Tíminn - 10.08.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.08.1990, Blaðsíða 7
Föstudágur 1Ó. ágúst 1990 Tíminn 7 Siglaugur Brynleifsson: Sljóvgun hugsunarinnar Alain Finkielkraut: The Undoing of Thought Translated by Dennis O’Keeffe. The Claridge Press 1988. Bókin heitir á frönsku „La Défaite de la Pensée" og vakti strax mikla eftirtekt, var talin vera af svipuðum toga og hin kunna bók Allans Blo- oms, „The Closing of the American Mind“. Bók Blooms er bundin lok- un bandarískrar meðvitundar og er tengd vissum menningarheimi, en bók Finkielkrauts er almennari ádeila á og útlistun á margvislegum einkennum og steínum nútímans. Höfundurinn ræðir um hugtakið menning eða kultur og merkingu þess. Inntak og undirstaða menn- ingar er hugsunin. Þar á hann við hina vestrænu menningu sem bygg- ir á arfleifð Grikkja, Rómveija, kristninnar í formi evrópsks húm- anisma og mannréttinda. Höfund- urinn fjallar fyrst um bók Benda, „La trahison de clercs“, eða „Svik menningarvitanna", svik mennta- mannanna, sem kom út 1927. Bók þessi var árás á andhúmanismann eins og hann birtist skýrast f kenn- ingum Nietzsches, Bergsons og Sorels. Hugmyndin um „hið góða líf‘, um hið góða, sanna og fagra og samkomulag byggt á rökræðum, þ.e. hugsun, var að dómi Benda vikið til hliðar og krafan um til- verurétt dulvitundar, tilfinninga runninna úr þjóðdjúpinu eða þjóð- arsálinni, varð stefhumarkandi bæði í listum og pólitík. Þessar kenningar voru ættaðar frá Herder. Menning hverrar þjóðar og hvers hóps voru jafngildar og sannari en samevrópskur húmanismi. Fram að dögum rómantikurinnar varð menningarlegur margbreytileiki að aðlagast almennt viðurkenndum al- þjóðlegum (evrópskum) menning- argildum. Frönsku heimspeking- amir og baráttumenn upplýsingar- innar lögðu höfuðáhersluna á þessi gildi. Skynsemin skyldi rikja. Skynsemisstefhan óð út í forað á árum frönsku stjómarbyltingarinn- ar, en menntastefha 19. aldar var ennþá reist á húmanismanum, þrátt fyrir stöðuga ásókn arftaka róman- tíkeranna. Benda álítur, að þátta- skilin hafi orðið skömmu fyrir síð- ustu aldamót, þá er tekið að „tala um mannkynið í fleirtölu" eins og Höfundurinn telur að meginmunurinn á við- horfum til menningar sé fólginn í áherslunni á skiljanlegri málnotkun og hinu frumstæða öskri popps og rokks. „... Einstaklingurinn er nauðugur viljugur bund- inn hópnum og hópefl- inu, honum er bannað að verða sjálfum sér lík- ur, bannað að efast um ágæti hópsins, skyn- semi verður bannorð og allur efi um ágæti ástandsins varðar bannfæringu. Afþrey- ingariðnaðurinn mokar ruslinu yfir sljóan söfn- uðinn sem hrærist í svartnætti ofstækisins í gervi afskræmdrar mennsku.“ Finkielkraut orðar það. Höfundur rekur uppkomu þjóðemishyggjunn- ar, sósíal-darvinismans, og afleið- ingamar f margvíslegum myndum. Þjóðtungan mótaði hverja þjóð, að skoðun de Maistre, og var jafhframt réttlæting hverrar þjóðar. Húman- istar vom sama sinnis og töldu að þjóðleg menning og alþjóðlegur húmanismi yrði að fara saman. En þjóðemishyggjan gekk lengra, al- mannaheill þjóðarinnar var sett ofar rétti hvers einstaklings og „mann- kynið skiptist upp í ótal þjóðir og kynþætti". Með því að afheita ein- staklingsréttinum varð jarðvegur fyrir hið algjöra rikisvald og rétt- læting þjóðarréttar ummyndaðist í þjóðrembu „sem leiddi til hins al- gjöra striðs". Höfundurinn rekur síðan hrun húmanískrar viðmiðunar og afneit- un hugtaksins menning í húmanísk- um skilningi. Eitt verk, ljóð, högg- mynd og málverk og hljómverk er öðm betra. Sónötur Beethovens em gildismeiri verk en hljómur popps- ins, ljóð Snorra Hjartarsonar em allt annars eðlis og af öðram heimi en samsetningur leirhnoðara og þess sem stundum er nefht „nútíma ljóðlist, sem höfðar til nútíma fólks". „Sullum bull síbemskunn- ar“ er ekki „menning". En ríkjandi stefnur í menningarefnum telja, að allar tjáningar séu jafh góðar, hafi jafnt gildi og séu jafnréttlætanlegar. Þegar komið er að þessum punkti blasir afmenningin við, að dómi Finkielkrauts. Útþynning menning- arinnar, slepjulegt narsissískt gutl og forsendan, málkenndin, þar með hmnin. Vandað mál og götumál á sama rétt. Þar með er hið almenna samkomulag um sameiginlegt mál- far samfélagsins hmnið og sundr- ung þjóðtungunnar viðurkennd. Menn skilja ekki lengur hver annan og orðin hafa mismunandi merk- ingar. Einstaklingamir skiptast upp í hópa, þar sem hver hópur telur sig búa að eigin „menningu“. Fjöl- breytnin er einstök, en efni „menn- ingarverðmætanna“ er miðað við kröfu hvers hóps um afþreyingu. Seljendur „menningar", mynd- banda, spólna og allskonar mynd- efnis, móta smekkinn og skólakerf- ið aðlagar sig rikjandi nútímakröf- um. Höfundurinn telur að meginmun- urinn á viðhorfum til menningar sé fólginn i áherslunni á skiljanlegri málnotkun og hinu frumstæða öskri popps og rokks. Svo sem kunnugt er, er málsviðið bundið vinstri helmingi heilabúsins og með sljóvgun þess hrakar allri málkennd og önnur svið þar sem hljóð og rytmi eiga sér upphaf verða ráð- andi. Á þennan hátt ná frumstæðari eiginleikar valdi á allri tjáningu og þar með hrömun allrar hugsunar. Hljóð dýrheima sigra siðmenning- una. I lokaþætti bókarinnar segir: „Þannig sigrar barbarisminn alla menningarviðleitni, skuggi radda- skapar og jafhffamt idiotískrar sí- bemsku færist yfir mannheima. Einstaklingurinn er nauðugur vilj- ugur bundinn hópnum og hópefl- inu, honum er bannað að verða sjálfum sér líkur, bannað að efast um ágæti hópsins, skynsemi verður bannorð og allur efi um ágæti ástandsins varðar bannfæringu. Af- þreyingariðnaðurinn mokar mslinu yfir sljóan söfnuðinn sem hrærist i svartnætti ofstækisins í gervi af- skræmdrar mennsku." Þótt þetta rit sé aðeins 132 blaðsíð- ur, þá tekst höfundi að útlista ískyggilegustu einkenni þeirra breytinga sem em að gerast um all- an heim. Mörgum munu þykja skoðanir höfundar heldur neikvæð- ar og hafa verður í huga að hann skrifar bók sína fyrir þá óvæntu at- burði, sem áttu sér stað á síðasta misseri. Hið óvænta getur gerst, sem er að álögum afmenningarinn- ar létti og útþynningaröflm gufi upp. En til þess að slikt gerist, verða menn að átta sig á ástandinu og skilja eðli ófreskjunnar, sem þol- ir ekki og getur ekki notið fegurðar heimsins, né hins sanna. Milton lýsir þeirri ófijóu og heiptarfullu óffeskju í Paradísarmissi: Það kvaldi fet hans at þvi sinni með þess sárara sviða logi sem fleira fagurt ok fagnaðarvert bar fyrir Bölverk bannat honum. (Þýðing Jóns Þorlákssonar) Finkielkraut er málsvari þeirra al- mennt viðurkenndu hugmynda evr- ópsks húmanisma um mennsk rétt- indi og reisn og rit hans er aðvöran um aðferðir þeirra afla, sem vinna ósleitilega að sljóvgun manneskj- unnar, fyrst og ffemst með útþynn- ingu tungu og þar með hugsunar, afla, sem einangra einstaklinginn og loka hann af í þröngsýni nesja- mennskunnar, sem kyndir undir hatri og öfúnd og andlegri forpok- un. ■■ UR VIÐSKIPTALIFINU Rizk al beliq Einkavæðmg var hafin í Túnis 1986 en síðan hefur gengi túnisks dínars verið fellt í áföngum um 40%. Hefur hún gengið nokkm hægar ffam en til stóð. Því ollu þurrkar 1987, 1988 og 1989 og versta engisprettna-plágan í 30 ár. Átti ríkið 1988 293 fýrirtæki að öllum eða nokkrum hluta. Lögðu þau til 28% af vergri landsframleiðslu, 30% fjárfestingar og 66% útflutn- ings. Erlendar skuldir þeirra vom 1,7 milljarðar sterlingspunda (eða 47% allra útlendra skulda Túnis). Greiddu þau fjórðung fastra launa, og vom þau að meðaltali tvöfalt hærri landsmeðaltali. Einkavæðingin er að nokkm fyrir tilstuðlan útlendra lánastofhana, en að nokkm er við borið hirðuleysi um almanna eigur, rizk al beliq. Á með- al einkavæddra fyrirtækja era: 15 hótel, sem verið höfðu í eigu Société Hoteliére et Touristique. — Vefhað- arverksmiðjan Sitex var seld með til- stuðningi IFC, dótturstofnun Al- þjóðabankans, sem á nú 10% hluta- flár hennar, en 30% hlutafjár keypti Stusid, banki í eigu aðila í Túnis og Saudi-Arabíu. Kanadísk vefnaðar- verksmiðja, Dominion Textiles, sem haföi 1980 tekið að sér tæknilega til- sögn í verksmiðjunni, hefur í áföng- um keypt í henni hlutafé, úr 15% upp í 44%, og markaðssetur allan denim- dúk, sem verksmiðjan selur til út- landa. Loks keypti starfsfólk 15% hlutafjárins með hjálp IFC. Og unnið er að sölu annarra vefnaðarverk- smiðja í eigu ríkisins, Tissmok, Somotex og Siter. — Hlutabréf málmboxagerðar, Stumetal, vom seld á kauphöllinni (en um aðrar sölur hefur verið samið milli ríkisins og kaupenda). — Marmaranáman Thala var seld á 100.000 TD, en ffá 1986 hefur vinnsla í henni sjöfaldast og starfslið þrefaldast. — Timbur-inn- flutningsfélag, Tunisie Bois, var selt á 3,5 milljónir TD, búðakeðja, Comptoir Sfaxien, á 2,7 milljónir TD. Loks hefúr eitt stórt rikisfýrirtæki verið leyst upp, STIA, bílasamsetn- ingarsmiðja, en 2.200 starfsmönnum hennar vom tryggðar launagreiðslur ffam til endurráðningar. Flæðir Pilsner Uralt vestur á bóginn? Ölgerðin í Pilsen í Tékkóslóvakíu, sem gert hefúr garðinn ffægan, var stofhuð 1842 við sammna nokkurra bmgghúsa í bænum. Hið „botn-geij- aða“ öl hennar, tært, lítið eitt biturt, varð brátt stælt um alla álfúna, og „ný“ öltegund við það kennd. Lóð öl- gerðarinnar er 52 hektarar, en bmgg- húsin fomleg. Árleg framleiðsla er 40 milljónir gallóna, og fer þriðjung- ur hennar til útlanda. Þótt útlendir aðilar hafi gert álitleg boð í ölgerðina, mun ekki í ráði að selja hana. En hún hyggur á aukinn útflutnmg og hyggur gott til mark- aðsglóðarinnar á Vesturlöndum, víð- ar en í Áfengis- og tóbaksverslunum ríkisins. Stígandi Samfellingar á meðal bandarískra flugfélaga Financial Times vék 18. júní 1990 að afleiðingum afháms sérleyfa á flugleiðum í Bandaríkjunum: ,Erá því að lög um afnám leyfa til áætlun- arflugs á innlendum flugleiðum tóku gildi 1978 hafa liðlega 200 flugfélög lagt upp laupana eða orðið risum að bráð. Ari áður vom 63% allra far- þegaflutninga þeirra i höndum fimm stærstu flugfélaganna. En lögin hafa ekki dregið úr samþjöppun í banda- riskum flugrekstri. Fimm stærstu flugfélögin hafa nú með höndum meira en 70% farþegaflutnúiga og hafa búið um sig á helstu flugvöllum. í þessu tilliti haföi niðurfelling sér- leyfa á flugleiðum ekki tilætluð áhrif, vegna þess að hana bar upp á tilslök- un ríkisstjómar Reagans á eftirliti með auðhringum og samfellingu fýr- irtækja. Flugfélög, sem vængjatök- um höfðu náð, gátu þannig neytt afls- munar til að vemda aðstöðu sína og til að hindra að nýir aðilar byðu þeim birgmn.“ Stígandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.