Tíminn - 09.06.1990, Qupperneq 11
Laugardagur 9. júní 1990
HELGIN
19
leiti fyrr eða síðar hælis í Guayaquil
því þar er gott að felast eða sleppa
burt með bananaskipum eða vögnum
sem ganga yfir landamærin til Perú
eða Kplumbíu.
Gðnzalez gerði hafharyfirvöldum
viðvart og leitað var í hveiju skipi
sem yfirgaf borgina. Hermenn voru á
verði við landamærin og leituðu í
vögnum. Þrátt fyrir það var Gonzalez
engu nær morðingjanum eftir hálft ár
en í upphafi. Þótt hann hefði fengið
lista yfir strokufanga ffá Quito virtist
enginn þeirra haldinn þess konar
glæpaáráttu sem hér var um að ræða.
—Morðinginn er mjög truflaður á
geði, fullyrti sálfræðingur. —Hann er
samt slægur, greindur og jafnvel rök-
fastur að sumu leyti. Fjöldamorðingj-
ar eru yfirleitt ósköp venjulegir útlits
og eiga það sameiginlegt að hafa sætt
ofbeldi eða verið yfirgefhir snemma
á ævinni. Reiðin tekur völdin og ger-
ir þessa menn að grimmum skepnum
sem hugsa um það eitt að tortíma.
Þeir njóta þess að myrða og nautnin
eykst með hveiju morði. Þeir sækjast
einkum eftir vamarlausum fómar-
lömbum, bömum, konum og gamal-
mennum.
I sambandi við þijú morðanna
höfðu fundist sams konar sælgætis-
bréf á vettvangi, glært bréf utan af
bijóstsykri. í öll skiptin höfðu þó
veður og vindar leikið bréfin þannig
að þau vom gagnslaus sem sönnunar-
gögn.
Loks finnst fingrafar
Það var svo í júní 1988, eftir að lim-
lest Iík hinnar 12 ára Gloríu Andino
fannst við jaðar fenjaskógarins, að
einmitt slíkt sælgætisbréf reyndist
hafa úrslitaþýðingu við leitina að
morðingjanum. Telpunni hafði verið
nauðgað og hún nánast rist sundur
með 12 djúpum skurðum eftir
sveðju. Andlitið hafði verið barið í
kássu og óþekkjanlegt en hnefi henn-
ar var krepptur utan um sælgætisbréf.
Það var þegar sent til rannsóknar og
loks fannst fingrafar.
Tæknimaðurinn hringdi til að segja
Gonzalez fréttimar og bætti við að
sælgætið væri að líkindum framleitt í
Kólumbíu en selt í fjölmörgum versl-
unum i Guayaquil. Gonzalez mataði
tölvukerfi Iögreglunnar á fingrafar-
en hann náðist hafði hinn
blíðmálgi Daníel Camargo Bar-
bosa á samviskunni líf 72 telpna á
aldrinum 7 til 12 ára. Sælgætis-
bréf og fbrvitni ungs lögreglu-
manns felldi hann.
inu og fékk um hæl útprentun á
fingrafari sem komu heim og saman,
ekki bara frá Bogota í Kólumbiu,
heldur líka ffá Barranquilla, borg á
norðurströnd Kólumbíu.
Gonzalez kallaði þegar til sín þá
sem unnið höfðu með honum að mál-
inu og sýndi þeim útprentunina. Nafh
hins gmnaða var Daníel Camargo
Barbosa og hann var 53 ára kólumb-
iskur borgari. Hann hafði verið hand-
tekinn í Bogota vegna fíkniefhamála
og setið inni í Barranquilla fyrir
nauðgun og morð níu ára telpu. Síðla
árs 1986 strauk hann úr fangelsinu á
eynni Gorgona og hvarf gersamlega.
—Jæja, félagar, sagði Gonzalez.
—Svo virðist sem við höfum loks
haft eitthvað upp úr krafsinu. Maður-
inn er geðbilaður með óralanga saka-
skrá. Við höfum nafh hans og nú er
að finna hann og það sem fyrst.
Eins og oft gerist þegar fyrir liggja
brot af vísbendingum sem enginn
botnar í, tóku þau nú að raðast sam-
an. Segja má að heppni hafi ráðið
því, svo og að menn voru á réttum
stað á réttum tíma. Það ásamt góðu
minni ungs lögreglumanns á bifhjóli
varð til þess að bamamorðinginn í
Ecuador náðist loks.
Meðan Gonzalez var að skoða
fingraforin, vildi svo tii að Juan Ro-
sales, sem var nýkominn til starfa í
bifhjóladeild lögreglunnar í
Guayaquil, var á ferð eftir malarvegi
sem lá að fenjasvæðinu í útjaðri
borgarinnar. Þá sá hann mann skjót-
ast út úr þykkninu með svartan plast-
poka í hönd. Rosale' vissi enn ekki
um það sem gerst hafði á lögreglu-
stöðinni og ákvað óháð því öllu að
ræða við manninn. Þetta var mein-
leysislegasti náungi sem kvaðst heita
Daníel og svaraði spumingum Rosal-
es með bros á vör.
—Fyrst hélt ég að hann væri úti-
gangsmaður sem héldi til í fenjunum,
sagði Rosales síðar. —Þama leita
margir hælis án þess að þeir séu
Áður en yfir lauk
náði þessi smávaxni,
meinleysislegi maður að
lokka til sín 72 litlar telpur,
nauðga þeim og myrða
síðan með sveðju.
hann úr fangelsinu og komst yfir
landamæri Ecuador.
Daníel Barbosa hafði stundað iðju
sína á svæði allt frá Quito til
Guayaquil og komið við í mörgum
þorpum og bæjum. Öðm hveiju vann
hann sér fyrir smávegis peningum
með því að tína banana. Þannig hafði
hann lært að beita sveðjunni sem
raunar er notuð til margra verka á
þessum slóðum og er ekki óalgengt
að menn gangi alltaf með hana á sér.
Það er ekki ólöglegt.
Um tíma tókst Daníel að leynast í
Guayaquil þar sem hann seldi penna
og blýanta á markaðnum. Hann hélt
líka áfram að gabba með sér telpur á
afvikna staði.
—Það var vandalaust að finna þær,
sagði hann blátt áffam. —Ég þurfti
bara að bjóða þeim penna eða sæl-
gæti. Stundum lofaði ég þeim ókeyp-
is ferð í strætó eða hádegismat. Það
vom ótal leiðir til að lokka þær ffá
markaðnum þar sem mæður þeirra
seldu ávexti eða grænmeti.
A 14 mánuðum fóm þannig 55 telp-
ur út úr borginni með smávaxna, sak-
leysislega manninum en komu aldrei
aftur.
Þegar Daníel var spurður um morð-
vopnið kvaðst hann hafa fleygt
sveðjunni í fenið þegar hann heyrði í
lögreglubifhjólinu. Fyrr um daginn
hafði hann gabbað Guadalupe Herr-
era með sér af markaðstorginu með
þvi að lofa henni að láta taka af sér
skyndimynd. Hann sagði henni að
hann ætti dóttur á svipuðum aldri og
þau skyldu öll borða saman. Hann
hafði farið með hana út að fenja-
svæðinu og þau síðan gengið nokk-
um spöl inn milli tijánna. Þar réðst
hann á telpuna, nauðgaði henni og
risti hana síðan sundur með sveðj-
unni.
Aðspurður hvers vegna hann kysi
böm sem fómarlömb, yppti hann öxl-
um og svaraði: —Ég vildi bara hrein-
ar meyjar. Þegar ég reyndi að hafa
mök við þær, æptu þær eins og böm
og það æsti mig verulega.
Næstu daga vísaði Daniel lögregl-
unni á sex lík telpna í fenjunum. All-
ar höfðu þær orðið fómarlömb sveðj-
unnar.
Aðeins 16 ára
fangelsi
Þar með vom þó ekki öll kurl kom-
in til grafar á blóðugum ferli Daníels
Barbosa. Við réttarhöldin sem fram
fóm í Guayaquil í september 1989,
játaði þessi mjúkmáli óþokki að hann
hefði einnig nauðgað og myrt 16
telpur í fimm öðmm bæjum. Hann
lýsti þeim tilvikum nákvæmlega fyrir
áheyrendum.
Svo fór að Daníel Barbosa var ekki
dæmdur i nema 16 ára fangelsi fyrir
ódæði sin, en það er hámarksrefsing í
Ecuador. Einn lögffæðinganna sagði
að í svona tilviki væm lögin hrein
svívirða. Menn mættu myrða 100
böm eða 1.000 án þess að fá þyngri
dóm. Þetta væri varla meira en högg
á handarbakið.
I Ecuador vinnur kerfið varla á sni-
gilshraða og því er ólíklegt að búið
verði að breyta neinu þegar Daníel
verður aftur ftjáls maður. Á meðan
geta sumir íbúar verið rólegir af að
vita hann undir lás og slá. Hins vegar
lifa foreldrar 72 bama við martröðina
til æviloka.
Loretta Paico var 12 ára, bráð-
þroska telpa sem morðinginn
gabbaði burt af markaðstorginu.
Hún sást aldrei framar, lífs eða
liðín.
unni og stakk upp á að maðurinn
kæmi með mér á stöðina.
Mánuðum saman höfðu birst mynd-
ir af týndum telpum í blöðunum og í
hvert sinn sem einhver þeirra fannst
myrt birtust myndir af henni í sjón-
varpinu ásamt ákalli til almennings
um að hjálpa eftir megni við leitina
að morðingjanum.
Nokkmm kvöldum áður en Rosales
hitti Daníel hafði hann séð mynd af
níu ára telpu í sjónvarpinu. Hún hét
Guadalupe Herrera og allir lögreglu-
—Ég hefði átt að yfirgefa hana,
sagði hann. —Ég var bara svo yfir
mig ástfanginn að ég bað hana að
fara út og færa mér hreinar meyjar. í
staðinn lofaði ég að kvænast henni.
Myrti 72 telpur
Ótal sinnum gabbaði vinkona Daní-
els ungar telpur inn til hans, þar sem
hann gaf þeim fíknilyf og misþyrmdi
þeim kynferðislega. Hann bjó þá í út-
jaðri Bogota og starfaði sem viðgerð-
armaður. Nokkrar telpnanna sögðu
frá atburðunum og Daníel og stúlkan
voru handtekin og fangelsuð. 1969
voru þau látin laus fyrir góða hegðan
og skildu síðan að skiptum. Fimm ár-
um síðar var Daníel handtekinn í
Barranquilla fyrir að nauðga og
myrða níu ára telpu. 1986 strauk
menn höfðu fengið myndimar í
hendur. Um leið og Rosales dró
myndina upp úr buxnavasanum fann
hann á sér að hann stóð augliti til
auglitis við bamamorðingjann.
Myndin var af Guadalupe Herrera.
Á stöðinni tók Gonzalez sjálfur að
sér að yfirheyra Daníel Barbosa. I
fyrsu neitaði smávaxni náunginn að
vita nokkuð um morðin. Hann ók sér
vandræðalega í stólnum og dökk
augun skutust til og frá eins og í
hræddu dýri.
Skyndilega virtist hann finna hjá sér
hvöt til að létta af sér byrðinni.
Næstu fimm klukkustundimar játaði
hann á sig ódæði sem áttu sér enga
hliðstæðu í sögunni. Brjálæðingurinn
sem nauðgaði, kyrkti og skar sundur
fómarlömb sín, talaði næstum í
blíðutóni. Hann sagði að sem bam
hefði hann stöðugt verið auðmýktur
af ráðríkri móður sem klæddi hann í
telpuföt svo hann lenti ekki í vand-
ræðum með hinum strákunum á göt-
um Bogota þar sem þau hefðu átt
heima.
—Strákamir gerðu grín að mér og
ég hataði mömmu fyrir að gera mig
að fífli, sagði hann. —Til að hefna
mín kyrkti ég köttinn hennar og
strauk svo að heiman.
Nítján ára kvæntist Daníel og eign-
aðist tvö böm en yfirgaf konu sína
þegar hann uppgötvaði að hún hélt
ffamhjá með besta vini hans. Daníel
sagðist hafa orðið fyrir skelfilegustu
lífsreynslu sinni nokkrum ámm síðar
þegar hann uppgötvaði að unnusta
hans var ekki hrein mey.
glæpamenn. Hann bað manninn að
sýna sér innihald pokans sem reynd-
ust óhreinar, bláar gallabuxur. í ein-
um vasanum var mynd af ungri telpu.
Klæddur í telpuföt
—Ég spurði hver ætti þær, sagði
Rosales. —Daníel sagðist hafa sótt
föt dóttur sinnar til skólasystur henn-
ar og væri á heimleið. Hann var
ósköp sakleysislegur en mér fannst
ég samt kannast við myndina af telp-
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL