Tíminn - 06.09.1990, Blaðsíða 18

Tíminn - 06.09.1990, Blaðsíða 18
18 Tíminn Fimmtudagur 6. september 1990 MINNING Leifur Asgeirsson Fæddur 25. raaí 1903 Dáinn 18. ágúst 1990 Hann var fæddur og upp alinn á Reykjum í Lundarreykjadal, sonur hjónanna Ásgeirs Sigurðssonar og Ingunnar Daníelsdóttur. Hann var næstelstur fimm gáfumikilla bræðra, litlu eldri var Magnús, hinn ágæti ljóðaþýðandi og rithöfúndur. Þá var nú ekki sjálfgefið að fátækir sveitapiltar, þótt efnilegir væru, fengju að ganga menntaveginn. En þegar Leifur var kominn yfir tvítugt tók hann að lesa undir stúdentspróf utanskóla, aðallega með hjálp móður sinnar sem hafði lokið kennaraprófi frá Flensborg og fengist við ung- mennaffæðslu á yngri árum. Lauk Leifur síðan stúdentsprófi ffá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1927. Heyrt hef ég sagt, sem ekki er ólíklegt, að þessi sjálflærði sveita- piltur hafi vakið fúrðu og aðdáun stærðffæðikennarans, Ólafs Daníels- sonar. Hann hélt síðan utan til stærð- fræðináms í Göttingen í Þýskalandi, sem í þá daga var eitt ffemsta stærð- ffæðisetur veraldar og lauk þaðan doktorsprófí 1933. Þessum bráðgáfaða og hugfijóa unga stærðffæðingi hefðu án efa staðið leiðir opnar til vísindastarfa á erlendum vettvangi. En hugur hans stefhdi heim til ættjarðarinnar, enda hafði þróun stjómmála í Þýskalandi þá tekið þá stefhu sem honum mundi lítt að skapi. En heima á Fróni beið unnusta hans, Hrefna, dóttir Kol- beins Þorsteinssonar, hins kunna skipstjóra í Reykjavík. Gengu þau í hjónaband sumarið 1933 og um haustið réðst Leifúr skólastjóri að héraðsskólanum á Laugum í Reykja- dal í Þingeyjarsýslu. Oft hefúr verið á orði haft að það hafí verið einkennileg ráðstöfún að gera þennan hálærða raunvísinda- mann að fræðara og uppalanda ung- menna í afskekktri íslenskri sveit. Annar þekktur raunvísindamaður lét svo um mælt að þetta væri eins og að senda mann með fallbyssu á ijúpna- veiðar. En þama er nú margt á að líta. Á þessum tímum var engin æðri stærð- fræðistofhun á íslandi og engin kennsla við Háskóla Islands í þess háttar ffæðum. Enn í dag, meira en hálffi öld síðar, em hinir ffemstu stærðffæðingar Islands við störf í öðmm löndum. Leifúr hefði sjálfsagt getað gerst stærðffæðikennari við einhvem gagnffæðaskóla, eða í besta^ falli við annan tveggja menntaskólá sem þá vom hér á landi, en það hefði verið bitamunur en ekki fjár fyrir mann með slíka sérgáfú og sérþekk- ingu. Eg kom til Leifs að Laugum tólf vetra sveinn og lauk þaðan prófi fermingarvorið mitt. Ég var miklu yngri en aðrir nemendur og átti því ekki að öllu leyti samleið með þeim, en ég horfði á það sem ffam fór með forvitnum bamsaugum og festi mér í minni. Það er víst að Leifi Ásgeirs- syni vom áskapaðir margir bestu eig- inleikar sem einum skólastjóra verða gefhir. Hann var hvass á brún, alvar- legur í fasi og mjög virðulegur. Hann þurfti ekkert fyrir því að hafa að halda uppi fullkomnun aga, það kom af sjálfú sér að enginn nemenda dirfðist að reisa sig á móti honum. Hann var talsvert sérvitur, sem kallað er, hafði aðrar skoðanir en fjöldinn á ýmsum málefnum og gat manni þá fúndist hann vera óþarflega þvergirð- ingsfúllur í stefnu sinni og dómum. En hitt duldist engum að þama fór göfúgmenni sem öllum vildi gott gera, stranghciðarlegur maður sem ekki mátti vamm sitt vita í nokkrum hlut. Með lífemi sínu, stefhufestu og umvöndunum varð hann nemendum sinum ævarandi fyrirmynd og áhrifa- valdur. Ég hef kynnst fáeinum afburða- mönnum á mælikvarða heimsins og heyrt ffá öðmm sagt. Þeir hafa sjálf- sagt haft sína ágalla hver með sínum hætti, en eitt hafa þeir allir átt sam- eiginlegt: þeir hafa verið auðmjúkir og af hjarta lítillátir. Leifur Ásgeirs- son var einn af þeim. Hógværð hans og lítillæti var engin uppgerð, hún var honum ásköpuð og henni fékk ekkert breytt. Á stóm skólaheimili hlýtur margt misjafnt að gerast, veikindi og jafn- vel dauðsfoll ber að höndum. Allt slíkt hlaut að leggjast þungt á hinn umhyggjusama og skyldurækna skólastjóra. En þá varð það honum líka styrkur að finna þakklæti og hlý- hug nemenda sinna. Áldrei hef ég hitt nokkum Laugamann sem ekki hefúr talað um Leif með ást og virðingu. Og hann átti líka fágæta eiginkonu sem hafði til að bera marga hina sömu ágætu eiginleika sem sjálfúr hann: Gáfuð, virðuleg, hógvær og hjartahlý. Og hún kunni þá iist að umbera með jafnaðargeði ýmsa sér- visku eiginmanns síns. Þau Leifúr og Hrefna vom í sannleika einn maður eins og fyrir er mælt í fomri bók. Á langri vegferð vom þau sjaldan frá- skila deginum lengur. Á Laugum töldu þau sig hafa átt sín bestu ár. Þar vom þau konungur og drottning í riki sínu, þar fæddust böm þeirra tvö, Kristin blaðamaður og Ásgeir verk- ffæðingur, og gengu sín bemskuspor. Um það bil sem Leifúr lauk há- skólanámi gerði hann merka upp- götvun í stærðffæði sem við hann er kennd og nefnd Ásgeirssonsaðferð eða Ásgeirssonsregla. Þessi nafhgift var skollin yfir fyrr en Leifúr fengi við ráðið og mun honum hafa þótt harla þungbært að búa við það. En fyrir vikið er nafn hans kunnugt öll- um stærðfræðingum sem nokkuð em komnir áleiðis. Mir tíu ára vist á Laugum, þegar Leiáir stóð á fertugu árið 1943, var hann kvaddur til starfa við nýstofn- aða verkffæðideild Háskóla Islands. Eftir það gafst honum nokkm betra tóm til stærðffæðilegra rannsókna og árangurinn birtist í ýmsum greinum í erlendum tímaritum. En ffæðileg ein- angmn hlaut að baga hann eftir sem áður. Engin vísindastofnun í stærð- ffæði, enginn ferskur bókakostur, engir fúllkomnir lagsbræður í ffæð- unum. Þó hef ég heyrt eftir einum ffemsta stærðffæðingi Islands, sem starfar á erlendum vettvangi, að mið- að við allar aðstæður séu affek Leifs alveg óskiljanleg. Og heimur vísind- /anna gleymdi ekki heldur þessum út- skagamanni, því að um tveggja ára skeið, 1954-56, var hann við rann- sóknarstörf j boði tveggja hinna ffemstu stærðfræðistofnana veraldar, við New York-háskólann og Berkel- ey- háskólann í Bandaríkjunum. Við geturþ hugsað okkur að Leifúr Ásgeirsson hefði horfið til Ameríku á ungum aldri, eins og margir merkir raunvísindamenn sem þroskuðust í Þýskalandi á tímanum milli tveggja styijalda. Við getum látið okkur dreyma um það að hann hefði upp- götvað nýjar Ásgeirssonsaðferðir og þokað raimvísindum heimsins fram um fet. Nafn hans hefði verið nefnt með ævarandi virðmgu í hinu mikla musteri alþjóðlegra vísinda. En ísland hefði orðið fátækara að sama skapi, og sem íslendingar meg- um við þakka fyrir að svo fór sem fór. Við nutum manns sem ávaxtaði sitt mikla pund í heimahögum. I áratug stýrði hann merku ffæðslusetri og veitti fjölda ungmenna happadrjúga leiðsögn og göfúgt eftirdæmi. Síðan var hann þijá áratugi prófessor við æðstu menntastofnun þjóðar sinnar og átti mikinn þátt í að efla þar kennslu í stærðffæði og vísindalegar rannsóknir. Og hann auðgaði líf okk- ar allra sem áttum hann að lærimeist- ara og einkavini. Hann var jafhvígur í mörgum greinum þekkingar og fær um að miðla okkur mörgu. En mest var þó um það vert að með orðum sínum og eftirdæmi boðaði hann lífs- kærleika og ffiðsemd, heiðarleika og samviskusemi. Og hann, þessi miklu gáfúmaður og lærdómsmaður, varð- veitti til hinstu stundar bljúgan hug og bamslegt lítillæti. Jónas Kristjánsson Með Leifi Ásgeirssyni prófessor er fallinn frá síðasti máttarstólpinn sem bar uppi verkfræðideild Háskóla ís- lands fyrstu tvo áratugina ffá stofnún hennar. Leifúr kenndi stærðffæði við deildina frá 1943 til ársins 1973, að tveimur ámm undanskildum, er hann dvaldist í Bandaríkjunum við rann- sóknir í stærðffæði í boði kennara síns í Göttingen, Richard Courant, sem flust hafði til Bandarikjanna fyr- ir heimsstyijöldina síðari. Þetta var eina rannsóknarleyfið, sem Leifúr fékk á sínum langa starfsferli. Kennslan I verkffæðideild miðaðist við fyrri hluta verkfræðináms við Tækniskóla Danmerkur f Kaup- mannahöfn. í þeim hluta var stærð- fræði ein veigamesta greinin. Leifúr kenndi meginhluta hennar, en með honum kenndu öndvegismenn, Sig- urkarl Stefánsson, Guðmundur Am- laugsson og Bjöm Bjamason. Allt samstarf þeirra var með sérstökum ágætum, en þeir hafa allir litið á Leif sem sinn leiðtoga. Allir samstarfs- menn Leifs bám fyrir honum mikla virðingu sem stærðfræðingi og mikl- um og margffóðum gáfúmanni. Leifúr kenndi alla tíð mikið, langt fram yfir þau mörk sem sett em í dag. í fyrstu var þetta af nauðsyn, en síðar af skyldurækni, hann vildi skila sínu dagsverki í því starfi sem hann var ráðinn til. Samviskusemi Leifs var einstök, hann lagði mikla rækt við kennsluna og mikla vinnu við undir- búning hennar. Stærðfræðiþekkingin var miklu meira en nóg fyrir þessa kennslu, en Leifur var ekki að sýna þekkingu sína, heldur að miðla stúd- entum þekkingu, semjjeir gætu tekið við og notfært sér. I kennslu hans fólst mikilvæg þjálfún fyrir stúdenta í rökrænni hugsun, sem þeir fengu með því að fylgjast með hinni skörpu hugsun mikils stærðffæðings. Próf Leifs vom mjög vönduð, þótt sjálfsagt fyndist mörgum stúdentin- um þau erfið, en hann var ekki að leita eftir því sem þeir kunnu ekki, heldur því sem þeir kunnu. Þetta kom bæði ffam við yfirferð skriflegra úr- lausna og i munnlegum prófúm. Góðvild Éeifs í garð stúdenta kom einnig ffam í því, að hann vildi fá tvo til þijá samkennara með sér til að bera saman einkunnir úr mismunandi prófúm, áður en þær vom færðar í prófbók, og líta saman á heildarein- kunnina. Þetta leiddi oft til lagfær- inga á uppmnalegri einkunnagjöf, alltaf stúdentum í hag, sérstaklega þeim sem tæpt stóðu. Þannig var ýmsum forðað ffá óverðskulduðu falli, sem annars hefði getað orðið af slysni við einkunnagjafir án samráðs. Éitt er það verk Leifs við verkffæði- deildina, sem ekki má gleymast, en það er svokölluð Leifsformúla, sem notuð var við inntöku stúdenta í deildina þegar einkunnir réðu inn- göngu. Ekki var notuð stúdentspróf- seinkunn, sem er einföld meðalein- kunn allra greina, heldur var reiknað út vegið meðaltal einkunna í einstök- um greinum skv. formúlu Leifs. Mest vægi höfðu stærðfræðigreinar og is- lenska. Þessi einkunn var svo góður mælikvarði á hæfni stúdenta til verk- fræðináms, að það var undantekning ef einhver féll út úr námi. Áhugi Leifs á kennslu í verkfræði- deildinni var ekki einskorðaður við hreina stærðfræði, enda hafði hann víðtæka þekkingu á öllum vísindum sem höfðu einhvem stærðfræðilegan grunn, svo sem eðlisffæði. Þótti hon- um sumar kennslubækur byggja á óþarflega veikum stærðffæðilegum grunni og leiddi þessi skoðun Leifs í nokkrum tilvikum til notkunar nýrra kennslubóka. Leifúr naut mikils álits erlendis meðal stærðffæðinga og munu aðrir gera grein fyrir þvi. Hér skal aðeins getið eins atviks sem varðaði kennsl- una. Eins og áður er sagt var kennsl- an í verkfræðideildinni byggð á námsefhi við Tækniháskóla Dan- merkur. Var því vandalaust að koma stúdentum héðan til síðari hluta náms við þann skóla. Um miðjan sjöunda áratuginn var tekið upp við danska skólann allviðamikið námskeið í hlutaafleiðujöfnum, en þær voru sér- grein Leifs. Var þá óvissa um hvort fyrri hluta próf héðan yrði tekið fúll- gilt í Danmörku. Það kom í minn hlut að ræða við forsvarsmenn og kennara Tækniháskólans um þetta mál. Ljóst var að námsefnið á þessu sviði stærð- fræðinnar var talsvert viðameira í Danmörku en hér. Ég skýrði frár' námsefhi okkar, en það var það.sama og þeir við Tækniháskólann höfðu haft fram til þessa. Jafhffamt tók ég fram að prófessor Leifúr Ásgeirsson kenndi þetta námsefni. Þá kom svar- ið strax: „Fyrst prófessor Ásgeirsson kennir þetta gerum við enga athuga- semd.“ Fyrri hluta prófið héðan var tekið fúllgilt. Deildarfúndir f verkffæðideild á þessum árum voru mjög ffábrugðnir því sem nú er. Þar sat ég fyrstu ár mín við Háskóla Islands með þeim heið- ursmönnum prófessorunum Finn- boga Rúti Þorvaldssyni, Leifi Ás- geirssyni, Trausta Einarssyni og Þor- bimi Sigurleifssyni, ásamt dósentun- um Sigurkarli Stefánssyni, Guðmundi Amlaugssyni og Bimi Bjamasyni. Við sátum við langt borð í gömlu kennarastofúnni í aðalbygg- ingu Háskólans og ræddum málin, þar til við komumst að sameiginlegri niðurstöðu. Aldrei kom til atkvæða- greiðslu. Skarpskyggni Leifs átti mikinn þátt í að móta niðurstöður deildarfúnda, þótt hæfileiki hans til að sjá nýjar hliðar á málum gætu stundum mglað okkur í ríminu. Það kom fyrir að ein af þessum nýju hlið- um reyndist sú rétta, þó að niðurstað- an hafi verið byggð á annarri. Þá varð manni hugsað til Leifs. í mars 1961 fól Armann Snævarr, þáverandi háskólarektor, prófessor- unum Leifi Ásgeirssyni, Trausta Ein- arssyni, Þorbimi Sigurgeirssyni, Steingrimi Baldurssyni og undirrit- uðum ásamt Gunnari Böðvarssyni, yfirverkffæðingi jarðhitadeildar raf- orkumálastofhunarinnar og síðar prófessor f Bandaríkjunum, að gera tillögur um eflingu rannsókna í raun- vísindum við Háskóla íslands. Var þetta einn þáttur í undirbúningi há- skólarektors fyrir 50 ára afmælishá- tíð Háskólans i október 1961. Hópur þessi gerði tillögur um rannsóknar- stofnun í raunvísindum, þar sem stundaðar skyldu gmnnrannsóknir i stærðfræði, eðlisffæði, efhaffæði og jarðeðlisfræði. Fyrir var við Háskól- ann Eðlisffæðistofhun Háskólans undir stjóm Þorbjöms Sigurgeirsson- ar, en engin önnur rannsóknarstofnun í raunvísindum. Ekki var heldur kennsla til prófs í þessum greinum. Starfsliði stofnunarinnar var auk rannsóknarstarfa ætlað að taka þátt í kennslu í raunvísindagreinum við Háskólann. Á þennan hátt var ætlun- in að skapa m.a. gmndvöll fyrir kennslu í raunvisindagreinum til há- skólaprófs. Stofnunin varð Raunvís- indastofhun Háskólans og leiddi til þess að tekin var upp kennsla í raun- vísindagreinum og að verkfræðideild var breytt í verkffæði- og raunvís- indadeild og sfðar stofnuð sérstök raunvisindadeild. Leifúr var for- stöðumaður rannsóknarstofú í stærð- ffæði ffá stofnun 1966 og þar til að hann lét af embætti 1973. Þátttaka Leifs f stjóm Raunvísindastofnunar- innar einkenndist af sömu mannkost- um og visku og ffam komu á deildar- fúndum. Af ffamansögðu má sjá að Leifur Ásgeirsson hefúr átt mikrnn þátt í að byggja upp kennslu og rannsóknir við Háskóla íslands, allt ffá fyrstu ár- um verkffæðikennslu til Raunvís- indastofnunar Háskólans og raunvís- indadeildar. Með Leifi Ásgeirssyni er fallinn ffá í hárri elli einn merkasti starfsmaður Háskóla Islands, en minningin um öðling og mikinn gáfúmann mun lifa. Magnús Magnússon Við ffáfall hans streyma í huga minn minningar frá löngu liðinni tíð, ffá því að ég var nemandi í Laugaskóla veturinn 1937-38 og Leifur var þar skólastjóri. Gott kennaralið var við skólann og félagslíf mikið. Námskrá- in var fjölbreytt og ég hygg að sú þekking, sem nemendur öðluðust þar, hafi orðið þeim mörgum ótrúlega mikilsverð. Leifúr kenndi að sjálf- sögðu stærðffæði og eðlisffæði, eirm- ig íslensku og mannkynssögu. ís- lenskukennsla Leifs fannst mér ffá- bær, e.t.v. hef ég átt léttast með að læra hana. Skólastjóm hans var ör- ugg. Hann fylgdist með öllu, smáu >áem stóru, sem í skólanum gerðist og eflaust einnig með ffamforam hvers nemanda. Hann var talinn nokkuð strangur, en víst er það, að hann naut takmarkalausrar virðmgar nemenda sinna. Kröfúr Leifs til þeirra voru ekki aðeins að þeir stunduðu námið af kostgæfni; hann lagði sig allan fram við að innræta þeim það siðr gæðismat að hugsunarháttur þeirra og ffamkoma væri þeim í engu ósam- boðin. Þó að ég nyti ekki kennslu Leifs nema einn vetur, er það alveg víst að ég nýt ævilangt þeirra mót- andi áhrifa sem hann hafði á mig. Þegar Leifúr og Hrefha komu að Laugum bjuggu, að ég held, allir kennaramir í skólanum. Ekki voru i skólanum nema tvær litlar kennara- íbúðir með eldhúsi, fyrir skólastjóra og yfirkennara. Aðrir bjuggu í einum eða tveim herbergjum og borðuðu í mötuneyti með nemendum. Þessi að- búnaður var í raun og veru mjög ófúllnægjandi. Ekki bitnaði þetta þó á okkur. Það var bara gaman að sitja til borðs með kennurunum og böm- um þeirra. Leifúr og Hrefna voru ekki og hafa aldrei verið kröfúhörð um lífsþæg- indi. Og oft urðu þau fyrir ónæði þegar nemendur komu inn til þeirra að leita ráða. Hrefna kenndi einnig við skólann, ensku og handavinnu stúlkna, og man ég til þess að stund- um var bankað upp á hjá henni til þess að biðja hana að líta á handa- verkin. Eftir að Leifúr og Hrefna settust að á Hverfisgötunni í Reykjavík komu nemendur þeirra ffá Laugum oft til þeirra, þeim báðum til ánægju því þau voru alla tíð bundin staðnum fyr- ir norðan einhveijum óslítandi bönd- um. Þau bjuggu ekki ríkmannlega, húsið var gamalt og hefði þurft mik- illa endurbóta við. Leifur var ákaf- lega viðkvæmur maður og of stoltur til að gera kröfúr til þjóðfélagsins fyrir sína hönd. En húsakynnin skiptu ekki máli fyrir gestinn. Áð vera ætíð velkominn til þessara fáguðu og elskulegu hjóna var alveg sérstakt. Á seinni árum kom ég oftast nær til þeirra þegar ég átti erindi til Reykja- víkur og ef ég gat það ekki fannst mér sem ég ætti einhveiju ólokið. Þá kynntist ég Leifi og Hrefhu að nýju og eftir því sem ég kom oftar þótti mér æ vænna um þau. Minningamar um hlýjuna og skemmtilegar sam- ræður á Hverfisgötunni eru perlur sem ekki glatast. Þessi fáu, fátæklegu orð eru kveðja og þökk til Leifs frá mér. Kæra Hrefna. Ég deili söknuðinum með þér, Kristínu og Ásgeiri. Þú og fjölskylda þín eigið alla samúð mína. Helga Kristjánsdóttir Silfrastöðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.