Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.06.1990, Blaðsíða 4
12 W HELGIN r A m m enskum bókamarkaði er nú fram haldið tveimur bókum um Mik- hail Gorbachev, forseta Ráðstjómar- ríkjanna. Önnur þeirra er eftir ind- verskan blaðamann, Dev Murarka, en hin eftir landflótta Rússa, Zhores Medvedev. í þær er sótt eftirfarandi frásögn af ævi Gorbachev fram til 1985. Tilvitnanir í hina fyrmefndu eru auðkenndar með D, en í hina síð- amefndu með Z. I Mikhail Sergeivich Gorbachev er fæddur 2. mars 1931 í Privolnoye, þorpi í Stavropol-amti, og er af bændaættum. Afi hans var félagi í Kommúnistaflokknum og var fyrir fyrsta samyrkjubúinu í Privolnoye. Á bemskuárum Mikhails ók faðir hans, Sergei Andreevich, traktor á sa- myrkjubúinu, en hann fór á námskeið 1 véltækni og stjómaði síðan sam- stæðu uppskeruvéla. Öll stríðsárin var faðir hans í hemum og var sæmd- ur mörgum heiðursmerkjum. Eftir stríðið varð hann forstöðumaður bú- vélastöðvar í heimabyggð sinni, en var jafnframt trúnaðarmaður Komm- únistaflokksins. Hlaut hann loks Lenín-orðuna. Hann lést 22. febrúar 1976. Móðir Mikhails heitir Maria Pantelyevna. Þýski herinn tók Stavropol í ágúst 1942 og hélt borginni í nokkra mán- uði eða fram til janúar 1943. Hvort sem Mikhail og móðir hans vom um kyrrt í Privolnoye eða ekki þá her- námsmánuði, „var óvíða um skipu- legan brottflutning þorpsbúa að ræða vegna hinnar hröðu sóknar þýska hersins, fréttaleysis og ringulreiðar, enda vom flestir þorpsbúar ófúsir að yfirgefa heimili sín.“ (Z. 31) Bama- skólanám sitt hóf Mikhail aftur haustið 1943, að vitað er. Á sumrin vann hann að uppskerustörfum. „Það var ekki bara sumarvinna, heldur erf- ið vinna, iðulega í 11 til 12 stundir á dag.“ (Z. 33) Strax og Mikhail hafði aldur til, fór hann í ungliðahreyfingu kommúnista, Komsomol. Mennta- veginn gekk hann og lauk stúdents- prófi 1950. 1 lögum hóf Mikhail Gorbachev nám við Háskólann í Moskvu haustið 1950. Lagadeildin var í hinum gömlu Laugardagur 30. júní 1990 MIKHAIL SERGEIVICH GORBACHEV Tvœr nýlegar bœkur jjalla um œviferil Mikhail Gorbachevs og er eftirfarandi frásögn byggð á efni þeirra húsum hans í borginni miðri, ekki í hinum nýju byggingum Háskólans á Lenín- hæðum. Stóð Gorbachev framarlega í félagsmálum stúdenta og líka í ungliðahreyfingunni og námið sóttist honum vel. Þrír skóla- félaga hans hafa ritað um stúdentsár, tveir landflótta Sovétmenn og Tékki, Zdanek Mlynar, sem blómstraði í Prag vorið 1968. Mlynar ber Gorbac- hev vel söguna og segir hann hafa verið án yfirlætis, þótt hann hlyti frama í félagslífi stúdenta. Sjálfur hefur Gorbachev minnst æsku- og námsára sinna svo: „Vera mín í ungliðahreyfingu kommúnista (Komsomol) bar upp á eftirstríðsárin. Þeir, sem muna þau ár, vita, að þau voru ár ótrúlegra erfið- leika, hvar sem var, og hvemig lifað var þá. Þegar ég fór til náms við Há- skólann í Moskvu, lá lcið mín um Stalingrad, sem hafði verið lögð í eyði; Voronesh, sem haíði verið lögð í eyði; Rostov í eyði og Kharkov í eyði; alls staðar voru rústir. Á stúd- entsámm mínum ferðaðist ég um og sá allt það. Allt landið var í rústum. En ég skal segja ykkur, að Komso- mol var þá baráttuglöð. Þá var töggur í Komsomol. Hún kom miklu í verk, mjög miklu. Þá var þorsti eftir verk- kunnáttu, eftir þekkingu, og Komso- mol dró ekki af sér. Ungliðar komu úr skólum og háskólum til bygging- arstaðanna og tóku til hendi við að byggja upp og að endurreisa. I ung- liðahreyfingunni vakti ég máls á öllu, sem hug minn tók; slík var baráttu- gleðin." (D. 44) Á námsámm sínum í Moskvu varð Gorbachev heitbundinn stúlku við nám í félagsfræðum, Raisa Maks- imova Titorenko, sem var frá Rubzovsk í Altai-amti. Gengu þau í hjónaband 1954. Prófi í lögfræði lauk Gorbachev 1955, en Raisa kona hans í félagsfræðum ári síðar. Mikhail Gorbachev hvarf að loknu prófi aftur til Stavropol-amts. Borgin Stavropol hafði 1956 um 123.000 íbúa, en amtið er um 80.600 ferkíló- metrar. I rússnesku amti er fyrsti rit- ari samtaka kommúnista innan þess mestur áhrifamaður í reynd. Á stríðs- ámnum hafði sá verið M. Suslov." Var (Suslov) 1939 kjörinn fúlltrúi frá Stavropol-amti á 18. flokksþingið, þar sem hann var kjörinn í eftirlits- neftid miðstjómarinnar. Hann var 1941 ... kjörinn aðalmaður í mið- stjóm flokksins." (Z. 29) Þá skal þess getið, að Yuri Andropov var fæddur og upp alinn í jámbrautarþorpi í amt- inu. I Stavropol tók Gorbachev við skrif- stofú í æskulýðsdeild borgarinnar, sem vann með ungliðahreyfingu Kommúnistaflokksins. Ungliða- hreyfingin er öllum opin á aldrinum 14 til 27 ára og hefúr deildir í skól- um, æðri sem lægri, og á vinnustöð- um, í bæjum og sveitum. Að fimm ámm liðnum varð Gorbachev fyrsti ritari (forstöðumaður) æskulýðs- deildar Stavropol-borgar. Það ár, 1960, var skipaður nýr fyrsti ritari kommúnistaflokksins í amtinu, Fe- dor Kulakov, sem þá hafði verið vik- ið úr embætti komvöm- ráðherra í rússneska sovét- lýðveldinu. Góð samvinna mun hafa tekist með Ku- lakov og Gorbachev. I október 1961 var Gorbachev fúll- trúi á 22. þingi Kommúnistaflokks- ins. „Fleiri fúlltrúar af öllum þrepum flokksins sóttu þingið en nokkurt fyrra þing hans. Á fyrri þingum Samskiptin við Bush forseta hófust í pólitísku þíðviðri, gagnstætt því er var framan af stjómartíð Reagans. höfðu fúndfr verið í stóra salnum í Kreml, sem tekur 1500 manns (i sæti). Nýja þinghöllin í Kreml með sætum fyrir 6.000 manns hafði verið opnuð 1961. Fulltrúum á þinginu hafði verið fjölgað upp í 5.000.... En Khmschev þurfti líka að skýra miklar breytingar á forsætisnefnd miðstjóm- arinnar og á miðstjóminni á milli 20. og 22. þings flokksins (en sérlegt 21. þing hafði verið haldið 1959 og fjall- að einvörðungu um efnahagsmál)." (Z. 51) Rædd var á þinginu hin mis- heppnaða tilraun 1957 til að víkja Khmschev úr stöðu aðalritara Kommúnistaflokksins, en að henni stóðu Malenkov, Molotov, Kaganov- ich, sem nutu stuðnings Bulganins, Voroshilov, Pemvkins og Saburov, og hafði þeim öllum verið vikið úr forsætisnefnd flokksins. Jafnframt samþykkti þingið nýja stefnuskrá Kommúnistaflokksins. I mars 1962 lét Gorbachev af æsku- lýðsstörfúm, þegar hann var skipaður ritari Kommúnistaflokksins í einni hinna sextán „framleiðslu- sveita" Stavropol-amts. Litlu síðar hóf hann bréflega nám í hagfræði landbúnaðar við Landbúnaðarstofúunina f Stavro- pol og hélt því námi áfram, eftir að hann varð í árslok forstöðumaður „málsvara“-deildar Kommúnista- flokksins í Stavropol, en því starfi gegndi hann í fjögur ár. Gorbachev kann að hafa haft spum- ir af samblæstri gegn Khmschev. „Ábendingar em um ítarlegar um- ræður um stöðu Khmschev í hópi meðlima í forsætisnefnd miðstjómar- innar og í miðstjóminni, þá á dýra- og fiskveiðum í suðri, í grennd við Manych-vatn, í boði fyrsta ritara flokksins í Stavropol- amti, F. Ku- lakov. ... Helsti upphafsmaður sam- blástursins var Suslov. Shelepin og Semichastny lögðu honum til stuðn- ing öryggislögreglunnar (KGB) og meginvandi þeirra var að telja Brez- hnev á sitt mál, en hann var næst- æðstur valdamaður, og Malinovsky marskálk, landvamarráðherra. Þeir vom báðir álitnir traustir stuðnings- menn Khmschev." (Z. 58) Khmschev var sviftur embættum i október 1964. Þá varð Kulakov ritari landbúnaðamefndar miðstjómar 68 55 W

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.