Tíminn - 06.09.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.09.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimríitudagur 6. september 1990 Trminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason SkrHstofurLyngháls 9,110 Reykjavfk. Slml: 686300. Auglýsingaslml: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Forleikur styrjaldar Rúmur mánuður er síðan írakar réðust inn í fiirsta- dæmið Kúvæt og lögðu undir sig á einum degi að kalla án teljandi mótspymu. Nokkrum dögum eftir innrásina innlimuðu þeir furstadæmið í ríki sitt gegn almennum mótmælum ríkja heims, þ. á m. flestra Arabaríkja. Það sýndi ekki síst almenna fordæmingu þjóða heimsins á framferði íraka, að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti að leggja viðskiptabann á írak, og hefur það verið í gildi í fjórar vikur. Athygli vakti að Sovétríkin og Bandaríkin stóðu algerlega saman um viðskiptabannið, þegar það var ákveðið. Sú staðreynd var talin sem enn eitt vitnið um gerbreytt samskipti risaveldanna, sem varla þurfti þó fleiri vitna við. Eftir innrásina í Kúvæt var talið við búið að írakar létu ekki við það eitt sitja, heldur myndu þeir þess al- búnir að ráðast inn í Saudi- Arabíu, sem varð hið form- lega tilefni þess að Bandaríkjamenn tóku að sér að verja það land og hafa sent 100 þús. manna her þang- að, sem er í óðaönn að búa um sig í landinu. Fleiri þjóðir hafa auk þess sent herflokka þangað. Hemaðar- viðbúnaður takmarkast ekki við þetta eitt, því að Bret- ar, Bandaríkjamenn, Frakkar og fleiri þjóðir hafa sent herskip til vörslu á siglingaleiðum til íraks. Viðskipta- banninu er þar með haldið uppi með hafnbanni, sem að vísu hefur verið átakalítið fram að þessu, en er í eðli sínu fullgildur hemaður. Allt þetta sýnir að ef ekki er komið stríð milli Iraka og Vesturveldanna, þá er verið að spila forleikinn að slíku drama. Nú hefur það gerst að bandarískt herskip hefur hertekið íraskt flutninga- skip sem var á leið heim ffá Sri Lanka með fullfermi af Ceylon-tei. Varla er því hægt að halda öðm ffam en að tekið sé á móti Irökum með fullri alvöm. Með her- flutningum til Persaflóasvæðisins, viðskiptabanni og virku hafnbanni er verið að gera íraksforseta fulla grein fyrir því að styijöld sé ekki útilokuð. Samt er það svo að mörgum hrýs hugur við því að fara út í opið stríð við íraka. Ráðamenn herveldanna em á engan hátt sammála um hversu langt eigi að ganga í hemaðarátökum. Herfræðingar em hikandi í að telja ffekari styijaldaraðgerðir nauðsynlegar, reyndir stjóm- málamenn og herforingjar ráða ffá því að hefja stór- styrjöld og stjómmálaskýrendur hvetja til varfæmi. í máli þeirra sem vara við ótímabærum stríðsyfirlýsing- um er ekki gert ráð fyrir öðm en að Irakar bíði ósigur um það er lyki, en öllum ber saman um að slíkt stríð yrði grimmt og blóðugt, kostnaðarsamt og óvist um pólitískan eftirleik þess. Það er af þessum ástæðum að í öllum löndum vilja menn halda í vonina um að finna megi ffiðsamlega lausn á núverandi deilum við Persaflóa. Þótt góð sam- staða hafi náðst um viðskiptabannið fyrir tilstuðlan Ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna er ekki þar með sagt að stuðningsríki þess séu almennt fus til að ganga lengra í hemaðaraðgerðum gegn írak. Forsetar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna ætla að hittast um næstu helgi og víst að þar verður ástandið á Persaflóasvæðinu rætt. Þótt enginn geti vitað um árangur þess fimdar er jaftivíst að viðræður forystumanna risaveldanna em tímabærar eins og nú horfir í heimsmálum. \mmm Þau líðiudi gerasl nú bcKl t lcik- húshciminum, að týndur er mót- inælalisti frá leíkurum ÞJóðleSk- fólk með próf upp á að geta in sér ekki, þá er það henni að Affur á móti býr þjúðin við þrá- látar yfirlýsingar frá hinum próflterðu um hvað skcmmtitegt «é að leika, og hvað þeir hafi nú skemmt sér vel i hiuu eðu þessw fratstykkinu. I.istinn sem týndist scm þan fræói kenna við skóiaun, sé ekki alfarið verið i kvennabók- tnennlum. Þar sem Ijóst er að Kagnar Arn- undirskrifta rlistinn hafi verið frumhlaup. Hingað ISl hafðiverið illtið að undirskrlftarlistinn ins, en ek ur af innbyrðis viöræðun clAUrðKGB 117 hvlrt- stjnri yrði ráðinn, þegarGUÚ Al- Einskisverd reynsla með puugapróf frá sænskum semínaristum, eða úr leikiistar* skólanum, svo ekki komi rofíþau hússins, að leikritavai skuli fram fara i kaffitimum hinna fast- að hann fari að iala f nafni út- varpssljóra. ælti kost á að fá til sin mann, sem hœði hefur verið menntamála- ráðherra og fjármálaráðherra, breytast í musterínu annað cn svaiirnur. Býr leiklistin í laudinu þá við tvcnnar svalir, sem eru nokkurn veginn alveg eins, og fer þá lítið að baliast á um listina. Sama verður í hvort ieikbúsið vcrður farið i vetur. í báðum tll- fellum mæta augunum sömu imar vcrður að ieika Pétur Gaut, verð- próf í sæti Gisla Alfrcössonar. Margir voru kallaðir og fleiri komu við sögu en boönir voru, Það er inikil efrirsjá í því að Ragnar Arnalds skyldi ekki verða þjóðleíkhússfjórL liann sýnd hafa verið i báðum stórlcik- húsum horgarinnar. Töldu menn Þjóðleikhúsið að fá slíkan mann til að stjórnn móvcrkinu, eiukum einskonar sldðahrekku í stóð svalanna tveggja, sem Guðjón vantaði ekkert ncma svulir. Þuríður á beinió prófin fram á sjónarsviðlð, m.a. til að iáta i Ijós, að þrátt fvrir undirskriftir og undirmál um það nær fólkinu í landinu. Eins að vcra cinskonur klíkus'tofnun. Og tílvist undirskriftariistaus saunar þaðbeinlínis. Þegar Davíð Oddsson færði lðuó-kiikunni hós nð sækja um stöðuna. Leikarar mcð prófln sín munu hafa úttast fyrrverandi ráðherra yfir sig að þeir fóru af siað með undir- scm þess var startio að ser. Hann scgir, svo þjóðin fái að vita það. að hann „sæki ekki heldur um stöðu þjóð- )eikhúss(jórau. Áður gclur hann þess að hann hafi hvorki séð eða sett nafn sltt á týnda Ustaoo, ar .lonssnn, sem allt í einu er orft- á uæstu grösuin. Það ætti aft tryggja aft hann sækti um sem vcl þaft. Hitt skorti á að bann haloi ckkert numift I Jeiklistar- rcttboríuu ti) aft faafa álit, tekur hann Þuríði Pilsdóttur á beinið fyrir að vera þeinrar skoðu uttr að varla fullt slarf. VÍTT OG BREITT Bannfærðar skoöanir Enn linnir ekki látum vegna upp- sagna starfsfólks Pressunnar og sem íyrr er það sjálfsvirðing hlut- lausra blaðamanna og þrýstingur pólitískra eigenda blaðsins sem málið snýst um. Brottreknir rit- stjórar standa eins og hundar á roði á þeirri staðhæfmgu að uppsagn- imar séu pólitískar og til komnar vegna þess að Alþýðuflokkurinn fái ekki inni fyrir pólitískan áróður í vikublaðinu sem hann gefur út. Formaður blaðstjómar neitar stað- fastlega að ritstjómin hafi verið beitt slíkum þrýstingi og formaður fulltrúaráðs krata í Reykjavík tekur í sama streng og skorar á þann rit- stjórann, sem fastar kveður að orði, að sanna mál sitt og bendi á dæmi um að kröfur hafi verið uppi um að Pressan legði Alþýðuflokknum lið. Stendur staðhæfmg gegn staðhæf- ingu og rökfærslan út i hött. En eins og áður hefur verið minnst á i svona pistli em allir aðilar þess- arar undarlegu deilu á sama máli um að það eigi ekki að þekkjast að stjómmálaskoðanir séu settar fram í blaði og að blöð og blaðamenn eigi að vera algjörlega hlutlausir og, af sjálfu leiðir, skoðanalausir. Stjómmálaflokkar mega alls ekki eiga sér málgögn og það er Ijótur og skammarlegaur blettur á blöð- um að tala máli stjómmálaflokks, prédikar sibyljan um hlutleysið. Áróöursherferöir Allur þessi hlutleysisráróður er þeim mun undarlegri þegar þess er gætt að sömu aðilar og sífellt klappa þann stein að þeir hafi eng- ar pólitískar skoðanir og að blöð sem styðja tiltekna stjómmála- flokka séu óáreiðanleg, reka iðu- lega ósvífinn áróður fyrir margs kyns málefnum. Bara að þau séu ekki íslensk flokkspólitík. Þessar vikumar er t.d. rekinn ótakmarkaður kynningaráróður þar sem hljómsveitin Whitesnake er hafín til skýjanna. Hér er um að ræða gróðafyrirtæki örfárra aðila en hljómsveit þessi á að spila á ís- landi á næstunni og þarf að selja dýra aðgöngumiða og hljómplötu- salar maka krókinn í leiðinni. Blaðamenn og útvarps- og sjón- varpsmenn á öllum fjölmiðlum eru langt ffá því að vera hlutlausir í takmarkalítilli og langvarandi lof- gjörð um hljómsveit þessa og nota fjölmiðlana sem þeir starfa hjá óspart til að auglýsa þetta áhuga- mál sitt. Er þetta hlutleysi eða misnotkun? Dæmið um Whitesnake er tekið vegna þess að áróðurinn um þá hljósmsveit stendur yfir þessa dag- ana en fjölmiðlafólk er sannarlega ekki hlutlaust þegar reka þarf áróð- ur fyrir svona fyrirtækjum og eru dæmin legió. Það sem má Fjölmiðlungar taka sér ávallt stöðu með Affiska þjóðarráðinu gegn Inkhatahreyfingunni í Suður- Affíku, þegar fjallað er um stjóm- mál í þeim heimshluta, sem er ærið oft. Á hveiju sú hlutdrægni byggist er óútskýrt. Málstaður femínista er ávallt rétt- ur og brýtur á engan hátt hlutleysi að reka áróður fyrir honum hvar sem er og hvenær sem er. Þá má reka ótakmarkaðan áróður í fjölmiðlum um listir og menningu. Þá er það góð latína kýla því inn í fjölmiðlaneytendur að leiðinleg list sé góð og að dýrkun ljótleikans sé menningarleg. Makalaus og linnu- lítill áróður af þessu tagi telst ekki til hlutleysisbrota. Áróður fyrir afvopnun Vestur- landa brýtur ekki i bága við hlut- leysi fjölmiðlunga og þykir lýsa ffiðarást þeirra. En allra síðustu vikur þykir allt í lagi þótt mesta liðssöftiuði og vopnaskaki allra tíma sé beint að Saddam Hussein. Þar þarf hvorki afvopnun né ffiðar- vilja. Hér er aðeins tæpt á örlitlu broti alls þess hlutdræga áróðurs sem dag hvem er rekinn f öllum fjöl- miðlum á íslandi og flestum þykir sjálfsagður. Það er aðeins jákvæð umfjöllun um íslensk stjónunál sem er bann- færð og eru höfð uppi stór klögu- mál ef út af er brugðið. Um allt annað mega fjölmiðlungar reka eins ósvífmn áróður og þeim sýn- ist. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.