Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 6
AwA
14 W HELGIN
Laugardagur 30. júní 1990
Handanvatnafólk
Þegar við vorum komin í land fór
Fagranesbátur inn í Hofsós að sækja
fólk og var nokkuð lengi í þeirri ferð.
Ég mætti Hofsósfólki, þegar ég var
að ganga niður brekkuna. Ég þekkti
ekkert af því. Þetta var allt ókennilegt
handanvatnafólk.
Þegar Fagranesbátur kom úr Hof-
sósferð fór hann vestur á sjóinn,
stefnu nokkuð fyrir norðan Drangey
og var það alllengi á svipuðum slóð-
um. Ég sá alltaf bátinn og giskaði á
að Drangeyjaijarl og einhveijir með
honum hafi verið að draga fisk. Um
afla veit ég ekki, en hafi hann verið
einhver, munu þeir hafa látið hann í
lestina.
Enginn er verri
þótt hann vökni
Kl. 4.30 var lagt af stað frá Málmey.
Þá var orðið skýjað loft og vindur
genginn í suður, en vindhraði mun þó
ekki hafa verið yfir 4 vindstig, en það
var nóg til þess að á leiðinni inn eftir
var mótvindur og krappar öldur. Mér
var fengið björgunarvesti og hafði ég
ekki klæðst því áður. Mér þótti það
óþarfúr búningur, því ég lærði að
synda 14 ára og sundtök gleymast
ekki.
Ég settist við borðstokkinn stjóm-
borðsmegin, en hvort það hefúr verið
að austan- eða vestanverðu i skipinu
veit ég ekki.
Fagranesskip er borðalágt og það
varð strax ágjöf. Stígvélin dugðu mér
lítið, ég varð blautur á annarri hlið-
inni, en heyrði sagt að enginn væri
verri þótt hann vöknaði. Farþegar
stóðu í hnapp á dekkinu. Yfir þá var
slegið plasthinmi, en mér sagt að fara
ffam í lúkar. I lúkamum voru tveir
menn með sitt bamið hvor, annað
þriggja ára en hitt fimm.
Þar er skemmst af að segja að á leið-
inni inni eftir vom högg og slög svo
mikil þegar skipið datt af hinum
kröppu öldum að ég hélt að það
mundi þá og þegar brotna í tvennt.
Ég varð að halda mér í eitthvað til
þess að milda höggin. En þessi sjáv-
arselur gekk ekki undir, en það kæmi
mér ekki á óvart, að sprunga hefði
myndast í byrðing.
Jarl af Hafnar-
bræðraætt
Jarlinn af Drangey sat við stýrið í
einhveijum skáp nálægt lúkar. Hann
var óttalaus og rólegur. Svipmót hans
var óhagganlegt, eins og dauðinn.
Sigmenn í Drangey em sérstök
manngerð. Þeir óttast ekki sjó né loft-
hæð.
Jón á Fagranesi er sagður mikið
hraustmenni og hann hefúr vöxt til að
vera það. En hann hefúr ekki kraftana
úr okkar ætt, skagfirskri, heldur úr
foðurætt austan af Héraði. Það er ætt
Hafnarbræðra, sem Sigfús Sigfússon
skrifaði um. Jötunmennið Jón Páll er
líka af þeirri ætt.
Enda þótt gæfi á bátinn var Málm-
eyjarferð skemmtileg. í slíkum ferð-
um þarf að vera bæði ljós og líka
skuggar, svo myndin af mannlífinu
verði ekki folsk.
Þessi ferð var fýrsta og verður síð-
asta sólarlandaferð mín og enn er
ótalið að fjárhagslegt happ sótti að
mér. Fargjaldið mun hafa verið tvö
þúsund krónur. Þegar ég vildi borga
jarlinum af Drangey, sagði hann að
ég ætti ekkert að borga. Því mun hafa
valdið bæði frændsemi og vinátta,
gömul og ný. Ég þakkaði virðulega
fyrir mig, sem mér bar að gera.
Enn um sinn mun Málmey standa
stöðug á Skagafirði og þangað geta
þeir farið Pétur og Páll, ef þeim sýn-
ist svo, skemmti- og ævintýraferðir.
á Skag
DJUII I DyilbbUI I
frá Sveinsstöð-
um segir frá
Málmeyjarferð
með Jóni
Drangeyjarjarli
þann 16. júní sl.
Laugardaginn 16. júní 1990 fór ég í
skemmtiferð út í Málmey. Ég hafði
ekki komið þangað áður. Það voru
um 20 manns í þessari ferð, þar af
þrir krakkar á tíu ára aldri og tvö
böm, 3ja og fimm ára. Jón á Fagra-
nesi, Drangeyjaijarl, flutti fólkið á
báti sínum, sem ekki er stór, og var
skipstjóri.
Farið var af stað frá bryggju á
Króknum kl. 9 árdegis og tók férðin
tvo tíma út á Málmeyjarfjöru. Það
var norðaustan andvari, léttskýjað,
glaðasólskin og skyggni gott til allra
átta. Báturinn skreið út með Þórðar-
höfða skammt frá landi og þótti mér
gaman að horfa á þessi strandbjörg.
Doría í eftirdragi
A leiðinni út eftir var sjórinn lá-
dauður og spegilsléttur, en hrikalegur
brimskafl var aftan við bátinn, sem er
líklega það sem kallað er kjalsog.
Aftan við brimskaflinn var gúmbátur
er hékk í bandi ffá skipinu. Þessi
gúmbátur, sem ég vil kalla doríu, er
ekki stór — skeifúlagaður belgur,
uppblásinn, með óvenjulegu gólfi á
milli.
Lendingin við Málmey er að vestan-
verðu, skammt fyrir norðan vitann.
Þar er ekkert undirlendi, aðeins mjó
fjara, grýtt. Og nú var dorían dregin
að Fagranesskipi og fólkið fór í hana,
en þar var alls ekki pláss fýrir fleiri
en tíu manns, svo það varð að fara
tvær ferðir.
Mér fannst það mikið öryggisleysi,
ef skipinu dytti í hug að sökkva úti á
miðjum firði, að ekki kæmist nema
helmingur af fólkinu á skipinu í gúm-
bátinn.
Orðasveimur var um að björgunar-
bátur væri í skipinu, sem notast mætti
ef það sykki og blési hann sig út með
dularfúllum hætti. Hvort það hefúr
verið rétt veit ég ekki.
Úr fjörunni er allhá brekka upp að
ganga og þar voru sniðgötur, eins og
mjóar kindagötur. Skammt sunnar
var snjóskafl eigi svo lítill undir efstu
brún.
Félagshyggjufugl
Mikil mergð af fúglum var um allar
brekkur. Mest var þar af lunda, sem
er ekki stór fugl með stórt nef. Lund-
inn mun vera félagshyggjufúgl. Hann
sat þétt á klettahausum og syllum á
milli þess senm hann flaug út á sjó.
í brekkunni fýrir ofan fjöruna voru
nokkur æðarfúglshreiður. Okkur var
sagt að við mættum ekki vera þar
mjög lengi, því þá kæmi fúglinn ekki
og þá kólnuðu eggin um of.
Með erfiðismunum gekk ég upp
brekkuna. Ég er orðinn hundgamall,
fótfúinn, slappur og mæðinn, en fýrr
á árum hefði mér fúndist það vera
sem daglegt brauð að ganga upp
þessa brekku. Ég gekk ekkert um eyj-
una, þurfti þess ekki. Hún er öll grasi
gróin og um 4 km að lengd eftir því
sem mér var sagt. Ég lagðist bara í
laut á móti sólinni og hafði það gott,
eins og ég væri kominn til sólarlanda.
I
Laugardagur 30. júní 1990
HELGIN
15
Málmey hækkar því meir er norðar dregur
og hæst er hún 156 metrar yfir sjávarmáli.
Víða er hrikalegt í eynni.
Úr Málmeyjarflöru.
Þegar kemur að vali á veiði-
vörum er Abu Garcia merki
sem æ fleiri treysta á
Hafnarstræti 5 • Símar 1 67 60 og 1 48 00
Nú er einmitt rétti tíminn til að
huga að endurnýjun eða kaupum
á veiðibúnaði. Sértu að gera
klárt fyrir væntanlegar veiði-
ferðir skaltu kynna þér hið góða
úrval Abu Garcia veiðivara því
Abu Garcia heíur í áratugi verið
leiðandi í tækniþróun
veiðibúnaðar.
Það kemur meðal annars fram í
aukinni notkun á fisléttum en
sérlega sterkum efnum ásamt
nýjung sem stóreykur langdrægni
hjólanna (ULTRA CAST). Þetta
er meðal annars ástæðan til þess
að æ fleiri veiðimenn treysta
á Abu Garcia.
Happdrætti dvalarheimilis aldraðra sjómanna
Nýjung!
BÓNDABRIE
lítill ostur með sterk áhrif
MUNDU EFTIR OSTINUM