Tíminn - 08.08.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 08.08.1990, Blaðsíða 15
lV':Miðviki!idág(yr'& égúst 1990 til náms, allra síst úr svo afskekktum sveitum, sem Öræfin voru þá. Þótt ferðalögin væru tafsöm og auraráðin ekki mikil, létu þeir bræður það ekki aftra sér ffá því að afla sér nokkurrar menntunar, utan þeirrar sem fékkst heima íyrir og nutu þar fulltingis móður sinnar o.fl. Páll fór í Héraðs- skólann á Laugarvatni og síðar Kennaraskólann, en Gunnar, faðir okkar í Bændaskólann á Hólum. Gaman er að glugga í bréf, sem þeir skrifuðu móður sinni, þar sem þeir lýsa ferðalögunum og lífinu í skólun- um. Páll var bamakennari í Öræfum í 11 ár og auk þess drifljöður í félags- og menningarlífi sveitarinnar. Arið 1942 gerðist hann þingmaður og sat á þingi í samtals 32 ár. En hann gekk að búverkum þegar hann var heima og vann að uppbyggingu á jörðinni með foreldrum okkar, Gunnari og Guðrúnu. Öll sín störf rækti Páll af stakri trú- mennsku og reglusemi, hvort sem þau voru í þágu heimilisins að Hnappavöllum, sveitarinnar, héraðs- ins eða alþjóðar. Þau störf er ekki ætlun okkar að tí- unda hér, heldur viljum við fyrst og fremst bregða upp mynd af honum eins og við kynntumst honum, sem sérstaklega dagfarsprúðum heimilis- manni, traustum og ráðhollum vini og frænda sem gott var að hljóta handleiðslu hjá í uppvextinum. Páll var mjög bamgóður og nutum við systkinin þess. Ávítur eða skammir voru ekki hans uppeldisað- ferðir, heldur hollar leiðbeiningar. Stundum fengum við bréf frá honum að sunnan, jafhvel I bundnu máli og við hlökkuðum ætíð til komu hans heim af þinginu í jóla-, páska- og sumarfn. Ávallt kom hann þá fær- andi hendi, með ýmislegt er verða mætti okkur til gagns og gleði. Þá var Páll óþreytandi að miðla okkur ffóð- leik af ýmsu tagi, sýnda okkur kenni- leitin í landinu o.fl. og væri betur að við myndum það allt. Við minnumst þess að er leið að fyrstu jólum eftir lát föður okkar lét eftirvænting hátíðarinnar á sér standa hjá okkur og við vorum orðin svart- sýn á að það yrðu nokkur almennileg jól. En á Þorláksmessu lenti áætlun- arflugvél á Fagurhólsmýri og með henni kom Páll heim. Þá breyttist allt í einu viðhorfíð og við fundum að hin helgu jól ætluðu ekki að fara hjá garði, fremur en endranær. Páll haföi ánægju af búskap og var ijárglöggur með afbrigðum. Hann náði ekki að tileinka sér þá tækni, sem smátt og smátt leysti eldri verk- menningu af hólmi í búskapnum. Þó hann væri hlynntur öllum ffamförum og væri síst á móti því að vélamar léttu störfin, þá mátti á svip hans ráða að stundum þætti honum heldur geyst farið. Hann lagði rika áherslu á að ýtrustu varkámi væri gætt við vinnuna og var ekki rólegur þegar við unnum á vélum nærri skurðbökk- um eða stóðum hátt uppi í stiga að mála. Páll keyrði ekki bíl og þurfti því á sinum mörgu ferðalögum um héraðið og kjördæmið að vera upp á aðra kominn með flutning. Síðari árin kom það oft í hlut okkar systkina að keyra hann á lengri eða skemmri ferðum. Hann vildi alltaf leggja tím- anlega af stað, svo ekki þyrfti að keyra of hratt og enginn þyrfti að bíða eftir honum. Á leiðinni talaði hann off fátt en hugsaði sitt, var e.t.v. að yfirfara í huganum það mál sem hann ætlaði að flytja er á staðinn kæmi. En þó hann væri fremur fá- skiptinn að eðlisfari var hann alltaf mjög viðræðugóður og enginn kom að tómum kofunum hjá honum, hver sem umræðuefnin voru. Páll átti gott bókasafn og var víðles- inn og sögufróður. Sjálfur lagði hann sinn skerf til íslenskra bókmennta. Eftir að hann lét af þingstörfum gafst honum tóm til að sinna sínum hugð- arefnum, m.a. ritstörfum og liggja eftir hann nokkrar bækur. Þær bera hans vandaða málfari og stíl fagurt vitni, einnig heiðri hugsun og óbil- andi ættjarðarást. Hin síðari ár dvaldi Páll mest í Reykjavík og undi sér vel við sín ffæðistörf. En í átthagana andinn leitar og flest af hans við- fangsefnum voru bundin hans heima- héraði. Einnig kom hann á hveiju sumri heim og dvaldi nokkrar sumarvikur á Hnappavöllum, lagði oft hönd á plóg i hirðingum en undi sér annars í gönguferðum og við lestur og skrift- ir. Engan óraði fyrir því að hann kæmi heim á þessu sumri til að deyja; sú varð samt raunin. Og þótt enginn ráði sínum næturstað og umskiptin séu snögg þá er það trú okkar og von að frændi sé sáttur við sitt hlutskipti nú. Við þökkum honum af heilum hug trausta og ómetanlega samfylgd. Höfðingi héraðs, hátt þín minning standi, ávaxtist hjá oss þitt ævistarf. Þjóðrœkni, manndáð, þol og tryggð i raunum þitt dæmi gefi oss i arf. E.B. Ásdís, Gunnþóra, Sigurður. Það ætti ekki að koma neinum á óvart þegar áttræður maður kveður þennan heim og heldur á vit hins ókunna. Sá er vegur allrar veraldar. Þó kom það mér í opna skjöldu þegar Ríkisútvarpið flutti andlátsfregn Páls Þorsteinssonar alþingismanns frá Hnappavöllum. Við hittumst ekkert oft, eftir að samstarfi í landsmálum lauk. En þegar fundum bar saman var hann æ hinn sami, vökull, yfirvegað- ur, glaður og reifur. Svo var og í vor er við hittumst síðast á góðri stund syðra. En skjótt bregður sól sumri. Sumir kveðja og síðan ekki söguna meir. — Aðrir með söng, er aldrei deyr. Svo kvað Þorsteinn Valdimarsson um látinn vin og listamann. En þess- ar ljóðlínur skjótast fram úr fylgsnum hugans þegar ég úr nokkurri tjarlægð skyggnist um farinn veg hugsjóna- mannsins frá Hnappavöllum. Og ég vil segja ykkur, sem kunnið að renna augum yfir þessar fátæklegu línur, hvers vegna. Má ég þá fyrst minna á Kveðju- sendingu Jóns Trausta til Skaftfell- inga. En með henni fleygar höfund- urinn á afar sérstaðan hátt magn- þrungið skáldverk sitt um Skaftár- elda. Skáldið lýsir héraðinu, hrikaleik og fegurð, og „yfir öllu þessu gnæfir mesta jökulbreiða Norðurálfu, heilt konungsríki að víðáttu“. Lífsbaráttan er hörð: „Engir menn á Islandi þurfa eins oft að horfast á við dauðann í beljandi jökulstrengjum, á flötum söndum, í blindbyljum og brimlend- ingu,“ segir Jón Trausti. En skáldið horfir einnig ffarn í tím- ann og mælir spádómsorð: „Ein- hvem tíma vinnur menningin sigur á þessum hrikaauðnum og harð- streymu vötnum. — Einhvem tíma liggur þjóðbraut austur um endilangt héraðið, með grasekrur á báðar hend- ur sem hvergi sér út yfir. — Einhvem tíma rísa flóðgarðar með fljótunum og skapa um sinn ásamt þeim farveg, en íslenskt Holland grær upp í skjóli þeirra....“ Spádómsorð Jóns Trausta hafa þeg- ar ræst að stómm hluta. Margir hafa lagt að gjörva hönd, mannvit og orku. í hálfu Skaftárþingi fór Páll Þorsteinsson fyrir framfaraþyrstu fólk í þriðjung aldar. Víða var komið við. Hátt bera bættar samgöngur. I lofti, á legi •— og láði, síðast en ekki síst. Þar var við ríkan að deila, Vatna- jökul sjálfan, og þó öllu heldur ófyr- irleitin afsprengi hans, sem engum hafði komið til hugar að hemja í þús- und ár. Nú voru brýr byggðar og hlaðið fyrir straumþung vötnin og þau „sigruð“ hvert af öðru í krafti sí- vaxandi tækni og vélvæðingar. Sókn- arlotan stóð allan tímann sem Páll Þorsteinsson átti sæti á Alþingi og lauk með glæsilegum hætti þjóðhá- tíðarárið 1974 — með tengingu hringvegar umhverfis Island. En það breytti landinu okkar til hins betra. Þáttur Páls Þorsteinssonar í þessari framvindu er mér ofarlega í huga á kveðjustund. Og þá að jöfnu „áralag" hans í breytilegu sjólagi landsmál- anna, og árangurinn þegar upp var staðið. Ferill hans allur stuðlaði að ffamför lands og þjóðar. Hugsjón og starf héldust í hendur. Og árangurinn sem skilaði sér raunar dag ffá degi var einnig lagður í lófa framtíðar, svo sannarlega sem dagur fylgir nóttu. — Það er á þennan hátt sem hann Páll hefur nú kvatt okkur hin með söng sem aldrei deyr, og kemur þó fleira til, því hann var gull af manni. Eg veit aðrir og nákomnari rifja upp æviferil Páls Þorsteinssonar um þess- ar mundir. Og ég vona sérstæð starfs- saga hans verði á síðan rituð skil- merkilega, því það er nauðsynlegt. I nærfellt hálfa öld vissi ég af Páli á Hnappavöllum og að ýmsu leyti fet- uðum við sömu slóð þótt ólíkir vær- um nokkuð. Langt var í milli okkar og engar samgöngur tengdu Öræfi og Mjóafjörð. Kynni tókust fyrst þegar ég kom til þings 1949 og átti þar sæti um sinn ásamt Páli sem var fyrir. Ég hvarf síðan af þingi nokkur ár. Þegar mig bar aftur að garði höföu fjögur kjördæmi á Austurlandi verið sameinuð í eitt. Við þessa breytingu urðu kynni okk- ar Páls og samstarf meira en áður, innan þings og utan. Og þá kynntist ég því fyrir alvöru hversu Páll var allt I senn, gjörhugull, starfsamur og fylginn sér og jaíhffamt góður félagi í þeirra orða fyllstu merkingu. Fyrir þau kynni þakka ég af heilum huga, um leið og við Margrét sendum siíja- liði Páls og raunar Austurskaftfell- ingum öllum innilegar kveðjur. Vilhjálmur Hjálmarsson. I gær var Páll Þorsteinsson á Hnappavöllum i Hofshreppi, fyrrum alþingismaður, jarðsettur. Sýslunefhd Austur- Skaftafellssýslu minnist Páls vegna viðamikils fram- Iags hans til málefha Austur-Skaft- fellinga. Um störf Páls má rita langt mál en hér verður aðeins minnst á örfá atriði. Hann sat í hreppsnefnd Hofshrepps 1934-1982, var hreppstjóri þar 1945- 1984 og sat í stjóm Kaupfélags Aust- ur-Skaftfellinga til 1980, frá 1965 þegar Öræfingar gengu til liðs við fé- lagið. Páll sat á Alþingi ffá 1942 til 1974. Auk þessara starfa og annarra stundaði Páll ritstörf og má sem dæmi nejha bækumar „Samgöngur í Skaftafellssýslum“ (1985) og „At- vinnuhættir Austur-Skaftfellinga" (1981). Sem alþingismaður beitti Páll sér af alefli fyrir ffamgangi ýmissa hags- munamála Austfirðinga og þá ekki síst Austur-Skaftfellinga. Áhugaefni Páls innan þings og utan var víðtækt, en hér skal giftudrjúgt ffamlag hans til samgöngumála sérstaklega nefnt. Páll gerði sér grein fyrir þýðingu góðra samgangna og beitti sér þess vegna sérstaklega í þeim málaflokki. Hann var yfirleitt formaður sam- göngunefnda sem skipaðar vom á bændafundum. Þar mótaði hann og samræmdi óskir A-Skaftfellinga um úrbætur í samgöngumálum, sem hann barðist síðan fyrir af festu þingi. Á síðasta ári Páls sem þingmanns, þjóðhátíðarárinu, var brúin yfir Skeiðará vígð. Brúin markaði ákveð- in tímamót í samgöngusögu íslend- inga og sérstaklega Austur-Skaftfell- inga, sem þar með losnuðu úr þeirri einangmn sem jökulfljótin marka. Á engan skal hallað þó fullyrt sé að hlutur Páls hafi verið meiri en ann- arra í samgöngubótum Austur-Skaft- fellinga síðustu áratugina. Austur-Skaftfellingar minnast þessa héraðshöfðingja með djúpri virðingu og þakklæti. F. h. Sýslunefhdar Austur-Skafta- fellssýslu, Sturlaugur Þorsteinsson. '^Tíftíinh'15 t Innilegar þakkir til allra, er tóku þátt í söknuði okkar við fráfall oq jarðarför móður okkar og tengdamóður Steinunnar Hjálmarsdóttur Reykhólum Kristín Liija Þórarinsdóttir Ólafur Sveinsson Þorsteinn Þórarinsson Hallfríður Guðmundsdóttir Sigurlaug Hrefna Þórarinsdóttir Hendrik Rasmus Anna Þórarinsdóttir Haukur Steingrímsson Hjörtur Þórarinsson Ólöf Sigurðardóttir Kristín Ingibjörg Tómasdóttir Sigurgeir Tómasson Máni Sigurjónsson t Útför eiginmanns míns Kristjáns Sveinssonar fyrrum bónda, Geirakoti í Flóa fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 10. ágúst kl. 2 e.h. F.h. aðstandenda, Guðmunda Stefánsdóttir Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar » 9 Miklubraut 68 @13630 Marmaralegsteinar meö steyptu inngreyptu eða upphleyptu letri. Einnig möguleiki meö innfellda Ijósmynd. Marmaraskilti meö sömu útfærslum. Sólbekkir, boröplötur, gosbrunnar o.m.fl. Sendum um allt land. Opiö 9-18, laugard. 10-16. Marmaraiðjan Smiðjuvegi 4E, 200 Kópavogi Sími 91-79955. PÓSTFAX TÍMANS Vinningstölur laugardaginn 4. ágúst '90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 5 990.037 O PLÚS(eSfn^ 4. 4af 2 257.873 3. 4af5 234 3.801 4. 3af5 6.589 315 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 8.430.900 kr. UPPLYSINGAR: SIMSVARI 681511 ■ LUKKULÍNA 991002

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.