Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 30. júní 1990 HELGIN 11 óspillta siðgæðistilfinningu sem meinar því að hylma yfir hryllilegu afbroti. En hér stendur svo á, að hveijum einum finnst nærri sér höggvið. Það eru vinir og félagar, sem hlut eiga að máli, og öllum fmnst sýnilega vænt um þessar ógæfusömu manneskjur, sem orðið hafa hræðilegri ástriðu að leiksoppi. Harmur þeirra kallar á dýpstu mann- lega samúð, þó að hegðun þeirra veki angur og óhug. Þess vegna er ekkert fjarlægara þessu fólki en að kasta steinum að tveim umkomulausum bömum sem eiga sverð syndar og dauða vofandi yfir höfði sér. Það er presturinn sjálfur, sem er meðal síðustu vitnanna í þessu þing- haldi og ftamburður hans hefur einn- ig á sér allan blæ varúðar og nær- gætni. Hann segist ekki hafa veitt háttum þeirra systkinanna mikla eft- irtekt, enda hafi honum sýnst atlot þeirra „líkari því sem gerist stundum milli náskyldra, heldur en að þau stæðu í sambandi við holdlegar íýsn- ir, þrátt fýrir það að honum hafi fund- ist leiðinlegt og smekklaust að sjá til þeirra". Enn fremur álítur hann sig hafa séð einhvem gildleika á Sól- borgu, sem honum hafi ekki virst með öllu venjulegur, en „tekur það fram að hann beri mjög lítið skyn- bragð á slika hluti“. Þó kveðst hann eitt sinn hafa innt Bjöm Blöndal lækni eftir því „hvort gildleiki á kvenfólki líku þessu, gæti átt sér aðr- ar orsakir en að konan væri þunguð, og hafi læknirinn kveðið já við því“. Enn tekur prestur ffam, að hann hafi að ffumkvæði konu sinnar lagt fýrir Siguijón á síðastliðnu sumri að gæta siðsamlegra háttemis, og hafi hann þá svarað þvi til, að allt væri „í sak- leysi“ á milli þeirra systkinanna. Loks kveðst prestur einnig hafa heyrt, að móðir þeirra systkinanna, Guðbjörg Bjamadóttir, þá til heimilis að Garði, „hafi átt í fýrra að áminna þau um að hneyksla ekki neinn með atlotum sínum". Framburður Sigurjóns Meira hefur prestur ekki að leggja til málanna að sinni, enda er dagur að kveldi kominn — og þó ekki allur. Uppi í baðstofu er Siguijón Einars- son í þann mund að setjast að snæð- ingi og hefur ekki enn þá yrt á neinn mann, enda nýkominn frá fénu, sem hann hefur staðið yfir ffá því i birt- ingu og fram í myrkur. Ætla mætti að slíkur maður væri hressingar þurfi, en samt er honum nú ekki til setunn- ar boðið. Réttvísin á vantalað við hann, og föt hans, gaddfreðin, em naumast tekin að þiðna, þegar hann er sóttur til yfirheyrslu. Heimilisfólk- ið, sem hann mætir á leiðinni, víkur aldrei þessu vant úr vegi fýrir hon- um, nemur staðar og stelst til að horfa á eftir honum niðurlútu höfði, svo sem eigi hann ekki afturkvæmt. Og Siguijón Einarsson, 24 ára vinnumaður, fær hvorki.glýju í augun né lætur hugfallast, þó að hann sé kominn undir smásjá réttvísinnar. Hann er viðbúinn því að fýrra bragði, að hver spumingin reki aðra, og er furðulega var um sig. Þannig „neitar hann ítrekað, að hann hafi nokkum tíma, einslega eða í annarra augsýn, aðhafst nokkuð það við systur sína, sem hann hafi álitið hneykslanlegt“. Hann neitar því eindregið að hafa „nokkum tíma genið í eina sæng með hálfsystur sinni, hvorki dag né nótt“. Aðspurður hveður hann Sólborgu hafa sagt sér, að gildleiki hennar á næstliðnu sumri hafi stafað af veik- indum, og bæði hafi hún sjálf leitað læknisráða við þeim og hann sótt meðöl handa henni. í síðara réttar- haldi er þetta hvort tveggja staðfest af lækni þeim, er hlut á að máli. Þannig rekur hvorki né gengur. Sú sögn hefur síðar orðið til, að setu- dómarinn hafi loks beitt ákærða sér- stöku bragði til að vinna bug á hon- um. Hann á að hafa skýrt honum svo ffá, að fýrir lægi í réttinum ffá hendi systur hans skýlaus játning allra sak- argifta, og hafi honum þá verið öllum lokið. En hvorki ber réttarbókin nokkuð það með sér, er renni stoðum undir þessa þjóðsögu, né er setudóm- arinn heldur líklegur til að hafa við- haft svo vafasama aðferð, m.a. fýrir þá sök að hann þurfti hennar alls ekki við. Þær æmu líkur, sem fram vom komnar í fýrri vitnaleiðslum, máttu vissulega teljast nægilega sterkar til að koma sakbomingi á kné, enda reyndist það svo. Það er einmitt þeg- ar dómarinn, seint og um síðir, hefur lesið fýrir honum samhljóða ffam- burð vitnanna, að allt viðnám hans þrýtur. Á samri stund er hann aftur orðinn það, sem hann í reyndinni hef- ur jafnan verið innst inni, óharðnað og umkomulaust ungmenni, ánetjað- ur örlögum, sem tekið hafa af honum ráðin og vaxið honum yfir höfuð. Fyrir því játar hann nú, fúslega og af- dráttarlaust, öllum sakargiftum sem hann er borinn. Þannig ráðast mannleg afdrif, hin stærstu og afdrifaríkustu, á skammri stundu og komast meira að segja fýr- ir í nokkmm línum, skráðum í þing- bók. Og þá er tólfti dagur janúarmán- aðar árið 1893 að kvöldi kominn. Það verður ekki af fleiri yfirheyrslu að sinni, en áður en dómarinn lokar að fullu réttarbókinni, kveður hann upp varðhaldsúrsícurð á hendur hinum brotlegu systkinum og skipar fýrir um gæslu þeirra, hvors um sig, þar til öðruvísi verður ákveðið. Og erum við þá aftur stödd við lok frásagnar- innar í síðasta þætti, þar sem numið var staðar við neyðaróp ofan úr bað- stofulofti. Allt fram til þessa hefur réttarbókin verið skráð með hinni glæsilegu og sviphreinu rithendi Einars Bene- diktssonar, og næsta dag, hinn 13. janúar að morgni, er það enn sama höndin, sem heldur á pennanum, en að þessu sinni er skriftinni brugðið. Það leynir sér varla, að eitthvað það hefur borið við hina síðustu nótt, sem hinn ungi dómari hefur tekið nærri sér, enda er þess ekki langt að leita ef skyggnst er í réttarbókina. En þá er einnig um leið fengin skýring á hinu sára og nístandi neyðarópi. Það kem- ur sem sé í ljós, að þennan dag hefur rétturinn verið settur „til þess að halda rannsókn um dauða hinnar ákærðu, Sólborgar Jónsdóttur“. Systkin sett í varðhald Að upphafi þessarar rannsóknar hefur dómarinn bókað ítarlega skýrslu um ýmis atriði er varða af- skipti hans af málinu. Má ætla, að hann geri það til að firra sig hugsan- legum vítum fýrir meðferð sína á því, og virðist jafhvel fullviðkvæmur í þessu efni, þar eð ekki verður séð að hann hafi þar í nokkru tilliti hagað sér öðruvísi en hver annar háttvís og samviskusamur dómari mundi hafa gert. M.a. ræðir hann allítarlega um þann viðbúnað, sem hafður hafi ver- ið um gæslu fanganna, og segir í framhaldi af því: „Hinn ákærði var látinn sitja á baðstofulofti hjá fólkinu og karlmaður látinn hafa gæslu á honum. Hin ákærða var látin fara inn í herbergi sér, í norðurenda hússins, og var sömuleiðis fullorðinn karl- maður inni hjá henni til þess að gæta að, hvað hún aðhefðist. Öðruvísi var ekki hægt að ffamkvæma gæsluna, þar að öll herbergi niðri í húsinu voru köld. Hinn setti prófdómari rannsakaði sjálfur vasa hinna ákærðu og tók úr þeim það, sem hann áleit hugsanlegt, að þau gætu farið sér að voða með. Hjá hinni ákærðu fannst aðeins stór lykill, sem hún hafði í vasa sínum, og var hann tekinn og geymdur. Hin ákærða var mjög róleg að sjá, og fannst hinum setta próf- dómara því eigi ástæða til þess að Iáta hana hafa fataskipti eða rann- saka ítarlega ytri klæðnað hennar, hvorki eftir því sem á stóð, né heldur eftir þeirri venju, sem honum er kunnugt um í slíkum tilfellum hér á landi, þar sem menn eru settir fastir fýrst um sinn á sveitabæjum; en nokkru eftir að hún var komin inn í hið sérstaka herbergi, beiddist hún þess, að búið yrði um sig, þar eð hún gjaman vildi leggja sig út af. Það var bráðlega gjört, og gekk hún síðan til sængur...“ „í einhverju dauðalíku ástandi" Við þessa greinargerð má enn bæta einu atriði, þó að í réttarbókinni sé ekki vikið að því fýrr en siðar. Á vist með Sólborgu var dóttir hennar, Anna Ámadóttir, fjögurra ára gömul, og hafði hún eignast hana áður en hún kom að Svalbarði. Hafði hún mikið dálæti á telpunni og lét hana jafnan sofa fýrir ofan sig í rúminu. Nú var hins vegar þeirri venju bragðið — í fýrsta sinn. Það þótti ekki hættandi á að leyfa brotlegri móður þann munað að hafa bam sitt hjá sér þá löngu nótt, sem nú mundi fýrir hendi, og að boði réttarins var það tekið úr fangi hennar. Svo verður allt hljótt um stund. En við fýrstu kvalaveinin úr norðurhús- inu, þessi angistaróp, sem eiga fýrir sér að bergmála ævilangt í hlustum þeirra, sem heyrðu, bregður dómar- inn við fýrstur manna og gengur á hljóðið — inn til Sólborgar. Jafn- snemma skipar hann svo fýrir, að Iæknir skuli tafarlaust sóttur, en hann á heima á næsta bæ. Um stund stendur Einar Benedikts- son við beð hinnar sakbomu konu. Ef til vill verður hinum ekki þegar ljóst, hvers kyns sú alvara er, sem þama er á ferðum, en allt að einu skynjar hann, að hér er mikil barátta háð í vamarlausri mannssál. Honum líst svo, eftir því sem greint er frá í réttar- skýrslunni, að hin ákærða hafi fengið „ákafan krampagrát", og fýrir því tekur hann nú skjóta ákvörðun. Hann sækir litlu telpuna ffarn á baðstofu- loftið og spyr móðurina, „hvort hún vilji sjá bamið hjá sér, þar eð honum hugkvæmdist, að orsökin gæti verið hryggð yfir því, að bamið var tekið ffá henni.“ Móðirin ansar þessu ekki neinu, og kannske er þegar af henni dregið meira en svo, að hún megi svara. En hvað úr hveiju taka samt kvalaópin að stillast, og gengur þá Einar Bene- diktsson aftur frá. Hann ætlar að bíða læknisins frammi, en honum verður ekki rótt, og lítur hann þá aftur inn í herbergið. Þá heyrist þar ekki framar nein stuna, og gæslumaður hefúr orð á því, að svefnmók muni hafa sigið á Sólborgu. Á hinn bóginn sýnist Ein- ari ekki betur en hún sé örend, eða að minnsta kosti „í einhverju dauðalíku ástandi". Glas meö strykníni Þessa stundina er heimilið að Sval- barði orðið líkast kirkjugarði sem rís. Tíðindin, sem gerst hafa á norður- loftinu, berast orðalaust frá manni til manns og fýlla hugskot fólksins hrollköldu andrúmslofti dauðans, hins dularfúlla og óvænta næturgests. Aðeins ein sál á heimilinu nýtur þeirrar náðar að vera horfin á vit líknsamrar gleymsku. Það er lítil, umkomulaus telpa, sem hefur grátið sig í svefn og hefúr ekki ennþá neitt hugboð um, að mennimir og dauðinn hafa tekið móður hennar ffá henni að fullu og öllu. Hvers vegna þurfa dómar heimsins að hiha þyngst þá sem enga eiga sökina? Og hvað getur fólkið tekið til bragðs? Það á einskis annars kost en að bíða átekta, skima og hlusta. Dómarinn einn hefur sinnu á að láta hendur standa fram úr ermum. Hann sendir eftir köldu vatni, sem síðan er látið dijúpa „á enni og bijóst hinnar ákærðu“. Önnur úrræði til bjargar era þama ekki tiltæk, enda skiptir það minnstu, því að í þessum svifum er læknirinn kominn. Hann heldur Iífg- unartilraunum áfram um stund, en þær bera ekki árangur. Þá er ekki annað að gera en að fela tveim mönn- um að vaka yfir líkinu um nóttina og segja til, „ef lífsmarks yrði vart“. Á sama tíma er nákvæm leit gerð í herberginu. Árangur hennar er ekki fýrirferðarmikill, en samt finnst þama hjá rúminu litið glas með leif- um af hvítu dufti. Læknirinn hefúr engin tök á að sannprófa, hvað þetta er, en álítur, að það muni vera strykn- ín. Þetta reynist rétt. Við yfirheyrslu daginn eftir sýnir dómarinn hinum ákærða glasið, og kannast hann þá þegar í stað við það. Um leið fæst einnig úr því skorið, hvemig lykill- inn stóri, sem daginn áður var tckinn úr vasa ákærðu, er til kominn. Sigur- jóni segist svo ffá, að hann hafi fýrir ári fengist við tófúeyðingu að beiðni húsbónda síns, og hafi hann nota stryknín til þeirra hluta. Kveður hann leifamar af eitrinu hafa orðið eftir í sínum fóram, og hafi hann geymt glasið í læstri kistu, sem hann átti, og systir hans hafði einnig aðgang að. Hann fullyrðir, að sér hafi með öllu verið ókunnug sú ákvörðun systur sinnar að nálgast eitrið, og þvi síður hafi hann nokkra sinni reynt að telja hana á að fýrirfara sér. Þvert á móti tekur hann fram, að Sólborg hafi oft- ar en einu sinni verið að því komin að láta hugfallast og haft þá sjálfsmorð á orði, en hann hafi í hvert skipti gert sér ýtrasta far um að telja henni hug- hvarf og fá hana ofan af slíku áformi. Um þetta er ákærður vitanlega einn til frásagnar, en þar eð ekkert kemur fram, er mæli gegn þessari staðhæf- ingu, verður henni ekki heldur hrandið. Annars er þetta strangt og hrollvekj- andi réttarhald. Við hlið ákærða í þingstofúnni hefúr líki systur hans verið komið fýrir á fjölum, og þar hvílir hún allan þann tíma sem yfir- heyrslumar fara fram, „litverp við línið bleikt". Þetta er þöguit vitni, sem ekki verður lengur kallað til saka, en virðist samt hlusta eftir hveiju orði, sem þama er sagt. I þetta sinn fýllir Sólborg Jónsdóttir her- bergið framandlegum andblæ; hún er gestur úr dánarheimum og þess vegna vekur návist hennar ótta- blandna lotningu. Þó að undarlegt megi virðast, veitist flestum örðugra að bera ljúgvitni í nærvera dáinna manna en lifandi. En reyndar hefúr ákærði engu að leyna úr því sem komið er, og kannske er honum einmitt nokkur fróun í því að tjá hug sinn. Það léttir á hjartanu, jafnvel þó að það kosti hann að sakfella sjálfan sig. Hann víkur að því, hversu sér hafi orðið mikil við- brigði að fá að njóta ástúðlegrar um- önnunar systur sinnar, eftir að hafa alist upp á hrakningi og verið mestan hluta ævinnar með vandalausu fólki, og lýsir því enn ffemur, hversu hann hafi borið „þungt geð“ allt frá þeirri stund er samvistir þeirra systkinanna tóku hina hryggilegu stefnu, þó að hann hafi varast að láta mikið bera á hugarkvöl sinni. Kveðst hann allt fram á þennan dag hafa verið haldinn „hryllingartilfinningu yfir afbrotum sínum og iðran yfir því, að þetta skyldi ske, þrátt fýrir það þó að hann ekki hefði getað hætt við ásetning sinn“. Stingur framburður hans allur mjög í stúf við frásagnir í sumum samtíðarblöðum, sem gerðu sér tíð- rætt um, að Sigurjón hafi tekið frá- falli systur sinnar og afbroti þeirra beggja með kuldalegu kæraleysi. Virðist slík sakargift ekki hafa við neitt að styðjast. Barnslíkið í fjárbyrginu I þessu réttarhaldi er Sigurjón spurður nánar um ýmis atriði, er snerta bam þeirra Sólborgar, fæðingu þess og dauða, en þá kemur það reyndar i ljós að hann er alls óffóður um sitthvað, er þar skiptir mestu máli. Er hugsanlegt, eftir allt það, sem á dagana hefúr drifið, að blygðunar- kennd hafi affrað þeim systkinum frá því að ræða þessi hörmulegu mál sín á milli? Það er seinna þeruian dag, að Sigur- jón Einarsson á í síðasta sinn erindi til íjárhúsanna á Svalbarði, og aldrei þessu vant er hann í nýstárlegri fýlgd, þar sem m.a. má líta sýslumann og lækni. Það era samt ekki þessir fýrir- menn, sem nú ráða ferðinni, heldur þvert á móti sá maður, sem þama er umkomulausastur allra, sjálfúr gæslufanginn, og að hans dæmi nem- ur loks þessi sundurleiti hópur staðar í kuldalegu fjárbyrgi niður undir sjó. Þama hefúr sverðinum nýlega verið rótað, og nú, þegar grafið hefúr verið álnardjúpt ofan í frosna moldina, kemur í leitimar lítið bamslík, vafið í fátæklegar flíkur sem gera ekki betur en að hylja nekt þess. Og aftur halda mcnn heim á prests- setrið — þögull hópur í grárri síðdeg- isskímu. Seinna cra lík beggja, móð- ur og bams, krafin af lækninum. Hann úrskurðar, að móðirin hafi lát- ist af eitri, en dánarorsök bamsins sé köfnun. Og verður ekki meira aðhafst þann dag, en þá verða þau tvö, bam og móðir, ekki ffamar aðskilin. Dóm- arinn mikli, sem engu verður leynd- ur, hefur af mildi sinni leitt þau sam- an og nú hvíla þau aftur undir einu líni og hlið við hlið — í skjóli dauð- ans. En næsta morgun er hinn ungi rann- sóknardómari árla á fótum og nú leiðir hann það ferðbúinn sjónum, hvemig hin mjallstorknu víðemi brjótast hægt og öragglega undan þungu næturfargi skammdegisins, uns þau risa við stálgráan himin í hvítri og hrikalegri vetrardýrð. Landið allt er á heimleið, eins og hann er sjálfúr, heim til nýs dags að afstaðinni örlaganótt, því að enn er það lífið, sem til allrar hamingju á brýnast erindi við Einar Benedikts- son. Kannske hefur honum aldrei orðið það jafnljóst og á þessari stund, og þó mun hann engu að síður skynja, löngu áður en ferjan verður kölluð yfir Jökulsá, að engin mann- leg sál fær flúið vettvang harms og dauða án þess að taka með sér þau örlög, sýnileg eða ósýnileg, sem þar hafa átt sér stað í návist hennar, og hún má jafnvel vera við því búin að standa skil á þeim öilum í þann mund sem komið er að hinsta ferju- stað. (Frásögn Tómasar Guðmundssonar) Héðinshöfði. Hér dvaldist Einar með Benedikt Sveinssyni, föður sínum, nýkominn ffá námi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.