Tíminn - 31.07.1990, Side 13

Tíminn - 31.07.1990, Side 13
Þriðjudagur 31 .júlí 1990 Tíminn 13 Auglýsing um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1990 sé lokið í samræmi við ákvæði 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt er hér með auglýst að álagningu opinberra gjalda á árinu 1990 er lokið á alla aðila sem skattskyldir eru skv. I. kafla framangreindra laga. Álagningarskrár verða lagðarfram í öllum skattum- dæmum þriðjudaginn 31. júlí 1990 og liggja frammi á skrifstofu hvers skattumdæmis og hjá umboðs- mönnum skattstjóra í hverju sveitarfélagi dagana 31. júlí-14. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Álagningarseðlar skattaðila, er sýna álögð opinber gjöld 1990, húsnæðisbætur, vaxtabæturog barna- bótaauka, hafa verið póstlagðir. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda, hús- næðisbóta, vaxtabóta og barnabótaauka, sem skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagning- arseðli 1990, þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans eigi síðar en 29. ágúst 1990. 31. júlí 1990. Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í VestQarðaumdæmi, Ólafur Helgi Kjartansson. Skattstjórinn í Norðuríandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjömsson. Skattstjórinn í Norðuríandsumdæmi eystra, Gunnar Rafri Einarsson. Skattstjórinn i Austuriandsumdæmi, Kari Lauritzson. Skattstjórinn í Suðuríandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Bjömsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson. Auglýsing um að álagningu launaskatts á árinu 1990 sé lokið Tilkynningar (álagningarseðlar), er sýna launaskatt sem skattstjóra ber að ákvarða, hafa verið póstlagðar. Hér er annars vegar um að ræða launaskatt skv. 4. gr. laga nr. 14/1965 um launaskatt með áorðnum breyt- ingum, þ.e. á reiknuð laun manna við eigin atvinnu- rekstur eða sjálfstæða starfsemi og á hlunnindi sem ekki eru greidd í peningum, og hins vegar launaskatt skv. 3. gr. sömu laga sem greiða bar af greiddum laun- um á árinu 1989. Kærur vegna álagðs launaskatts, sem skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1990, þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans eigi síðar en 29. ágúst 1990. 31. júlí 1990. Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Ólafur Helgi Kjartansson. Skattstjórinn (Norðuriandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjömsson. Skattstjórinn í Norðuriandsumdæmi eystra, Gunnar Rafri Einarsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suðuriandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Bjömsson. Skattsljórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir júlí er 1. ágúst nk. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík toll- stjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Garðsláttur Tökum aö okkur aö slá garöa. Kantklippum og fjarlægjum heyið. Komum, skoöum og gerum verðtilboö. Afsláttur ef samið er fyrir sumariö. Upplýsingar í síma 41224 eftir kl. 18. Geymið auglýsinguna! LIFÐII SKUGGA BRÓÐUR SÍNS - Frank Stallone Maður hefði haldið að Frank Stalione ætti greiða leið að frægð- inni einungis með því að vera bróðir leikarans Sylvester Stall- one. En svo er ekki. Frank segir að frægð bróður síns hafi eyðilagt margt fyrir sér. Alveg frá því að Sylvester hlaut frægð fyrir mynd- ina Rocky árið 1976 hefur Frank lifað í skugga hans. Þvert á móti því sem allir halda þá var Frank kominn í bransann langt á undan eldri bróður sínum. Hann kom fram allsstaðar í Bandaríkjun- um með hljómsveit sinni er hann var 15 ára og á nú 17 myndir að baki. Allt gekk vel þangað til einn daginn er Sylvester bróðir hans bað hann um að semja laglyrir Rocky mynd- ina sína sem og Frank gerði endur- gjaldslaust. Myndin hlaut mikla frægð og eftir það þekktu allir bara Sylvester en Frank féll í gleymsku. „Það héldu alltaf allir að ég væri að notfæra mér frægð bróður míns til að koma mér áfram og því var ég aldrei tekinn alvarlega“, segir Frank. En aðeins núna, 39 ára að aldri virðist sem hans stóra tækifæri sé komið. Frank er hljómlistarmaður og er nú viðurkenndur í þeirri grein. „I íyrsta skiptið á ég nú mitt eigið hús og eigin bíl og þarf ekki að hafa áhyggjur af peningum", segir hann. Móðir hans sem spáir íyrir fólki hef- ur sagt að hann verði næsti Sinatra. Frank er ógiftur en er að leita að hinni einu réttu. „Konan mín verður að vera mikið fyrir heimilislíflð og böm“. Frank Stallone er ekki ólíkur bróður sínum Sylvester Stallone. „Ég elska útlit Rob Lowe kvartar undan því að karlmönnum liki ekki við hann. Astæðuna telur hann vera að þeim finnist hann beinlínis of myndar- legur og það fari í taugarnar á þeim. „Eg er mikið vinsælli á með- al kvenmanna. Flestir karlmenn sem sjá myndirnar mínar fara með stelpum í bíó og þá ráða þær hvaða myndir verða fyrir valinu“, segir Rob sem nú er 26 ára gamall. „Karlmenn útiloka mig vegna þess að þeir þola ekki hvað það er auðvelt fyrir mig að ná mér í stelpu og bara hvað mér gengur vel“. Þessi ungi leikari segir að margar af frægustu stjömum Hollywood hafi fengið hlutverk einungis útá fallegt útlit. „Ég held samt að ég hafi meira uppá að bjóða“, segir hann. Rob sér enga ástæðu til að hafna hlutverki sem fel- ur í sér nektaratriði. „Ég skil ekki hvað fólk getur gert mkið mál útaf nektarsenum. Það er skiljanlegt að fólk leiki ekki í þannig atriðum ef það er feitt og ljótt. En það er ég ekki og við hvað á ég þá að vera feiminn". Það er samt einn ókostur sem Rob sér við sig og það er að hann lítur yngri út en hann í raun og vem er. „Þetta gerir það að verkum að ég fæ ekki eins spennandi hlutverk. Sjáum til dæmis Richard Dreyfuss, sem lít- ur eldri út en hann í raun og vem er, hann fær fullt af ffábærum hlutverk- um. Því eldri sem ég verð þvi meiri von um betri hlutverk og þess vegna kvíði ég ekki ellinni þó svo ég elski útlit mitt eins og er“, segir Rob Lowe að lokum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.