Tíminn - 11.09.1990, Page 14

Tíminn - 11.09.1990, Page 14
14 Tíminrr Þriðjudagur 11. september 1990 CltroenXMV624eraflm8dnogþægiegurlúxusbflI. SásemhefurefhiáaðsnaraútverðiþokkategraríbúðartlaðeígnastbtTmgeturveriðfÍJllsæmdurafhonum. Timanyndsá Leðurklætt Ijúft lúxustryllitæki Stutt kynni við eðal- vagninn Citroén XM V6.24 Fyrr á þessu sumrí var hópur franskra kvikmyndatökumanna staddur hér á landi til aö taka auglýsingakvikmynd af nýrrí lúx- usútgáfu af Citroen XM bflnum, svonefndum XM V6.24. Citroen- bflaverksmiöjumar ætla sér greinilega stóran hlut með þennan bíl á markaði fyrír stóra og vandaða lúxusbfla og í tengslum við myndatökuna fyrmefndu var hvergi til sparað. Citroén XM hefur verið á evrópsk- um bílamarkaði um nokkurt skeið og fallið vel að smekk kaupenda og selst grimmt. Hingað til lands hefur hann þó ekki verið fluttur ennþá, en á því mun þó verða breyting á næst- unni. XM V6.24-bíllinn er nýjasta út- gáfa XM-bílanna. Hann er mikill og vandaður lúxusvagn og sá vand- aðasti af XM-bílunum. Hann var raunar ekki kominn í framleiðslu þegar verið var að taka auglýsinga- myndina, en hún á að verða liður í mikilli auglýsingaherferð nú á haustdögum. Til að ekkert færi úrskeiðis við myndatökuna var flogið með bílinn hingað til lands í sérstakri flugvél. Og til tryggingar gegn hugsanleg- um áfollum, sem bíllinn kynni að verða fyrir meðan á myndatökunni stæði, var öðru eintaki af XM V6.24 flogið hingað til lands og stóð sá tilbúinn inni í húsi hjá Glob- us, umboðsaðila Citroén. Blaðamönnum var gefrnn kostur á að reynsluaka kvikmyndarbílnum lítillega eftir að myndatökunni lauk og fengu Tímamenn bílinn til akst- urs að morgni þess sama dags og hann var sendur úr landi til Frakk- lands. Bíllinn bar að nokkru með sér að hann væri eins konar „prótótýpa", því að stöku takkar voru bara takk- ar, greinilega hafðir þama til að sjást á mynd. En þetta eru nú útúrdúrar. Lítum nú aðeins á bílinn sjálfan sem sann- arlega er ekkert ffat — bæði þægi- legur, öskukraftmikill og hrað- skreiður. Það er vissulega ekki á hveijum degi sem maður ekur slík- um bíl sem Citroén XM er — tæpra fimm milljóna króna bíl, sem auk þess hefur ekki verið formlega kynntur á markaðnum. Það eitt út af fýrir sig er í sjálfu sér svolítil upp- lifiin. Fjöðrunin er hin klassiska Citroén- gasfjöðmn, en hér er tölvutæknin komin til skjalanna, þannig að við- brögðin verða önnur en í eldri bíl- unum. Þess vildi gæta á eldri útgáf- um fjöðrunarinnar, að hún tæki illa þvottabretti, þvi að þá var eins og skynjarar hennar næðu hreinlega ekki að átta sig og útkoman varð sú að hún varð glerhörð við slík skil- yrði. Hér er ekkert slíkt á ferðinni, því að tölvan skynjar allt á augabragði og sendir boð, þannig að fjöðmnin bregst við á þann hátt að bíllinn er aldeilis lúsþýður. Maður finnur ósköp lítið fýrir því þótt vegiuinn sé hreint út sagt djöfiillegur. Jafn- ffamt mýktinni er bíllinn ekkert að rugga eða taka dýfur, þótt aksturinn sé sviptingasamur. Þá er hægt að stilla með einum takka hvort maður vilji hafa mjúka og þægilega fjöðr- un, eða þá stinna og sportlega. Bíllinn var einstaklega rásfastur og raunar var hann það líka á malar- vegi, þrátt fyrir talsverða lausamöl. Hann fór létt með að ösla gegnum beygjumar og farþegar mínir, sem em þrautreynt bílafólk, höfðu orð á því hve bíllinn svfnlægi og það era vist engar ýkjur. Bíllinn var hins vegar ekki ryðvarinn hér heima og eins vantaði sennilega plastbretti eða einhveijar slikar hlifar inn i brettin á honum, þvi að í lausamöl buldi rosalega i honum undan gijót- kasti upp í brettin. Vélin í bilnum er alveg ný. Hún er sex strokka V-vél, þriggja lítra, með ijóram ventlum við hvert sprengi- hólf, eða alls 24. Þá er bein innspýt- ing á eldsneytinu og tölva sér um að laga véliná að akstrinum eins og hann er hveiju sinni. Hún sér þann- ig um að t.d. kveikjutíminn sé alltaf sá rétti, hvort sem ekið er jafnt og á lágum vélarsnúningi eða þegar slegið er rækilega i og allt þar á milli. Viðbragð bílsins og vinnsla er enda með því betra sem gerist og eitthvað um 8 sekúndur tekur að ná hundraðinu og líkast til er hægt að ná tæplega 300 km hraða, ef að- stæður era á annað borð til slíks æðigangs. Þetta eintak af XM-bílnum var með fimm gíra beinskiptingu og mér fannst að það réðist í raun af því hversu handfljótur maður var við að skipta um gíra, hversu fljótt billinn náði hundraðinu. Vélarork- an væri það mikil að væri billinn sjálfskiptur, gæti hann verið enn sneggri en 8 sekúndur að því. Þetta er þó meir tilfinning mín en niður- staða athugana. Að innan var XM-bíllinn sérlega flnn. Sæti, mælaborð, hurðaspjöld og stýri var allt klætt ekta leðri. All- ir mælar era auðlæsilegir og engir ffanskir fldusar þar. (Frönsku fídus- amir era reyndar, að því manni sýn- ist, úr sögunni í ffönskum bílum.) Þá er allt rafknúið sem hugsast get- ur, ekki bara rúður og hurðalæsing- ar, heldur má líka stilla ffamsæti og alls konar höfuð- og armpúða á fjölmarga vegu og allt fer þetta ffam með hjálp raffnagns. Þá er bíllinn hljóðlátur og ljúfur i akstri og allri umgengni við allar þær aðstæður sem ég náði að prófa hann við. Hitamælar sýna hitastigið úti og inni og miðstöðin er stillt á ákveðið hitastig og síðan þarf ekki að hugsa um það meir. A stýrinu era takkar til að stjóma útvarpinu og segulbandinu 1 bílnum — það er réttara að tala um stereógræjur en um útvarp — og öll stjómtæki era við höndina. Niðurstaðan af þessum stuttu kynnum við Citroén XM V6 24 er sú að hann sé skemmtilegur eðal- vagn. Sá sem hefur efni á að borga fyrir þennan bíl getur verið fiill- sæmdur af honum, ekki siður en eigendur annarra lúxusbíla í svip- uðum verð- og gæðaflokki. —sá

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.