Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 9
Laugardagur 30. júní 1990 HELGIN 17 LETUR MAJA David Humiston: Deciphering the Maya Script University of Texas Press (1976). S.D. Houston: Maya Glyphs. Univers- ity of Califomla Press and the British Museum (1989). Maja-Indíánar munu frá um 1500 f.Kr. hafa byggt landsvæði í Mið- Ameríku, sem tekur til Mexíkó aust- anverðs, Guatemala, Belize og Honduras vestanverðs og E1 Salva- dor vestanverðs. (Á því landsvæði búa nú um 4 milljónir Indíána, sem mæla á um 25 Maja-tungur). Á einu svæði þeirra a.m.k., Oaxaca, var komið fram ritmál um 700 f.Kr., að tákn á minnisvörðum benda til. Kringum 250 er hið svo nefnda „klassíska" skeið Maja-menningar- innar talið hefjast, og voru samræmd leturtákn þá víða notuð, og hafa varð- veist hoggin í stein. Á þvi klassíska skeiði rituðu Maja-Indíánar líka - bækur á trjábörk með kápu úr hlé- barðafeldi; en hinu klassíska skeiði lauk skyndilega um 900, en ekki er vitað, hvað því olli. Eftir landvinninga sína í Mið- Am- eríku sneru Spánveijar Maja- Indíán- um til kristinnar trúar. í riti sínu Rel- acion de las cosas de Yucatán fjallaði Diego de Landa, biskup í Yucatan um 1566, stuttlega um tungu Maja- Indíána og letur sem hann taldi myndað úr bókstöfum, en á því sáu málfræðingar tormerki. Emst Förstermann hóf 1880 rann- sókn á frægustu barkarbók Maja- Indíána, svonefndum Dresden Co- dex, og útgefnum áletmnum þeirra. Sá hann, í fyrsta lagi, að Maja- Ind- íánar töldu tíma með tvennum hætti; annars vegar höfðu þeir 260 daga ár, með 20 daga mánuðum; hins vegar höfðu þeir 365 daga ár; en hið fyrr- nefnda fer hring í hinu síðamefhda á 52 ámm; og í öðm lagi, að Maja-Ind- íánar töldu upphaf tímatals síns vera 3.114 f.Kr. — Annar þýskur fræði- maður, Paul Schellhas, bar kennsl á nöfh guða Maja-Indíána í áletrunum þeirra. Ritgerð Landa biskups var grafin úr gleymsku um 1860. Og nær öld síðar, á sjötta tugi 20. aldar, færði málfræð- ingur í Leningrad, Yuri Rnorozov, rök að því, að Maja-tákn, tilfærð af Landa biskupi, merktu atkvæði, ekki bókstafí. Næst var það, að þýskur fræðimaður og kaupmaður í Mexíkó- borg, Heinrich Berlin, sýndi fram á, að ýmis táknanna merktu staði eða ættir höfðingja, kenndar við staði. Þá var það, að Tatiana Proskouriakoff, arkitekt við Camegie-stofnunina í Washington, veitti því athygli, að „mynstur tímatals" á minnisvörðum svömðu til skeiða á ævi manna, og gat fært sönnur á, að þau greindu frá sögulegum atburðum. í ritgerð í Scientific American í ág- úst 1989 rakti S.D. Houston ásamt David Stuart þessi helstu framlög fræðimanna til að ráða letur-tákn Maja-Indíána. Segja þeir m.a. svo frá: „Knorozov taldi ... sérhvert tákn á lista (Landa biskups) vera sérstaka samstæðu eins samhljóða og eins sér- hljóða. Þegar táknunum var raðað saman, hljóðuðu þau upp á orð; að formi vom orðin oft samhljóði- sér- hljóði-samhljóði. Þar eð fá orð í Maja-málum enda á sérhljóða, var síðasta sérhljóða sleppt við lestur. En þegar skrifari ritaði orð, viðhafði hann, að mati Rnorozov, atkvæða- tákn með sama sérhljóða sem í upp- hafsatkvæði (orðsins)“ (Bls. 73) Áð þessari reglu sinni fetaði Knorozov sig áfram, og hundur kom honum á sporið. Nú munu um 800 rittákn Maja- Ind- íána ráðin. Flest þeirra em myndræn, en „það skyldi ekki skilið svo, að Maja-Indíánar hafi haft einfalt mynd- letur.“ (Bls. 74). Rýnír Veldu aðeins það besta begar þú lerð út að borða Maya-goð frá Copan. „Hvorki orð né myndir geta skýrt hve áhrifin af þessum myndum eru stór- fengleg," ritaði bandaríski fom- leifafræðingurinn William Steph- ens, er hann uppgötvaði Copan- styttumar 1842. Með því að kaupa einn poka afljúffengu lambakjöti á lágmarksverði getur þú farið 16 sinnum útað borða á landsins fínasta veitingastað - úti íguðsgrænni náttúrunni-fyriraðeins2S02krónur*. Veldu aðeins það besta á grillið í sumar. Veldu lambakjöt á lágmarksverði. Það kostaraðeins 417 kr./kg. JflJ/j j r»íi m-- ■•I "sSlaSs1*'* SíaM- þám^*^eruhva™* SPaugstofunnar/sf“mm,unum gamanmál - brn„wUmar með ° s.frv. vegleg verð/an!! ®amanvísur b) Að senda /nn á hl .. rða, boð' e. ^ brandara. rírverfl,S,!emm,lsö£m' SP^giðsendistt1"'nsuhv^. fosth°lrsi94 125 Keykjavík ■ * 6 kg. poki meö hálfum lambsskrokk úr l.ft. A, snyrtum ogsneiddum á grilliö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.