Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 1
30. JUNI-1. JUL11990 Sólborg og sýslu mannssonurinn á Héðinshöfða Snemma dags í öndverðum febrúarmánuði 1893 leggja tveir menn af stað frá Svalbarði í Þistilfirði og er för heitið að Héðinshöfða á Tjörnesi. Fárra daga dvöl þeirra á Svalbarði hefur orðið með þeim hætti að hún mun hvorug- um þeirra gleymast síðar, vegna þeirra óhugn- anlegu atburða sem þar urðu. Annar maðurinn er ungur lögfræðingur, sem verið hafði í erind- um sýslumannsins föður síns, að rannsaka grun um dulsmál á Svalbarði. Hann hafði verið glaður og reifur að vanda á leiðinni að Sval- barði, en nú er um skipt. Það er í honum geigur og sú saga er lífseig að jafnan eftir þetta hafi þessi ungi lögfræðingur, sem var Einar skáld Benediktsson, verið þjáður af myrkfælni. Þjóð- sagan segir að er þeir síðar þennan dag komu að Jökulsá og fengu sig ferjaða yfir, hafi ferju- maðurinn heimtað gjald fyrir þrjá, en þeir aðeins tveiráferð. „Nú, heldurðu að húnfylgi þérekki!" á svarið að hafa verið, er þeir spurðu hverju þetta sætti. En hver var „hún"? Það skýrist í eft- irfarandi frásögn af Sólborgarmálinu, sem mikla athygli vakti á sínum tíma. U M ÞESSAR mundir sat að Svalbarði í Þistilfírði sr. Ólafur Petersen, hinn gáfaðasti ágætismaður. Hann hafði útskrifast úr Prestaskól- anum árið 1887, aðeins 22 ára gam- all, og vígðist tveimur árum síðar. Hann var skólabróðir Einars Bene- diktssonar úr Latínuskólanum og hafði þeim orðið vel til vina. Kvænt- ur var hann Ástríði, dóttur séra Stef- áns Stephensens í Vatnsfirði, og voru þau hjón rómuð fyrir prúðmennsku og góðvild, en prestsskapur sr. Ólafs varð skemmri en vonir stóðu til, því að hann andaðist árið 1898, aðeins 32 ára gamall. Hálfsystkinin Þegar sr. Ólafur hóf búskap, þurfti hann vitanlega að ráða til sín all- margt vinnuhjúa og mun flest af því fólki hafa verið úr byggðarlaginu. Meðal vinnumannanna sem vistuðust til hans á fyrsta ári, var maður að nafhi Sigurjón Einarsson, fæddur og uppalinn i Þingeyjarsýslu. Hann var þá tuttugu og tveggja ára gamall og er honum svo lýst að hann hafi verið fremur álitlegur maður, grannvaxinn og rösklega meðalmaður á hæð, grá- eygður og með skollitað hár. Glað- lyndur mun hann hafa verið að eðlis- fari og lét sér víst ekki allt fyrir brjósti brenna. Að minnsta kosti herma sagnir að hann hafi verið tals- vert mikill fyrir sér til orðs og æðis og einkum þótti honum gaman að glettast við kvenfólkið á heimilinu. Gerðist hann þá stundum óvandfysn- ari í orðum en sæmilegt þótti um klerkleg vinnuhjú. Það var ári síðar, eða vorið 1890, að hálfsystir Sigurjóns, Sólborg Jóns- dóttir, réðst vinnukona að Svalbarði. Hún var 27 ára gömul, frið sýnum og hefur henni verið svo lýst að hún hafi verið fremur smávaxin, dökkeyg og hrafhsvört á hár, munnfh'ð og nokkuð varaþykk, „handsmá og fótnett". Dómarínn ungi í Sólborgarmálinu - Einar skáld Benediktsson. Fremur þótti hún fálát og gaf sig lítið að kerskni eða gamanmálum vinnu- fólksins, en var þó greind í besta lagi og gat vel komið fyrir sig orði, ef því var að skipta. Eftir heimildum að dæma mun hún einnig hafa búið yfir ríkum skapsmunum, þó að hún kysi flestum stundum að dylja þá. Bæði þóttu þau systkin hin bestu vinnuhjú. Var Sólborg taln „vel verki farin og iðjusöm", en Sigurjón „skylduræk- inn og húsbóndahollur". Meira en „systkinaást" Þeim systkinunum varð brátt vel til vina. Sólborg annaðist frá upphafi öll Löngum hefur verið talið að heimsókn Einars Benediktssonar að Svalbarði 1893 og atburðirnir er gerðust á bœnum þá daga hafi varpað skugga yfir lífhans þjónustubrögð fyrir bróður sinn og lagði sig í framkróka að gera honum allt til hæfis í því efhi. Að sínu leyti kunni hann vel að meta þetta og sagt er að hann færi aldrei svo í kaupstað að hann viki ekki einhverju að systur sinni við heimkomuna. Þá var hann líka nærgætinn og eftirlátur við dótt- ur Sólborgar, þriggja ára telpu, sem Anna hét og hún hafði með sér á framfæri sínu. Lék Sigurión tíðum við hana og færði henni gjafir. Svo ljúfmannlegu atlæti hafði Sólborg ekki vanist áður og var því engin furða að hún hændist mjög að þess- um unga manni. Með þessum hætti leið fyrsta árið. En næsta sumar þóttist fólkið verða þess vart að allmiki! breyting væri orðin á framkomu og fasi Sigurjóns. Það var engu líkara en að yfir svip hans væri lagstur einhver alvöru- þungi, sem honum hafði ekki verið eiginlegur. Þessi sami skuggi virtist einnig fallinn yfir samlíf þeirra systk- inanna. Að vísu voru þau enn saman öllum stundum er þau máttu, en nú brá svo við að þau virtust tíðast vera á hljóðskrafi og felldu venjulega talið niður jafhsnemma og að var komið. Var ýmsum getum að því leitt hvað þessum veðrabrigðum gæti valdið og gerðist mönnum tíðrætt um. Bréf til sýsluskrifstofunnar Og svo líður tíminn. Það er komið nærri jólum 1892, en þá berst sýslu- skrifstofunni í Þingeyjarsýslu bréf frá hreppstjóranum í Þistilfirði. í bréfinu rekur hann grunsemdir þær sem uppi séu um alvarlegt misferli systkinanna á Svalbarði. Lætur hann liggja að því að þar kunni að vera refsivert duls- mál í uppsiglingu og biður um að það verði rannsakað. Um þessar mundir var sýslumaður í Þingeyjarsýslu Benedikt Sveinsson, hinn kunni stjórnmálagarpur og þing- skörungur, og sat hann að Héðins- höfða á Tjörnesi. En þetta sama ár, hinn 18. maí um vorið, hafði Einar, sonur hans, lokið lögfræðiprófi við háskólann í Kaupmannahöfri og var nú um hríð sestur að hjá foður sínum. Gerðist Einar hans önnur hönd við embættisstörfin og var iðulega settur sýslumaður. Eins og að líkum lætur féll það í hans hlut að framkvæma umbeðna rannsókn. Þó að Einar Benediktsson þætti snemma stórbrotinn í lund og sæist stundum lítt fyrir, þegar hroka og yf- irlæti var að mæta, þá var hitt jafh-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.