Tíminn - 10.08.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.08.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Föstudagur 10. ágúst 1990 Föstudagur 10. ágúst 1990 Tíminn 9 Beðiö eftir afleik Saddams Husseins Eftir Þorgeir Sigurðsson Með innlimun sinni á Kúvæt virðist Saddam Hussein hafa misst síðustu vini sína meðal Arabaleiðtoga. Liðs- flutningar Bandaríkjamanna til Persaflóa halda áfram og viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna er framfylgt af æ meiri þunga. Nú bíða menn og sjá til hvort Saddam Hus- sein grípur til einhverra hernaðaraðgerða. Ljóst er að hann getur ekki haldið áfram útþenslustefnu sinni án þess að til hernaðarátaka komi við Vesturveldin. Hins vegar segja fréttaskýrendur að írakar geti þolað algert viðskiptabann í nokkra mánuði og ekki sé víst að Vestur- lönd geti beðið svo lengi eftir lausn á deilunni. Öryggisráðið fordæmir innlimun Kúvæts einróma Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær þriðju ályktun sína sem fordæmir að- gerðir Iraka. Þessi ályktun var samþykkt ein- róma, allir fulltrúamir 15 greiddu atkvæði með henni, líka fulltrúi Jemen, en hann sat hjá í fyrri skiptin. Jemen hefur átt vinsamleg sam- skipti við íraka, en innlimun íraka á Kuúvæt virðist hafa hert leiðtoga Arabaríkja mjög í andstöðu sinni við ríkisstjóm Saddams Hus- seins. Jórdanir og íranir vom meðal þeirra ríkja sem fordæmdu innlimunina í gær. í álykt- un Öryggisráðsins var ítrekuð fyrri samþykkt, um að Iraksher færi frá Kúvæt og innlimun Ir- aka á Kúvæt var lýst ógild og marklaus. Arabaleiðtoga undirbúa neyðarfund Leiðtogar Arabaríkja komu í gær til Kaíró til neyðarfundar um ástandið í írak og Kúvæt. ír- akar ákváðu á síðustu stundu að senda fulltrúa til fundarins en þangað var líka boðið æðsta manni Kúvæts sem nú er í útlegð í Saudi-Ar- abíu. Klukkutíma áður en fundurinn átti að hefjast var honum frestað um sólarhring án þess að ástæða væri tilgreind. í gærkvöldi áttu hins vegar að hefjast óformlegar viðræður milli Arabaleiðtoganna, en búist er við að þeir fordæmi Iraka eindregið fyrir innlimun þeirra á Kúvæt. Útlendingar fá ekki að fara frá írak og Kúvæt Utlendingar hafa að undanfomu reynt að komast frá Kúvæt og írak en margir óttast að írakstjóm muni fangelsa þá og nota sem gísla ef til hemaðarátaka kemur. I gær bámst fréttir um að Vesturlandabúum hefði verið snúið frá landamærunum við Jórdaníu og einnig hafa borist fréttir um að farið hafi verið með Vest- urlandabúa til Bagdad. Útlendingar frá öðmm Arabaþjóðum var í gær hieypt úr landi. Meðal þeirra, sem ekki fengu fararleyfi, vom banda- rískir sendiráðsmenn. í gærkvöldi sögðu Irak- ar, að engir útlendingar mættu fara úr landi aðrir en sendiráðsmenn. Þeir sögðu erlendum sendiráðsmönnum í höfuðborg Kúvæts að þeir yrðu að leggja niður sendiráð sín og flytja til Bagdad innan tveggja vikna. írakar hóta að beita efnavopnum. ísraelar prófa flugskeyti írakar sögðust í gær myndu beita efnavopn- um ef á þá yrði ráðist. írakar ráða yfir skamm- drægum eldflaugum og gætu skotið eiturvopn- um á ísrael en Israelar hótuðu í gær að svara hverri árás íraka með skelfilegri eyðileggingu. Þeir prófuðu í gær eldflaugar sem þeir hafa smíðað í samvinnu við Bandaríkjamenn. Frétt- ir Reuters frá ísrael um þessar prófanir vom ritskoðaðar af ísraelskum hemaðatyfirvöldum en almennt er talið að ísraelar ráði yfir kjam- orkuvopnum og þeir gætu verið færir um það senda atómsprengjur til íraks. Liðsflutningar við landamærin að Tyrktandi Engar frekari fréttir bárast í gær af liðsflutn- ingum írakshers við landamærin að Saudi-Ar- abíu. Hins vegar sögðu tyrkneskir flutninga- bílstjórar, sem komu heim ffá Irak, að þeir hefðu séð mikla liðsflutninga við landamærin að Tyrklandi. Tyrkland er í Nató og ef á það er ráðist verður litið á það sem árás á öll Nató- ríkin. Sjónarvottar sögðu fféttamönum í gær að Saudi-Arabar hefðu sent mikið af hergögn- um að landamæram sínum við Kúvæt. Þeir sögðust hins vegar ekkert hafa séð til amer- ískra hermanna. írakar einangraðir á sjó og landi Mikill stuðningur virðist ætla að verða við viðskiptabann það sem Öryggisráðið sam- þykkti að setja á íraka. í gær bættust margar ríkisstjómir í hóp þeirra, sem hafa ákveðið að virða bannið, og í gær var nánast búið að loka öilum viðskipta- og olíuleiðum til íraks. Vest- rænir diplómatar sögðu í gær að Jórdanir, sem hafa verið helstu stuðningsmenn Iraka í Ar- abaheiminum, hafi ákveðið að virða viðskipta- bann Sameinuðu þjóðanna á Irak. Um Jórdan- íu liggur ein helsta aðflutningsleið íraka á landi til hafna við Rauðahaf. í gær skiptu Suð- ur-Kóreumenn um skoðun og sögðust ekki ætla að kaupa olíu af írökum en þeir hafa hing- að til verið helstu kaupendur þeirrar olíu sem farið hefur um olíuleiðslu íraka í Saudi- Arab- íu. S-Kóreumenn era ekki í Sameinuðu Þjóð- unum og höfðu áður sagst ekki ætla að hætta viðskiptum við íraka. Tyrkir hafa stöðvað alla olíuflutninga um olíuleiðsluna, sem liggur um Iand þeirra, og engin olíuskip hafa að undan- fomu reynt að sækja olíu til Iraks. Hugsanlega munu Bandaríkjamenn beita valdi til að stöðva öll brot á viðskiptabanninu en e.t.v. reynist það óþarfi. Hótunin ein gæti dugað til að fæla alla viðskiptavini frá írak. Engu að síður segja erlendir fféttaskýrendur að staða Saddams Husseins sé sterkari en margur kann að ætla. Þeir segja að írakar geti þolað algert viðskiptabann í 3 til 6 mánuði og óvíst sé hvort Vesturlönd hafi þolinmæði til að bíða svo lengi með heri við landamærin. Við- skiptabönnum sé erfitt að ffamfylgja og eftir því, sem tíminn líður, aukast líkumar á að það verði rofið. Sovétmenn fordæma íraka en vilja ekki senda hermenn í alþjóölegar sveitir Sovétmenn fordæmdu í gær harðlega Iraka fyrir að innlima Kúvæt en þeir sögðust ekki vilja taka þátt í liðsafnaði gegn þeim nema undir merkjum Sameinuðu þjóðanna. í yfirlýs- ingu utanrikisráðuneytis Sovétríkjanna voru herflutningar Bandaríkjamanna ekki gagn- rýndir en þó mátti skilja á Sovétmönnum að þeir teldu að Bandaríkjamenn hefðu með þeim aukið á óæskilega spennu við Persaflóa. Bandarikjamenn hafa verið mjög ánægðir með að Sovétmenn hafa að fullu tekið undir for- dæmingu þeiira á fyrrverandi bandamönnum sínum i írak. í fféttum frá Washington sagði í gær að þessi jákvæðu viðbrögð Sovétmanna gætu leitt til þess að Bandaríkjamenn tækju þátt í vestrænni fjárhagsaðstoð við efnahag Sovétrikjanna. Enginn Arabaþjóö hefur lýst yfir vilja til að senda hersveitir í alþjóöasveitir en Vesturlönd eru jákvæö Bandaríkjamenn leita nú eftir sem víðtækust- um stuðningi við liðsafhað sinn i Saudi-Arab- íu og hugsanlegar hemaðaraðgerðir. Ekkert Arabaríki hefur þó enn lýst sig reiðubúið til að senda hersveitir í alþjóðlegar sveitir á Ianda- mæram Iraks. Hins vegar hafa vestræn ríki tekið vel i þessa málaleitan. Bretar sögðu á miðvikudag að þeir myndu senda skip og flug- vélar til liðs við Bandarikjamenn í Persaflóa. Utanríkisráðherra Bretlands, Douglas Hurd, sagði i gær að hann byggist við að önnur Evr- ópuríki myndu slást í hóp Breta og Banda- ríkjamanna og senda Iið til vamar Saudi-Arab- íu. I gær sagði Francois Mitterand forseti að Frakkar myndu senda skip og flugvélar til Persaflóa. Hann sagði líka að Frakkar myndu bregðast vel við óskum sem kynnu að berast ffá Saudi-Aröbum og öðram Persaflóarikjum um hemaðar- og tækniaðstoð. Verðhækkanir eru fljótar aö skila sér Hráolíuverð hefur tvöfaldast á olíumörkuðum eftir að Irakar tóku að ógna rikjum við Persa- flóa. Enginn veit hversu varanleg þessi hækk- un kann að verða en hún virðast ætla að skila sér fljótt út í hærra orkuverði til almennings. í ávarpi sínu til bandarísku þjóðarinnar í fyrra- dag hvatti Bush bandarísku olíufélögin til að sýna biðlund og hækka ekki verð á olíu að óþörfu. Þessu svöraðu olíufélögin í gær og neituðu ásökunum um að þau hefðu hækkað verð óeðlilega mikið. Miklar birgðir era til af olíu í heiminum. Þessar birgðir gætu dugað í marga mánuði og vora keyptar meðan olíu- verð var mjög lágt. Bandaríkjamenn framleiða sjálfir mestalla þá olíu, sem þeir nota, svo að í fljótu bragði virðist ekki vera mikil ástæða til hækkanna á næstunni. Engu að síður er verð á unninni olíu til neytenda strax tekið að hækka í Bandaríkjunum. Þessi verðhækkun mun hafa áhrif til hækk- unnar á verðlagi almennt. T.d. hefur stærsta flugfélagið í Bandarikjunum hækkað verð á fargjöldum sínum um 10% og kennir auknum eldsneytiskostnaði um. Saddam Hussein nýtur vaxandi stuðnings meðal Araba Þótt Saddam Hussein hafi verið fordæmdur af leiðtogum flestra Arabaríkja nýtur hann vaxandi stuðnings margra alþýðumanna. Þeir sjá í honum málsvara fátækra araba en oliu- auðæfum þeirra er mjög misskipt. Margir fá- ■ tæklingar vorkenna ekki hinum ríku Kúvætbú- um, sem hafa lifað í vellystingum á meðan mikill meirihluti Araba býr við fátækt. Sadd- am sagði í yfirlýsingu sinni, þegar hann inn- limaði Kúvæt, að markmið hans væri að sam- eina alla Araba. Hann sagði að nýlenduveldin hefðu af ráðnum hug skipt landi Araba upp f mörg smáríki til að gera þau vanmáttug og komið því þannig fyrir að fámennar hópur Ar- aba ætti einkarétt á mestöllum auðæfum þeirra. Gegn þessu sagðist hann vilja beijast en þótt margir arabar séu sammála um það lokamark- mið, að rétt sé að mynda eitt sterkt Arabaríki, telja þó flestir að leiðin, sem hann hefur kosið að þessu marki, sé röng. v;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.