Tíminn - 28.06.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 28.06.1990, Blaðsíða 20
| AUGLÝSINGASÍMAR: :680001 — 686300 | RÍKISSKIP NÚTIMA FLUTNINGAR Hatnarhusinu v/Tryggvagölu. S 28822 ,Bérmélemo^rfa3' UERÐBRÉFAVIÐSKIPTI SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688568 AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTU Á SUBARLJ I^Tson ht Saevamoföa 2 sim. 91-674000 LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM Kringlunni 8-12 Sími 689888 Tíminn FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ1990 Bankarnir keyptu ríkisvíxla fyrir um 4 milljarða kr. í síðasta mánuði: Bankamir fjármagna hallann á ríkissjóði „Markaður með ríkisvíxla hefur gert það að verkum að yfir- dráttur ríkissjóðs hjá Seðlabanka er mun minni um þessar mundir en hann væri ella. Þannig hafa innlánsstofnanir í raun annastfjármögnun ríkissjóðshalla", segirm.a. í júníhefti Hag- talna Seðlabankans. í maílok áttu bankar og sparisjóð- ir um 12.470 milljónir kr. í ríkis- víxlum, sem var hækkun um rúm- lega 9.710 milljónir kr. frá áramót- um. Möfuðástæðan er góð lausafjár- staða bankanna. Höfuðkosturinn er að verðbólguhætta er miklu minni en af erlendum lántökum. En höf- uðgallinn (fyrir skuldara) er að mik- il ásókn rikisins í sparifé lands- manna hlýtur að þrýsta vöxtunum í landinu upp á við að mati Seðla- bankans. Af útistandandi ríkisvíxlum um síðustu mánaðamót voru um 93% í eigu banka og sparisjóða. Mest var aukningin í maí þegar nýir rikis- víxlar seldust fyrir um 3.600 m.kr. Góð lausafjárstaða bankanna er höfúðástæðan fyrir miklum kaup- um bankanna á rikisvíxlum ásamt því hve góða ávöxtun þeir gefa. Seðlabankinn telur þessi kaup hið besta mál þar sem hið mikla lausafé bankanna hefði væntanlega annars farið til almennra útlána með til- heyrandi hættu á aukinni verð- bólgu. Seðlabankinn biður menn þó að hafa hugfast að ríkisvíxlar eru skammtímapappírar með 45 til 120 daga greiðslufresti. Lánastaða ríkis- ins sé því viðkvæm að þessu leyti. Lántaka ríkisins á innlendum markaði er betri en erlend lán að því leyti að hún veldur ekki pening- aþenslu eins og erlendu lánin gera segja Seðlabankamenn. A móti komi að mikil ásókn rikisins í spamað landsmanna hljóti að þrýsta vöxtunum upp á við. Vextir á ríkis- verðbréfúm (ríkisvíxlum og spari- skírteinum) hafi leiðandi áhrif á aðra vexti á lánamarkaðnum með svipuðum hætti og víða gerist er- lendis. Innlánsstofúanimar nota ríkisvíxl- ana m.a. til að uppfylla kröfúr um lausafjárhlutfall. Auk þess að vera örugg bréf með góðum vöxtum hafa þau þann kost að við óvæntar breytingar á greiðslugetu bankarma kaupir Seðlabankinn ríkisvíxlana af þeim tímabundið eða í allt að 10 daga. Ríkisvíxlarnir mynda þannig varasjóð sem bankamir geta gripið til þegar á þarf að halda. - HEI mm Bubbi Morthens tónlistarmaður spilar ekki á ísafirði fyrr en ísfirðingar hætta að berja grænlenska sjómenn: „ÞETTA ER RASISMI" ir á og þegar fólk horfir á þá endar það þannig að fólk telur þetta sjálf- sagðan hlut.“ Síðan að grænlensk fiskiskip hófú að venja komur sínar til Isafjaröar hefur nokkmm sinnum skorist í odda milli íbúa staðarins og Grænlend- inga. Hámark þessa náðist fyrir fímm ámm þegar grænlcnskum sjómönn- um var bannað að fara í land á þeim forsendum að þeir væm slæmir með víni og höguðu sér illa. „Ég myndi segja að Vestfirðingar væm jafnslæmir með víni. Ég var á sjó á Vcstfjörðunum og þekki þar til,“ segir Bubbi. -En þú vilt ekki meina að Grænlend- ingar hafi hagað sér illa? „Islendingar hafa frekar hagað sér illa við Grænlendinga í gegnum árin. Það er á hreinu," segir Bubbi. Bubbi segir að þröngur hópur manna komist upp með að berja grænlenska sjó- menn á ísafirði. í þessu sambandi má nefna, að s.l. hvitasunnu lenti Isfirð- ingum, sem sögðust vera ný- nasistar, og Grænlendingum saman á götum Isafjarðar. „Grænlendingamir vom barðir og þeir vom settir inn en ís- lendingamir sluppu og þeir svömðu blaðamönnum með því að þeir væra ný-nasistar. Ég tek nú ekki mark á slíku, en gott og vel,“segir Bubbi. Vegna þessa máls hefúr Bubbi ekki spilað á ísafirði í tvö ár og hyggst ekki spila þar fyrr en úr þessu verður bætt. GS. „Ég spila ekki á Ísafírði svo lengi sem að komið er fram við Grænlend- inga eins og er gert þar. Þeir em of- sóttir á Isafirði, þeir em barðir. Þeir hafa lent í löndunarbönnum þama og ekki fengið að fara í land. Þetta er bú- ið að viðgangast í fimm til sex ár,“ sagði Bubbi Morthens tónlistarmað- ur í samtali við Tímann. Hann telur að ýmislegt mætti betur fara í sam- skiptum íslendinga og grænlenskra sjómanna á Isafirði. T.d. séu Græn- lendingar beittir ofbeldi. Bubbi telur orsök þessa vera kynþáttahatur ásamt öðm. „Þetta er rasismi fýrst og fremst og sinnuleysi yfirvalda. Þetta er félags- legt vandamál. Svona komst nasism- inn upp á sínum tíma. Fólk bara horf- Lán til Nuuk Norræni fjárfestingabankinn (NIB) mun taka þátt í fjármögn- un vatnsaflsvirkjunar í grennd við Nuuk á Grænlandi. Virkjun- in, sem verður fúllbyggð árið 1993, er fyrsti áfanginn í að gera Grænland óháð innfluttu elds- neyti. NIB mun veita Norsku verk- takasamsteypunni Nuuk-Kraft tveggja milljarða króna lán i þessu skyni. En heildarfjárfest- ing samsteypunnar nálgast níu milljarða króna. jkb I Fossvogskirkjugarðl flutti séra Amgrímur Jónsson stutta bæn. Að svelg á minnismerki um breska hermenn sem féllu við ísland í seinni heimsstytjöldinni. Tímamynd: Velheppnaðri heimsókn Elísabetar II. Bretadrottningar til íslands lokið: ISLAND BLES GUFU YFIR KONUNGSHJÓNIN Fyrstu opinberu heimsókn Elísabetar II. Bretadrottningartil fslands lauk á hádegi í gær. Áöur en drottning fór af landi brott lagöi hún blómsveig að minnismerki um breska hermenn í Fossvogskirkjugaröinum, heim- sótti forseta íslands á Bessastöðum og skoðaðl jarðhita I Krisuvík. Veörið lék við drottninguna og fylgdarlið hennar Jrennan síðasta dag beimsóknarinnar. Fjöldi fólks hafði safnast saman við Fossvogs- kirkjugarðinn en þangað kom drottningin kL 10:25. Við garðinn voru m.a. nokkrir fyrrverandi her- menn sem drottningin ræddi við í stutta stund. Drottning og maður hennar, Filippus hertogi af Edin- borg, gengu siðan að grafreit þar sem breskir hermenn, sem fórust á eða við ísland í síðari heimsstyrjöld- inni, eru grafnir. Séra Arngrímur Jónsson flutti nokkur blessunarorð en síðan lögðu konungshjónin blóm- sveig að minnismerkinu. Virðukiki einkenndi athöfnina. Frá kirkjugarðinum fór drottning- in og iyigdariið hennar tii Bessa- staða. Vigdis Finnbogadóttir forseti íslands tók þar á móti henni. Drottn- ingin skoðaði m.a. Bessastaðakirkju undir leiðsögn forsetans. Á leiðin til Keflavíkur komu bresku konungshjónin við í Krísuvík og skoðuðu jarðhitasvæðið. Mikifl gufustrókur stóð upp úr borbolu sem þar er og blotnuðu háir sem lág- ir af þeirti sökura. Elísabet drottning og V'igdis forsetí fóru í regnkápur tíl að hlifa sér við vætunni en FUippus prins óð i gegn um strókinn á jakka- fötunum og varð þvi nokkuð votur. Konungshjónin og fvlgdarlið þeirra fóru frá Keflavík um kl. 13. Vigdís Finnbogadóttir forsetí fs- lands og Steingrimur Hermanns- son forsætisráðherra kvöddu hina tígnu gesti. Drottningin héit vestur um haf tfl Kanada i fimm daga op- inbera helmsókn. Hertoginn af Ed- inborg flaug hins vegar heim tíl Bretlands. Þessi fyrsta opinbera heimsókn bresks þjóðhöfðingja tíl íslands þykir hafa tekist vel í alla staði. Bresku blaðamennirnir sem fylgdu drottningu hingað tíl lands sögðu hcimsóknina vel skipulagða og að andrúmsloftíð hefði verið afslapp- að. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.