Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 30. júní 1990
HELGIN
13
Kohl hefur nú gerst einarður
talsmaður efnahagsaðstoðar
við Sovétríkin.
Kommúnistaflokksins. Við stöðu
fyrsta ritara flokksins í Stavropol-
amti tók Leonid Effemov, sem verið
hafði varamaður í forsætisnefhd
Kommúnistaflokksins (sem 1966 var
að nýju nefhd stjómmálanefhd, polit-
buro). Eftir að Gorbachev hafði lokið
prófi sínu í hagffæði landbúnaðar við
Landbúnaðarstofnunina í Stavropol,
var hann gerður að öðrum ritara
flokksins í amtinu, en sá hefur að
venju umsjón með landbúnaðarmál-
um. I sovéskri sendinefhd sótti hann
Prag heim 1969. Leonid Effemov var
1970 skipaður fyrsti vara-formaður
visinda- og tækninefhdar Ráðstjóm-
arríkjanna (en virtur vísindamaður
var formaður nefndarinnar). Tók
Gorbachev þá við starfi fyrsta ritara
Kommúnistaflokksins í amtinu, að
því er Pravda skýrði ffá 11. apríl
1970.
í Stavropol-amti vom þá 2.305.780
íbúar og bjuggu 979.804 þeirra í hin-
um 16 bæjum amtsins. Ræktað land
eða ræktanlegt var talið 4,2 milljónir
hektara. Að ári liðnu, 1971, var Gorb-
achev kjörinn aðalmaður í stjóm-
málanefnd flokksins (og tveimur ár-
um síðar, 1973, Andropov ásamt
Grechko marskálki og Gromyko, en
Chemenko ekki fyrr en 1978, þótt
hann væri nánasti persónulegi sam-
starfsmaður Brezhnev). „Gorbachev
var sem fyrr hæglátur og glöggur for-
ystumaður ... hann var þess vegna til-
tölulega lítt þekktur, jafnvel í sínu
eigin amti. Blöð og tímarit minntust
sjaldan á hann ... Áætlanir stóðust yf-
irleitt, uppskeran var vaxandi, við
vömskila-kvóta var tímanlega staðið
og léttum iðnaði vegnaði ffemur vel.“
(Z. 74) Gorbachev var fulltrúi Stavro-
pol og nágrennis í Æðsta ráðinu 1974
og var kjörinn formaður einnar hinna
15 „millifunda“-nefhda þess, æsku-
lýðsnefndarinnar. Á þessu árabili fór
hann tvívegis til útlanda sem formað-
ur sovéskra sendinefnda, til Belgíu
1972 og til Vestur-Þýskalands 1975.
III
Brezhnev naut mjög hlýhugar full-
trúa á 25. þingi Kommúnistaflokks-
ins í febrúar 1976, en hann hafði
fengið hjartaáfall i desember 1974 og
dvalist á sjúkrahúsi ffam í febrúar
1975. Til nýrra forystumanna sagði
jafhffamt. „Grechko marskálkur, ná-
inn vinur Brezhnev ffá stríðsámnum,
lést 1976 og í stað hans varð Ustinov
landvamarráðherra, ffemur óháður
maður. I árslok 1976 átti Brezhnev
aðeins þrjá dygga vini í stjómmála-
nefndinni: Kirilenko, Shcherbitsky
og Kunajev ... Varðandi ffamtíð
Gorbachev er samt sem áður athygli
vert, að Kulakov þótti 1977 koma til
álita sem eftirmaður Brezhnev." (Z.
81) En Kulakov lést sextugur i júlí
1978. Var Gorbachev skipaður eftir-
maður hans snemma vetrar, 27. nóv-
ember, og kann til þess að hafa notið
fulltingis Suslov og Andropov. Að
því vék Gorbachev óbeinum orðum í
viðtali við indverskan blaðamann,
S.P.K. Gupta, 17. maí 1985:
„Þessum leiðtogum báðum, Suslov
og Andropov, kynntist ég, meðan ég
var starfsmaður flokksins, einkum á
tímaskeiðinu eftir að ég varð for-
stöðumaður samtaka flokksins í
Stavropol-amti og eftir að ég varð
miðstjómarmaður 1971. Með þá nýju
ábyrgð á herðum tók ég upp kynni
við marga forystumenn, Leonid
Brexhnev, Mikhail Suslov, Yuri An-
dropov og fleiri. Ég held ekki, að tala
þeirra verði einskorðuð við þessa
menn.“ (D. 76)
„Landbúnaðardeild miðstjómarinn-
ar, sem Gorbachev sá um, var ekki
aðeins ábyrg fyrir afrakstri landbún-
aðar. I rauninni laut starf hennar að
litlu leyti að ffamleiðslumálum. Sam-
ræming og eftirlit með starfsemi í
hliðstæðum deildum í 14 (sovéskum)
lýðveldum og landbúnaðardeildum í
fylkjum og ömtum var miklu um-
fangsmeiri. Samþykki landbúnaðar-
deildarinnar í Moskvu þurfti til allra
mikilvægra stöðuveitinga í þeim ...
Deildin gefur út áhrifamikið blað i
Moskvu, Selskaya Zhizn (Sveitalíf), í
7 milljónum eintaka, opinbert mál-
gagn, sem setur ffam sjónarmið
flokksins ... Deild Gorbachev sá líka
um landbúnaðardálka í Pravda, Iz-
vestia, Ekonomicestaya gazeta, og
um landbúnaðarforlagið Kolos, land-
búnaðardeild Komsomol, landbúnað-
ardagskrá útvarps og sjónvarps í
Moskvu. (Z. 96-97)... Starf Gorbac-
hev snerist hins vegar ekki einvörð-
ungu um landbúnað. Sem ritari mið-
stjómarinnar starfaði hann líka í mið-
sýslunamefnd hennar, sem að mikil-
vægi stendur aðeins að baki
stjómmálanefhdarinnar, en er henni
mikilvægari um stjómsýslu ... Mið-
sýslunamefndina mynduðu 11 ritarar
miðstjómarinnar 1978 og hafði hver
þeirra umsjón með sérstakri deild ... í
hinni nýju stöðu sinni átti Gorbachev
hlut að ákvörðunum á mörgum svið-
um.“ (Z. 97)
Gorbachev var enn kjörinn fulltrúi í
Æðsta ráðinu 1979, eins og vænta
mátti, og enn fyrir kjördæmi í Stavro-
pol-amti, og síðla árs, 17. nóvember,
varð hann varamaður í stjómmála-
nefhd Kommúnistaflokksins og ári
síðar, í október 1980, aðalmaður. Um
það leyti dró Kosygin sig í hlé sakir
vanheilsu og varð Tikhanov forsætis-
ráðherra í hans stað.
Lenin hefur verið hinn óbilandi
bakhjarí stefríu Sovétríkjanna
fram á allra síðustu ár. Nú eru
horfur á að hann verði senn að-
eins hluti af „sögusafríinu".
í yfirlitsræðu sinni á 26. þingi
Kommúnistaflokksins í febrúar 1981
ræddi Brezhnev landbúnað aðeins í 5
mínútur. „Það var til marks um, hve
alvarlegt ástandið var. I fimm ára
áætluninni 1976-80 var mark árlegrar
uppskem af komi 215-220 milljónir
tonna. Því marki hafði ekki verið náð
og menn vora ófusir að ræða þau
vanhöld og orsakir þeirra. Þrátt fyrir
þau vanhöld var mark árlegrar upp-
skera koms nú sett 238-247 milljónir
tonna. Þeirra þörfhuðust Ráðstjómar-
ríkin til að vera sjálfum sér nóg um
kommeti.“ (Z. 110)
IV
Ráðstjómarríkin sáu 1982 á bak
leiðtoga sínum, Leonid Brezhnev, og
þeim forystumanni, sem honum gekk
næstur, Mikhail Suslov. Suslov lést
25. janúar, 79 ára að aldri, en Brez-
hnev sjálfur 10. nóvember. Varð Yuri
V. Andropov aðalritari Kommúnista-
flokksins í stað Brezhnev, en K.
Chemenko mun líka hafa komið til
álita. „... jafnvel þótt Andropov væri
68 ára að aldri, lifðu með honum
hugsjónir og sýn, sem margur ungur
maður mátti öfunda hann af ... séð
var líka, að Andropov duldist ekki,
að honum var skammur tími búinn,
þótt vart hve skammur ... Það var
sakir glöggskyggni sinnar og fyrir-
hyggju, að (Andropov) fékk svo
miklu áorkað þá 15 mánuði, sem
hans naut við. Agi, umskipan, endur-
nýjun, þau vora þrjú helstu kjörorð
Andropov. Það var sálræn baráttuað-
ferð, sem Andropov beitti ... má
furðulegt heita, að hann skyldi
ávinna sér vinsældir með því að segja
fólki að vinna meira og að neyta
minna. Það var að nokkra sakir þess,
að fólk fann, að hann sagði því satt.“
(D. 96-97)
„Andropov tók upp nýbreytni án
fordæmis um meðferð máls í sovésk-
um stofnunum. Hann náði samkomu-
lagi um (eftirmann sinn) ... Chem-
enko tæki við af Andropov að settum
þremur skilyrðum: í fyrsta lagi, að
hann félli ekki frá stefnu Andropov; i
öðra lagi, að hann viki ekki úr stöðu
mönnum, sem Andropov hefði skip-
að; í þriðja lagi, að Gorbachev fengi
(í meginatriðum) þá stöðu, sem
Chemenko hefði gagnvart An-
dropov, það er, að Gorbachev gæti
komið ffam sem staðgengill hans ...“
(D. 102- 103)
Allnokkrar tilfærslur urðu að vanda
í æðstu valdastöðum það liðlega ár,
sem Andropov hafði forystu fyrir
Kommúnistaflokknum. I nóvember
1982 var Nikolai Ryzhkov fluttur úr
Áætlunarráði ríkisins og gerður að
ritara miðstjómarinnar með umsjón
með iðnaði. Yegor Ligachev var
Reagan varö aö endurskoða
hugmyndir sínar um
„heimsveldi hins illa" er
sovéski leiðtoginn hafði
sannað sáttavilja sinn
með stórfelldum tilslökunum.
kvaddur úr stöðu fyrsta amtsritara
flokksins í Tomsk og gerður að ritara
miðstjómarinnar með umsjón með
flokksstarfi. I janúar 1983 varð Vor-
otnikov forsætisráðherra rússneska
sovétlýðveldisins.
Yuri Andropov dó 9. febrúar 1984
og var Konstantin Chemenko kjörinn
aðalritari Kommúnistaflokksins í
stað hans á fundi miðstjómarinnar,
að tilnefningu Gorbachev, sem sagði
m.a.: „Umbreyting á eigindum ffam-
leiðsluafla og bættar ffamleiðsluaf-
stæður era kjami, meginþáttur, allrar
starfsemi olckar um þessar mundir.
Það er að sönnu tröllaukið verkefhi
fyrir sakir nýlundu þess, umfangs og
fjölfeldni. Og að því þarf að vinna
með byltingareldmóði og um leið að
krefja hvem og einn um hámarks
átak, einbeitingu og fullan skilning á
því, að ffam á við er engin önnur
leið.“ (D. 122) Tók Gorbachev þá við
formennsku í utanríkisnefnd Æðsta
ráðsins af Chemenko.
Á níunda áratugnum áttu Ráðstjóm-
arríkin sem oftar við ýmsan útlendan
vanda að etja. „(I Áustur- Evrópu
allri) sagði til nýrrar þjóðemiskennd-
ar í viðleitni Búlgaríu, Austur-Þýska-
lands, Ungverjalands og Rúmeníu til
að styrkja tengsl sín við Vestur- Evr-
ópu, sérstaklega Sambandslýðveldið
Þýskaland, án tillits til ágreinings
austurs og vesturs. Aukin lán ffá
Vesturlöndum og aukin viðskipti við
þau vora þeim meginmál, þegar Ráð-
stjómarríkin áttu lítið aflögu handa
þeim.“ (D. 122-123)
Að sínu leyti reyndu Ráðstjómarrik-
in á ný að bæta samskipti sin við
Vesturlönd, sem goldið höfðu í senn
íhlutunar þeirra í Afganistan og íhlut-
unar Bandaríkjanna í Líbanon. í ræðu
í Smolensk í júní 1984 sagði Gorbac-
hev Ráðstjómarríkin „æskja heiðar-
legra, málefnalegra viðræðna, alvar-
legra samningaviðræðna, á grand-
velli jafnræðis og raunveralegs ör-
yggis,“ (D. 125) við Vesturveldin. Og
í lok ársins, í desember, í heimsókn
sinni til Bretlands, sagði Gorbachev á
fundi með breskum þingmönnum í
Interparliamentary Union: „Stefna
sérhvers rikis í utanrikismálum verð-
ur ekki aðskilin eigin lifi þess, félags-
legum og efhahagsiegum markmið-
um þess og þörfum ... Flokkur okkar
og ríki verja meginkröftum sínum til
ffekari eflingar efnahagslífs fyrir
sakir vaxandi ffamleiðslufæmi og til
þess að beina hagkerfinu á braut há-
nýtingar (intensive) ffamvindu ...
Ráðstjómarríkin þarfnast ffiðar til að
koma ffam þessu að sönnu feiknar-
mikla ætlunarverki.“ (D. 126)
Snemma árs 1985 hrakaði mjög
heilsu Chemenko og andaðist hann
10. mars. í stað hans kaus miðstjóm-
in, að tilnefhingu Gromyko, Gorbac-
hev aðalritara Kommúnistaflokksins,
að því er Pravda skýrði ffá 12. mars
1985.
Rýnir
Heimildir:
Dev Murarka: Gorbachev: The Limits
of Power.Hutchinson (436 bls.), Verð:
16,95 pund (1988)
Zhores Medvedev, Gorbachev, Basil
Blackwell,7,95 pund (paperback),
(1988).