Tíminn - 07.07.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.07.1990, Blaðsíða 15
'l'i'l i íiiV -V l:augardagur 7:-)úlí -1990 » 'Jl A'fA'&'i l*'« c « * %V:.TíWihh"27. HM á ítalíu: Argentínumenn í vanda? HM 1998? Frakkar báru fram formlega beiðni til FIFA um að fá að halda Heims- meistarakeppnina í knattspymu árið 1998. Frakkar eru önnur þjóðin sem leggur fram þessa beiðni en Ma- rókkó varð íyrst til þess. Forseti FIFA, Joao Havelange, sagðist einnig búast við beiðni frá Sviss, Portúgal og Brasilíu. Ráð FIFA mun taka ákvörðun um þetta mál í júní 1992. Frakkar eiga leikvöll en hann tekur aðeins um 50.000 manns og mun það ekki nægja til að halda keppn- ina. Því myndu þeir þurfa að byggja nýjan. Leikvöllur ítala, sem er hinn glæsi- legasti í alla staði, mun verða tekinn öðrum þjóðum til íyrirmyndar. Næsta heimsmeistarakeppni í knatt- spymu, árið 1994, verður haldin í Bandaríkjunum. HM á Ítalíu: Markahæstu menn 5 mörk: Thomas Skuhravy (Tékk.), Salva- tore Schillaci (Italíu) 4 mörk: Michel (Spánn), Roger Milla (Kamerún), Lothar Mattháus (V- Þýsk), Gary Lineker (Englandi) 3 mörk: Rudi Völler (V-Þýskalandi), Jilrgen Klinsmann (V-Þýskalandi) 2 mörk: Marius Lacatus (Rúmeníu), Careca (Brasilíu), Davor Jozic (Júgóslavíu), Michal Bilek (Tékk.), Muller (Brasil- iu), Bemardo Redin (Kólumbíu), Dragan Stojkovic (Júgóslavíu), Dav- id Platt (Englandi), Claudio Caniggia (Argentínu), Andreas Brehme (V- Þýskalandi) Drengjalandsliðið: Norðurlandamót í knattspyrnu Búið er að velja drengjalandsliðið sem tekur þátt í Norðurlandamóti drengja sem haldið verður í Finn- landi dagana 28. júlí til 4.ágúst næst- komandi. Liðið skipa eftirtaldir leik- menn: Markverðir: Ámi Gautur Arason ÍA Egill Þórisson Víking Aðrir leikmenn: Alfreð Karlsson ÍA Brynjólfur Sveinsson KA Einar Ámason KR Guðmundur Benediktsson Þór Gunnlaugur Jónsson ÍA Helgi Sigurðsson Víking Hrafnkell Kristinsson FH Jóhann Steinarsson Keflavík Lúðvík Jónasson Stjaman Orri Þórðarson FH Pálmi Haraldsson ÍA Sigurbjöm Hreiðarsson Dalvík Viðar Erlendsson Stjaman Með liðinu fer einnig dómari sem sem kemur til með að dæma í keppn- inni. Það er enginn annar en hinn knái Egill Már Markússon sem kom í sumar inn í 15 manna 1. deildarhóp dómara hér á klakanum. Pétur fær nýtt Seiko dómaraúr Rannsóknarlögreglan hefur nú fundið þjófana sem stálu úmnum tveimur frá Pétri Péturssyni, gullúri sem hann fékk fyrir landsleiki Is- lands og Seiko dómaraúri. Seiko úr- ið var eitt af 100 sem framleitt var fyrir HM 1986 og er því ófáanlegt í dag. Þegar leitað var til Seiko i Jap- an þá var íslenska umboðsmannin- um tjáð að úrin væm ófáanleg með öllu, en vegna sérstöðu landsins og málsins alls féllust ffamleiðendur á að láta annað af tveimur úmm sem varðveitt vom í safni Seiko í Japan. Úrið er á leið til landsins og verður afhent sem sérstök gjöf Seiko verk- smiðjanna til Péturs. Carlos Bilardo, þjálfari argentínska liðsins, er þegar farinn að hugsa um hvaða leikaðferðir hann á að nota gegn V-Þjóðveijum í úrslitaleiknum sem verður á sunnudaginn. Hann er í vanda staddur því hann hefur misst fjóra af sínum topp leikmönnum sem allir vom dæmdir í leikbann á sunnu- daginn var. Bilardo hafði hugsað sér að nota ákveðna leiktækni en þá tækni væri Franz Beckenbauer, þjálf- ari v- þýska liðsins, þegar búinn að nota. „V-Þjóðveijar leyfa mikið frelsi á rniðju," sagði Bilardo og gaf í skyn að hann mynda jafnvel taka það upp eftir Þjóðveijum. Þjálfari argent- ínska liðsins hefur kvartað undan of litlum tíma sem hann fær til að und- irbúa lið sitt. En hann þarf að skipu- leggja allar leikaðferðir upp á nýtt vegna leikmannanna sem hann tap- aði. Þetta vom allt lykilleikmenn og gæti þetta haft úrslitaþýðingu fyrir liðið. Bilardo hefur varamenn en þeir em ekki nógu þjálfaðir i samspili. Eftir leik Argentínumanna og Kamerúna gerði Bilardo fimm breyt- ingar í leikskipan en hann hcfur ekki gefið upp hvaða breytingar hann ætli að gera fyrir leikinn á sunnudaginn. Þegar Argentínumenn unnu ítali 4- 3 í vitaspymukeppninni í undanúr- slitunum á þriðjudaginn var höfðu þá þegar þrír Argentínumenn fengið sína aðra viðvömn í keppninni og einn, Ricardo Giusti, verið sendur af velli. Læknir argentínska liðsins sagði að Jorge Burrachaga og Diego Marad- ona, sem báðir hlutu vöðvameiðsl eftir tvo framlengda leiki, myndu hafa tima til að ná sér fyrir úrslita- leikinn á sunnudaginn. HEYVINNUVELAR PZ sláttuþyrlur Það þekkja flestir CM 135 og CM 165 sláttuþyrlurnar. Þær eru þaulreyndar hér á landi, við góðan orðstír. Nú einnig gerð CM 186 fáanleg með knosara. Ný gerð PZ tromlumúgavélar CZ 330 og CZ 450 tengdar á þrítengi, knúnar frá aflúttaki. V.br. CZ 330 3,3 m. CZ 450 4,5 m. Raka bæöi frá girðingum og skurðbökkum. PZ FANEX heyþyrla _____Sterk og afkastamikil. Tengd á þrítengi, drifin frá aflúttaki. Afköst allt að 4,0 ha/klst. Kastar heyinu frá skurðbökkum og girðingum. Skástilling úr ökumannssæti. Allar vélarnar prófaðar hjá Bútæknideild á Hvanneyri. Kynnið ykkur niðurstöður. SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA Mlésoilfig *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.