Tíminn - 24.07.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.07.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. júlí 1990 Tíminn 3 G-samtökin senda stjórnmálahreyfingum bréf varðandi gjaldþrot einstaklinga: Vilja samvinnu við flokkana um úrbætur Unnið að ritun á sögu Akureyrar: Fyrsta bindiö kemur í haust G-samtökin hafa sent öllum starf- andi stjómmálaöflum með fulltrúa á Alþingi bréf þar sem þess er farið á leit að hver hreyfíng tilnefni einn að- ila til þátttöku í samráðshóp með G- samtökunum, um hugsanlegar úrbast- ur í eíhahagslífi og til að koma í veg fyrir áframhaldandi gjaldþrot ein- staklinga. „Ekkert þjóðfélag, sem kennir sig við lýðræði og jafnrétti þegna sinna, og ekkert stjómmálaafl sem vill láta taka sig alvarlega, getur setið hjá, að- gerðalaust, þegar þvílíkar hörmungar ganga yfir jafh mikinn fjölda þegna þjóðfélagsins og raun ber vitni,“ seg- ir í bréfmu. Þar segir enn fremur að fyrir löngu sé orðið ljóst, „að það mikla eigna- tjón og verðmætatilfærsla, sem svo margar nauðungarsölur og gjald- þrotsaðgerðir hafa í för með sér, hljóta að stefna efhahagslífi okkar í mikla hættu. Til þess að ræða þessi mál, og væntanlega finna leið til úr- bóta sem helst öll stjómmálaöfl í landinu geta sameinast um, viljum við hvetja ykkur til þátttöku um þessi mál,“ segir í bréfinu, sem er undirrit- að af Guðbimi Jónssyni, formanni G- samtakanna. Einnig er bent á að sam- tökunum hafi borist nokkurt magn af tillögum til úrbóta. GS. Fyrsta biudið af Sogu Akureyr- ar er nu koinið f prentun, og er stefnt að því að það komi út í október nk., en gert er ráð fyrir að Saga Akureyrar verði þrjú bíndi. Það er Jón Hjaitason sagnfræðingur sem annast sögu- ritunina og var hann ráðinn tð starfans árið 1987. Þetta fyrsta bindi nær frá upp- hafí byggðar í Eyjafírði og allt til ársins 1862, þegar Akureyri fékk kaupstaðarréttindi í annað sinn. Jón sagði í samtali við Tímann að bókin hæfíst á iandnámi Helga magra f Eyjaflrði og sagan rakin allt til ársins 1862. Reynt er að draga upp mynd af lffs- kjörum og lífsháttum hér f bæn- um á þessum tima. Gerð er grein fyrir hvernig bærinn byggðist og útþenslu hans. Af einstökum málaflokkum má nefna að kaup- mönnum eru gerð góð skil, stofn- un prentsmiðju á Akureyrí og sérstakur kafli fjaiiar um stöðu ógiftra kvenna í akureyrsku samfélagi á þessum tíma. Sagt er frá stofnun kirkju á Akureyri og ótal málum öðrum. Þá er I bók- inní mikiil ijöldi mynda. Annað bindið af SBgu Akureyr- ar mun spanna tímabilið 1863- 1940, og lokabindið nær frá 1941 og tá vorra daga. Jón segist í upphafí hafa gert ráð fyrir aö vera 2 ár með hvert bindi og sú áætlun virðist ætla að standast. Samkvæmt því mun 2. bindið kom út 1992, og lokabindið árið 1994. Það er Akureyrarbær sem gef- ur bókina út, en hún er prentuð hjá Prentsmiðju Odds Björns- sonar á AkureyrL Útgáfustjóri er Svavar Ottesen. Gert er ráð fyrir að fóik geti keypt bókina í áskrift, og skal þá setja sig í sam- band við Svavar í sima 24222. hiá-akureyrL Umfangsmikið skattsvikamál Rannsókn er nú lokið hjá skattrann- sóknarstjóra á meintum söluskatts- og tekjuskattssvikum fyrirtækis, en um er að ræða undanskot og álag samtals upp á 55 milljónir króna. Þetta mun vera eitt umfangsmesta mál af sínu tagi á seinni árum. Ekki hefur fengist uppgefið hvaða fyrir- tæki hér er um að ræða, en næsta víst er að málið verði sent Rannsóknar- lögreglu rikisins til rannsóknar. Frestur hjá bændum til að skila virðisauka- skatti rennur út 1. september nk.: Efstu knapar í 150 metra skeiði: Angantýr Þórðarson (th.), Erling Sigurðsson og Sigurbjöm Bárðarson. Hestamót Sleipnis og Smára á Murneyrum legra bókhaldi Hestamannamót Sleipnis og Smára var haldið á Mumeyrum um helgina. Þar voru margir góðhestar saman komnir og var þetta mót hið skemmtilegasta. í gæðingakeppni Sleipnis voru úrslit sem hér segir: í A-flokki gæðinga sigraði Fengur í eigu Bjöms H. Ei- rikssonar, en knapi var Einar Ö. Magnússon. I B-flokki sigraði At- geir, knapi á honum var Einar Ö. Magnússon, sem jafhframt á hestinn ásamt Magnúsi Hákonarsyni. Guð- mundur Gunnarsson sigraði í bama- flokki á Flaumi og Birgir Guðmunds- son sigraði i unglingaflokki á Gusti. í gæðingakeppni Smára sigraði Straumur, knapi var Guðmundur Sig- fusson, en hann er jafnffamt eigandi. Stjama sigraði í B-flokki, knapi var Annie B. Sigfusdóttir og eigandi er Sigfus Guðmundsson. Sigfus B. Sig- fusson sigraði í bamaflokki á Skenk og Sara D. Ásgeirsdóttir sigraði í unglingaflokki á Sval. I 150 metra nýliðaskeiði sigraði Guðmundur Sigfússon á Straumi. í 150 metra skeiði sigraði Angantýr Þórðarson á Kol. Erling Sigurðsson og Vani sigmðu í 250 metra skeiði, fóm vegalengdina á 23,4 sek. Lokka- dís sigraði í 250 metra stökki, knapi var Ingimar Baldvinsson og Kol- skeggur og Annie B. Sigfúsdóttir sigmðu í 300 metrabrokki -hs. Samkvæmt nýjum lögum um virðis- aukaskatt þurfa bændur nú að skila uppgjöri tvisvar á ári. Fyrsta skatt- tímabili þessa árs lauk 1. júlí og höfðu bændur tvo mánuði til að ljúka við uppgjörið, en skiladagur er 1. septem- ber. Að sögn þeirra, sem Tíminn ræddi við, gengur bændum vel að fóta sig í þessu nýja skattkerfi, sem þýðir nákvæmara og reglulegra uppgjör. Það sem helst breytist með tilkomu virðisaukaskatts er að meira þarf að sinna frumgögnum heldur en áður, þegar engin skilaskylda var á slíkum gögnum. Hjá mönnum sem eru i hefðbundinni búvöruffamleiðslu halda afurðastöðvamar mikið til utan um ffamleiðsluna og viðskiptin dreif- ast á færri aðila, sem gerir uppgjörið einfaldara en ella. í mörgum tilfellum er uppgjör virðisaukaskatts mun flóknara, t.d. hjá þeim bændum sem em í fjölbreytilcgum rekstri, þar sem hluti er virðisaukaskattskyldur og hluti ekki. í mörgum tilfellum sjá búnaðarsam- bönd víða um land um uppgjör virð- isaukaskatts fyrir bændur og nánast hjá öllum búnaðarsamböndum em sérstakir starfsmenn sem veita bænd- um aðstoð. Ævar Hjartarson hjá Bún- aðarsambandi Eyjafjarðar sagði að Búnaðarsambandið sæi um uppgjör virðisaukaskatts fyrir um þriðjung bænda í Eyjafirði. Ævar taldi að álíka margir bændur Ieituðu þjónustu ann- arra aðila á þessu sviði, en aðrir sjái um uppgjörið sjálfir. Ævar sagði að með þessum breyt- ingum væm bændur orðnir inn- heimtumenn rikissjóðs um leið og þeir gera skil á skatti. „Ef rekstur er í lagi, þá geyma menn svolítið fjár- magn yfir þetta skilatímabil og það er jákvætt. Á móti því kemur sú vinna sem þetta kostar bændur, hvort sem þeir framkvæma hana sjálfir eða hún er unnin af öðram. Þetta þýðir það að menn verða að fylgjast betur með sínum rekstri en áður og kallar á ákveðna reglusemi. Ég held að megi segja að þessi breyting sé alls ekki slæm fyrir landbúnaðinn,“ sagði Ævar að lokum. -hs. Leikskólarými aukið: Snarfjölga á fóstrum Gert er ráð fyrir mikilli aukn- ingu leikskólarýmis í landinu á næstu 10 árum í frumvarpi sem menntamálaráðherra lagði fram á Alþingi sL vetur. Ef það verður samþykkt verður bætt við á milii 4 til 5 þúsund heilsdagsrýmum og verða heilsdagsrými þá rúmlega 10 þúsund. Ein forsenda þess að þetta markmið náist er að fjöldi þeirra sem Ijúka fóstrunámi verði stóraukinn. Nefndin sem lagði fram áðurnefnt frumvarp gerir ráð íyrir 10 ára átaki til þess að fjölga fullmenntuðum fóstrum og hefur nú bent á ýmis úrræði í þeim efnum. Meðal þeirra er dreifð og sveigjanleg fósturmenntun, sem hægt er að standa að víða á Iandinu. Menntamálaráðherra hefur nú falið Gyðu Jóhannsdóttur, skóla- stjóra Fósturskóla íslands, og þremur öðrum kennurum við skólann að annast undirbúning fyrir slíkt nám, sem á að geta haf- ist á haustönn 1991. Þá starfar Berit Johansen, cand. polyt., einnig að verkefninu í hlutastarfí. Námið verður skipulagt í nám- skeiðum/áföngum. Verður það í formi staðbundinnar kennslu og ijarkennslu. Staðbundin kennsla mun fara fram í viku i Reykjavík og á þeim stöðum þar sem flestir þátttakendur búa hverju sinni. Fjarkennslan verður aftur á móti í formi símasambands, bréfa- skipta, tölvutengsla og e.t.v, með hljóð- og myndböndum. Þá er einnig gert ráð fyrir námssamn- ingi, þ.e. nemendur munu geta lokið ákveðnum verkefnum sam- kvæmt samningi við skólann. Inntökuskilyrði verða sveigjan- leg og hver einstaklingur verður metinn í ljósi menntunar sinnar og reynslu. Námslengd verður mismunandi eftir einstaklingum og verður farið eftir reynslu þeirra. GS. Þörf er á ítar-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.