Tíminn - 12.07.1990, Qupperneq 10
10 Tíminn
Fimmtudagur 12. júlí 1990
Fimmtudagur 12. júlí 1990
Tíminn 11
Svavar Gestsson menntamálaráöherra hefur lagt fram tillögur um að breyta skólastarfi á Laugarvatni
Á Laugarvatni eru tveir framhaldsskólar starfræktir, Mennta-
skólinn og íþróttakennaraskólinn. Áhugi er hjá yfirvöldum
menntamála að gera íþróttakennaraskólann að háskóla og
jafnframt að tengja betur saman starfsemi skólans við
menntaskólann. Þannig fæst betri nýting fýrir þau skóla-
mannvirki sem eru á Laugarvatni og samtengingin gæti styrkt
stoðir skólastarfs á staðnum. Skiptar skoðanir eru um þessar
hugmyndir og fáum við að kynnast umræðunni hér á eftir.
Einkum virðast forráðamenn menntaskólans vilja fara var-
lega í sakimar.
Á Laugarvatni eru nú starfandi fjórir
skólar, grunnskóli, íþróttakennaraskóli,
héraðsskóli og menntaskóli. Þá var einnig
starfandi húsmæðraskóli á Laugarvatni en
íýrir nokkrum árum dróst svo mjög úr að-
sókn í hann að ekki reyndist unnt að halda
uppi kennslu. Húsnæði húsmæðraskólans
var þá nýlega byggt en síðan þá hefur
íþróttakennaraskólinn haft það að mestu
til afhota.
„Laugarvatnsskólinn“
Ekkert samkomulag liggur fyrir milli
þessara skólastofhana, sveitarfélagsins og
Menntamálaráðuneytisins um framtíðar-
þróun Laugarvatns. Svavar Gestsson
menntamálaráðherra hefur viðrað ákveðn-
ar hugmyndir um þróun skólamála á þar.
Svavar telur að gera þurfi ffamtíðarskipu-
lag fyrir skólastarfið á Laugarvatni þar
sem reynt verði að ná utan um skólamálin
öll í senn. „Hugmyndin gengur út á það að
búin verði til stofnun sem ég hef gefið
vinnuheitið „Laugarvatnsskólinn“. Þar
væri um að ræða grunnskóla, framhalds-
skóla með mjög miklu íþróttavali og
íþróttakennaraskóla sem væri að hluta til á
háskólastigi. Þannig myndi þessi skóli
spanna öll formlegu skólastigin.“
Svavar sagði hugmynd sína auk þess vera
þá að á Laugarvatni yrði skipulagt veru-
legt kennslustarf eða námskeið fyrir
íþróttafélög og fleiri sem væri í tengslum
við íþróttahreyfinguna. „Það væri þá ekki
síður fullorðinsmenntun," sagði Svavar.
Vísir að þeirri starfsemi ernú kominn með
Iþróttamiðstöðinni, sem nú er starfrækt á
Laugarvatni allt árið um kring.
íþróttir samnefnari
Svavar segist hafa haldið tvo fúndi í
ráðuneytinu um þetta mál og auk þess
kynnt það fyrir nokkrum þingmönnum
Suðurlands og heimamönnum. „Eg var
núna á dögunum að ráða mann á vegum
Menntamálaráðuneytisins
til þess að vinna að þessu verki og undir-
búa eitthvað sem ég kalla samkomulag um
Laugarvatnsskólann. Það er að segja sam-
komulag milli allra aðila um skipan mála í
ffamtíðinni. Ég sé það þannig fyrir mér að
til þess að ljúka málinu þarf að setja ein
heildar lög sem næðu til allrar þessarar
starfsemi.“ Svavar sagði að samnefhari
fyrir alla skólana yrði íþróttimar og þær
myndu gera þennan Laugarvatnsskóla
töluvert öðruvísi en skólar em yfir leitt.
„Rökin fyrir þessu em ekki fyrst og
fremst þau að bjarga þurfi Laugarvatni þó
það kunni að vera mikilvægt. Heldur þau,
að það verður kallað á starfsemi af þessu
tagi í framtíðinni hvort sem er námskeið
fyrir íþróttaþjálfara eða fleira i þeim dúr.
Éf slík starfsemi verður ekki byggð upp á
Laugarvatni þá gerist það einhvers staðar
annars staðar og íþróttakennsla verður
þess vegna staðsett tvist og bast um land-
ið. Slíkt yrði miklu dýrara fyrir þjóðfélag-
ið,“ sagði Svavar. Hann benti á að á Laug-
arvatni væri öll aðstaða sem þyrfti til stað-
ar.
Aukin áhersla á íþrótta-
kennslu í menntaskólanum
Varðandi menntaskólann virðast hug-
myndir Svavars ganga í þá átt að leggja
vaxandi áherslu á íþróttastarf í skólastarf-
inu og nýta þannig góða íþróttaaðstöðu á
Laugarvatni eins og kostur er. Aðspurður
um þetta sagði Svavar að Menntaskólinn á
Laugarvatni myndi ekki breytast neitt
nema hvað hann yrði ffamhaldsskóli eins
og aðrir ffamhaldsskólar með brautasniði.
Þar myndu íþróttir spila mjög stórt hlut-
verk i náminu. „Skólinn þarf hvort sem er
að aðlaga sig að nýjum veruleika,“ sagði
Svavar. „Ég hef ekki orðið var við neitt
annað en jákvæðar viðtökur og menn eru
mjög fegnir því að það skuli liggja fyrir
stefnumótun í málefnum Laugarvatns af
hálfu ráðuneytisins. Slík stefhumótim hef-
ur ekki legið fyrir áður.“
Menntaskólamenn
áhyggjufullir
Síðasta vetur voru um 150 nemendur við
nám í Menntaskólanum á Laugarvatni og
athyglisvert er að nærri 1/4 útskrifaðra
stúdenta ffá skólanum sækir um inngöngu
í Iþróttakennaraskólann á hverju ári.
Kristinn Kristmundsson skólameistari
Menntaskólans á Laugarvatni ræddi, við
Séð yfir Laugarvatn.
skólaslit skólans í vor, um hugmyndir
menntamálaráðherra og gætir viss varúð-
artóns í máli hans. Kristinn bendir á að við
þessar hugmyndir sé margt að athuga í
þessu sambandi. Hann segist ekki koma
auga á neinar röksemdir sem réttlæti að
hróflað verði við því námi sem á Laugar-
vatni hefur náð að þróast „og bera árangur
sem áhugaverður og vinsæll valkostur
innan ffamhaldsskólakerfísins“.
Kristinn segir ennfremur að skólinn hafi
náð óumdeildum árangri sem menntaskóli
og standi fyllilega undir nafhi sem slikur.
„Því hljóta menn að spyija hver nauður
reki til breytinga sem kippt gætu grund-
velli undan því námsffamboði með ein-
hvers konar fjölbrautasniði sem væri fyrir-
fram dæmt til að kafha undir nafni vegna
vanefhda og aðstöðuleysis.
Menntaskólinn
fengið góóa aósókn
Páll Lýðsson er formaður skólanefndar
Menntaskólans á Laugarvatni. Hann benti
á að menntaskólinn væri sjálfstæð stofhun
sem stæði fyrir sínu og fengi alltaf góða
aðsókn. „Það er fólk sem fer í heimvist og
stundar bekkjarkerfi og tekur alhliða nám
sem gerir því kleift að fara sem víðast í
framhaldsnám." Páll sagði að í skólana
sækti fólk frá öllum landshomum, m.a. til
þess að vera í heimavist og stunda sitt nám
af kappi meðan það er í skóla. „Mennta-
skólinn nær árangri og hann skilar nem-
endum ekki síður undirbúnum en aðrir
menntaskólar og fjölbrautaskóla.“
Páll sagði að þessi umræða væri lítillega
farin af stað á Laugarvatni og fyrr í vetur
hafí fúlltrúi ffá Menntamálaráðuneytinu
kynnt fyrir skólanefhdinni hugmyndir
ráðuneytisins. „Ég held að þetta sé mál
sem fari ffam með mikilli hægð, enda hef-
ur skólinn ágæta stöðu“ sagði Páll.
íþróttakennaraskólinn
háskóli
Menntamálaráðuneytið setti í vetur nefhd
á laggimar og var markmið hennar að
kanna möguleika og gera tillögu um að
færa Iþróttakennaraskólann á Laugarvatni
á háskólastig. Svavar segir að hugmyndin
hafi verið sú að þær tillögur ættu að vera
hluti af ffamtíðarskipulagi skólastarfs á
Laugarvatni.
Reynir G. Karlsson er deildarstjóri í
Iþrótta- og æskulýðsmáladeild Mennta-
málaráðuneytisins og sat hann í þessari
nefhd. Hann sagði að nefhdin hafi skilað
tillögum til ráðuneytisins. „Það hefur
lengi verið hugmyndin að íþróttakennara-
skólinn væri á háskólastigi og íþrótta-
kennaramenntun yrði efld og hún felld
saman við aðra kennaramenntun í landinu
eins og hægt væri. Þess vegna gerðum við
tillögu um íþróttakennaraháskóla á Laug-
arvami sem yrði til að byija með þriggja
Eftir
Hermann
Sæmunds-
son
ára nám en síðar stefht upp á við. Ég von-
ast til þess að um þetta mál verði lagt
ffumvarp fyrir Alþingi í haust þar sem öll
þessi mál eru tekin saman“ sagði Reynir.
Reynir taldi Laugarvatn ákjósanlegan
stað fyrir íþróttaháskóla og um það væru
flestir sammála. „Á Laugarvatni er nú
þegar verulega mikil iþróttamiðstöð og
um leið og við viljum bæta menntun
íþróttakennara, viljum við bæta menntun
þjálfara og leiðbeinenda sem hefúr ekki
verið gert til þessa í íþróttakennaraskólan-
um. Einnig erum við að tala um endur-
mennmn íþróttakennara og fleiri þætti er
varða kennaramennmn.“ Reynir taldi for-
sendu fyrir slíkri uppbyggingu skólans
vera þá að vera í nánum tengslum við þær
stofhanir sem annast kennaramenntun;
þ.e. Kennaraháskóla íslands og Háskól-
ann.
Ágreiningur í nefndinni
Ágreiningur hefúr verið í þessari nefnd
um ffamtíðarskipan menntunar íþrótta-
kennara en fúlltrúar Kennaraháskólans
benda á, að Kennaraháskólinn geti tekið
yfír mennmn íþróttakennara í grunnskól-
um, eins og í öllum öðrum greinum. „Við
bentum hins vegar á að eins og málin
standa í dag þá sé slíkt ekki raunhæft þar
sem Kennaraháskólinn getur ekki útskrif-
að svo marga íþróttakennara með þeirri
sérmennmn sem við teljum þurfa,“ sagði
Reynir. Hann greindi jafhffamt ffá því að
mikill meirihluti nefhdarmanna hafí verið
sammála um að óffamkvæmanlegt væri að
Kennaraháskólinn myndi leysa Iþrótta-
kennaraskólann af hólmi.
Reynir sagðist skilja vel áhyggjur skóla-
meistara Menntaskólans á Laugarvatni af
miklum breytingum á starfi skólans og
hvað þær gætu haft í för með sér. „Skóli
Kristins hefur verið þekktur fyrir sínar
ágæm námsbrautir, nemendum verið skil-
að þaðan með góðu prófí og þess vegna
skal farið með varúð í að breyta Mennta-
skólanum á Laugarvami. Að breyta skól-
anum í algjöran fjölbrautaskóla gæti þýtt
það að hann myndi ekki standast þá sam-
keppni sem hann fær ffá Selfossi. Það er
mín tilfmning. Þessi nefhd sem ég sat í
fjallaði hins vegar aðeins um íþróttakenn-
araskólann og það er nauðsynlegt að menn
átti sig á því.“
íþróttamiðstöö íslands.
Iþróttamiðstöð Islands er nú starfandi á
Laugarvatni og hefur svo verið frá því sl.
haust. íþróttasamband íslands og UMFÍ
reka Iþróttamiðstöðina í samvinnu við
Iþróttakennaraskólann, sem leggur til öll
íþróttamannvirki. Meiningin er, eins og
fram hefur komið, að íþróttamiðstöðin
verði hluti af ffamtíðar skipulagi skóla-
mála á Laugarvatni þótt ekki sé enn
ákveðið með hvaða hætti það verður. Vel
virðist samt hafa tekist til með íþróttamið-
stöðina og mikill áhugi er á Laugarvatni
fyrir starfsemi hennar. „Við höfum mikla
trú á að miðstöðin geti gengið“ sagði
Reynir.
Þráinn Hafsteinsson er ffamkvæmda-
stjóri íþróttamiðstöðvarinnar á Laugar-
vatni en hann hefúr hingað til verið
íþróttakennari við íþróttakennaraskólann.
Hann taldi þessar hugmyndir ráðuneytis-
ins um samræmt skipulag skólanna á
Laugarvatni vera skynsamlegar. „Ég tel að
við eigum að sérhæfa staðinn við íþróttir,
útivist og umhverfismál. Ég skil ótta for-
ráðamanna Menntaskólans á Laugarvatni
en ég tel þetta samt vera ástæðulausar
áhyggjur. Laugarvatn er frá náttúrunnar
hendi kjörinn staður fyrir íþróttaiðkun og
þess vegna tel ég kjörið að sérhæfa staðinn
við það“ sagði Þráinn.
Hvað ber framtíðin
í skauti sér?
Spumingunni um ffamtíð Laugarvatns er
hins vegar ósvarað og þrátt fyrir vilja
sumra til að steypa skólum á Laugarvatni
saman í eina stofhun eru ekki allir sam-
mála um ágæti þess. Hins vegar er ljóst að
þróunin á Laugarvatni er á þann veg að þar
verður í framtíðinni lögð meiri áhersla á
íþróttaiðkun og sennilega mun nafh
Iþróttakennaraskólans breytast í íþrótta-
kennaraháskóla. Hvort sem það verður
hluti af Laugarvatnsskóla vitum við ekki.
Það verður tíminn að leiða í ljós. „Ég mun
hins vegar ekki taka neitt á þessum málum
fyrr en búið er að fara yfír skólamál á
Laugarvatni í heild“ sagði Svavar að lok-
um.