðum stendur yfir í öllu húsinu yfirlitssýning á íslenskri höggmyndalist fram til ársins 1950. A sýningunni eru verk eftir: Einar Jónsson, Asmund Sveinsson, Sigur- jón Ólafsson, Gunnfríði Jónsdóttur, Guðmund frá Miðdal, Rikharð Jóns- son, Magnús Á. Ámason, Nínu Sæ- mundsson og Martein Guðmunds- son. Þetta er fyrsta yfirlitssýning á ís- lenskum höggmyndum frá þessu tímabili. Hver listamannanna á 4-5 verk á sýningunni, styttur eða lágmyndir. Állir eiga ofangreindir listamenn það sameiginlegt að hafa stundað ein- hvers konar nám erlendis. Þeir sökktu sér í ólíka menningarstrauma og snéru aftur heim með afar ólíkar hugmyndir um lífið og listina. Má fúllyrða að allir þessir listamenn hafí, hver á sinn hátt, reynt að túlka is- lenskan veruleika og íslenskar fyrir- myndir. Sýningin er ffamlag Kjarvalsstaða til Listahátíðar. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 11:00-18:00 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Um 100 nýir STORNO farsimar hafa selst n 8 vihum - það köllum við góð meðmœli Vegna mikilla vinsælda nýju STORNO 440 farsímanna og hagstæðra innkaupa getum við boðið STORNO 440 farsíma í bíl á aðeins 83.788 kr. staðgreitt m. vsk og STORNO 440 bíla- og burðatæki á aðeins 99.748 kr. staðgreitt m. vsk. > ^ Fyrstu sendingar seldust upp, en vegna — ««■* ** ^ frábærra viðtaka tókst okkur að fá enn eina r'íS'.'Sfe' sendinguna á þessu góða verði. Símarnir eru tilbúnir til ísetningar og innifalið í verðinu er móðurstöð, talfæri, billoftnet, kaplar, hljóðnemi og hátalari fvrir handfrjálsa notkun. STORNO farsímarnir eru v.-þýsk gæðavara og búa yfir öllum fullkomnustu eiginleikum farsíma og með STORNO 440 getur þú notað þjónustu tölvubanka og boðkerfisins. Gríptu tækifærið því við eigum takmarkaðar birgðir af þessum vönduðu og ódýru farsímum. Komdu í söludeildir Pósts og síma og staðfestu pöntun PÓSTUR OG SÍMI hið fyrsta. Söludeildir í Kirkjustræti, Kringlunni, Ármúla 27 og á póst- og símstöðvum um land allt Verö miðað við suðgreiðslu og gengi 28.5.1990.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.