Tíminn - 18.08.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.08.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 18. ágúst 1990 Tíminn 5 San Georgio-ævintýrið er ekki búið. Hópur af íslenskum stúlkum er ásfanginn upp fyrir haus og ætlar sér að láta drauma sína rætast: ÞÆR SAFNA FYRIR ITALIUFERÐINNI Nú er rúm vika síðan ítalska herskipið San Georgio lét úr höfn í Reykjavík, méð um 400 unga sjóliða innanborðs. Á bryggjupoll- anum stóðu ungar Reykjavíkunneyjar í hópum og veifuðu, á meðan tregafull hjörtu slógu í takt við Ijúfar minningar undanfar- inna sólarhringa. Bloðin höfðu birt myndir af „ástandinu", þ.á.m. Tíminn, og undanfarna viku hafa ungar stúlkur gert sér erindi á skrifstof ur blaðsins til þess að fá eintök af myndum, þar sem þær þrýsta sér hamingjusamar upp að einkennisklæddum sjóliðum. Tíminn tók eina þessara stúlkna tali. Hún er nítján ára gömul, ástfanginn upp fyrir haus og er að safha sér fyrir fari til ítaliu. Hún segist elska Angelo, sinn pilt á skipinu og skrifar hún hon- um daglega. Þessi stelpa er ekki eins- dæmi, miklu frekar fulltrúi ákveðins hóps íslenskra stúlkna, sem eiga það sameiginlegt, að hafa kynnst ítölskum daumaprinsum. Samlíkingin við draumaprinsa er góð svo langt sem hún nær, en munurinn er bara sá að þeir koma ekki á hvítum hestum að sækja íslenskar prinsessur í álögum, heldur vinna þær, hörðum höndum til þess að eiga sem fyrst fyrir farmiða út til ítalíu. Svo er bara eftir að sjá hvort ævintýrið endar með börnum og buru eins og í gamla daga, eða hvort far- miðinn gildir báðar Ieiðir þegar upp er staðið. „Ég og vinkona mín vorum bara á rúntinum niðrí bæ og sáum allt í einu italska stráka á bílaleigubíl," segir stúlkan.„Fórum að tala við þá og þeir spurðu hvað við værum að gera í bæn- um. Við svöruðum alveg kaldar á móti að við værum að skoða ítalana. Svo bara rúntuðum við um bæinn og töluð- um saman." Stúlkan er mjög blátt áfram og það er greinilegt að henni er full alvara með það sem hún er að segja. ítalski sjólið- inn, sem hún kynntist best, heitir Ang- elo. Aðspurð um hvort hún elski Angelo svarar hún hiklaust: „Já, ég geri það". - En hvað með hina hliðina á málinu, þið kynntust þarna tveimur drauma- prinsum og urðuð ástfangnar af þeim. Urðu þeir ástfangnir af ykkur lflca? „Já," segir hún, „þeir ætla að skrifa okkur þegar þeir koma í höfh aftur, en það verður að vísu ekki fyrr en í októ- ber." - Þetta er sem sagt ekkert smáskot sem gleymist eftir nokkrar vikur? „Ég persónulega er farin að safha fyr- ir ítalíuferðinni." - Og hvenær ferðu? „Bara helst i gær," segir hún hratt, en bætir svo við að hún vonist til að geta komist út um jólin til þess að hitta sjó- liðan sinn. Aðspurð um hvort strákarn- ir ætli að taka á móti þeim segist hún ekki vita það ennþá. lslenskir karlmenn hafa greinilega verið gersigraðir af ítalska sjóhernum, án þess þó að til nokkurra vopnavið- skipta hafi komið. Viðmælandi Tím- ans upplýsir að margar af þeim reyk- vísku stúlkum, sem kynntust ítölsku dátunum á dögunum, séu eins og hún að safna sér fyrir farmiða til ítalíu. En eru íslenskir strákar öðru vísi en þeir ítölsku? , Já," segir hún. „íslenskir strákar bera ekki nokkra virðingu fyrir einhverju sem heitir kvenfólk. Ef þú hittir þá saman þrjá eða fleiri - þeir tala saman um kvenfólk eins tikina í næsta húsi." - ítalamir hafa sem sagt reynst meiri séntilmenn en þið höfðuð áður átt að venjast? „Já, þeir eru miklu meiri séntilmenn." - Kemur til greina fyrir þig að fara út og láta reyna á þetta samband? „Já, já, ég hefði helst viljað vera kom- in út í gær," segir stúlkan ákveðin. - Þannig að ástin hefur ekkert rénað á þeim tíma, sem liðin er, síðan þetta gerðist? „Nei. Eg held dagbók þar sem ég skrifa Angelo daglega. Vlð sendum bréfin síðan öll út í einum bunka í október." - Ert þú ekkert hrædd um að honum Angelo þyki bara einum of mikið um alla þessa ást? „Ég veit það ekki," segir hún rólega, „við verðum bara að sjá hvað gerist." - Nú var þetta stutt stopp hjá Ítölunum og fjöldinn allur af konum, serh hafði samneyti við þá á meðan á dvöl þeirra hér stóð. Ekki hafa öll þau sambönd sem kviknuðu á þessum fjórum dög- um verið hin eina sanna ást? „Nei, nei, í svona tilfellum er alltaf eitthvað um sambönd sem eru bara kynferðisleg". -ÁG Fiskeldisstöðin Silfurstjarnan hf. á Kópaskeri hefur gert samn- ing við franskt fyrirtæki um dreifingu og sölu á ferskri bleikju: Fæst betra verð en fyrir laxinn Fiskeldisstöðin Silfurstjaman hf. á Kópaskeri hefur nú undirritað samning við franskt markaðs- og dreifingarfyrirtæki, um sölu og dreifingu á ferskri bleikju í Frakk- landi. Gott verð fæst fyrir ferska bleikju og einu skilyrðin eru þau að bleikjan sé tvö kfló eða þyngri. Þessi samningur var undirrttaður fyrir ulstuðlan og milligöngu Bún- aðarbankans. Einnig aðstoðaði íslenska sendiráöið í París við gerð samningsins. Franska fyrirtækið heitir Kaviar Pet- rosian. Bjðrn Benediktsson, stjórnar- formaður Silfursrjörnunnar hf, sagði í samtali við Tímann í gær, að samn- ingurinn hljóðaði upp á það magn af tveggja kílóa bleikju, sem fyrirtækið gæti framleitt. í vetur voru sendir menn til Frakklands í þeim tilgangi að komast í samband við hugsanlega dreifingaraðila. Þetta þróaðist þannig að send voru út sýni af bleikju til vinnslu. Fyrir rúmri viku síðan kom yfirmaður dreifingarfyrirtækisins til að skoða aðstæður fyrir norðan og síðan var samningur undirritaður. Samningurinn hljóðar upp á það, að fyrirtækið tekur að sér að kynna og markaðssetja bleikjuna. „Verðið er gott, það er betra en á laxinum", sagði Björn. Hann sagði að fiskurinn yrði kynntur á haustmánuðum, bæði í Frakklandi og í New York. „í kring- um áramót ætti hluti af fyrsta árgang- inum að vera kominn i þessa stærð. Þar erum við að tala um 100 þúsund fiska, en það er töluverður þungi." „Óvissuþátturinn er hins vegar sá, hversu mikið af bleikjunni nær tiltek- inni kilóþyngd á eðlilegum tíma. Við erum að vísu með bleikju, sem hefur þegar náð þessari stærð, en við erum með villtan og óræktaðan stofh. Við vonum að það takist að ná þessari stærð og að halda uppi þeim gæðum, sem þetta fyrirtæki krefst. Við vitum hins vegar ekki hversu trygga flutn- inga við fáum." Bjöm sagði að ekki hafi verið kannaðir flutningsmögu- leikar, en rætt hafi verið um að flytja iiskinn beint frá Norðurlandi. -hs. Afmæli Reykjavíkur Listaverkið Sólfar verður afhjúp- að í tilefni afmælis Reykjavikur í dag, 18. ágúst. Verkið er eftir lista- manninn Jón Gunnar Árnason. Listaverkinu hefur verið valinn staður á Sæbraut, á nesodda gegnt Frakkastíg. Athöfhin fer fram klukkan 16.00. Fleira verður til há- tíðarbrigða i tilefhi afmælis borg- arinnar í dag. Þjónusturými fyrir aldraða að Dalbraut 18-20 verður formlega opnað. Klukkan 14.30 verður haldið upp á 30 ára afmæli Fæðingarheimilisins. Athöfhin fer fram á túninu fyrir framan Fæð- ingarheimilið. -hs. Sigurjón Lárusson oddviti í Svínavatnshreppi: Blönduskýrslan villandi „Mér fimist þessi skýrsla ckki segja allau sannleikaiin, að kalla þetta bótakostnaö vegna virkjun- arinnar er alveg út i hört", sagði Sigurjón Lárusson bóndi og odd- viti á Tindum í Svínavatnshreppi þégar Tíminn innli liann álits a skýrslu þeirri, sem gérð hefur veriö uin atvinnuhorfur á Norð- urlandí vestrá er frtunkvæindum viö Blönduvirkjun lýktir. „Þegar þetta ér túlkað sem bota- kostnaður, þá Ulur fólk hami vera til landeigenda, þegar það veií ekki réttara. Þelta eru allt saman óbcinar greíðslur og það var ekjd gert rá6 fyrir þvf f samn- ingnuni. sem gerðiir var árið 1982, að um þeningagreiðshir væri að ræðaM, sagði Sigurjón. í skýrslunni segir að imkkur liluli hólakostnaðar og öbcimia framkvæmda vegna virkjunar- innar hafi vcrið nauðsynlcgur. „Það i.d. Ijóst að endurbætur á Kjalvcgi eru forscmiur cðlilcgi-a aðfiutninga að viikjaiiasvaíöinu á meðan Svínvctnhigabraut gagn- ast virkjunaraðilum ckki til fiutn- ingá i neinn hátf, segir orðrétt f skýislunni. Þess ber að geta að framkvæmdir við Svinvctninga- braut hafa koslað tæpar 195 milljónir. Siguijón segh* þessa fullyröiugu vera alranga. „Þaö er mikið flutt eftír S^ínvetninga- braut og því er sá koslnaður nauðsynlegur vegna virkjunar- innar." Þá hafði Signrjón ýmislegt flcira að aihuga í þessu sarnfiandi, en i skýrslumii kemur fram að tæp- uni 174 inilljóiiuni héfur Verið varið til uppgræðstu. „Það vteri froðlegt að fá sundurliðun á því, hvað td. Landgræðsla ríkisins og Raiinsóknarstofnun landbúnaö- arins hafa fcngíð af þessari tölu. Ég er hræddur um aö hún hafi ekki farið oli á heiðarnar." Sigurjón sagði, að þegar verið væri að tala um bótagreiðslur, t.tl. uppgræðslu, þá eru það hætur fyrir landsspjöll. Hann sagðist líta þéttá alyeg söniu auguni og þegar íbúðarhós væri fyrir skipu- lagi og þyrftí að rffa það. Viðkom- andi eigandi fcngi húsið að sjálf- sögðu bæti. Sigurjón benti jafh- fraint á að mestur hluti þeirra bóta, sem cftir cru, fara í upp- græðslu. „Kl' mcnn eru að tala um að nota þann bðtakostnað, scm eftír cr, |>á eru mciin að taia um að hætta uppgræðslumu, scm var i upphafi irugsnð tíl að koma í veg fyrir raunveruleg Undspjöll." Sigurjðn sagði að skýrslau vseri alvörumal aö því lcyti til, að hún dregur upp dðkka ntynd af horf- um i atvimiumáJuni í A-Húna- vatnssýslu. „En að blanda gnclðsl- um fy rir það scin vcrið er að eyði- teggja, saman við atvhinumáliu, það er ég ekki sáttur við. Þessi af- rctt, sem verið er aft skcmma, er eign ákveðinna aðila. Þaunig að þeir, sem tala um að nota þetta fjármagn til annarra hluta, þcir eru að tala um að fá annarra manna fjármagu." -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.