Tíminn - 30.08.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.08.1990, Blaðsíða 9
íi. Fimmtudagur 30. ágúst 1990 Tíminn 9 PERSAFLOADEILAN Kjarnorkustyrkur íraks meiri en talið var Hátt uppi í Chyia Gara fjöllum, á landsvæði þeirra Kúrda, sem Saddam Hussein strá- drap fyrir tveimur ár- um, segja leyniþjón- ustumenn að kærasta eign Saddams sé, úr- aníumnáma á yfir- borði jarðar. Frá því í ársbyrjun 1990 er sagt að Sadd- am hafi farið þangað sjálfur sjö sinnum. í síðasta mánuði lét hann girða svæðið af, að því er fregnir frá Bagdad herma. Löng- un hans í kjarnavopn er áköf. Jafnvel er hann var að undirbúa valdatöku sína um miðjan áttunda ára- tuginn, meðan hann var enn varaforseti, lagði hann grunninn að öflun bæði efna- og kjarnorkuvopna. : : x- " / w. 4 %•, ■Ættié' Btn • Þau eru fá ríkin sem Vesturveldin vildu siður sjá kjamorkuvædd. Andrew Duncan, sem starfar hjá rannsóknarstofnun í hemaðartækni, segir tilhugsunina óskemmtilega. „Vera kynni að Saddam myndi aldr- ei beita kjamorkuvopnum, en yfir- ráð hans yfir þeim gæfu honum ómælda möguleika til kúgimar.“ Vestræna sérfræðinga greinir á um hversu langt írak eigi í land með að geta framleitt kjamorkuvopn. í fréttabréfi frá Bandaríkjastjóm er lögð fram sú skoðun, sem Israels- menn aðhyllast reyndar líka, að Ir- akar muni ekki geta framleitt efna- vopn á komandi ámm. Pentagon spáir því að írakar muni geta fram- leitt kjamavopn innan tveggja ára í stað fimm áður vegna nýrra upplýs- inga sem hafa borist varðandi að- drætti íraka til kjamorkuvopna- gerðar. Vamarmáladeild Pentagons spáði réttilega íyrir um innrás Iraka í Kúvæt fyrir þremur vikum, þegar CIA og innanríkisráðuneytinu skjátlaðist. „Við höfúm þá trú að þeir fari með mun meiri leynd en við áður héld- um,“ segir heimildarmaður innan Pentagon. „T.d. komumst við að því í þessari viku að þeir hafa kom- ist yfir nýtísku skotmarksleitarbún- að fyrir fallbyssur sínar, líklega ffá Sviss, sem við höfðum ekki hug- mynd um.“ Bandaríkjamenn segja að írakar hafi einnig nýlega haft samband við / Suður-Affíku varðandi kjamavopn. Bandaríski herinn er ekki einn um skoðun sína á möguleikum íraka. Paul Beaver, aðalritstjóri tímarits, sem fjallar um vamarmál, telur Ir- aka líklega eiga flest það sem þarf i kjamorkuvopn og að þeir verði búnir að koma sér upp virkum kjamorkuvopnum innan tveggja til þriggja ára. Sérfræðingar velta því fyrir sér hvort Saddam hafi sótt aðstoð i þessum efnum til Kína, en þar hafa leyniþjónustur löngum talið að lyk- ilinn að kjamorkuvæðingu Pakist- ana sé að finna. En þeir segja ekkert benda til þess að kínversk stjóm- völd hyggi á samvinnu við Saddam Hussein. Reyndar hafi ástandið við Persaflóa nú gert þeim eðli hans ljóst. Það hversu kjamorkuáætlun íraka er flókin gerir allar tilraunir til að skilgreina umfang hennar mjög erf- iðar. Útsendarar Iraka em út um all- an heim í þéttu neti leppfýrirtækja sem fylgja þeim fyrirmælum Sadd- ams að aðalmarkmiðið skuli vera fjölbreytni. Þessu er öllu stjómað af Tæknideild sérverkefna, sem stjómað er af Hussein Kamal, tengdasyni Saddams. Þessi margbreytileiki hefur aukist stómm ffá því 1981 er ísraelskar herþotur sprengdu upp Osiraq kjamofninn sem staðsettur var í Tu- waitha suður af Bagdad. írakar höfðu haldið þvi ffam að ofhinn, sem Frakkar útveguðu þeim, væri ekki ætlaður til hemaðarlegra nota. En Mossad, leyniþjónusta ísrael, taldi að Saddam hefði náð í kjama úr brenndu kjamorkueldsneyti og hefði hug á að komast yfir meira. Ef þetta hefði verið sett ásamt geisla- virkum úrgangi í kjamaofhinn hefði mátt vinna úr því plútóníum i kjam- orkusprengju. Eftir árásina, sem gerð var í kjölfar atburðanna í Pakistan á áttunda ára- tugnum, sem Mossad telur fyrir- mynd áætlunar Iraka, hættu Irakar við tilraunir til að búa til kjamorku- vopn i venjulegum kjamaofnum. Aðalástæðan var sú að þrátt fyrir að tveir tilraunaofhar hefðu staðist árásina og um það bil 30 pund af bættu úrani, nægilegt í eina sprengju, hefðu náðst úr úrgangs- haugnum, var þetta ónýtanlegt fyrir Saddam. Alþjóðaeftirlit með kjam- orku (IAEA) sendir fúlltrúa sína tvisvar á ári til rústanna af Osiraq og hefúr eftirlit með hráefnismagni og vinnslu. David Kidd, talsmaður kjamorku- eftirlitsins staðfestir að aðeins sé hægt að hafa eftirlit með því magni af kjamorku sem fellur undir samn- ing um takmörkun kjamavopna sem írakar hafa undirritað. Ef náma Saddams í Chyia Gara er þegar far- in að gefa af sér mikið magn af „gulköku", úraníum- oxið málm- grýti, og hann gæti nú þegar, eða væri nærri því að geta, unnið það til Saddam Hussein hefur allar klær úti og er ótrúlega útsjón- arsamur þegar hann reynir aö ná sér í kjarnorkuvopn. framleiðslu á vopnum, væri kjam- orkueftirlitið magnlaust. Irakar gætu líka keypt úraníum á fijálsum markaði. Eftirlitið hefúr ekki völd til að hindra sölu á gul- köku, þótt slíkt bærist óhjákvæmi- lega leyniþjónustumönnum til eyma. írakar em einnig taldir hafa reynt að ná sér í hráefhi til kjam- orkuvopnagerðar á vafasamari hátt: 1984 vom nokkrir Italir kærðir fyr- ir að ráðgera að selja Saddam 74 pund af plútóníum. Til að gera vopnfært úraníum úr gulköku þarf sérstakar skilvindur, til að skilja að óvirkt úranium 238 frá geislavirku úraníumi 235. I málmgrýtinu er U-235 u.þ.b. 2%; styrk þess þarf að auka upp i yfir 90% til þess að búa til sprengju. Bandarísk yfirvöld hafa komið i veg fyrir fleiri en eina tilraun til að flytja þessa skilvindutækni til írak. Þegar það uppgötvaðist í septem- ber sl. að útibú ítalska bankans Banca del Lavoro í Atlanta í Georg- íu hefði í leyfisleysi lánað írökum 3 milljarða dala, varpaði það Ijósi á aðra grein öflunaraðferða íraka. Þegar þetta komst upp höfðu írakar, að sögn Ítalíustjómar, þegar eytt um þriðjungi Qárins í hátæknibún- að og tölvustýrðan vélbúnað. Einn af viðtakendum fjárins var Matrix Churchill, verkfræðistofa í Coventry, sem írakskir útsendarar keyptu fyrir tveimur ámm. Fénu var varið til kaupa, fúllkomlega löglegra, á mjög nákvæmum renni- bekkjum. Verkffæðistofan hefúr einnig menntað írakska verkfræð- inga. Svör íraka í þessum efnum hafa alltaf verið á einn veg: að þeir hlut- ir, sem um hefúr verið að ræða, hafi verið keyptir i friðsamlegum til- gangi. Saddam var með sömu svör á reiðum höndum í mars sl. þegar Bretar og Bandaríkjamenn náðu að stöðva útfiuning skotbúnaðar fyrir kjamorkuvopn á Heathrow flug- velli og einnig mánuði síðar þegar tollverðir stöðvuðu útflutning á rör- um, sem vom hlutar í mjög aflmikl- ar byssur, frá Sheffield til Irak. Vandamálið nú er að Saddam hef- ur snúið sér að frumstigi ferlisins og reynir ekki aðeins að kaupa sprengjuhluta heldur vélar til að búa til vélar til að búa til sprengjur og eldflaugar. Breska stjómin telur að a.m.k. 20 bresk fyrirtæki hafi selt Irökum slíkan tvínota búnað á lagalegum útflutningspappímm. Eins og Beaver sagði: „Atvikið á Heathrow flugvelli var ekkert gabb. Það er stutt í það að Saddam þurfi á slíkum búnaði að halda.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.