Tíminn - 12.07.1990, Síða 7
Fimmtudagur 12. júlí 1990
Tíminn 7
BÓKMENNTIR
Kristján Björnsson:
Vökunótt skálda
og fugla himins
VÖKUNÓTT FUGLSINS
Höf: Matthias Jóhannessen
Útg: Almenna bókafélaglö, 1990
Allflesta daga ársins flæðir yfir mig
prentað efiii úr ýmsum áttum, auglýs-
ingapésar, dreyfibréf, fréttabréf og
svona mætti lengi telja. Einnig er þar
fýrirferðamikið dagblaðaefnið, en þar
á meðal er Tíminn minn sem ég nú
skrifa í tilraun til bókaumsagnar. Fyr-
irferðamest er þó Morgunblaðið og
fljótast að safnast í bunka. Þegar því
er flett af einurð á hveijum degi er
ekki laust við að þar skjóti upp kollin-
um greinar, viðtöl og annað efni sem
gaman væri að lesa betur þegar næði
gefst. Gallinn er bara sá að þegar tóm
gefst til frekari lestrar er Morgunblað-
ið orðið afar óárennilegt í safnhaugum
prentverks í dagblaðabroti - þvi mið-
ur. Gullaldargreinamar týnast og
verða kannske ekki uppgötvaðar fyrr
en af næstu kynslóðum á Landsbóka-
safninu. Því er ég að rausa þetta hér,
að samtölin í Vökunótt fuglsins hafa
áður birst í dagbók Moggans, enda var
skáldaritstjórinn Matthías Johannes-
sen þar blaðamaður.
Á sínum tima fylltist Mogginn af að
taka við góðum viðtalsgreinum og
umfjöllun um þá ágætu menn, Tómas
Guðmundsson Reykj avíkurskáld og
Jóhannes Sveinsson Kjarval lista-
mánn og lífssnilling. Síðar komu ffam
ágæt verk eins og „Svo kvað Tómas“
og „Kjarvalskver". Nú er komið að
„Vökunótt fuglsins" þar sem sumt er í
þriðju útgáfu en annað nýjar viðbætur.
„Kyrröin svo djúp“
Ekki varð allt efnið gripið upp af göt-
imni hjá Matthíasi og hefur hann þurft
margt að reyna til að ná Kjarval á bók,
eða koma honum í myndir, eins og
listamaðurinn myndi sjálfsagt orða
það. Hann hefir orðið að hlusta á sin-
fóníu fuglsins og stilla úrið sitt eftir an-
kerisgangi Kjarvals, svo snúði sé út úr
fyrir listamanninum sjálfum. Fuglar
himins láta ekki svo auðveldlega fang-
ast. Útkoman er sú að fyrir mér
aumum lesanda, hefur lestur bókarinn-
ar áþekk áhrif og Kjarval lýsir áhrifum
af einni af sínum myndum, Hellis-
heiði. „Kyrrðin svo djúp í þessari
mynd að skvaldrið í salnum þagnar."
Þannig þagnar skijáfið í moigunblöð-
unum og maður nýtur samtalsperlunn-
ar ótruflaður af hversdagslegum niði
flokksbundinnar útgáfuffamleiðslu.
Skrásetjarinn Matthías hættir um stund
að vera blaðamaður og ritstjóri og
klæðist skykkju hinna bestu skálda
einni sér.
Hér er, í stuttu máli sagt, á ferðinni
eitthvert mesta snilldarverk á sviði
samtalsverka, sem ég hefi augum bar-
ið. Ekki er það furða þegar litið er til
þess að um pennann heldur sjálfur
Matthías. Þá gerir það sitt að hann
þekkir greinilega viðmælendur sína
mjög vel, þá Tómas og Kjarval. Fyrir
því gerir hann grein í viðbótum og
viðaukum í „Vökunóttinni“. Báðir
þekktu Matthías ffá því hann var bam
að aldri og horfðu á hann vaxa að
visku og speki. Þannig fæddist hann
inn í þær aðstæður að eiga hægara um
vik að nálgast snillingana tvo. Hans
gæfa var sú að kunna sér hóf í að nota
þær aðstæður öðrum til ffóðleiks og
yndis.
Gotl samspil
Dæmi um samspil Matthíasar og
Tómasar, er lúmsk spuming sem lögð
er fyrir Reykjavíkurskáldið, í samtali
um útkomu ljóðabókarinnar Fögur
veröld. Þar er hann óbeint spurður
hvort hann hafi vaknað einn morgunn
og verið orðinn ffægur. Tómas var
Matthías Johannessen
hlédrægur og svaraði varla með öðm
en því að vitna spaklega í merkan rit-
höfund: „Það tók mig tólf ár að kom-
ast til sldlnings á því að ég gæti ekki
skrifað, en þá var orðið of seint fýrir
mig að hætta, því ég var orðinn svo
ffægur."
Fegurðin í viðtalsbókinni um Tómas
riður ekki við einteyming. Hógværð
snillinganna hnippir í okkur hina og
gefur okkur blíðlega tóninn um
manneskulegan lífsskilning. Ljóð
Tómasar boða okkur mikinn fognuð
og margvísleg sannindi, eins og sagt
var í öðm samhengi í öðm samfélagi
endur fýrir löngu.
Litadýrð
Snillingsleg litadýrð í persónu Kjar-
vals koma skýrt fram i Kjarvalskveri
og þessari nýju umgjörð. Líklega hef-
ur ekki nokkur maður komist nær
þessum sannasta listamanni af þeim
Tómas Guðmundsson
sem sett hafa samskiptin á prent, nema
ef vera skyldi heildarverk Indriða G.
Þorsteinssonar, rithöfundar. Samtöl
Matthíasar opna okkur á ótvíræðan
hátt djúpan skilning á lífsviðhorfum
þessara sönnu islensku menningar-
postula. Annar gaf okkur íslendingum
höfuðborg með fegurðartilfinningu og
hinn fór höndum um sköpunnarsnilli
náttúmnnar í hraunum og heiðum.
Hann er óneitanlega kjöifesta í vitund
okkar um þjóðararfinn við velli Þing-
valla og víðar.
Viðtöl sem þessi verða aldrei of oft
kveðin. Þannig emm við minnt á
hvaðan gott hefur komið, en öðrum
kosti erum við blindari i nútíðinni á
forsendur okkar. „Menn geta dottið án
þess að þekkja þyngdarlögmálið,“
hefur Tómas sagt. Með aðstoð inni-
haldsríkra verka á borð við „Vökunótt
fuglsins“ er uppvaxandi kynslóðum
gefinn aukinn skilningur á „viðleitni
litillar þjóðar til að bera höfuðið hátt.“
Nýútkomnar kiljur
íslenski kiljuklúbburinn hefur
sent frá sér fjórar nýjar bækur:
Fyrra bindi hinnar ffægu skáld-
sögu Fávitinn eftir Fjodor Do-
stojevskí sem út kom í Rússlandi
árið 1868. Á hlákublautum
morgni í nóvember kemur Myshk-
in fursti til Pétursborgar, inn í ið-
andi atburðarás ásta, svika, undir-
ferla og glæpa. Hann er einlægur
og flekklaus maður, og Dostojev-
skí sýnir hér hvað gerist þegar slík
persóna kemur inn í samfélag
breyskra manna. Ingibjörg Har-
aldsdóttir þýddi söguna úr rúss-
nesku og hlaut fýrir þá þýðingu
Menningarverðlaun DV fýrir árið
1986. Bókin er 341 bls. Næst
hannaði kápu.
í Unuhúsi eftir Þórberg Þórðar-
son er affakstur ferðar sem hann
tók sér á hendur sumarið 1922 á
fund Stefáns skálds ffá Hvítadal.
Svo skemmtilegar þóttu Þórbergi
frásagnir Stefáns af vem hans í
hinu ffæga Unuhúsi að hann fékk
að skrásetja þær. Bókin geymir
sagnalist tveggja meistara og er
merkileg heimild um mannlífið í
Reykjavík á fýrsta áratug aldar-
innar, einkum þá hlið þess sem
hljótt hefur verið um i bókmennt-
um okkar. Ingibjörg Eyþórsdóttir
hannaði kápu, en bókin er 79 bls.
Papalangi — Hvíti maðurinn
kom fýrst út í Þýskalandi árið
1920 og er að formi til ferðaffá-
sögn ffá Evrópu, sögð af Samóa-
höfðingjanum Tuiavii. Hann fjall-
ar um hvíta manninn, „papalangi",
og lifnaðarhætti hans, og kemst að
þeirri niðurstöðu að ekki sé þar
allt eftirbreytni vert. Ámi Sigur-
jónsson þýddi bókina og ritaði eft-
irmála. Bókin er 128 bls. Næst
hannaði kápu.
Litla systir er önnur skáldsagan
sem þýdd er á islensku eftir einn
dáðasta reyfarahöfund aldarinnar,
Raymond Chandler. Það virðist i
fýrstu vera lítið mál fýrir einka-
spæjarann Philip Marlowe að
finna eldri bróður smábæjarstúlk-
unnar sem lítur út fýrir að vera svo
hjálparvana og peningalaus og ör-
væntingarfull. En stúlkan reynist
ekki öll þar sem hún er séð og
málið tekur brátt undarlega stefnu.
Þorbergur Þórsson þýddi bókina
sem er 249 bls. Guðjón Ketilsson
hannaði kápu.
Allar bækumar era prentaðar hjá
Collins í Glasgow í Skotlandi.
(F rétta tilky nning)
a i
Laugaskóli
Laugamannahátíö 25. ágúst
í tilefni 25 ára afmæli skólans
í tilefni þess að 65 ár eru liðin síðan Laugaskóli, Reykjadal í
Suður- Þingeyjarsýslu, hóf starfsemi, hefur skólanefnd skólans
ákveðið að gangast fyrír afmælis- og nemendahátíð laugardag-
inn 25. ágúst í sumar.
Skipuð hefur verið sérstök nefnd til
að undirbúa samkomuna og era þar í
forsvari þau Kristín Sigfúsdóttir fra
Gunnarsstöðum í Þistilfirði og Guð-
mundur Þór Ásmundsson ffá Bjama-
stöðum í Bárðardal. Á Laugum hétu
þau Stina Sigfúsar og Billi og voru
þekkt fýrir margháttaða ffamtaks-
semi.
Aðrir valinkunnir Laugamenn eru i
þeirri undirbúningsnefnd sem valin
hefur verið, s.s. Helga Erlingsdóttir
fra Þverá, Amgrímur Geirsson ffá
Álftagerði, Sigurður Viðar Sig-
mundsson ífá Laugum, Ari Teitsson
ffá Brún og að ógleymdum núver-
andi skólastjóra staðarins, honum
Páli Dagbjartssyni.
Er því ástæða til að ætla að þann 25.
ágúst verði hin skemmtilegasta hátíð
á Laugum og hver veit nema rifjaðir
verði upp gamlir Laugasöngvar, t.d.
„Þegar himinninn blakknar ...!, að
sjálfsögðu undir stjóm Fikka.
Án ábyrgðar vill undirritaður geta
þess að hann hefur haft njósnir af að
dagskráin hefjist upp úr hádegi með
samkomu í íþróttahúsinu þar sem
fluttar verða ræður og önnur
skemmtiatriði. Þá verði íþróttavöll-
urinn notaður þar sem hugmyndin er
að sjá hvort Laugamönnum hefur far-
ið aftur í fótbolta eða blaki eða hvort
þeir hafa haldið við gamalli snilli á
þeim vettvangi. Um miðbik dagsins
er ætlunin að gefa fólki tækifæri á að
spjalla saman um liðna daga, fara í
skoðunarferðir um skólann og ná-
grenni eða eyða stund á Laugum á
þann hátt sem hver vill. Hugmyndir
em uppi um að gera eitthvað fýrir
yngstu kynslóðina og vera má að
H.S.Þ. tjaldið stóra verði sett upp,
a.m.k. ef veður verður ekki upp á það
besta.
Um kvöldið er ætlunin að grilla og
síðan mun hefjast dansleikur í
íþróttahúsinu. Ver má að þar troði
upp gamlir meðlimir Laugahljóm-
sveita.
Vart trúi ég öðm en fjölmennt verði
á Laugum þann 25. ágúst nk.
Níels Árni Lund