Tíminn - 30.08.1990, Blaðsíða 18
18 Tíminn
Fimmtudagur 30. ágúst 1990
„Hólmavík, Hólmavík!
Heilí sé þér, Hólmavík“
Ég er ein þeirra fjölmörgu sem sóttu
100 ára verslunaraímæli Hólmavíkur
dagana 27.-29. júlí sl. Þetta var mikil
hátíð og fór hið besta ffam. Margir
lögðu hönd á plóginn við undirbún-
ing og til að gera afmælishelgina
ánægjulega. Kom það fram bæði á
meðan hátíðinni stóð og eins í um-
ræðum og blaðaskrifum að henni
lokinni. Þó þykir mér sem gleymst
hafi að geta eins hóps sem af áhuga
og ósérhlífni lagði mikla vinnu af
mörkum til að gera Hólmavíkurhá-
tíðina sem eftirminnilegasta. Hér á
ég við hóp brottfluttra Strandamanna
sem sameinast hafa í Átthagafélagi
Strandamanna í Reykjavík.
Hvergi var minnst á átthagafélagið í
auglýsingum um dagskrá hátíðarinn-
ar né að hátíðinni lokinni. Kór átt-
hagafélagsins söng á hátíðinni, ýmist
einn eða með kirkjukór Hólmavíkur,
t.d. við móttökuathöfn er forseti ís-
lands, ffú Vigdís Finnbogadóttir,
kom til Hólmavikur. En kór átthaga-
félagsins var hvergi nefndur, enda
þótt til hans hefði verið leitað og far-
ið ffam á að hann æfði 5 lög sérstak-
lega til að syngja á hátíðinni.
Átthagafélagið var með stórgóða
dagskrá á laugardagsmorgninum ffá
kl. 9-11 í byggingu sem verða mun
félagsheimili Hólmavíkur í ffamtíð-
inni. Og þar sem þeirri byggingu er
ólokið voru átthagafélagamir með
happdrætti til styrktar byggingu fé-
lagsheimilisins. Seldu menn happ-
drættismiðana á hátíðinni. Á meðan
dagskrá félagsins stóð veittu félags-
menn kaffi og heitar lummur af mik-
illi rausn. Skemmtiatriði voru marg-
vísleg, m.a. söng kór félagsins undir
stjóm Erlu Þórólfsdóttur og glæsileg
pijónakjólasýning Aðalbjargar Jóns-
dóttur var eftirminnileg. Var sú sýn-
ing með því besta á hátíðinni.
Eftir að hafa notið ffábærs ffamlags
átthagafélagsins spyr maður sig
hvers vegna hvergi sé minnst á það
né því þakkaður þess hlutur. Kunni
Átthagafélag Strandamanna í
Reykjavík ekki rulluna sína og þvi
þagað yfir því? Hvað segja gestir og
heimamenn á Hólmavík um það?
Enda þótt Átthagafélag Stranda-
manna sé áhugamannafélag og dag-
skrá þess hafi verið unnin af sjálf-
boðaliðum sem ætlast ekki til launa
er súrt í broti fyrir félagsmenn að fá
ekki svo mikið sem skömm fyrir. Var
ffamlag þeirra svo lítilfjörlegt að
ekki taki því að minnast á það?
Ein sem er ættuð af Ströndum.
Enskt skóla-
fargan
Antony Fiew: Power to the Parents.
Reversing Educationai Decline.
The Sherwood Press 1987.
Enskt ríkisskólakerfi em menning-
arlegar rústir. Stjóm Verkamanna-
flokksins hóf rústun menntunar á
Englandi, þegar tækifæri gafst. Til-
gangurinn var að jaffia menntunarað-
stöðu og í stuttu máli að koma öllum
i gegnum skóla. Fljótlega kom í ljós
„að vegurinn til heljar er þakinn góð-
um áformum". Eins og nú er ástatt er
ólæsi orðið hrikalegt á Englandi
meðal þeirra sem útskrifast hafa úr
þessu menntakerfi, þekkingin er
ófullnægjandi og málkenndin og
orðaforði vægast sagt dapurlegur.
Þessi skólastefna var samferða „nýrri
vinstri stefnu“ í pólitík, sem off er
nefhd marxismi eða tötramarxismi
og tók að hafa áhrif á skólastarf á
Englandi upp úr 1960. Stefnan var
ffemur pólitisk innræting en kennsla
í gmndvallargreinum. Þegar ffá leið
og áhrifin tóku að skýrast vöknuðu
margir upp við vondan draum. Mót-
mælum rigndi yfir „gáfnabanka"
skólakerfisins og allir þeir sem tök
höfðu á öðmm úrkostum en ríkis-
skólakerfinu gerðu allt til að koma
bömum sínum í einkaskóla þá sem
enn tórðu. Yfirlýst stefna marxist-
anna í Verkamannaflokknum var að
affná einkaskólana, en þrátt fyrir það
teljast einkaskólar ca. 5% skóla á
Englandi og árangurinn þar miðað
við árangurinn úr rikisskólakerfinu er
vægast sagt stórkostlegur.
Ántony Flew er háskólakennari í
Reading, sérgrein hans heimspeki.
Hann hefur sett saman fjölmörg rit,
sem Qalla um heimspeki, stjóm-
málaffæði og félagsffæði. í þessari
bók telur hann (1987) að heppileg-
asta leiðin til að vinna gegn nið-
urkoðnun ffæðslu og menntunar í
rikisskólakerfinu, sé að auka áhrif
foreldra á mótun kerfisins og veita
þeim fijálsræði um skólava! og að
þeir hafi hönd í bagga um skóla-
stjóm og ekki síst skólastefnu. Þessi
stefha gengur þvert á stefnu þeirra,
sem mótuðu og móta skólakerfið á
Englandi, en samkvæmt kenningum
þeirra þá „er helsta hlutverk ffæðsl-
unnar (menntunar) að afnema öll
áhrif foreldra á eigin böm“ (Musgro-
ve: The Family, Education and Soci-
ety. London 1966). Höf. vitnar til
ýmissa vinstri-skólamanna, sem
stefna að þeim algjöra jöfhuði allra
nemenda, svo að „þjóðin verði sam-
félag einstaklinga, sem skilji fylli-
lega hver annan, samvirk þjóð sem
stefhir stöðugt að meiri efnahagsleg-
um, menningarlegum og siðferðileg-
um jöfnuði...“ Til þess að jöfnuður-
inn náist er nauðsynlegt að slétta út
allt það „sem er öðm betra“, því að
slikt á upphaf sitt í misrétti og stétta-
mun“. Þessvegna ber að hamla gegn
„góðum námsárangri" og próf em
því litin hómauga og gerð marklaus,
þannig að allir standist þau. Þrátt
fyrir þá stefnu hefur útkoma sumra
prófanna vakið nokkra undmn. Ár-
angurinn 1 þýskuprófi í 25 þúsund
nemenda skólahverfi í London 1986
varð sá, að af þessum 25000 nem-
endum sem gengust undir próf sem
ætlað var að allir stæðust, náðu að-
eins 69 lágmarksárangri.
Kynþáttafordómar, kvennakúgun,
ffiðar-rannsóknir og ffiðarhreyfingin
em hugtök sem mikil áhersla var/er
lögð á i ensku ríkisskólakerfi. Þessi
hugtök tengjast félagsffæði og sagn-
ffæði, enda vom tvær síðast töldu
greinamar gerðar að einni grein bæði
í enskum skólum og einnig hér á
Iandi. (Tilraun er nú gerð til að að-
skilja þær á Englandi, en það gengur
mjög erfiðlega vegna pólitískrar inn-
rætingar þorra kennaraliðsins). Með
því að gera enska sögu að sögu kyn-
þáttafordóma, kúgunar og árásar-
styrjalda skapast heppileg einsýni í
stjómmálum og gmndvöllur fyrir
ffelsisboðskapinn um hið samvirka
jafnaðarsamfélag. í enskum kórrétt-
um marxískum kennslubókum í
sögu/samfélagsffæði er forteiknið
marxísk söguskoðun. Öll sagan hing-
að til er saga stéttabaráttunnar sem
mun ljúka með samfélagi vísindalegs
sósíalisma. Allt sem stangast á við
þessa söguskoðun er villa.
Höfundur spyr: „Hvað er racismi?“
Og hingað til hefur hugtakið ekki
verið skilgreint. Þetta er eitt þeirra
hugtaka, sem má kasta ffam þegar
rök brestur. Arthur Jensen og H.J.
Eysenck vom nefhdir „racistar" eða
kynþáttahatarar, þegar þeir héldu
ffam mismun kynþátta, einkum varð-
andi erfðir vissra eiginleika. Þetta
hugtak er slagorð, sem er notað til að
þagga niður í þeim aðilum, sem vita
að litningar em margvíslegir og segja
það. Vitað er að mikill munur er á
siðum og háttum mismunandi kyn-
flokka og þjóða og ekki verður kom-
ist hjá því að hafa ömun á ýmsum
venjum annarra þjóðflokka, ef þær
stangast algjörlega á við venjur t.d.
Englendinga. Samkvæmt skoðunum
hinna fordómalausu, þá era allar
þessar venjur jafngildar og því ber að
meta þær jafnréttháar enskum venj-
um. En því miður er það ekki gerlegt,
nema með miklum feluleik og óheil-
indum. Og með feluleik, óheilindum
og óraunsæi skal komið á þeirri
heimsmynd og meðvitund sem hent-
ar pólitískum tilgangi skólastefhunn-
ar eins og hún var þegar bók þessi var
skrifuð.
Höfundur fjallar um ffiðarffæðslu
og ffiðarhreyfinguna (sáluðu?) í
lokakafla ritsins. Menn geta minnst
hinna stórkostlegu ffiðarherferða
kommúnista hér á ámnum, þegar fé-
lagar þeirra vom að murka niður and-
stæðinga sína í Berlín 1953, Ung-
veijalandi 1956 og Tékkóslóvakíu
1968, auk manndrápanna við Berlín-
armúrinn síðastliðin 29 ár. Og ekki
má gleyma Afghanistan og sérstæð-
um aðferðum Pol Pots i Kambódíu.
Meðan á öllu þessu gekk, fóm
hræsnaramir um, vælandi um ffið og
ffiðarffæðslu í skólum, útsendir af
vinum sínum í Stasi og KGB. Friðar-
átakinu í enska skólakerfinu er
stjómað af „róttækustu sósíalistum
og það er ekki hægt að komast að
annarri niðurstöðu en að þessi
„ffæðsla" sé fyrst og ffemst innræt-
ing, pólitísk innræting“, skrifar höf-
undur.
Eins og kunnugt er þá sækja „gáfha-
bankar“ íslenska skólakerfisins ýms-
ar fyrirmyndir sínar til þess enska.
Stundum líða nokkur ár þar til enskar
nýjungar em teknar upp af „fag-
mönnum“ íslenska kerfisins og þá er
stundum komið að því að fyrirmynd-
in er orðin úrelt á Englandi. Sl. haust
var gefin út af Námsgagnastofhun
kver sem heitir „Kemur mér það
við“, þýtt kver, reyndar ekki af ensk-
um uppruna. Kver þetta er hluti „ffið-
arátaksins" i íslenska skólakerfinu,
fjömtíu blaðsíðna áróðurspési, sem
kemur að vísu fullseint, því að það er
ekki lengur hægt að halda fyrri mynd
af ffiðarstefnu alþýðulýðveldanna.
Þau hafa nú lognast út af og Gorba-
sjof er á leiðinni inn í Nató.
Þessi bók Flews um enska skóla-
kerfið er mjög ffóðleg. Uppkomu
þess í þeirri mynd sem það hefiir haft
undanfarin ár og árangurinn, sem er
ærið bágborinn. Höfundurinn lýsir
rækilega að hveiju er stefnt og einnig
hvaða aðilar móta stefnuna. Það hafa
verið og em mikil andmæli og and-
staða gegn þeirri beinu innrætingu
sem á sér stað innan veggja skóla-
stofnananna, en erfitt hefur verið að
koma kerfinu í það horf, að farið
verði að kenna og bæta árangurinn.
Austur- Evrópuþjóðimar eiga hægara
með að hreinsa burt jafhvel 40 ára
óhroða pólitískrar innrætingar. Þeir
byija á því að fjarlægja tryggustu
liðsmenn fyrrverandi valdhafa og
taka hina í endurhæfingu. Á Englandi
er slik aðferð ekki gerleg. Þetta lið,
sem hefur smeygt sér í allar áhrifa-
stöður innan gmnnskóla- og ffam-
haldsskólakerfisins, verður ekki fjar-
lægt á skömmum tima. Það er ekki
hægt að réttlæta slíkt með þvi að
þetta lið sé handbendi fyrrverandi
gjörræðisstjómar eins og í alþýðu-
lýðveldunum fyrrverandi. Það er
þessvegna, sem Flew telur, að for-
eldrar og forráðamenn nemenda eigi
leikinn með því að koma málum í
það horf, að einokun ríkiskerfisins
verði brotin.
Siglaugur Brynleifsson.
Frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð
Kennarafundi er frestað til mánudagsins 3. sept-
ember kl. 9.00.
Skólinn verður settur þriðjudaginn 4. september kl.
10.00. Stundatöflur verða afhentar að lokinni
skólasetningu gegn greiðslu skólagjalds, kr. 3.500.
Kennsla hefst skv. stundaskrá í öldungadeild
þriðjudaginn 4. september og í dagskóla fimmtu-
daginn 6. september.
Rektor