Tíminn - 06.09.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 06.09.1990, Blaðsíða 20
RÍKISSKIP NirriMA FLUTNINGAR Hofnarfiusinu v Tryggvagotu, S 28622 SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS NIS5AIM Réttur bíll á réttum stað. Ingvar Helgason hf. Sœvarhöföa 2 Sími 91-674000 y: HOGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum GS varahluti Tíminn FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER1990 Skýrsla frá sérfræðingum Atlantsáls-fyrirtækjanna var rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær: Keilisnes talinn lang- hagstæðasti kosturinn Á fiindi ríkisstjómarínnar í gær var til umræðu skýrsla frá sérfræðingum Atlantsál-hópsins, um staðarval nýs álvers. Iðnaðarráðherra gerði grein fýrír skýrslunni. Ekki mun hafa veríð tekin nein afstaða til hennar, en iðnaðar- ráðherra hefur getið þess að afgreiðsla málsins gæti orðið í þessum mánuði. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði í samtali við Timann í gærkvöldi, að óneitanlega hölluðust Atlantsál-menn mjög að Keilisnesi, en ákvörðun hafi verið tekin um staðsetningu álversins. Og því verður ekki á móti mælt, sagði Steingrímur, að umhverfis- málin virðast vera Keilisnesi mjög i vil, miðað við aðra staði sem til greina koma. Tíminn ræddi einnig við Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráð- herra. „Staðreyndin í málinu er sú, að viðsemjendur okkar hafa ekki sagt sitt síðasta orð í þessu efhi. Hins vegar liggur fyrir skýrsla sér- fræðinga þeirra, þar sem þeir raða þessum kostum í forgangsröð og af henni er alveg augljóst að þeir telja Keilisnes langhagstæðasta kost- inn.“ Jón sagði skýrsluna vera með þeim hætti, að auðvelt sé að álykta útffá henni „að sú staða geti komið upp fyrr en varir, að þeir segi Keil- isnes eða Kanada. En þeir hafa ekki sagt það enn sem komið er og því eru fféttir um það óstaðfestar, byggðar á sögusögnum. Hins vegar skyldi enginn láta sér koma það á óvart, þótt þetta yrði þeirra niður- staða,“ sagði Jón Baldvin. -jkb/-hs. Fræðsluráð Vestfjarðaumdæmis: JAFNRÉTTI TIL NÁMS ÖFUGMÆLI Fræðsluráð Vestíjarðaumdæmis tel- ur að alvarlegustu vandamálin, er steðji að skólahaldi á Vestfjörðum, séu viðvarandi kennaraskortur, erfið- leikar við að fá réttindafólk til starfa og tíð kennaraskipti. Þetta kemur meðal annars fram í ályktun fundar fræðsluráðsins á ísafirði 30. ágúst sl. Fræðsluráðið telur, að þrátt fyrir fog- ur fyrirheit yfirvalda, um nauðsyn þess að bæta úr þessu óffemdar- ástandi, miði lítið sem ekkert í rétta átt. ' „A meðan ekki verður gerð bragar- bót á, eru það hrein öfugmæli að tala um að jafhrétti til náms ríki í landinu. Fræðsluráðið lýsir yfir fullri ábyrgð á hendur yfirvöldum landsins vegna þessa ástands," segir orðrétt i ályktun fundarins. Jafhffamt segir að kenn- araskorturinn og tíð kennaraskipti Ieggi miklar byrðar á herðar kennara og skólastjómenda á Vestfjörðum, sem hafa unnið þrekvirki við erfiðar aðstæður. Fræðsluráð tekur undir þá hugmynd, að efht verði til sérstakrar ráðstefnu um þann vanda sem steðjar að skólahaldi víðast úti á lands- byggðinni. „Verði ráðstefha þessi haldin nú í haust og í ffamhaldi af þvi hrundið í framkvæmd áætlunum um að bæta með viðvarandi hætti úr þessu óffemdarástandi.“ -hs. Atll Eðvaldsson horfir hér á efUr bottanum eftir að hafa spymt honum glæsilega með hælnum ffamhjá Bmno Martinl, markverði Frakka. Leiknum lauk með 2-1 sigri Frakka. Sjá bls. 19. Tfmamynd: pjetur Frá 6-17 mánaða biðtími algengur eftir skurðlækningum í vor: 2% þjóðarinnar bíða þess að komast undir hnífinn Um 3 þúsund manns biðu í vor eftir því að komast í bæklun- ar-, þvagfæra- og æðaskurðlækningar ásamt kransæða- og háls-, nef- og eymaaðgerðir á spítölunum í Reykjavík og Ak- ureyrí s.l. vor. Stærsti hópurínn, 1.365 manns, beið eftir bækl- unarskurðlækningum þar sem biðtími eftir aðgerð reyndist kominn upp í 12-17 mánuði. Eftir umfangsmiklar lokanir sjúkra- húsdeilda í sumar eru miklar líkur á að bæði biðlistamir og biðtíminn hafi lengst töluvert síðan könnunin var gerð i apríl í vor. Auk þessa voru á 3. hundrað á lista hjá bamaskurð- læknum og nokkur hundruð manns munu bíða eftir almennum skurð- lækningum. Og þá eru enn ótaldir langir listar eftir lýtalækningum (fegmnarlækningum). Mun því varla ofáætlað að um 5.000 manns (2% þjóðarinnar) bíði eftir að kom- ast undir hnífinn á skurðdeildum sjúkrahúsanna. Biðlistar deildskiptu sjúkrahúsanna í Reykjavík og á ’ Akureyri voru kannaðir af landlæknisembættinu s.l. vor. Frá niðurstöðum þeirrar könnunar er greint í nýju fféttabréfi lækna. Samkvæmt fféttabréfinu voru biðlistar eftir skurðaðgerðum í öllum tilvikum mun lengri í vor heldur en í áþekkri könnun sem gerð var árið 1986 og að nokkru leyti árið 1988. Sérstaklega hefur þeim fjölg- að (37% á fjórum árum) sem hveiju sinni biðu eftir bæklunarlækningum, hvað flestir vegna slitgigtar í mjaðma- eða hnjáliðum og bijósk- loss i baki. Til nokkurs samanburðar um lengd biðlistans má geta þess að um 1.000 innlagnir voru á bæklunar- skurðdeild Landspítalans allt árið 1988. Biðtími eftir öðrum skurðaðgerðum var algengastur um hálft til eitt ár á s.l. vori. Talning í vor náði að vísu ekki til fjölda þeirra sem biðu eftir almenn- um skurðlækningum. Þeir voru um 500 á lista í könnun árið 1986 og því líklega enn fleiri nú, hafi þróun þar orðið svipuð og á þeim deildum sem könnunin í vor náði til. Árið 1988 taldi biðlisti eftir lýta- lækningaaðgerðum ca. 1.000 manns samkvæmt fféttabréfinu. Engar upp- lýsingar koma heldur ffam um þenn- an biðlista nú í vor, en ólíklega hefur hann styst síðan. í ársskýrslu Ríkisspítala árið 1988 koma t.d. ffam eftirfarandi upplýs- ingar um starfsemi lýtalækninga- deildar Landspítalans á því ári: Fjöldi sjúklinga var 510 eða 10% aukning frá árinu 1987. Rúmanýting var 107% og jókst um 7% milli ára. Aðgerðir á sjúklingum deildarinnar voru 473. Þá segir: „Á biðlista deildarinnar voru í árslok um 1.900 manns og lengist biðlistirm jafnt og þétt.“ Og síðar: „Ef mið er tekið af því hve margir bíða þess að komast að þyrfti deildin að stækka að minnsta kosti um helming. Slík stækkun hefði í for með sér að starfslið deildarinnar nýttist betur og jafnframt væri hugs- anlegt að bæta við einhverri starf- semi og þá sérstaklega þjónustu við slasaða sjúklinga og sjúklinga með áverka þar sem bæta þarf vefjatap." Samkvæmt þessu mun tæpast of- áætlað að a.m.k. um 5.000 manns — eða 1 afhveijum 50 íslendingum — bíði þess að komast undir hnífinn hjá skurðlæknum á sjúkrahúsum lands- ins, fyrir utan allar aðgerðir sem framkvæmdar eru á læknastofum. Þar af leitar meirihlutinn eftir linun þrauta og brottnámi meina. En sá hópur virðist líka nokkuð stór sem vill undir hnífinn til að fá fallegri spegilmynd — á kostnað ríkissjóðs, þ.e. skattgreiðendanna. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.