Tíminn - 10.08.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.08.1990, Blaðsíða 13
Föstudagur 10. ágúst 1990 Tíminn 13 Heimsmeistarakeppnin í körfuknattleik: GRIKKIR FOGNUDU FULL FLJOTT — „Sigurkarfa" þeirra dæmd ógild og Bandaríkjamenn höfðu betur í framlengingu Heimsmeistarakeppnin í körfuknatt- leik hófst í Villa Ballester, úthverfi Buenos Aires í Argentínu, á mið- vikudag (aðfaranótt fimmtudags að ísl. tíma). Sextán lið taka þátt í keppninni og leikið er í fjórum riðl- um. Opnunarleikurinn, leikur Banda- ríkjanna og Grikklands, var tvímæla- laust aðal leikur fyrstu umferðarinn- ar, en svo sannarlega skiptust þar á skin og skúrir Bandaríkin-Grikkland 103-95 89-89 (45-56) Grikkir, silfúrliðið ffá síðustu Evr- ópukeppni, mættu ákveðnir til leiks gegn ungu liði Bandaríkjanna. Grísku leikmennimir em að meðal- tali 10 ámm eldri en þeir bandarísku. Grikkir vom yfir nær allan leikinn, höfðu yfir í leikhléi 56-45 og vom um 10 stigum yfir lengst af síðari hálfleiks. Það var ffábær leikur Kenny Andersons sem vakti Banda- rikjamenn til lífsins og þeim tókst að jafna metin i 89-89 þegar nokkrar sekúndur vom til leiksloka. Grikkir reyndu skot yfir allan völlinn, boltinn dansaði á hringnum og síðan blakaði Panagiotis Giannakis boltanum í körfúna. Giannakis er 32 ára gamall og þriðji elsti leikmaður keppninnar. Grikkir fögnuðu grfðarlega og sama gerðu yfir 2 þúsund áhorfendur sem flestir vom á þeirra bandi. Sá fögnuð- ur var ótímabær, þar sem dómarar leiksins sögðu að tíminn hefði verið ranninn út þegar Giannakis skoraði. í ffamlengingunni vom Grikkimir hálflamaðir, meðan Bandaríkjamenn léku við hvem sinn fingur og sigmðu 103-95. Kenny Anderson var allt í öllu hjá bandariska liðinu, skoraði 16 stig og átti ótal stoðsendingar. Stigahæstur var þó Billy Owens með 33 stig, flest eftir sendingar ffá Anderson og Chris Smith sem skoraði 12. Alonzo Mo- uming, sem var í strangri gæslu allan leikinn, skoraði 13 stig. Stigahæstur hjá Grikkjum var Giannakis með 23 stig. Hann skoraði margar körfúr sín- ar eftir að hafa leikið í gegnum bandarísku vömina. Auk þess skor- aði hann þijár þriggja stiga körfúr. Ekki er víst að úrslitin í leiknum hefðu orðið þau sömu ef besti leik- maður Grikkja, Nikos Gallis, hefði leikið með, en hann skorar að meðal- tali 33,7 stig í leikjum landsliðsins. Gallis er meiddur og er ekki einu sinni með gríska hópnum í Argent- ínu. „í dag fengum við gullið tækifæri á að leggja Bandaríkjamenn að velli, en okkur tókst það ekki. Ég hélt þó að það hefði tekist eftir að Giannakis skoraði í lokin, en eftirá sá ég að tím- inn var liðinn," sagði Efthimis Kio- umourtzoglou, þjálfari Grikkja, eftir leikinn. Bandaríski þjálfarinn, Mike Krizyzewski, hafði þetta að segja: „Gríska liðið átti mjög góðan leik og þjálfari þeirra stýrði þeim ffábær- lega. Það kemur mér ekkert á óvart að þetta lið skuli hafa verið eitt al- besta lið Evrópu síðastliðin fimm ár.“ Júgóslavía-Venezuela 92-76 (53-43) Júgóslavar vom ekki í vandræðum með að sigra í þessum leik og fast- lega er búist við að þeir sigri í keppn- inni, en þeir unnu gullverðlaun á ffið- arleikunum í síðasta mánuði. Til við- bótar í lið þeirra nú em komnir þeir Drazen Petrovic og Vlade Divac. Stigahæstir Júgóslava vom Tony Kukok með 25 stig, Petrovic með 22, Divac með 13 og Zarko Paspalj með 12 stig, en aðrir minna. Athygli vek- ur að Dino Radja var ekki á meðal stigaskorara, en samkvæmt Reuters- skeytum kemur ekki í ljós hvort hann lék með eða ekki. Stigahæstir Venezuelamanna vom Carl Herrera með 23 stig og Sam Sheppard með 16 stig. Sovétríkin-Argentína 97-77 (44-33) Sovétmenn beittu hraðaupphlaupum gegn heimamönnum og sigur þeirra var aldrei í hættu. Sovéska liðið hafði Ferran Martinez, hinn hávaxni miðheiji Spánverja (2,12m), skoraði 30 stig í stórsigri Spánveija á Suður-Kór- eumönnum. yfirburði í hæð og hafði einnig meiri reynslu og því fór sem fór. Baráttu- söngvar áhorfenda minntu á HM í knattspymu, en allt kom fyrir ekki. Alexander Volkov, sem leikur með Atlanta Hawks í NBA deildinni, var bestur Sovétmanna og skoraði 24 stig. Næstur honum kom Valeri Tik- honenko með 20 stig. Hjá Argentínu- mönnum var Marcelo Milanesio stigahæstur með 23 stig. D-riðill: Sovétríkin Kanada Argentína Egyptaland 1 1 0 97-77 1 1 0 83-68 1 0 1 77-97 1 0 1 68-83 Keppninni lýkur með úrslitaleik sunnudaginn 19. ágúst nk., en athygli skal vakin á því að sýnt verður beint ffá keppninni á Screensport í næstu viku. BL Grikkir voru full fljótir að fagna sigri gegn Bandaríkjamönnum. Kanada-Egyptaland 83-68 (38-34) Egypska liðið, sem ekki er hátt í loftinu, kom mjög á óvart með því að standa í Kanadamönnum lengst af eða allt þar til Kanadamenn tóku að leika pressuvöm allan völlinn og nota tíma til að stilla upp leikkerfúm sínum. Stigahæstir Kanadamanna vom Dwight Walton með 26 stig og Rick Fox með 18 stig. Brasilía-ítalía 125-109 (66-48) Brasilíumenn, sem hafa eitt af fjór- um sterkustu liðunum í keppninni á að skipa, fóm létt með ítali. Argent- ínsku áhorfendumir bauluðu á ítali allan leikinn, enn minnugir HM í knattspymu á Ítalíu. í Argentínu vilja menn meina að lið þeirra hafi ekki hlotið sanngjama meðferð í þeirri keppni. Fyrir Brasilíu skomðu mest þeir Luiz Felipe 34 og Oscar Schmidt sem gerði 26 stig. Hjá Itölum var An- tonello Riva lang stigahæstur með 39 stig. Ástralía-Kína 106-85 (56-45) Andrew Gase gerði flest stig Ástrala 27, en Mark Bradtke 24 stig. Fei Wang gerði 26 stig fyrir Kínveija. Spánn-Suður Kórea 130-101 (67-43) Ferran Martinez skoraði 30 stig og Francisko Zabata 21 stig fyrir Spán- verja en fyrir S-Kóreumenn vom stigahæstir Lee Choon-Hee með 32 stig og Kim Yoo-taek með 26 stig. Puerto Rico-Angóla 78-75 (42-37) Hjá báðum liðum skiptust stigin bróðurlega á milli leikmanna. Staðan í riðlunum er nú þessi: A-riðill: Júgóslavía Puerto Rico Venezuela Angóla B-riðill: Brasilía Ástralía Ítalía Kína C-riðill: Bandaríkin Spánn Grikkland Suður-Kórea 1 1 0 92-76 2 1 1 0 78-75 2 1 0 1 76-92 0 1 0 1 75-78 0 1 1 0 125-109 2 1 1 0 106-85 2 1 0 1 109-125 0 1 0 1 85-106 0 1 1 0 103-95 2 1 1 0 130-101 2 101 95-103 0 1 0 1 101-130 0 Siglingar: íslandsmót á Optimist í dag kl. 18 hcfst kcppni á íslands- I mótinu í siglingum á optimist-bát- um, cn alls fara ffam fimm umferð- ir. Keppni fer fram á Fossvogi og er í umsjá SLÍ og Ymis. Önnur um- ferð hcfst kl. 10 á laugardag, þriðja og fjórða umferð fara fram síðar sama dag og fimmta umferðin hefst kl. 10 á sunnudag. Skíði: Sænskur sigur Sænski skíðakappinn Fredrik Ny- I bcrg sigraði í stórsvigskcppni hcimsbikarkcppninnar í Mount Hutt á Nýja-Sjálandi í gær. Norður- landabúar unnu tvöfaldan sigur, því Norðmaðurinn Lasse Kjuus varð í | öðru sæti. í þriðja sæti varð Franck Piccard ffá Frakklandi. Þá varð I Armin Bittner fjórði, Alberto | Tomba níundi og Marc Girardelli fjórtándi Knattspyrna: Þrenna Walters Keppni í úrvalsdeild v-þýsku knatt- spymunnar hófst í fyirakvöld. Stuttg- art vann 0-3 sigur á Borussia Dort- mund á útivelli. Landsliðsmaðurinn Fritz Waltcr skoraði öll mörk Stuttg- art I lciknum. Hafnabolti: Pete Rose bak við lás og slá Ein skærasta hafnaboltastjama j Bandaríkjanna, Pcte Rose, bytjaði að afþlána funm mánaða fangelsis- j vist á miðvikudag, en hann var fundinn sckur um að hafa ckki talið rétt fram til skatts fyrir árin 1985 og 1987. Auk fangavistarinnar var [ Rose dæmdur í eins árs skilorðs- bundið fangelsi, eitt þúsund stunda | þegnskylduvinnu og 50 þúsund dala sekt. Þá hefur kappanum verið | bannað að koma nálægt hafnabolta eflir að upp komst um að hann var viðriðinn vcðmálasvindl. Rose, sem er 49 ára gamall, er fyrrum leikmað- [ ur og ffamkvæmdastjóri Cincinnati Rcds- liðsins. BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.