Tíminn - 30.08.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.08.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 30. ágúst 1990 Tíminn 7 Sigurður Lárusson: Vei yður hræsnarar í grein í Tímanum 22.8.1990, sem ber yfirskriftina „Búvöru- samningur ræddur í ríkisstjórn í vikunni", er meðal annars örstutt viðtal við Sighvat Björgvinsson alþingismann. í iok viðtalsins segir hann: „Það er ekki endalaust hægt að láta skattborgarana borga. Einhverntíma verður því að linna.“ Svipaðar yfirlýsingar hefur Jón Baldvin, ráðherra og flokksbróðir Sighvats, gefið í sjónvarpinu kvöld eftir kvöld. Það er engu líkara en að basndur séu ekki menn eins og aðrir þegnar þessa lands. Kjör þeirra hafa verið þrengd smám saman síðasta áratug, en þó hafa stjómvöld undanfarinna ára gætt þess að þeir hefðu einhveija lágmarks tryggingu. En það er engu líkara en al- þingismenn krata líti á bændur og annað sveitafólk sem búpening, en ekki menn. Það sé með öðrum orðum hægt að ráðskast með þá eins og hvem annan kvikfénað. Bændur i hefðbundnum búskap hafa sýnt mikla þolinmæði og skilning á nauðsyn þess að fækka bústofni vegna of mikillar framleiðslu, þó það hafi komið niður á þeim sem versn- andi kjör. Þennan þegnskap vilja for- ustumenn Alþýðuflokksins launa þeim með stórlega versnandi kjörum. Hvaða stétt í landinu mundi láta bjóða sér slíkt? Allar aðrar stéttir í landinu vilja fá bætt kjör þó að Alþýðusam- bandsleiðtogar og þeirra fólk ásamt BSRB-mönnum gerðu á liðnum vetri mjög raunsæja og ábyiga samninga við sína viðsemjendur. En kratafor- ingjamir vilja níðast á þeim sem lægst hafa launin. Öllum ferst fremur en þeim að tala um að láta skattboigar- ana boiga með landbúnaðarvörunum. Halda þeir að almenningur í þessu landi sé búinn að gleyma matarskatt- inum sem þeir Jón Baldvin sem fjár- málaráðherra og Þorsteinn Pálsson, þáverandi forsætisráðherra, lögðu á alla landsmenn um áramótin 1987 til ‘88? Matarskatturinn var ekki aðeins lagður á skattboigara þessa lands, eins og það þýðir á mæltu máli, heldur einnig á alla landsmenn, böm, gamal- menni, öryrkja og alla þá aðra sem verst em settir í þjóðfélaginu. Fyrr má nú vera hræsnin! Þeir þykjast bera hag fólksins í landinu fýrir bijósti. Það er mikil hræsni. Krataforingjamir eins og íhaldsfor- ustan þykjast með sífelldu tali um stöðugt hækkandi skatta vilja raun- verulegar skattalækkanir, en ég held að þá séu þeir aðeins að hugsa um há- tekjumennina. Enda sýnir dæmið um matarskattinn það best. Að minu áliti er matarskatturinn sá ranglátasti skatt- ur sem nokkm sinni hefur verið lagð- ur á landsmenn, af þvi að hann leggst með sama þunga á ríka sem örsnauða. Hann leggst með jafnmiklum þunga á böm, gamalmenni, öryrkja og al- menna skattboigara. Stefna þessara tveggja flokka er í möigu svo lflc að erfitt er að greina á milli. Þeir virðast vilja auka skatta á almennar nauð- synjar en lækka skatta á hátekju- Bændur í hefðbundnum búskap hafa sýnt mikla þolinmæði og skilning á nauðsyn þess að fækka bústofni vegna of mikill- ar framleiðslu, þó það hafi komið niður á þeim sem versnandi kjör. mönnum. Hvað segja almennir stuðn- ingsmenn Alþýðuflokksins um slíka skattapólitík? Mér finnst Alþýðu- flokkurinn kominn býsna langt frá sinni upprunalegu stefnu, ekki síst síðan Jón B. tók við formennsku í honum. Lengi vel var hann — flokk- urinn - málsvari hinna fátæku og snauðu hér á landi. Mig langar að biðja þá Sighvat og Jón Baldvin að beita sér fyrir þvi að óhlutdrægir menn verði fengnir til að reikna út hvað ríkissjóður hefur í ár- legartekjur af matarskattinum annars- vegar og hinsvegar hvað ríkissjóður greiðir árlega vegna búvörafram- leiðslunnar, t.d. árið 1989. Það vasri mjög froðlegt fyrir almenning í land- inu að vita hvemig sá samanburður kæmi út Eg tel að með álagningu matarskattsins hafi þeir félagar Jón Baldvin og Þorsteinn Pálsson, þáver- andi forsætisráðherra, búið til meiri vanda en þeir era menn til að leysa, og jafhframt fært skattbyrðina fra þeim sem hafa meira gjaldþol yfir á þá sem minnst gjaldþol hafa. Með þeirri stórfelldu hækkun, sem varð á búvörum í ársbyijun 1988, neyddist almenningur til að draga stórlega úr kaupum á þessum vörum, einkum kindakjöti. Síðan hefur neysla þess stórminnkað og orðið að miklu vandamáli fýrir sauðfjárbændur og ríkissjóð. Nú era horflir á að blómlegar land- búnaðarsveitir leggist algerlega í eyði og þéttbýliskjamar þar bíði einnig mikið atvinnulegt tjón. Austurland er gott dæmi um þetta Þar hefði þó miklu síður þurft að fækka sauðfé vegna uppblásturs á landi, en í sumum landshlutum. Riðuveiki í sauðfé þar hefur verið notuð sem skálkaskjól til að farga sauðfé í flestum hreppum í Múlasýslum. Enginn veit með nokk- urri vissu ennþá hvort veikin kemur þar upp aftur, en hitt vita allir sem til þekkja, að lítill hluti þeirra bænda, sem stunduðu þar sauðfjárrækt áður, tekur aftur upp sauðfjárbúskap sem aðalstarf eftir tveggja eða þriggja ára fjárleysi. Byggð i þessu landi til sveita hefur fýrst og fremst byggst á framleiðslu Með þeirri stórfelldu hækkun, sem varð á búvörum í ársbyrjun 1988, neyddist almenn- ingur til að draga stór- lega úr kaupum á þess- um vörum, einkum kindakjöti. Síðan hefur neysla þess stórminnk- að og orðið að miklu vandamáli fyrir sauð- fjárbændur og ríkissjóð. sauðfjár- og nautgripaafurða. Þegar litið er á alla þætti þessara mála efast ég um að rikissjóður græði á matar- skattinum. Hann virðist fýrst og fremst hafa verið lagður á til að fækka fólki í sveitunum og þéttbýliskjömum út um allt land, sem lifa að veralegu leyti á þjónustu við landbúnaðinn. Þetta mættu menn gjaman hugleiða við næstu alþingiskosningar. Mín skoðun er sú að ef matarskatturinn yiði felldur niður komist fljótlega á jafhvægi í því sem greitt er með landbúnaðinum og skatttekjum ríkisins af honum. Auk þess stuðlaði það að bættum kjörum landsmanna og að erlendir ferðamenn, sem famir era að auka mikið þann mat sem þeir mega koma með til landsins. Eg tel líka að afhám matarskattsins mundi vera veraleg kjarabót fýrir alla landsmenn. Hann er lýsandi dremi um rangláta stefhu í skattamálum. Eg álít að þessari hringavitleysu verði að linna. Það er að taka fýrir há- an skatt af búfjárafurðum og greiða síðan háar fjárhæðir til þess að bænd- ur geti lifað af ffamleiðslu sinni. Mér finnst verk þessara manna minna helst á þjóðsöguna um þá Bakkabiæður. Ég vil þó taka fram að mér finnst vel koma til greina að greiða eitthvað nið- ur helstu lífsnauðsynleg matvæli áfram í einhveijum mæli til hagsbóta fýrir neytendur, enda mundi það lækka rekstrarkostnað heimilanna. Að lokum skora ég á landbúnaðar- raðherra og Stéttarsamband bænda að láta reikna út í peningum hvað matar- skatturinn færði ríkinu miklar tekjur, til dæmis á árinu 1989, og einnig hvað ríkissjóður greiddi mikið í uppbætur á landbúnaðarvörar sama ár og líka nið- uigreiðslur til neytenda. Þetta teldi ég mjög gagnlegt fýrir alla landsmenn að vita. Gilsá, 24.8.1990. Sigurður Lárusson. UR VIÐSKIPTALIFINU Dýrar veigar PERÚ Á VONARVÖL Dýrar veigar sækja á, að segir f fréttabréfi áfengis-iðnaðar, Impact Intemational (387 Park Avenue South, New York, NY 10016). Stærstan hlut í hinum 100 söluhæstu 1989 átti breska fýrirtækið Grand Metropolitan (ásamt dótturfýrirtæki, IDV) eða 11 tegundir, en sala 100 söluhæstu tegimda nemur 15% heild- arsölu áfengis í heimi öllum, 268,4 milljónir 9 lítra kassa. GrandMet-IDV á 4 tegundir á með- al hinna 25 söluhæstu: Smimoff Vodka, Popov Vodka, J & B Scotch og Bailey- líkjör, og hefur að auki sölu-umboð fýrir Absolut Vodka f Bandaríkjunum. United Distillers, dóttur- fýrirtæki Guinness, á 8 tegundir á meðal hinna 100 söluhæstu, 4 þeirra á meðal 25 söluhæstu áfengis- tegundanna, Gordon’s Gin, og viskí- tegundimar Johnnie Walker Red Bell’s og Dewar (en í 26. sæti er viskí þess, Johnnie Walker Black deluxe). Seagram á 4 tegundir á meðal hinna 50 söluhæstu, 7 Crown American Whiskey, Seagram’s Gin, V O Can- adian Whiskey og Chivas Regal Scotch. Allied Lyon (sakir kaupa á James Burrough) á eina vinsælustu viskí- tegundina, þar sem er Ballantine’s Scotch, en á meðal annarra tegunda þess era Canadian Club, Kahlua-lí- kjör, Beefeater Gin, Teacher’s og Co- urvoisier. Þær 15 áfengistegundir, sem mesta söluaukningu hlutu 1989 Baccardi hefur þriðju mestu sölu áfengisgerða, en selur að mestum hluta romm, sem við það er kennt, eða 22 milljónir kassa 1989, en sala þeirra fimm rommtegunda, sem næstar komu, nam samtals 4,1 millj- ón kassa. Vinsælasta áfengistegundin er skoskt viskí. Af því seldust 43,9 milljónir kassa 1989. Stígandi í Perú var kjörinn nýr forseti 10. júní 1990, Alberto Fujimori. Hefur hann tekið upp stranga stefnu í efna- hagsmálum, sem Economist 18. ág- úst 1990 greindi svo frá: „Tólf dög- um eftir að Fujimori tók við embætti (eða 18. ágúst) lét Juan Carlos Hurt- ado (sem er bæði forsætis- og fjár- málaráðherra) 30- falda bensínverð og allt að fjórfalda hámarksverð á helstu matvælum. Hurtado kennir um „hörmungunum", sem hann tók við... í stjómartíð Garcia hækkaði verðlag um 625% í júlí-mánuði einum. A tveimur (undanfarandi) áram dróst framleiðsla saman um fimmtung, og sakir viðvarandi verðbólgu skruppu skatttekjur saman f 3,5% þjóðar- tekna.“ „Ráð voru á lögð um aðgerðimar með hjálp Alþjóðlega gjaldeyris- sjóðsins, sem Garcia deildi við. Er þeim ætlað að koma hlutfallslegu verðlagi í samt lag, að eyða verð- bólguvæntingum og að minnka fjár- lagahallann úr 8,5% þjóðartekna nið- ur í „nálega núll“. Héðan af kveðst ríkisstjómin aðeins eyða á viku hverri eins og hún aflar (og kemur það heim við stjómarskrá Perú, þótt undarlegt virðist). Skattar eru hækk- aðir. Nær helmingur bensínverðs fer f rikissjóð, en skírskotað er til jöfnuðar með nýjum 1 % auðæfaskatti.“ „Ríkisstjómin lét af tilburðum til að halda uppi föstu gengi fýrir gjald- miðilinn, inti, sem upp var tekinn 1985, þannig að tæplega 10 inti komu á móti dollar. Hún bjóst við, að á markaðsgengi kæmu 450.000 inti gegn dollar. En hörgull er á inti-seðl- um, jafhvel þótt gnótt sé af dollara- seðlum úr flkniefhasölu. Á markaði komst á gengið 300.000 inti á móti dollar, og stutta stund varð Lima ein dýrasta borg í heimi ... Síðan fór seðlabankinn að skipta á inti og doll- urum úr fikniefhasölu og knúði þann- ig niður gengið." „I bætur fá verkamenn aukalega launagreiðslu, jafha júli-launum. En aðeins fjórði hver Perúbúi hefur reglulega vinnu. Þriðjungur íbúanna lifir á minna en 70 $ á mánuði. Rlkis- stjómin kveðst munu veija 600 millj- ónum $ til framfærslu hinna fátæk- ustu. Á meiru er þörf. (Javier Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, kom í heimsókn til að veita siðferðilegan stuðning) en Sameinuðu þjóðimar hafa opnað gjafareikning." Fáfnir Tegund Framleiöandi Gerö 1988 1989e Breyting í % 1 Suntory Kakubin Suntory Japanese whisky 0.9 2.5 177.8 2 Suntory Royal Suntory Japanese whisky 0.7 1.5 114.3 3 Dreher Heublein (IDV/Grandmet) Brandy 1.5 2.4 60.0 4 Absolut V&S Vin & Spirit Vodka 2.9 3.6 24.9 5 Gordons Vodka United Distillers (Guinness) Vodka 1.9 2.2 17.9 6 Stolichnaya V/O Sojuzplodsimport Vodka 1.3 1.5 16.9 7 Grants William Grant & Sons Scotch whisky 2.1 2.4 15.0 8 Baileys IDV(Grandmet) Liqueur 2.9 3.3 13.6 9 Early Times Brown-Forman Kentucky whiskey 1.4 1.6 12.0 10 Suntory Suntory Brandy Vsop 1.8 2.0 11.1 11 Jose Cuervo Tequila Cuervo (Group Cuervo) Tequila 3.5 3.8 10.3 12 Rémy Martin Rémy Martin Cognac 1.6 1.7 10.1 13 Courvoisier HWAV (Allied-Lyons) Cognac 1.4 1.5 10.0 14 Hennessy Moét-Hennessy (LVMH) Cognac 2.6 2.8 10.0 15 Gran Reserva Santa Teresa Rum 1.1 1.2 9.5 SAMTALS 27.4 34.1 24.2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.