Tíminn - 30.08.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.08.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 30. ágúst 1990 Viðræður Gorbatsjovs og Jeltsins lofa góðu Miklar breytingar standa nú fyrir dyrum á efnahagslrfi Sovétmanna, í kjölfar viðræðna Mikhaíl Gorbat- sjovs og Boris Jeltsins. Að sögn blaðafulltrúa Gorbatsjovs, Vrtalys Ignatenkos, hrttust stjómmála- mennimir tveir í gær til að leysa ágreiningsmál sín varöandi endur- skipulagnirtguna. ,A næstunni verður um grfurfegar breytirtgar að ræða, bæði hvað varðar efnahags- Irfið sjálft og samskipti ríkja innan Sovétríkjanna. Núverandi skipulag er úrelt og því er erfitt að hafa hemil á breytingum", sagði Ignatenko. Gorbatsjov og Jeltsin lenti saman fyrr í sumar vegna tilrauna þess síðamefnda til að flytja stjóm á nýtingu náttúruauðlinda, sem flokkur- inn heftir hingað til séð einn um, heim í hérað. En allar meginuppsprettur auðlinda Sovétmanna, bæði olíu, gulls, gass og demanta er að finna í Rússlandi, sem er hið stærsta og valda- mesta af 15 ríkjum Sovétríkjanna. Án stuðnings Jeltsin væri tilraunum Gorbatsjov til endurbóta steíht í voða. Að sögn Ignatenkos munu stjómvöld Sovétríkjanna taka breytingartillög- umar til umíjöllunar í dag. „I dag ræðst nánasta framtíð Sovétríkjanna hvað varðar efnahagslífið." Ráðamennimir tveir komu fyrir nokkm á laggimar rússnesk-sovéskri nefnd, er hafði það markmið að gera tillögur varðandi nýtingu auðlind- anna, er báðir aðilar gætu sæst á. Að sögn fréttamanna felast í tillögunum róttækar breytingar í átt að markaðs- hagkerfi og stangast þær því á við til- Mikhafl Gorbatsjov. lögur forsætisráðherrans Nikolai Ryzhkov sem vill fara hægar í sakim- ar. En tillögur, sem Ryzhkov lagði fyrir þingið fyrr í sumar um miðstýrt markaðshagkerfi, vom felldar og honum gert að endurskoða þær fyrir byijun september. I tillögum rússnesk-sovésku nefhdar- innar er að finna kafla um aukna sjálfs- stjóm einstakra ríkja og að dregið Borís Jettsin. verði úr miðstjóm kommúnistaflokks- ins. En næsta víst er talið að Jeltsin rnuni fagna slíkum breytingum. Ryzhkov heíhr aftur á móti varað við þessháttar breytingum í sjónvarps- ávörpum nýverið. Ekki liggur ljóst fyr- ir hver áhrif samkomulag Gorbatsjovs og Jeltsins mun hafa á pólitíska stöðu Ryzhkovs, en stjóm hans hefúr sætt mikilli gagnrýni undanfama mánuði. Perez de Cuellar segir Bush styðja sig í samningaviðleitninni: ■■ _______g ■ ■ W M ■ ramvæmaastjon S.Þ. í friðarferð Aðalritari Sameinuðu þjóð- anna, Perez de Cuellar, segir Bush forseta hafa hringt I sig í gaer og hvatt sig til dáða i við- leitni sinni til að leysa Pcrsaflóa- deiluna og óskað sér allra heilla. Aðalritarinn ræddi við blaða- menn nokkrum klukkustundum áður en hann hélt tU Parisar á leið sinni til Amman þar sem hann mun ra*ða við utanríkis- ráðherra fraks, Tareq Aziz, i dag. Aðspurður um þá yfirlýsingu Bush að hann værl ekki bjart- sýnn á árangur viöræöna, sagði de Cuellar: „Bush hringdi i mig í gær, hvatti mig á allan hátt og óskaði mér góðs gengis.“ Hann var einnig spurður hvort líta bæri á þá ákvörðun íraka að leyfa erlendum konum og bðrn- um að fara úr landi væri i þeim tilgangi að afla sér góðvilja hans fyrir viðræðurnar. Við því sagði de Cuellar: „Sú ákvörðun stjórnarinnar er allrar athygli verð, en þó ber einungis að líta á hana sem hluta af vandamál- inu.“ Hann sagðist hafa mikinn áhuga á að reyna að sjá dl þess að Irakar samþykktu þær fimm ályktanir sera Öryggisráðið hef- ur lagt fram frá þvi írakar réð- ust inn i Kúvæt hinn 2. ágúst sl. Á blaðamannafundi á mánu- daginn sagði de Cuellar að hann myndi leggja á það megiu- áherslu að reyna að tryggja að kröfunum um brotthvarf íraka frá Kúvæt og um Iausn gísla, sem þar eru í haldi, verði svarað. í stuttu spjalli við blaðamenn í gær var hann spurður hvernig hann myndi brcgðast við ef írak- ar neituðu að ræða innlimun sina á Kúvæt. „Ég vil að svo stöddu ekkert segja sem dregið geti úr því að ég nái markmiði mínu,“ svaraöi de Cuellar. Öðrum spurningum svaraöi de Cuellar á þann hátt að það færi eftir gangi mála hversu lengi hann yrði í Amman. Yflrlýsing íraka á þriðjudag þess efnis að Kúvæt væri nú 19. hérað þess væri ekki til þess falliu að bæta upp á sakirnar, sagöi hann. Oléttar konur streyma til Óléttar konur frá Hong Kong streyma nú til Kanada og dvelja þar þangað til þær hafa orðið létt- ari. Astæðan er ekki sú, að aðstaða fyrir barnshafandi konur sé svo slæm í Hong Kong, heldur eru þær að tryggja það að börnin þeirra hafi i önnur hús að venda árið 1997, þegar kínverskir kommúnistar taka við bresku nýlendunni. Konumar fara til Kanada, því að öll böm, sem fæðast í landinu, hljóta sjálfkrafa kanadískan ríkis- borgararétt, sem þau losna ekki við nema þau vilji það sjálf. Þetta gef- ur foreldrunum engan rétt en for- eldramir telja að það sé gott fram- tíð bamsins að hafa kanadískan ríkisborgararétt í pokahominu þeg- ar Hong Kong verður hluti af Kína. Þegar bamið er fætt þarf ekki ann- að en að sanna að það hafi fæðst í Kanada, ná í vegabréf fyrir það og halda síðan aftur til Hong Kong. Kostnaðurinn er hins vegar tals- verður. Flugfarið er dýrt sem og uppihald og þá þurfa konumar einnig að borga fyrir læknisskoð- anir og sjúkrahúsvist og er kostn- aðúrinn venjulega í kringum 300 þúsund íslenskar krónur. Kanadísk stjómvöld hafa ekki Þrengingar í írak: Tyrkir hafna beiðni íraka um lyf og mat Tyrknesk stjómvöld höfnuðu í gær beiðni íraka um matvæli og lýf og sögðust Tyrkirnir myndu virða við- skiptabann Sameinuðu þjóðanna á írak og Kúvæt. Tyrkjum barst beiðni um neyðarað- stoð ffá írökskum stjómvöldum þar sem matvæla- og lyfjaskortur væri orðinn mikill. Innanrikisráðherra Tyrklands, Isin Celebi, sagði í gær eft- ir fúnd með tveimur ráðherrum í ríkis- stjóm Saddams Hussaein, að Tyrkir hafi tilkynnt írökum að þeir myndu Kanada miklar áhyggjur af þessu og það stendur ekki til að spyrja konur, sem koma til landsins, hvort þær em óléttar eða stefni að því að ala sitt bam í landinu. í Bandaríkjun- um em svipaðar reglur í gangi en þeir hafa meiri reynslu í þessum málum en Kanadamenn og erfiðara er fyrir óléttar konur að fá dvalar- leyfi í Bandaríkjunum heldur en í Kanada. virða viðskiptabann Sameinuðu þjóð- anna á meðan það væri í gildi og að tyrknesk stjómvöld myndu aldrei geta sætt sig við yfirlýsmgu Iraka xun að Kúvæt væri 19. fylkið í írak. Celebi sagði einnig eftir fúndinn að íröksku ráðherramir hefðu rætt um efnahags- vandræði íraka og komið fram með ýmsar óskir. Hann sagði að ráðherram- ir hefðu sérstaklega lagt áherslu á að leysa þyrfti úr bráðum skorti á lyfjum og bamamat. Ekkert var rætt um olíu á þessum fúndi, sem stóð í fjóra tima og fór ffam í Tyrklandi rétt við landamær- in við Irak. Þetta er í fyrsta skipti sem svo hátt settir ráðamenn fiá írak og Tyrklandi skiptast á skoðunum ffá því 5. ágúst þegar sendiherra Tyrkja í Irak færði Turgut Ozal forseta Tyrklands skila- boð ffá Saddam Hussein. Tyrkir hafa stutt viðskiptabann Sam- einuðu þjóðanna dyggilega. Þeir hafa ekki heimilað skipum, sem em með farm til Iraks, að skipa upp vamingi í tyrkneskum höfnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.