Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 10
18 HELGIN Laugardagur 30. júní 1990 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Hvatirnar sviptu hann allri skynsemi I kvöldhúm- eftir síðustu i henni væri utras. Ungi maðurínn hallaði sér upp að múrveggnum með hendur í vösum. Jakkakraginn var brettur upp til að halda úti kuldanum. Öðru hveiju leit hann um öxl, á illa upplýstan innganginn að Raynes-brautarstöðinni en annars starði hann beint fram fyrír sig á myrkríð. Götulýsingin þama var 20 árum á eftir tímanum og í skuggunum stunduðu vemr næturínnar iðju sína. í 8 km tjarlægð, undir flennibjörtum Ijósunum á Piccadilly Circus og Leicester Square, vom ferða- menn á feríi allan sólarhringinn. John Dunne var grípinn eftir að blóðsýni var tekið úr öllum karímönnum á svæðinu til samanburðar. Hans blóð var það eina rétta. Allt öðruvísi er um að litast í þess- um hluta London. Þegar dimmir leita íbúar á náðir þess öryggis sem finnst innan vandlega læstra útidyra og láta götumar eftir þeim sem em á heim- leið frá stöðinni og hinum sem sjá fyrir sér skuggamegin i tilverunni. Skammt frá unga manninum var beygja á múrveggnum þar sem hann varð hluti undirgangna undir jám- brautateinana, 50 metra spotta. Við hinn endann var íbúðarhúsahverfi. Opinberlega hétu undirgöngin ekk- ert en fólk á svæðinu kallaði þau „ræningjagöngin" og bám þau nafn með rentu. Pilturinn hafði staðið þarna við múrvegginn í meira en tvo tíma og ekki talað við neinn. Það eina sem heyrðist til hans var hósti og hnerrar því hann var sárkvefaður. Nokkrir sem áttu leið hjá horfðu undarlega á hann eins og þeir veltu fyrir sér hvers vegna maður í hans ástandi stæði þama í kuldanum. Hann horfði ekki á móti en beið þess að viðkom- andi færi. Það var orðið áliðið. Eftir hálftíma rynni upp þriðjudagurinn 20. desem- ber 1988. Allt var kyrrt á svæðinu og jafnvel nátthrafnanir höfðu lokið sér af og vora famir þangað sem þeir áttu sér næturstað. Stutt var til jóla en pilturinn var ekki í jólaskapi. Það eina sem hann hugsaði um þá stundina var síðasta lestin sem stansaði á stöðinni þetta kvöld. Hún var væntanleg klukkan hálflólf. Hann var að bíða eftir konu, ekki eiginkonu sinni eða vinkonu, móður eða systur, því hann átti enga slíka. Hann beið ekki eftir neinni sérstakri konu, bara einhverri sem hann hafði aldrei hitt áður og þekkti ekkert. Hún varð að vera með síð- ustu lestinni því hvötin ásótti hann einu sinni enn og vildi ekki hverfa. Hann varð að finna konuna. Fjórtán mánuðum áður hafði piltur- inn verið látinn laus úr fangelsi að lokinni afplánun. Yfirvöldum var illa við að sleppa honum en um ann- að var ekki að ræða. Hann fékk þrjú ár fyrir nauðgun. Það virðist ekki langur tími en þegar maður er 15 ára er það eins og eilífð. Hann hafði hag- að sér vel og afborið endalausar spumingar sálfræðinganna án þess að nokkuð bæri til tíðinda. Ein á lestarstööinni - Okkur tókst ekki að lækna traflun hans, sögðu læknamir skömmu áður en honum var sleppt. -Það er kvíð- vænlegt sem hann kann að gera framvegis. Við teljum hann hættu- legan konum. Samt var honum sleppt, án eftirlits eða fyrirmæla um framhaldsmeð- ferð. Engir fúlltrúar hins opinbera höfðu gætur á honum. Hann var frjáls til að fara hvert sem hann vildi og gera það sem hann kærði sig um. Hann hafði barið þær og fyrst hann var búinn að því einu sinni var lík- legt að hann gerði það aftur. Frá stöðinni heyrðust nú dranur. Ungi maðurinn leit mátulega við til að sjá öftustu vagna lestarinnar frá miðborginni hverfa fyrir stöðvar- byggingamar. Hann heyrði ískrið í hemlunum við fjórða brautarpall og hurðarskelli þegar farþegar komu út. Klukkan var nákvæmlega hálftólf. Hvötin varð æ sterkari. Lorraine Benson gretti sig þegar hún steig niður á brautarpallinn úr hita lestarinnar, út í kalt næturloftið. Hún var 22 ára og hafði dvalið leng- ur en hún ætlaði í jólaboði starfs- fólks í stórmarkaðnum þar sem hún starfaði. Lorraine var atvinnuljós- myndari og naut þess verkefnis sem hún vann að þessa stundina: Að taka myndir af ánægðum bömum í fangi jólasveinsins. Þótt áliðið væri var hún ekki hrædd eða kvíðin. Vinur hennar bjó rétt hjá stöðinni og Lorraine var búin að lofa að hringja til hans þegar lestin kæmi, svo hann gæti sótt hana og ekið henni heim. Hún hafði líka haft fé- lagsskap í lestinni, Andy Steele sem stjómaði húsgagnadeild verslunar- innar. Hann bjó á svæðinu og bauðst til að verða henni samferða úr veisl- unni að Raynes-stöðinni. -Við sjáumst á morgun, sagði Lorraine að skilnaði. Hún vafði tref- ilinn þéttar að hálsinum og hneppti efstu káputölunni. -Viltu að ég bíði með þér þangað til vinur þinn kemur? spurði Andy og bætti við að hann væri ekkert tíma- bundinn. -Það er alveg óþarfi, svaraði Lorra- ine. -Mike á heima handan við hom- ið. Ég hringi héðan. Hún benti á símaklefana sem stóðu í röð við inn- ganginn. -Hann kemur á innan við fimm mínútum. -Þá það, svaraði Andy. -Góða nótt og sjáumst á morgun. Þar með sner- ist hann á hæli og gekk í átt að stóra jámgrindahliðunum sem þegar var búið að loka til hálfs eins og starfslið stöðvarinnar vildi komast sem fyrst í háttinn. Von bráðar hvarf hann út á götuna. Varð aö ganga heim Lorraine gekk að minnst útkrotaða símaklefanum og leitaði að smámynt í veskinu sínu. Þegar rétti peningur- inn fannst stakk hún honum í tækið og valdi númer Mike Dobkins. Eftir nokkrar hringingar varð Lorraine að horfast í augu við það að Mike væri líklega ekki heima. Hún lagði á og tók peninginn aftur. Hún var næstum viss um að Mike hefði farið í aðra veislu sem raunar var kveðjuveisla fyrir hann. Hún ætti að vera með honuin þar. Mike var nefnilega á foram til Ástralíu þar sem hann ætlaði að skapa sér nýtt líf. Hann hafði beðið hana að koma með sér en hún neitaði. Þótt henni þætti mjög vænt um Mike, vora tilfinning- ar hennar til heimahaganna og fjöl- skyldunnar enn sterkari. Hún taldi sig ekki tilbúna strax, hvað sem yrði eftir eitt eða tvö ár. Mike hafði tekið neitun hennar eins og hetja. Hann skildi vel að Lorraine væri ánægð með lífið og vildi ekki breyta því í hvelli. Þau höfðu rætt málið vel og vandlega, ákveðið að halda sambandinu en taka hveijum degi eins og hann kæmi fyrir. Þótt þau yrðu sitt í hvoram heimshluta yrðu þau góðir vinir og því gæti ekk- ert breytt. Lorraine stakk peningnum aftur í veskið og snaraði því upp á öxlina. Olin var mátulega löng til að hún gat hvílt handlegginn ofan á veskinu og haldið um gljáandi málmhringinn neðst á ólinni. Hún hafði ekki um annað að velja en ganga heim. Á þessum árstíma er svo mikið að gera á leigubílastöðvum að allt að klukkustundar bið gat verið eftir bíl. Pabbi hennar hefði sagt henni að hringja samt. Skellimir í háu hælunum á stéttinni vora eina hljóðið sem heyrðist er hún gekk út á götuna. Bláleitar perar götuljósanna vörpuðu daufúm, draugalegum bjarma niður á götuna. Framundan skiptist gatan og hún ætlaði til hægri. Hún kom að gatna- mótunum á fáum mínútum og um leið og hún beygði var birta götulj- ósanna að baki. Framundan vora ljósin minni, daufari og lengra á milli þeirra. í skuggunum í millibil- unum sást alls ekkert nema myrkur. Það fór hrollur um Lorraine og hún greip fastar um veskið. Kannski hún hefði átt að hringja á leigubíl. Svo stappaði hún stálinu í sjálfa sig og hélt áfram. Hún gekk fram hjá fjór- um götuljósum áður en hún kom að múrveggnum. Hann var langur og Lorraine vissi að hann sveigði inn í undirgöngin sem kölluð vora ræn- ingjagöngin. Hún vissi hvers vegna. Heimili hennar var rétt handan við göngin og hún yrði öragg heima hjá sér eftir nokkrar mínútur. Ákvaö að berjast á móti Hún reyndi að hugsa ekki um nafn ganganna þegar hún gekk meðfram sveigjunni á veggnum. Hælamir skullu í stéttina og hún heyrði að hún hafði hert gönguna. Henni var mein- illa við að fara gegnum þessi óþverragöng en jafnframt vildi hún það endilega til að komast í öryggið handan þeirra. Handan beygjunnar heyrði ungi pilturinn hina kunnuglegu skelli í hælaháum kvenskóm. Lorraine Benson stefndi til hans. Hjarta hans barðist ákaft og hvötin var yfirþyrm-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.