Tíminn - 07.07.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.07.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Laugardagur 7. júlí 1990 Laugardagur 7. júlí 1990 Tíminn 21 Stórbrotin keppni, glæsilegur árangur og óvænt úrslit á landsmóti hestamanna: „MENN 0G HESTAR Á HÁSUMARDEGI" Eitt stærsta og fjölmennasta hestamannamót nokkru sinni stendur nú yfir á Vindheimamelum í Skagafirði. Úrslit í sérhverri forkeppni hafa verið að berast inn frá því mótið hófst í byrjun vik- unnar og óðum skýrist hvaða góðhestar það eru og knapar sem berjast um efstu sætin í úrslitum. Úrslit í forkeppni hefur sumpart komið á óvart og verðskuldaða athygli vakti frammistaða tveggja gæðinga í A-flokki sem báðir hafa nú slegið fyrri einkunna- met. Tíminn sagði frá því einstæða affeki í gær er Muni ffá Ketilsstöðum fékk 9,26 í einkunn. Muni var 57. hestur fyrir dómi og hafði er þama var komið sögu hlotið hæstu einkunn gæðings nokkm sinni. En þar með var ekki öll sagan sögð. Þótt ótrúlegt hlyti að teljast átti annar glæsi- gæðingur eftir að slá Muna út því að næst síðasti hestur fyrir dóminn, hestur nr. 87 reyndist ekki síðri Muna og hlaut einum hundraðasta hærri einkunn, eða 9,27. Þessi frábæri hestur er Svartur frá Högnastöðum, en sá sem sat Svart var Sigurbjöm Bárðarson. Knapi Muna var hins vegar Trausti Þór Guðmundsson, en þeir Sigurbjöm em báðir alþekktir af- bragðs hestamenn. Það hlýtur því að verða hörð keppni milli þessara tveggja gæðinga og knapa þeirra í úrslitakeppn- inni á morgun á síðasta mótsdegi. Auk þeirra Svarts, sem keppir fyrir hestamannafélagið Fák, og Muna, sem keppir fyrir hestamannafélagið Hörð taka eftirtaldir gæðingar þátt í loka- keppni gæðinga í A-flokki: Gímir, sem keppir fyrir Fák Reykjavík. Knapi er Trausti Þór Guðmundsson. Meðalein- kunn í undankeppni 8,99. Fengur. Félag: Sörli. Knapi: Sigurbjöm Bárðarson. Meðaleinkunn 8,89 Þorri. Félag: Funi. Knapi: Jóhann G. Jó- hannsson Akureyri. Meðaleinkunn 8,74 Hugmynd. Félag: Freyfaxi. Knapi: Bergur Jónsson. Meðaleinkunn 8,70. Sörli. Félag: Faxi. Knapi: Ole Amble, Stangarholti. Meðaleink. 8,70 Mímir. Félag: Sleipnir. Knapi: EinarÖd- er Magnússon. Meðaleink 8,68. Fjöivi. Félag: Andvari. Knapi: Hinrik Bragason. Meðaleink. 8,64. Dagfari. Félag: Fákur. Knapi: Aðal- steinn Aðalsteinsson. Á fimmtudagskvöldið forkeppni úrvals töltara. Þar sigraði Kjami en knapi var Sigurður Haraldsson. I öðm sæti varð Dimma. Knapi á Dimmu var Rúna Ein- arsdóttir. Þriðji varð Kraki, knapi var Unn Krogen. Fjórði varð Darri, knapi Hinrik Bragason. Fimmti varð Gola, knapi Öm Karlsson. Mótinu lýkur sem sagt á morgun og gera mótshaldarar ráð fyrir því að gestir verði, þegar upp verður staðið, í kring um fimmtán þúsund manns og af þeim fjölda verði útlendingar rúm þijú þúsund talsins. Þessi útlendingafjöld sýnir glöggt hversu vinsæl! íslenski hesturinn er erlendis og telja margir að hróður hans eigi lengi enn eftir að aukast. í gærkvöldi var mannfjöldinn á mótinu kominn á tólfta þúsund, en búast má við að sú tala hækki enn í dag. Hingað til hefúr mótið gengið stórslysalaust fyrir sig. Helst hafa verið vandræði vegna lausra hunda. Einkum hefúr einn hundur komið við þá sögu því að tveir menn sem þessi hundur hefúr bitið, hafa verið flutt- ir á sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Mótssvæöið til fyrirmyndar Undirbúningur fyrir þetta 11. landsmót hestamanna hefúr staðið yfir um nokkum tíma. Búið er að stórbæta alla aðstöðu á Vindheimamelum og greinilegt er að þeir sem að mótinu standa hafa lagt metnað sinn i það að gera það sem glæsilegast. Veitingaaðstaða hefúr verið stækkuð til muna, vellir og áhorfendasvæði endur- bætt og nýr sýningarvöllur fyrir kynbóta- hross byggður. Þá hefúr rennandi vatni verið veitt um öll tjaldstæði og hreinlæt- isaðstaða er til fyrirmyndar: Þannig em nú um 40 vatnssalemi á Vindheimamel- um. Að þessu sinni em það 13 hestamanna- félög á Norðurlandi sem standa að mót- inu í samvinnu við Landssamband hesta- manna. Sú ákvörðun Landssambandsins, sem tekin var á haustdögum 1987, að halda mótið i Skagafirði en ekki í Eyja- firði, var umdeild og vakti upp úlfiíð meðal hestamanna. Eyfirðingar sögðu sig úr landssambandinu og á tímabili var talað um að nýtt landssamband hesta- manna væri í deiglunni. Stjóm Landssambands hestamanna hélt þó sínu striki og byijaði strax að undir- búa landsmótið á Vindheimamelum, sem nú stendur sem hæst. Svo virðist sem nú sé gróið um heilt meðal hestamanna af þessu tilefúi og Eyfirðingar taka fullan þátt í landsmótinu. Friður um mótið Sveinn Guðmundsson, Sigurður Ingi- marsson og Páll Dagbjartsson sitja allir í framkvæmdastjóm mótsins. Það vom miklar annir hjá þeim þegar Tíminn ræddi við þá um mótið, enda stóð það þá sem hæst. Þeir fundu sér þó stutta stund til þess og til þess að ræða hestamennsku almennt, enda allir þekktir hestamenn. Þeir vom sammála um að friður hefði ríkt um þ.etta mót og að væringamar um landsmótsstaðinn væm ekki lengur til staðar. Páll var spurður álits á því hvort Vind- heimamelar yrðu í framtíðinni annar tveggja landsmótsstaða eftir allan þann undirbúning og uppbyggingu sem þar hefúr ffam farið: „Eg held að það sé í raun annarra að dæma um það. En það hlýtur hver maður að sjá að það kostar óhemju fé og fyrir- höfn að byggja upp svæði sem þetta. Menn verða að svara hver fyrir sig hvort þeir vilja raunvemlega halda áfiram að gera svona aðstöðu eins og hér er, á mörgum stöðum á landinu — aðstöðu sem kemur ekki til að nýtast nema á tutt- ugu ára ffesti eða svo.“ Greinilegur árangur af hrossarækt Talið berst að hestamennsku og hrossa- rækt. Þeir þremenningar tóku að velta fyrir sér árangri í hrossarækt á undan- fomum árum og breytingar sem orðið hafa á hestamennsku. „Eg held að það sé ekki spuming að árangur í hrossarækt undanfama áratugi kemur fram á þessu móti. Þá held ég að árangur ræktunar- starfs sjáist jafnvel greinilega milli stór- móta,“ sagði Sigurður. Sveinn var þessu sammála: „Það hafa verið mjög miklar framfarir í hrossaræktinni á seinni ámm. Að mínu mati hafa góðhestamir t.d. aldr- ei nokkum tímann verið betri. Mér verð- ur hugsað til mótanna 1950, 1954 og 1958 og mér er það mjög til efs að þeir góðhestar sem þá vom í verðlaunasætum væm hér að beijast um toppsætin í dag. En þar kemur náttúrlega inn í að reið- menn em miklu betri í dag en áður. Það er meiri breidd i liði úrvals reiðmanna og úrvals reiðmenn eiga stóran þátt í góðum árangri í hestamennskunni almennt séð.“ Kynbótadómar hafa valdið nokkmm taugatitringi fyrir þetta landsmót og hef- ur sá skjálfti varla farið fram hjá þeim sem fylgst hafa með hestamennsku. „Sem hlutlaus áhorfandi finnst mér þessi hávaði sem var í vor vegna kynbóta- dóma, eiga að mínu mati svolítið við rök að styðjast. Tölulega séð virðist þessi árangur hvergi koma ffam. Það er eins og hross- unum fari ekkert ffam, ef við miðum bara við þær einkunnir sem þeim em gefnar,“ sagði Páll. Hann bætti við að hann teldi að endurskoða þyrfti það kerfi sem kynbótahross em nú dæmd eftir. Markmið þeirrar endurskoðunar þyrfti að vera það að skapa kerfi sem meiri eining ríkti um en raunin væri um núverandi kerfi. „Ef trúnaðarbrestur hefur orðið milli hrossaræktenda og þeirra sem sjá um dómsstörfin, þá hlýtur að þurfa að skoða málin ffá öllum hliðum,“ sagði Páll ennfremur. Hvort að þessi deila um kynbótadóma hafi rýrt traust manna á landsmótinu sagði Sveinn svo ekki vera: „Eg held að ágreiningurinn hafi fremur aukið áhuga fólks fyrir mótinu. Fólk vill koma og sjá hvort gagnrýnin eigi við rök að sfyðjast,“ sagði hann. Sigurður kvaðst hafa haft af þessu áhyggjur áður en mótið hófst en sér sýndist að áhyggjur hans hefðu reynst ástæðulausar. íslenski hesturinn erlendis Mikill fjöldi útlendinga hefúr lagt leið sína að Vindheimamelum að þessu sinni og það vekur upp spumingar um hversu vinsæll hesturinn okkar er á erlendri grund: „Islenski hesturinn á tvímælalaust vaxandi vinsældum að fagna og það er algengt að erlendir ferðamenn reyni að hafa viðkomu á hestamannamóti þegar þeir ferðast um landið,“ sagði Páll. „Eg held líka að Skagafjörður sé sjálfúr mið- punkturinn í íslenskri hrossarækt og hestamennsku í augum útlendinga sem á annað borð hafa áhuga á íslenska hestin- um,“ bætti Sveinn við. Þvi hefúr stundum verið haldið ffam of mikill útflutningur á kynbótahrossum gæti skemmt fyrir íslenskri hrossarækt með tímanum, sérstaklega hvað varðar útflutning á íslenskum hestum, en hrossaútflutningur hefúr verið vaxandi atvinnugrein hin síðari ár: „Mín skoðun á þessu máli er sú,“ segir Sveinn, „að yrði dregið úr útflutningi á kynbótahrossum þá kæmi það niður á hrossaútflutningn- um almennt, eða öðrum greinum hans. Ég tel að við ættum aldrei að selja úr landi annað en góð hross en gæta þess jafnffamt að halda bestu kynbótahross- unum eftir heima. Ég held að ræktun ís- lenska hestsins erlendis geti aldrei náð eins langt og hér heima, einfaldlega vegna þess að hesturinn missir nokkuð af eðliskostum sínum erlendis. Sá missir tekur vitanlega einhveija ættliði, en nið- urstaðan verður engu að síður sú að er- lendir hestamenn munu alltaf þurfa að sækja hingað til íslands eftir nýju blóði.“ Þeir þremenningamir töldu þann mikla fjölda sem nú er á landsmóti fyrst og ffemst vera vott um þann mikla áhuga sem er erlendis fyrir íslenska hestinum. Um þetta sagði Sveinn Guðmundsson: „Þeir útlendingar sem hér em staddir sjá bestu hesta landsins saman komna á ein- um stað. Það hlýtur að örva áhuga þeirra á íslenska hestinum og hans uppruna.“ Allur okkar metnaður Þremenningamir em ánægðir með mót- ið, undirbúning þess og alla framkvæmd til þessa. „I mínum huga er það fyrir mestu að veita sem flestum sem besta þjónustu á alla lund — áhorfendum, þátt- takendum, keppendum, hestum. Til þess er leikurinn gerður,“ sagði Sigurður. „Við höfúm lagt allan okkar metnað í að gera þetta sem best og síðan er það gest- amia að meta hvemig til hefúr tekist,“ sagði Sveinn Guðmundsson, formaður framkvæmdastjómar ellefta landsmóts hestamanna að Vindheimamelum að lok- Eiríkur Guðmundsson sýnir hér getu góðfáksins Blæs. Jóhann Þorsteinsson á Miðsitju situr hér hryssu nr. 24 í B-flokki gæðinga. um. Hermann Sœmundsson. Viðmælendur í helgarviðtali Tímans, ffá vinstrí: Páll Dagbjartsson, Sveinn Guðmundsson og Sigurður Ingimarsson. Þremenningamir skipa framkvæmdastjóm mótsir Tímam nd: Hermann wm i ■ ’

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.