Tíminn - 28.06.1990, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 28. júní 1990
Tíminn 19
IÞROTTIR
ér
HM á Italíu:
Donadoni til
í slaginn?
Roberto Donadoni, miðju-
maður ílalska Iandsliðsins í
knattspyrnu, sem hefur þjáðst
undanfarna daga af hnémeiðsk
ura, er nú allur að skríða saman
og vonast til að verða leikfœr á
laugardag, er ítalir mæta írum.
Douadoni, sem er einn dýrasti
leikmaður ítölsku knattspyrn-
unnar, meiddist í 2-0 sigurleik
gegn Tékkum i riðlakeppninni.
Hann lék ekki gegn Uruguay, en
það var hinn lítt reyndi Agostini
sem tók stöðu Donadonis í jjeim
leik. Annar lykilmaður Itala,
Nicola Berti, þarf nú að taka ut
leikbann vegna tveggja gulra
spjalda, svo að nú ríður á að
Donadoni sé klár í slaginn á
laugardag.
Donadoni segir að hnéð sé á
batavegi, en sé enganveginn
orðið gott. En það séu enn
nokkrir dagar til stefnu og hann
vonist til að verða Idár i slaginn.
Þá hefur Vlalli verið frá vegna
meiðsla og veikinda, en hann
varð að víkja úr liðinu á dögun-
um fyrir hinu eitraða framher-
japari Schillaci og Baggio. Þess
má gcta að V'ialli hefur ekki
skorað mark í landsleik í Ijóra-
tán mánuði, framherjinn sjálf-
ur. En Vicini hefur enn trú á
honum og hann verður líklega á
varamannabekknum á Iaugar-
dag.
Maradona
meiddur
Maradona, fyrirliði Argent-
ínska landsliðsins, hefur lítið
getað æft eftir leikinn gegn
Brasiliumönnum á sunnudag,
Stjarnan æfði eitthvað lítillega á
þríðjudag í æfíngasal. Hann ku
vera að lagast eitthvað, en kem-
ur líklega ekld til með að æfa
neina knattspyrnu fyrir leikinn
á laugardag. Maradona á við
ÖkklameiðsU að stríða, sem
hann fékk í leiknum við Rúm-
ena í riðlakeppninni. En þrátt
lýrir meiðsUn búast Argentínu-
menn við honum heUum í leik-
inn á laugardag.
Frí fyrir
að hrækja
Frank Rijkaard, ein af stjörn-
um hoUenska Uðsins, hefur ver-
ið dæmdur í þriggja leikja bann
í Heimsmeistarakeppninni,
vegna brottrekstur hans úr
leiknum gegn V- Þjóðverjum.
Þar lenti honum saman við
Rudi VöUer og fór svo að þeim
var báðum vildð af leikveUi.
VöUer var einnig dæmdur i leik-
bann, en aðeíns í einn leik. VöU-
er missir því af leik V-Þjóðverja
og Tékka á laugardag. En Ijóst
er að hrákaslummurnar þrjár
hans Rijkaards kosta sitt.
sigurvissir
Frans Beckenbauer og læri-
sveinar hans þykja býsna ör-
uggir um að þeir komíst áfram i
úrslitaleikinn þann. 8 júU i
Róm. Sem dæmi um hversu ör-
uggir þeir eru með sig er að þeir
hafa strax bókað hótelherbergi i
Röm fyrir úrsUtaleildnn. V-
Þjóðverjar eiga að leika við
Tékka í 8-Uða úrsUtum og má
með sanni segja að það sé sýnd
veiði en ekki gefin. Ef Þjóðverj-
arnir sigra Tékka eiga þeir að
leika 4. júU við Englendinga eða
Kamerún.
V
Stúlknalandslið:
Jafnt gegn
Hollendingum
íslenska stúlknalandsUðið gerði
jafntefU gegn hoUenska Uðinu í
sinum fyrsta leik á Norður-
landamótinu í Svíþjóð í fyrra-
dag. Leikurinn endaði 1-1. ís-
ienska Uðið tekur þátt i mótinu i
fyrsta skipti.
íslcnsku stúlkurnar léku vel.
Það voru hoUensku dömurnar
sem komust yfir í fyrri hálfleik,
en Það var HrafhhUdur Gunn-
laugsdóttir sem náði að jafna
metin fyrir stúlkumar okkar í
síðari hálfleik.
HM á Ítalíu:
Sjö leikmenn
■ i atta
úrslitum
Sjö leikmenn í Heimsmeistara-
keppninni á ítaUu geta ekki leik-
ið í átta Uða úrslitum vegna leik-
banna sem þeir hafa verið
dæmdir í. Eins og fram hefur
komið var Rudi VöDer dæmdur
i eíns leiks bann og getur því
ekki leikið með Þjóðverjum
gegn Tékkum. Fjórir leikmenn
Kamerún fengu eins leiks bann.
Miðjumennirnir Andre Kana-
Biyik og Emile M’Bouh
M’Bouh og vamarmennirnir
Akem N’Dip og Jules Onana.
Argentinski varnarmaöurínn
Pedro Monzon fékk einnig bann
og getur ekki leikið með liði sínu
gegn hinu skemmtilega júgó-
slavneska liði. Sá sjöundi í röð-
inni er ítalski miðjumaðurinn
Nicola Berti. Einn leikmannana
er að taka út sitt annað leikbann
í keppninni, en það er Kame-
rúnmaðurinn Biyik, en hann
var rekinn útaf i opnunarleikn-
um.
V
J
Paul Gascoigne hefur leikið vel og lagði upp sigurmarkið gegn Belgum.
HM á Ítalíu:
England áfram
á elleftu stundu
David Platt tryggði Englendingum
sæti í átta liða úrslitum Heimsmeist-
arakeppninnar á Ítalíu. Platt skoraði
sigurmarkið á 119 mínútu eftir glæsi-
lega sendingu frá Paul Cascoigne,
eða á síðustu mínútu framlengingar.
Allt stefndi í vítaspymukeppni og
virtist sem Belgar væru famir að bíða
eftir henni. Það má segja að sigurinn
hafi verið réttlætissigur, því í leikn-
um skoraði John Bames ftillkomlega
löglegt mark sem var dæmt af vegna
rangstöðu. Markið sem Platt skoraði
var 100 markið í heimsmeistara-
keppninni.
„Enska liðið lék mjög vel og við átt-
um meira í leiknum en dæmið gekk
ekki upp, en ég er stoltur af mínum
mönnum,“ sagði Guy Thys, þjálfari
Belga.
„Þetta var erfiður leikur og baráttan
í mínu liði var góð. Leikurinn gegn
Kamerún verður erfiður og við meg-
um ekki vanmeta þá, því þeir era
komnir þetta langt og hafa unnið
stórlið. Við eram í góðu formi við
getum komist enn lengra ef við spil-
um eins og í kvöld,“ sagði Bobby
Robson.
Íþróttahátíð (SÍ:
Opnunarathöfn á
Laugardalsvelli
I
I
I
I
I
i
i
-SK/lr -
KRAFT VERKF/íRI ^ - ÞESSI STERKU
HLEÐSLUVÉLAR
J
Opnunarhátíð hinnar glæsilegu
fþróttahátíðar verður á Laugardal-
svelli í kvöid og hefst hún kl 20.00.
Hópganga verður frá TBR húsinu
kl 19.15 og verður gengið sem
leið liggur niður á Laugardalsvöll.
Dagskrá opnunarinnar er fjölbreytt.
Hún hefst með inngöngu íþrótta-
fólks og síðan tekur við ávarp for-
seta ISI. Forseti íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, setur síðan 3
Íþróttahátíð ÍSÍ. Þá tekur við fjöl-
breytt dagskrá. 3000 leikskólaböm
dansa og syngja. Meiriháttar sýning
150 karatemanna, 1000 knattspymu-
og handboltaböm hlaupa um völlinn
og sýna listir og einnig verður
stærsta hópfimleikasýning sem sett
hefur verið á svið á Islandi. Dag-
skránni lýkur síðan með flugelda-
sýningu.
Tíminn hvetur alla til að mæta.
IÐNAÐARBORVÉL SKRÚFJÁRN
Gerö 2735H Gerð 221OH
- 12 volta mótor - 3,6 volta mótor
- 10mmpatróna - hraöi 180 sn./mín.
- 2ja gíra drif - báðar snúningsáttir
- 5 þrepa átakskúpling - þyngd 500 grömm
- stiglaus hraöarofi fra
0-500/1650 sn./mín.
- báöar snúningsáttir
- hleðslutími rafhlööu 1 klst.
EIGUM ÁVALLT FJÖLBREYTT ÚRVAL SKIL RAFMAGNS-
HANDVERKFÆRA OG FYLGIHLUTA JAFNTTIL
IÐNAÐAR- SEM HEIMILISNOTA
ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ N0TA ÞAÐ BESTA
Þekk/ng Reynsla Þjónusta
FALKINN r i
SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670