Tíminn - 08.08.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.08.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn .vi\r\uð i Mnr REYKJAVÍK, |||l SUMARFERÐ Hin árlega sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður farin laugardaginn 11. ágúst. Að þessu sinni verður farið á Snæfellsnes. Ferðaáætlun: Kl. 08.00 Lagt af stað frá B.S.Í. Áætlað að koma í Borgarnes kl. 10.00. Þar verður höfð stutt viðdvöl. Kl. 11.00 Frá Borgarnesi verður ekið að Búðum, þar sem hádegisverður verður snæddur. Kl. 14.00 Lagt af stað frá Búðum og ekið út að Arnarstapa. Þar gefst fólki tækifæri til að fara í stuttar gönguferðir og skoða sig um. Kl. 15.30 Farið frá Arnarstapa og ekið fyrir Jökul um Hellissand og Rif til Ólafsvíkur, þar sem haft verður stutt stopp. Kl. 17.00 Ekið frá Ólafsvík um Grundarfjörð yfir Kerlingarskarð og ekki stoppað fyrr en í Hvalfirði. Kl. 20.30 Lagt af stað frá Olíustöðinni í Hvalfirði og til Reykjavíkur. Áætlað er að koma til Reykjavíkur kl. 22.00. Verð kr. 2.500.- fyrir fullorðna. kr. 1.500.- fyrir börn yngri en 12 ára. Allar nánari upplýsingar um ferðina veitir Þórunn í síma 686300. Fulltrúaráðið. Til sölu Welger bindivél, árg. ‘85 og múgavél, Hauma raka til hægri, árg. ‘87. Upplýsingar í síma 93-41473. JEPPA- HJÓLBARÐAR Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá KÓREU 235/75 R15 kr. 6.650. 30/9,5 R15 kr.6.950. 31/10,5R15 kr. 7.550. 33/12,5 R15 kr. 9.450. örugg og hröð þjónusta. BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Sfmar: 91-30501 og 84844. Annast dreifingu á matvörum og hvers konar kælivöru um land allt. Er með frystigeymslu fyrir lager. KÆLIBÍLL Sími 985-24597 Heima 91-24685 V J LITAÐ JARN A ÞÖK OG VEGGI Laugardagur 4. ágúst 1990 Iíi Einnig galvaníseraö þakjárn Gott verö. Söluaðilar: Málmiöjan hf. Salan sf. | 3 [ Sími 91-680640 DAGBOK . ... .......................... Ökuferö að Fjallabaki Ferð um Fjallabaksleiðir syðri og nyrðri verður farin á vcgum Péturs H. Ólafsson- ar þann 18. ágúst nk. Upplýsingar í síma 28812. Pennavinir Vcsturþýsk átján ára skólastúlka, Stcph- ame Böhm, til hcimilis að Am Stempel- berg 10, 6460 Gelnhauscn, BRD, óskar eftir íslenskum pcnnavinum. Áhugamál hcnnar cru hcstamennska og köríuknatt- Icikur. Skrifa má tii Stephanic á ensku jafnt scm þýsku. Frá Félagi eldri borgara í Kópavogi Spilað vcrður í Hákoti (cftí sal i fclags- hcimilinu) fostudaginn 10. ágúst n.k. kl. 20.30. Þriggja kvölda kcppni. Að lokinni spilamennsku verður dansað við dillandi harmonikumúsik Jóns Inga. Mætum vel og stundvíslega, fjölmcnn- um með fjör í huga! Vcrðlaun afhcnt fyrir þijú síðustu spilakvöld. Allir cldri borgarar vclkomnir, bæði úr Rvík, Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfells- bæ!! Skemmtincfndin. Minningarkort Áskirkju Eftirtaldir aðilar hafa minningarkort Safnaðarfélags Áskirkju til sölu: Þuríður Ágústsdóttir, Austurbrún 37, sími 681742, Ragna Jónsdóttir, Kambs- vegi 17, sími 82775, Þjónustuíbúðir ald- raðra, Dalbraut 27, Helena Halldórsdótt- ir, Norðurbrún 1, Guðrún Jónsdóttir, Kleifarvegi 5, sími 681984, Holtsapótek, Langholtsvegi 84, Verslunin Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27, Verslunin Rangá, Skipa- sundi 56. Þá gefst þeim, sem ekki eiga heiman- gengt, kostur á að hringja í Áskirkju, sjmi 84035 milli kl. 17:00 og 19:00 og mun kirkjuvörður annast sendingu minningar- korta fyrir þá sem þess óska. Utsala Útsala Britains landbúnaðarleikföng. Indíánatjöld. Fjarstýrðir bíl- ar. Barbie leikföng. Fisher Price. Sandgröfur. Hjólaskaut- ar. Sparkboltar. Legokubbar. Talstöðvar áður kr. 6.500 nú kr. 4.500. Sundlaugan Rafhlöður: Stærð 152x25 183x38 224x46 Áður kr. 1550 kr. 2489 kr. 3400 Nú kr. 1200 kr. 1990 kr. 2700 Stór, áður kr. 59.- nú 12. stk. kr. 350.- Mið, áður kr. 43.- nú 24 stk. kr. 480.- Lítil, áður kr. 34.- nú 24 stk. kr. 350.- 10 — 20 — 50% afsláttur Póstsendum LEIKFANGAHÚSIÐ Skólavöröustíg 8. Sími14806 Opið hús i Norræna húsínu: Fyrirlestur um jarðfræði íslands Fimmtudaginn 9. ágúst heldur Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur fyrirlestur um jarðfræði íslands, eldfjöll og heita hveri í Opnu húsi í Norræna hús- inu. Fyrirlcsturinn er fluttur á norsku og hefst kl. 20.30. Að loknu kaffihléi vcrður sýnd kvik- mynd Ósvaldar Knudsens, „Surtur fcr sunnan", og er hún með norsku tali. Bókasafnið cr opið til kl. 22.00 eins og vcnja er á fimmtudögum í sumar mcðan „Opið hús“ cr á dagskrá. í bókasafninu liggja frammi bækiu- um ísland og þýð- ingar íslenskra bókmennta á öðrum nor- rænum málum. Kaffistofa hússins er einnig opin til kl. 22.00 á fimmtudags- kvöldum. Aðgangur cr ókeypis og allir eru vel- komnir í Norræna húsið. Tónleikaferð Sigurðar Halldórssonar og Daníels Þorsteinssonar um landið Síðari hluta ágústmánaðar munu Sigurð- ur Halldórsson sellóleikari og Danícl Þor- steinsson píanóleikari ferðast um ísland og halda tónleika í öllum landsfjórðung- um. Á hljómleikaskránni eru sónata í F-dúr eftir Brahms, ,Arpeggione“- sónata Schuberts og verk cftir Hindemith og Martinu. Á tónleikum í byijun árs 1983 hófst ára- langt samstarf Daníels og Sigurðar á sviði frjálsrar spunatónlistar. Reyndist það hinn ákjósanlegasti jarðvegur cr þeir fóru að spila saman sígilda tónlist fyrir þremur ár- um, eftir að hafa stundað hcfðbundið tón- listamám, hvor í sínu homi, frá unga aldri. Daníel lærir nú við Sweelinck tónlistar- háskólann í Amsterdam, undir lciðsögn Willems Brons, cn Sigurður lauk námi fyrir nokkru frá „Guildhall School of Music and Drama" í London og sækir cnn tíma hjá aðalkennara sínum þar, Raphael Sommer. Viðkomustaðir á tónleikaferðalagi þcirra eru þessir: Safhaðarheimilið Vinaminni á Akrancsi þriðjudaginn 14. ágúst kl. 20.30. Borgameskirkja miðvikudaginn 15. ág- úst kl. 20.30. Salur Tónlistarskólans á Akureyri fimmtudaginn 23. ágúst kl. 20.30. Skjólbrekka í Mývamssveit, iaugardag- inn 25. ágúst kl. 16.00. Samkomusalur Bamaskólans á Húsavík sunnudaginn 26. ágúst kl. Í7.00. Safnaðarheimilið í Neskaupstað þriðju- daginn 28. ágúst ki. 20.30. Valaskjálf á Egilsstöðum miðvikudaginn 29. ágúst kl. 20.30. Safnaðarheimilið Kirkjuhvoll í Garðabæ fostudaginn 31. ágúst ld. 20.30. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað ffá Digranesvegi 12 ld. 10.00. Markmið göngunnar er: Samvera, súr- efni, hreyfing. Allir Kópavogsbúar cru velkomnir í bæjarröltið. Nýlagað mola- kafFi. Púttvöllur Hana nú á Rútstúni er op- inn öllum Kópavogsbúum um hclgar. Þóra Jónsdóttir Fædd 12. janúar 1912 Dáin 31. júlí 1990 Orðin fleygu, orð Frclsarans, um liljur vallarins og fúgla himinsins komu upp i huga minn, er mér og fjölskyldu minni barst sú ffétt, að frænka mín, Þóra Jóns- dóttir, Miðfclli í Hrunamannahreppi, væri ekki lcngur á mcðal okkar, í landi lifenda. Þessi orð segja svo mikið um líftð sjálft, en það var cins og Þóra hefði þau í huga, leyfði þcim að móta allt sitt líf. Orðin er segja okkur, að líta að liljum vallarins, hversu þær vaxa og dafha og að sjálfur Salomón í allri sinni dýrð, væri ekki búin sem ein þeirra. Mcð þcim orðum var okk- ur sagt að við gætum falið Guði allt okkar líf og að við ættum ekki að vcra áhyggju- full dtn morgundaginn. Þóra, scm hafði mikið yndi af blómum og ræktun þeirra, virtist skynja þann lffs- krafl scm að baki býr, scm cr á bak við allt líf. Náttúran, sem cinmitt þessa dagana skartar sínu fcgursta, hafði mikil áhrif á Þóru. Þctta tímabil ársins var hcnnar besti tími, cn cinmitt þá kom kallið, sem kaliaði hana burt. Þóra var fædd í Gróf í Hrunamanna- hrcppi, fluttist aðeins þriggja ára gömul að Miðfclli í sömu sveit, og bjó þar ásamt foreidrum sfnum, Guðfmnu Ándrésdóttur og Jóni Þórðarsyni, og systkinum, Helgu sem er látin, Þórði, Steinunni og uppcldis- bróður þcirra Andrési. Þegar aldur færðist yftr foreldrana, tók Þóra ásamt bróður sin- um Þórði við búi þeirra að Miðfelli. Bú- skapurinn, lifið og starfið að Miðfclli átti hug hennar allan. Þar sem Þóra hafði yndi af liljum vallarins, hafði hún einnig yndi af bömum; það þekkti ég mjög vel, þar sem hún svo sannarlega tók okkur börain að sér, annaðist um okkur sem sin cigin böra. Það átti reyndar við, hvort sem var um að ræða skyldmenni cða böm sem fengu að vera hjá þeim systkinum að Mið- fclli. Ánægjulegt var, hin síðari misseri, að fýlgjast mcð Þóru og nöfhu hennar sem hún annaðist á mjög svo sérstakan hátt. Ég var svo lánsamur, ungur að árum, að fá að fara i sveit til frændfólksins að Mið- fclli. Margar góðar stundir átti ég, sem og son- ur minn Kjartan, sem böm og unglingar í sveitinni að Miðfelli. Ekki svo ófáir hafa rifjað það upp hve góð áhrif það hcfur á ómótaða unglinga að dvelja í sveit að sumarlagi. Kynnast störfum þeim er tcngjast búskapnum og finna þann frið sem svo ofl einkennir allt líf til sveita. Þar tengjast einnig ofl svo vel þeir sem eru ungir og gamlir. Með þessum fátæklegu orðum vil ég og fjölskylda mín þakka Þóru fyrir aiit það sem hún var okkur, fyrir allt sem bún gaf og veitti með lífi sínu og umhyggju fyrir öðrum. Við fclum hana algóðum Guði á hendur. Biðjum hann að blessa minning- una fbgru um hana, sem við sem hcnni tengdumst og kynntumst, eigum í hjörtum okkar. Ljóð Matthíasar, orð sem hún án cfa þekkti mjög vel, eiga vel við á kveðju- stundu lífsins. Nú opna blómstrin augun þýðu nú ilmar þeirra konungsskart. Þau drekka Herrans dýrðarbliðu með daggartár af gleði bjart og hrósa þögul Herrans dýrð með hugsun sem ei verður skýrð. (Matthías Jochumsson) Sigurður ÓI. Kjartansson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.