Tíminn - 11.09.1990, Síða 10

Tíminn - 11.09.1990, Síða 10
10 Tíminn Myndbandagerð Vídeó - Nýtt námskeið Sjö vikna námskeið í myndbandagerð hefst 17. september næstkomandi. Kennt verður 2 sinnum í viku, mánud. og miðv.d. kl.^9-22. Megin áhersla er lögð á: kvikmyndasögur myndbyggingu, eðli og notkun myndmáls í kvikmyndum, handritsgerð ásamt upptöku, klippingu og hljóðsetningu eigin myndefnis nemenda. Kennari er Ólafur Angantýsson og verður kennt í Miðbæjarskólanum. Kennslugjald er kr. 7.600,-. Innritun í símum 12992 og 14106 kl. 10-19. Námsflokkar Reykjavíkur Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar. Miklubraut 68 S13630 Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa Gunnlaugs Ólafssonar :ofustjóra Bimum 50 týnverandi sl Alfhei verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. september kl. 13.30. Oddný Pétursdóttir, AHtún Gunnlaugsdóttir, Ólafur Gunnlaugsson, Margrét Ingimarsdóttir, Gylfi Gunnlaugsson, Ragnhildur Hannesdóttir og bamaböm t Móðir okkar, tengdamóðir, stjúpmóðir og amma Ólöf Helgadóttir Sólheimum 30 andaðist laugardaginn 8. september. Ragnhildur Björnsdóttir Helgi Björnsson Erlendur Björnsson Gyða BJörk Björnsdóttir Birna Björnsdóttlr og / Ólafur Ófeigsson Sofffa Wedholm Þórunn Júlíusdóttir Bjarni Valur Guðmundsson Guðmundur Þorsteinsson barnabörn. JEPPA- HJÓLBARÐAR Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá KÓREU 235/75 R15 kr. 6.650,- 30/9,5 R15 kr. 6.950,- 31/10,5 R15 kr. 7.550,- 33/12,5 R15 kr. 9.450,- Örugg og hröð þjónusta BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavfk Símar: 91-30501 og 84844 BÍLALEIGA með útibú allt ( kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bfi á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bfla eriendis interRent Europcar Ein af myndunum sem verða á sýningunni f Hlaðvarpanum. Svona leit Skaftafell í Öræfum út er það fékk nafnið Skaftafell. Þriðja sýningin á þessu ári Valdimar Bjamfreðsson heldur einka- sýningu á verkum sínum í Hlaðvarpan- um, Vesturgötu 3 i Reykjavik. Þetta er einkasýning og verður hún opnuð hún i dag, 11. september. Valdimar heiur hald- ið tvær aðrar sýningar á verkum sinum, í Listasaíhí alþýðu og Hafnarborg í Hafh- arfirði. Á sýningunni eru 50 myndir í olíu og akríl. Flestar eru myndirnar fengnar með bollaspá, bollalestri eða bollasýnum. Sýningin verður opin virka daga milli kl. 12 og 18 en á laugardögum milli kl. 10 og 16. Leiðrétting í minningargrein Tómasar Ámasonar um Geir Hallgrimsson var greint frá bömum hans. í prentun blaðsins féll niður nafn Áslaugar, sem er doktor í jarðfræði. Er beðist velvirðingar á þessum mistök- um. Leiðrétting Tvær ágætar minningargreinar birtust um iþróttafrömuðinn Stefán Kristjánsson i laugardagsblaði Tímans. Svo óhöndug- lega tókst til að föðumafn höfundar siðari greinarinnar misritaðist en það er Þor- steinn Einarsson, fyrrverandi íþróttafull- trúi ríkisins, sem ritaði greinina og leið- réttast mistökin hér með. 11. september 1990 Leiðréttingar Minningargreinar um Friðjón Svein- bjömsson, sparisjóðsstjóra, og mynd af honum urðu viðskila þegar hans var minnst í Tímanum s.l. laugardag. Enn- ffemur misritaðist setning í grein Magn- úsar Sigurðssonar, en þar átti að standa: „Eftir skólagöngu starfaði hann um litla hríð hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, en réðst 1957 til Sparisjóðs Mýrasýslu og vann þeirri stofhun œ síðan. “ Hér er gerð siðbúin bragarbót og iika birt myndin af Friðjóni. Em hlutaðeigandi beðnir afsökunar á þessum leiðu mistök- Frföjón Svelnbjömsson. Gunnlaugur Olafsson / fyrrverandi skrifstofustjóri Fæddur 28. mars 1908 Dáinn 1. september 1990 Kveðja frá Mjólkursamsölunni I dag þegar Gunnlaugur Ólafsson, fyrrv. skrifstofustjóri, verður til moldar borinn, er hann kvaddur af starfsfólki Mjólkursamsölunnar með virðingu og þökk. Gunnlaugur réðst til Mjólkursam- sölunnar í ársbytjun 1935 og starfaði óslitið ffá stofndegi hennar 15. janú- ar ffam á mitt ár 1979 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Af þessum orðum má ráða að Gunnlaugur hafi í reynd verið tekinn til starfa hjá fyrir- tækinu áður en til formlegrar stofn- unar kom. Gunnlaugur tók því vissan þátt i undirbúningi stofnunar og lagði þannig ásamt öðrum grunn að þeim þýðingar- og umfangsmikla rekstri sem ffamundan var. Eftir kynni mín af Gunnlaugi veit ég að þessi mál hafa verið í traustum höndum og hann hafi ffá fyrsta starfsdegi til hins siðasta lagt sig allan ffam um að treysta sem best rekstur Mjólkursam- sölunnar, þvi fyrirtækið var nánast sem hluti af honum sjálfum. Gunnlaugur fékk ýmsu áorkað í starfi. Ástæður fyrir því voru margar. Starfsárin urðu mörg og þau voru einnig vel nýtt. Stundvísi og iðni var honum í blóð borin og reglusamur var Gunnlaugur í þess orðs fyllstu merkingu. Fyrst var Gunnlaugur í Annast dreifingu á matvörum og hvers konar kælivöru um land allt. Er með frystigeymslu fyrir lager. KÆLIBÍLL Sími 985-24597 Heima 91-24685 V J tvö ár umsjónarmaður mjólkurbúða MS, þá bókari i 4 ár en 1. október 1941 varð hann skrifstofustjóri og gegndi því starfi í rúmlega 37 ár. Þeir sem til þekkja vita hve margvísleg- um og ábyrgðarmiklum störfum í þágu mjólkuriðnaðar Gunnlaugur gegndi sem skrifstofustjóri. Hann bar ekki aðeins ábyrgð á launauppgjöri við allt starfsfólk Mjólkursamsöl- unnar sem og öðru bókhaldsuppgjöri heldur fór einnig tekjuuppgjör við fjölmarga mjólkurffamleiðendur um hans hendur. Þá er skylt að minnast mjög mikilvægra starfa við öflun og miðlun upplýsinga, sem Gunnlaugur sá um fyrir verðlagningamefnd bú- vara. Nákvæmni þessara upplýsinga gat ráðið úrslitum um hvort bændur Fyrir sláturtíðina ARCOS-hnlfar fyrir fagmenn, veit- ingahús og heimili. Sterkir og vandaðir hnlfar. Mjög ódýr sett til heimilisnota: 4 hnlfar og brýni kr. 4.100.-. Öxi á kr. 1.700.-. Sendum i póstkröfu. ARCOS-hnífaumboðið, Pósthólf 10154,110 Reykjavík. Simi 91-76610. fengju tilskilið grundvallarverð greitt fyrir mjólkina eða ekki. Ég leyfi mér að efast um að aðrir hefðu staðið dyggari vörð um þetta hagsmunamál bænda. Ég kynntist Gunnlaugi fyrst 1973, er ég hóf störf hjá Mjólkursamsöl- unni. Atvik höguðu þvi þannig að samstarf okkar varð fljótlega mjög náið. Margs er að minnast þótt sam- starfsárin yrðu ekki mjög mörg, en þakkir eru mér þó efstar í huga. Fyrir mig, óharðnaðan ungan mann á þess- um tíma, hefði getað reynst erfitt að stíga fyrstu skrefin í stjómunarstarfi hjá gömlu og rótgrónu fyrirtæki. Svo reyndist þó ekki og var Gunnlaugi ekki hvað síst fyrir að þakka. Hann reyndist mér ekki aðeins góður ffændi heldur einnig traustur og ráðagóður vinnufélagi. Nánari kynni af Gunnlaugi sannfærðu mig og vafalítið fleira samstarfsfólk um að bak við stundum hijúft yfirborð var tilfmningaríkur maður sem lét sér mjög annt um fyrirtækið, samstarfs- fólkið, eiginkonuna sína og böm svo og aðra vini og vandamenn. Fyrir hönd Mjólkursamsölunnar sendi ég eftirlifandi eiginkonu, Odd- nýju Pétursdóttur, og fjölskyldu þeirra hjóna innilegar samúðarkveðj- ur. Guðlaugur Björgvinsson LITAÐ JÁRN Á ÞÖK OG VEGGI Einnig galvaníserað þakjárn , Gottverð. Söluaðilar: Málmiðjan hf. Salan sf.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.