Tíminn - 10.08.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.08.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 10. ágúst 1990 Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriói G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gfslason Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason SkrifetofurLyngháls9,110 Reykjavlk. Slml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaöaráskrift kr. 1000,-, verö I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Afstaða Morgunblaðsins Morgunblaðið segir í ritstjómargrein í gær að til- gangur bráðabirgðalaganna, sem ríkisstjómin setti (3. þ.m.) sé skýr og ótvíræður: Að koma í veg fyr- ir að flóðgáttir verðhækkana opnist að nýju. Síðan segir orðrétt: „Morgunblaðið hefur lýst ótvíræðum stuðningi við þennan tilgang.“ Það er hveiju orði sannara að Morgunblaðið hef- ur ítrekað lýst yfir stuðningi sínum við efnahags- aðgerðir í anda bráðabirgðalaganna frá 3. ágúst og sjálft rakið þennan stuðning sinn með eftirfarandi orðum í forystugrein 4. þ.m.: „I forystugrein Morgunblaðsins hinn 15. júní sl. sagði m.a.: „Um það verður ekki deilt, að við nú- verandi aðstæður mundi það hafa skaðleg áhrif á framvindu efhahagsmála og atvinnumála, að launaflokkahækkanir BHMR kæmu til fram- kvæmda á þessu stigi málsins.“ Og í forystugrein Morgunblaðsins hinn 26. júlí sl. sagði m.a.: „Nú skiptir höfuðmáli að festa í sessi þann árangur, sem náðst hefur í verðbólgubaráttunni.“ Út frá þessum forsendum varð því ekki hjá því komizt að afnema þessa kauphækkun. Akvörðun ríkisstjóm- arinnar nú skapar tækifæri til að verja þann árang- ur, sem náðst hefur í verðbólgubaráttunni og er mikilvægari en flest annað, sem gerzt hefur í efha- hagsmálum okkar síðustu árin.“ Eins og þessi tilvitnuðu orð bera með sér fer ekk- ert á milli mála um að Morgunblaðið er efnislega sammála efhahagsaðgerð ríkisstjómarinnar og hefur þar að auki hvatt til þess fyrirfram og áður en gripið var til bráðabirgðalaganna að ríkisstjómin færi þá leið sem hún fór, að vel athuguðu máli. Morgunblaðið minnir á það í forystugrein sinni 4. þ.m. að ríkisstjómir þurfi oft að taka erfiðar ákvarðanir og þá reyni á ábyrgð stjómmálamanna, bæði stjóm og stjómarandstöðu. Blaðið rifjar upp að í forsætisráðherratíð Geirs Hallgrímssonar hafi komið fram frumvarp sem byggði á því m.a. að skerða verðbætur á laun að hluta, þótt stjómarand- staða þeirra ára snerist harkalega gegn þeirri efna- hagsaðgerð. Orð og sögulegar upprifjanir Morgunblaðsins stinga í stúf við nokkuð einfeldningslega ályktun þingflokks Sjálfstæðisflokksins á fúndi sínum í fyrradag af þessu sama tilefni. Efnistök og rök- semdafærsla í ályktuninni em eins og byrjenda- verk á mælskunámskeiði í Heimdalli, svo að lítið verður úr kröfú þingflokksins um að ríkisstjómin víki og láti efna til kosninga þegar í stað. Þorsteinn Pálsson ætti að hugleiða afstöðu Morgunblaðsins til efnahagsaðgerða ríkisstjómarinnar og þeirra orða blaðsins að árangur hennar í baráttu við verð- bólguna sé mikilvægari en flest annað sem gerst hefur í efnahagsmálum á síðustu ámm. Pált The«>dórsson verkfracðingur skrifar greinargott æviágrip Þor- björns Sij>urj>cirssonar prófcss- ors í síðastá hefti Andvara. Þor- björn ótti mcrká starfsævi hér á landi um íjörutiu ára skeið, þar af prófessor við Vcrkfrœði- og raunvisindadeiid Háskóla fs- lands i 30 ár. Það kemur ljóslega fram í grein Páls, að Þorbjöm hefur verið mikill brautryðjandi á sinu sviði og að þeir sem á eftir honum komu gengu í bans slóð. Auðn 09 tóm Ekki fer milli máiá að Þorbjörn hefur verið gæddur óvenjulegum námsgáfum og visindamanns- hæfileikum og má af flestu ráða að hann hefði átt þess kost að flengjast við fremstu vísinda- stofnanir heims ef hann hefði lagt sig fram um það. En hann kaus þó hinn kostinn að starfa á ís- Íándi, „þrauká þar“ eins ög greinarhöfundur orðár það, þótt þá væri engin aðstáða tfl r»nn- sókoa i eðflsfræði, sem var sér- grein Þorbjöms, og „Utfl tró áþví ar hetði bolmagn tti að stunda slíkar rannsóknir og reyndar engin ástæða talin tii þess, þar scm þær mundu ekki færa okkur neitt í askana“. t greininni lýsir höfundur síðan nánar hvernig visindaað- staða var hér á iandi fyrir 30-40 órwm og hvernig viðhorf ráða- manna var tfl þeirra hluta, Vafa- lanst eru þær lýsingar aUar réttar og fer eins og oftar að það verður lítið úr fortíðinni þegar hún er borin saman við samtimann, þótt á hinn bóginn sé það jafnkunnugt að þegar menn bera saman tvenna tímana eða lýsa ástandi samtímans, þá er óstandið afltaf verst ó liðandi stundu. Enda er það yfirleitt svo að mcð saman- burðarfræði hins daglega hfs er ekki cndilcga verið að leita að sánnleikanum, hún er ekki ti! þess gerð að fá fram trúvcrðugan samanburð sambærilegra hiuta, heldur er hún oftast nær tæki f pólitík og kjarabaróttu. Þessi at- hugasemd er annars óviðkom- andi Andvaragrein þeirri sem hér um ræðir. Brautryðjandinn Þótf Þorbjörn Signrgeirsson kænfl að tómum kofanum i vis- indaefnum i heimalandi sínu eftir glæsilegan námsferfl eriendls og sannanir um að hann væri í fremstu röð vísindamanna á sínn sviði, fór hann engum hamforum gegn þjóðféiaginu og ráðamönn- um þess fyrir afturhald og skiln- ingsleysi, heldur tók hann sig til upp á cigin spýtur að sinná vis- indarannsóknum i sínnl grein eins og áðstæður leyfðu og sá þannig fræjum fráiutíðarstárfs með fordæmum og frumkvæöi, sem menn sjá nú eför áratugi að bar mikinn ávöxt. PáU Theódórs- son segir um æviverk Þorbjörns að hann bafi unifram aUt verið brautryðjandi. „Sá hópur vfs- indamanna cr Íjöimennur sem beint og óbeint á starf sitt að þakka lífsverki hans,“ segir greinarhöfundur. Ekki verður nelnni tðlu slegið á það, hvað það er stór „hópur vis- indamanna“ sem á tflvern sfna undir starfi brautryðjenda eíns og Þorbjörns Sigurgeirssonar. En f virðingarskyni viö samanburð- arfræðina má gcta þess að þegar Þorbjörn hafði gengist fyrir þvi áð sett var upp Eðlisíræðistofnun Hóskólans árið 1958 voru þar við stðrf tveir eða þrir eðiisfræðingar, enda skilst manni að slfka fræði- menn ................... annarrar handar á íslandi í þá daga. En nú eru 150 islenskir eðl- isíræðingar starlándi í láttdinu og ýinsar rannsóluiarstofnanir sett- ar ó laggírnar þar sem þeir hafa atvinnu og aðstöðu. En visinda- mannahópurinn saman stendur ekki af eintómum eðlisfræðing- um, því að visindagreinar eru Vísindamenn 09 u.þ.b. hálfunt fimmta óratug var fátæklegt um að litast á sviði vfs- fnda og háskólamenntunar. Þó var auðn ng tóm I mörgum grein- hvernig er ástandiö núna? Þvi ætlar Garri ekki að svara, af þvi að faann veit það ekki, annað en það að líklega hefur enginn part- örar sfðustu óratugi en vfsinda- ogfaáskólastarfsemi, Það þarf alls ekkiað þýða það að hún Itafi va*- sinn hlut af vextí þjóðarumsvif- anna. Þótt það sé auðvitað ckki hrósvcrt að þjóðin gat naumast hýst cinn eðlisfræðing fyrir 40-50 árum og ástand vtsinðátuáfa að ðftru leytf eftlr því, er vert að íhugá <áu þess aft verfta brugðið um afturbaldssemi), hvort það $é óeðlilegt að ekkf sé hægt aft vefta ölium vfsindaiærðum mttnnum og náttúrufræðingum að mennt- un fulia atvinnumðguleika, hvað þá fullkomnustu starfsaðstöðu og launakjör á íslandi f dag. Er kannske offrántieiðsla ó vfslndá- mðnnum eins og lambakjötl? Garri VÍTT OG BREITT 111 ' |i i m ^ 1 v" ■' g mgímm wmmmm .............. .. hvar óvinir sitja Friðurinn verður seint oflofaður og líkast til er ekki fúllreynt hvort fyrirbænir og táknrænar athafnir geti bægt ófriði ftá. En óneitanlega er friðarviljinn stundum dálítið skrýtinn og stundum virkjaður af gallhörðum hemaðarsinnum sem veikja þurfa mótstöðuþrek and- stæðinganna. Heimsfriðarráð kommúnista, á meðan þeir vom og hétu, og allur sá skollaleikur, sem leikinn var kringum það, jók til að mynda ófriðarhættuna fremur en að draga úr henni eins og nytsömu sakleysingjamir töldu sjálfám sér trú um. Hemaðarbandalag heims- kommúnismans hmndi saman af allt öðmm ástæðum en þeim að einfeldningar gengu undir mót- mælaspjöldum með blöðrur á fót- unum. Norðurálfumenn uppgötvuðu sér til mikillar undrunar í fyrra að þeir áttu eiginlega ekkert sökótt hver við annan og að það tók því fjanda- komið ekki að sprengja hvem ann- an í loft upp til vemdunar marklitl- um hagfræðikenningum. Komst sú hugmynd á kreik að nú liti miklu friðvænlegar út í heiminum en und- angengna áratugi. Þetta tyggur hver upp í annan og þykist góður af. Púöurtunnur En Adam var ekki lengi í Paradís, ef hann hefur þá nokkm sinni verið þar. Um það bil sem riddarar hag- fræðikenningana fara að slíðra sverðin kviknar i einni af mörgum púðurtunnum heimsbyggðarinnar. Enn eitt striðið er hafið og Amerík- anar roknir til að vemda bandaríska borgara og bjarga heimsfriðnum. Miklir efnahagslegir hagsmunir em einnig í húfi. Það skelfilegasta við þetta ný- hafna stríð er, að talið er næsta víst að eiturvopnum verði beitt ef átök- in ná að magnast og sýnist fátt eitt geta komið í veg tyrir að svo verði. Eiturvopn em kölluð kjamorku- vopn fátæku þjóðanna. Þau geta orðið allt eins skæð og áhrifamikil og atómbombur og gera því svipað gagn, eða öllu heldur ógagn, i höndum samviskulausra ofstopa- manna. Irakar hafa sýnt að þeir em ófeimnir að leggja í eiturhemað og munu beita skæðustu vopnum sin- um telji þeir þess þörf. Stórstríð milli þjóða og þjóð- flokka em háð í þremur heimsálf- um og sýnast helst vera einhver feimnismál, sem ekki tekur að tala um. Sjálfsánægðu friðarsinnamir hafa ekkert um þau að segja vegna þess að þeir vilja ekkert af þeim vita. Stritað við að gleyma Á sama tíma og áhangendur spá- mannsins taka eiturbirgðimar út úr vopnabúrum sínum og hóta að beita þeim em fréttastofúr heims- ins fúllar upp með fréttir af 45 ára afmæli atómbombumar í Hirosima. Keppst er við að gleyma herhlaupi Japana um alla austanverða og sunnaverða Asíu og Kyrrahafs- veldi þeirra. Enginn drúpir lengur höfði vegna árásarinnar á Perlu- höín, enda em synir sólarinnar löngu búnir að kaupa hana. I gærkvöldi var kertum fleytt vegna árásar á Nagasaki og er þar enn undirstrikað að Japanar em fómarlömb heimsstyijaldarinnar en ekki árásaraðiljar. Aldrei verður sannað eða afsann- að að fælingarmáttur atómógnar- innar hafí komið í veg fyrir að hemaðarblokkimar miklu hafi lagt hvor í aðra. En nú þegar hemaðarógnin steðj- ar að úr suðri bera Norðurálfúþjóð- imar loksins gæfú til að snúa bök- um saman og gera samkomulag um að efla að minnsta kosti ekki þann óvinafagnað að fara að veita sitt- hvomm deiluaðila lið. En hvort friður í heiminum er tryggður þótt Sovétríkin og Banda- ríkin hætti að espa hvort annað er annað mál. Eins ættu menn að fara að gera sér ljóst að það em fleiri vopn en atómbombumar einar sem nothæfar em til múgdrápa. Fólk ætti að fara að opna augu sín fyrir að ígildi atómsprengja, eitur- og sýklavopn, era í höndum ein- ræðisherra og gjörræðisstjóma í miður þróuðum ríkjum. Kertafleytingar og einhliða firiðar- hjal um nauðsyn þess að Norður- álfúmenn afvopnist tryggja hvergi nærri frið, lýðréttindi eða æskileg hagkerfi. Svo mætti gjaman leggja af það háttarlag að leggjast flatur og heiðra skúrkinn svo hann skaði mann ekki. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.