Tíminn - 30.08.1990, Blaðsíða 19

Tíminn - 30.08.1990, Blaðsíða 19
111 M 1 Fimmtudagur 30. ágúst 1990 Tíminn 19 íþróttir Mjólkurbikarkeppnin í knattspyrnu: Bjarni tryggði Val sigur í „Reykjavíkurmaraþoninu(( -Valsmenn bikarmeistarar 1990 - KR- ingar verða enn að bíða eftir bikar Knattspyrna: Romario óheppinn Óheppnin eltir brasilíska landsliðs- manninn Romario, ekki verður annað sagt. I mars sl. fótbrotnaði kappinn og gat fyrir vikið aðeins leikið einn leik á HM á Ítalíu í sumar. En nú er hann að fiillu búinn að ná sér og lék sinn fyrsta leik með liði sínu PSV Eindhoven í Hollandi, á þriðjudag. Eftir að hafa leikið vöm FC Utrecht sundur og saman og skorað tvö mörk, lenti Romario í samstuði í lok leiks- ins og var borinn af leikvelli. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem lækn- ar settu hné hans í gifs. Ekki er ljóst hve alvarleg meiðslin eru, en Ro- mario mun missa af einhveijum leikjum með liði sínu. Sumir hafa ekki heppnina með sér í íþróttunum. Þess má geta að PSV sigraði Utrecht 5-0 í leiknum. Enska knattspyrnan: Liverpool vann í fyrrakvöld voru fimm leikir í 1. deild ensku knattspymunnar. Meist- aramir Liverpool tóku á móti Nott- ingham Forest og sigmðu 2-0. Tot- tenham og Sunderland gerðu marka- laust jaíhtefli, sem og Leeds og Manchester United. Crystal Palace sigraði Chelsea 2-1 og Southampton lagðiNorwich 1-0. Jafnt í Portúgal Portúgalir og V-Þjóðveijar gerðu 1- 1 jafntefli í vináttulandsleik 21 árs landsliða í Amadora í Portúgal í fyrrakvöld. Golf: Rafveitan sigraði Sveit Rafveitu Hafnarfjarðar sigr- aði í fyrirtækjakeppninni i golfi sem fram fór á Hvaleyrarholtsvelli í Hafnarfirði sl. föstudag. Sveitin, sem skipuð var þeim Ellert Sigurðssyni og Kristmanni Ólafssyni, hlaut 82 stig. í 2. sæti varð Garðaúðun Sturlaugs Ólafssonar með 73 stig. Sveitina skipuðu þeir Gísli Torfason og Stur- laugur Ólafsson. Þeir Jón Óli Jónsson og Eirikur Guðmundsson, sem kepptu fyrir ís- landsbanka, urðu í 3. sæti með 70 stig. Þessar sveitir hlutu utanlands- ferð í verðlaun. Rafmagnsveita Reykjavíkur með þá Gísla Blöndal og Friðgeir Ólafsson innanborðs varð í 4. sæti. með 69 stig. Landsbankinn varð i 5. sæti með 68 stig, en þeir Ragnar Ólafsson og Guðmundur Lámsson skipuðu sveit- ina. í 6.-7. sæti með 67 stig urðu End- urskoðun og reikningsskil með þá Guðmund Friðrik Sigurðsson og Jón- as H. Guðmundsson og Lottó með Skúla Sveinsson og Bjöm Bjömsson innanborðs. Ragnar og Ragnhildur efst á stigamótunum Ragnar Ólafsson GR varð hlut- skarpastur á stigamótum sumarsins í golfi með 338 stig. Næstur kom Sig- uijón Amarsson GR með 335 stig og þriðji varð Sveinn Sigurbergsson GK með 286 stig. Ragnhildur Sigurðardóttir GR sigr- aði í kvennaflokki, hlaut 259 stig. Önnur varð Þórdís Geirsdóttir GK með 217 stig og þriðja varð Karen Sævarsdóttir GS með 134 stig. Alls vom stigamótin átta talsins. BL Ekki leikur lánið við KR-inga þessa dagana. Þrátt fyrir að hafa verið sterkari aðilinn á báðum bikarúrslitaleikjunum gegn Vai, voru það Valsmenn sem hrepptu bikarinn og 23 ára bið KR-inga eftir siguríaununum í bikarkeppn- inni virðist engan enda ætla að taka. Viðureign Vals og KR í úr- slitum keppninnar er sú lengsta í sögunni. Eftir 240 mín. leik og sex umferðir af vítaspymum réð- ust úrslitin. Sannariega há- stemmd úrslitaviðureign. Mjög skuggsýnt var orðið undir lok leiksins í gær og skömmu eftir að leiknum lauk var skollið á niða- myrkur. Furðuleg ráðstöfun hjá KSÍ að láta leikinn ekki hefjast fyrr. KR-ingar réðu lögum og lofúm á vellinum allan fyrri hálfleik. Bjöm Rafnsson kom mjög við sögu, eins og í framlengingunni á sunnudaginn, en lánið lék ekki við hann. Þrívegis fékk Bjöm ákjósanleg færi en hitti aldrei í markið. Bjöm átti góða fyrirgjöf á Gunnar Skúlason í upphafi síðari hálfleiks, en Valsmönnum tókst að bjarga í hom. Stuttu síðar varði Bjami Sig- urðsson langskot Bjöms. A 75. mín. áttu KR-ingar enn eitt færið. Rúnar Kristinsson átti góða sendingu inn fyrir vöm Vals á Pétur Pétursson, en Bjami verði glæsilega með úthlaupi. Það var ekki fyrr en á 87. mín. að Valsmenn áttu skot að marki KR. Sævar Jónsson skaut föstu skoti úr aukaspymu, en Ólafúr Gottskálks- son sá við honum. KR-ingar sóttu fast í framlenging- unni. Bjami varði skalla frá Pétri á 92. mín. en á 103. mín. fengu KR- ingar sitt besta færi í leiknum og enn féll það í skaut hins lánlausa Bjöms Rafnssonar. Ólafúr Gottskálksson átti langa sendingu fram völlinn, Bjöm stakk Einar Pál Tómasson af, en Bjami varði glæsilega með út- hlaupi, skotið var frá Bimi sem var fyrir opnu marki. Bæði lið fengu færi á að gera út um leikinn stuttu fyrir lok ffamlengingarinnar, en skot þeirra Siguijóns Kristjánssonar Val og Rúnars Kristinsson KR fóm rétt ffamhjá. Urslitin réðust því í vítaspymu- keppni, sem ffam fór í ljósaskiptun- um. Gangur mála í vítaspymukeppn- inni var þessi: KR 1 -0 Pétur skorar af öryggi. Valur 1-1 Sævar sömuleiðis. Aganefnd KSÍ dæmdi allmarga leikmenn í leikbann á fundi sínum á þriðjudag. Þar af voru þrír leik- menn úr 1. deild. Ingi Sigurðsson ÍBV og Þórsaramir Lárus Orri Sigurðsson og Nói Bjömsson leika ekki með liðum sínum á laugardag, þeir fengu eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Hjálmar Hallgrímsson Grindavík var dæmdur í tveggja leikja bann, en hann var rekinn af leikvelli í leik KR 2-1 Ragnar öryggið uppmálað. Valur 2-2 Steinar skorar naumlega. KR 3-2 Sigurður ekki í vandræðum. Valur 3-3 Anthony heppinn að skora. KR 3-3 Bjöm lætur veija ffá sér. Valur 3-3 Snævar lætur Ólaf veija. KR 4-3 Atli kemur KR yfir á ný. Valur 4-4 Gunnar Már stóðst álagið. Bráðbani: KR 4-4 Gunnar Skúla. Bregst og Bjami ver með miklum tilþrifúm. Valur 4-5 Sigurjón tryggir Val titil- inn með ömggri spymu sem Ólafúr átti ekki möguleika á að verja. Valsmenn gáfúst aldrei upp í barátt- gegn Keflavík á föstudaginn. Jóhann Magnússon Keflavík, sem einnig var rekinn af leikvelli í sama leik, fékk eins leiks bann. Kristján Sigurðsson Reyni Ársk. fékk þriggja leikja bann vegna brott- vísunar og félagi hans Friðrik Magn- ússon fékk tveggja leikja bann af sömu ástæðu. Þá vom þeir Kristján V. Björgvinsson og Kristján Pálsson Gróttu dæmdir í tveggja leikja bann. Astþór Jónsson Neista fékk eins leiks bann. Auk þess vom tíu leik- unni við KR í úrslitunum, þótt lengst af blési á móti. Fyrir vikið uppskám þeir sigurlaunin. Vöm Vals, Sævar, Þorgrímur og Einar Páll vom aðal- mennimir, en bestur var þó Bjami f markinu. Honum geta Valsmenn þakkað sigurinn öðrum ffemur. KR-ingar vom mjög óheppnir. Bjöm Rafnsson fór illa með færin, bæði í gær og á sunnudaginn. Með smáheppni hefði hann getað tryggt KR-ingum bikarinn. Ragnar Marg- eirsson og Rúnar Kristinsson vom bestir hjá KR í gær, ásamt Ólafi i markinu. menn úr yngri flokkunum dæmdir í eins leiks bann vegna brottvísunar. Þá vom þeir Siguijón Dagbjartsson Haukum og Friðrik Magnússon Reyni Á. (samtals 3 leikir) dæmdir í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Þrír yngri flokka leikmenn fengu einnig eins leiks bann af sömu ástæðu. Sigurjón Sveinsson ÍBK var dæmd- ur í eins leiks bann vegna sex gulra spjalda. BL Mjólkurbikarinn: Þorvaröur meiddist Þorvarður Björnsson dómari i leiknunt f gær, haltraöi nteiddur af leikvelli unt miðjan síðari hálfleíkinn í gær. Stööu hans tók Guðmundur Stefán Marias- son línuvðrður, en Pjetur Sig- urðsson, sem var aðstoðarmað- ur dómara í leiknum, tók stððu línuvarðar. Þcir fjórmenningar stóðu sig allir með prýði í gær. BL EM í Split: Pétur varð í 12. sæti Pétur Guðmundsson kúluvarpari úr HSK varð í 12. sæti afþeim 13 kepp- endur sem kepptu til úrslita á Evr- ópumeistaramótinu í Split í Júgóslav- íu í gærkvöld. Péturkastaði 19,46m. Evrópumeistari varð Austur- Þjóð- verjinn Ulf Timmermann og kom það fáum á óvart. Timmermann kastaði 21,32m. 1 öðru sæti varð Sven-Oliver Buder, einnig frá A-Þýskalandi, hann kastaði 21,01m. Bronsið hlaut Sovét- maðurinn Vyacheslav Lykho sem kastaði 20,81 m. A-Þýskaland vann enn eitt gullið þegar Ilke Wyludda sigraði i kringlu- kasti kvenna. Hún kastaði 68,46m. Önnur varð Olga Borova frá Sovét- ríkjunum með 66,70m. Þriðja varð Martina Hellmann ffá A- Þýskalandi með 66,66m. Bretinn Kriss Akabusi sigraði i 400m grindarhlaupi karla á 47,92 sek. Annar varð Svíinn Sven Nyland- er á 48,43 sek. og þriðji varð Niklas Wallenlind einnig ffá Svíþjóð á 48,5 sek. Sigrun Wodars, A-Þýskalandi, sigr- aði í 800m hlaupi kvenna, hljóp á 1:55,87 mín. Silffið hlaut önnur a- þýsk stúlka Christine Wachtel á 1:56,11 mín. en sovéska stúlkan Lilia Nurutdinova varð þriðja á 1:57,39 mín. Tom McKean tryggði Bretum Evr- ópumeistaratitilinn í 800m hlaupi karla. Hann hljóp á 1:44,76 mín. Annar Breti, David Sharpe, varð ann- ar á 1:45,59 mín. Pólvetjinn Piotr Pi- ekarski varð þriðji á 1:45,7 mín. Anna Rita Sidotti frá ítaliu sigraði í 10 km göngu kvenna á 44,00 mín. Önnur varð Olga Kardapoltseva ffá Sovétrikjunum á 44,06 min. og þriðja varð Ileana Salvador frá Italíu á 44,38 mín. Grit Breuer varð Evrópumeistari í 400m hlaupi kvenna er hún hljóp á 49,5 sek. Landi hennar, Petra Scher- ing, hljóp á 50,51 sek. og hlaut silff- ið, en franska stúlkan Marie-Josee Perec varð þriðja á 50,8 sek. Yvonne Murray, Bretlandi, sigraði í 3.000m hlaupi kvenna á 8:43,06 mín. Önnur varð Jelena Romanova Sovét- ríkjunum á 8:43,68 min. og þriðja varð Roberta Brunet Ítalíu á 8:46,19 mín. Evrópumeistari i tugþraut varð Frakkinn Christian Plaziat, hlaut 8.574 stig. Silffið hreppti Ungveijinn Dezso Szabo með 8.436 stig. í þriðja sæti varð A- Þjóðveijinn Christian Schenk með 8.433 stig. BL BL Þorgrímur Þráinsson fýririiöi Valsmanna lyftir bikamum eftir sigurinn yffir KR í gærkvöld. Valsmenn tryggðu sér sigur í leiknum í vítaspymukeppni þar sem þeir höfðu betur, 5-4. Knattspyrna — Aganefnd: Hjálmar var dæmdur í tveggja leikja bann - Lárus Orri og Nói ekki með Þór í næsta leik

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.