Tíminn - 22.09.1990, Blaðsíða 4
4*. Tmm
0tða93rdagúr'22. S&pterabBF 'JQQO
AÐ UTAN
Austur-Þýskaland heyrir brátt sögunni til —
gömlu ríkin verða endurreist:
Fyrstu frjálsu
rflciskosning-
arnar verða
14. okt. nk.
Rúmum 38 árum eftir að gömlu ríkin innan Austur-Þýskalands
voru áfnumin fara fram fýrstu frjálsu, lýðræðislegu kosning-
amartil ríkisþinga í Brandenburg, Mecklenburg-Vorpommern,
Sachsen, Sachsen-Anhalt og Thúríngen þann 14. október nk.
Því næst verða núverandi lögsagnarumdæmi (Bezirke), sem
miðstýrt hefur veríð frá Austur- Beríín síðan 1952, afnumin og
þannig sköpuð grundvallarskilyrði fyrir sambandsríkjaskipulag
fýrír allt Þýskaland.
„Ríkjaþing Austur-þýska alþýðulýðveldisins" var ekki fórm-
lega lagt niður fýrr en með stjómarskráríögum 8. desember
1958. Þó að ríkin séu ekki lengur nefnd á nafn í austur-þýsku
stjómarskránum frá 1968 og 1974, eru fjölmargir stjómlaga-
sérfræðingar þeirrar skoðunar að ríkin í Austur- Þýskalandi
hafi aldrei veríð „lagalega afríumin".
Að lokum var Austur-Þýskalandi
skipt niður í 14 lögsagnarumdæmi
(Bezirke), 28 borgarhverfi (Stadtk-
reise), 191 dreifbýlissvæði (Landk-
reise) og 7,601 sveitarfélög (Ge-
meinden).
Mecklen-
burg-Vorpommern
Svœði: Núverandi lögsagnarum-
dæmin Neubrandenburg, Rostock
og Schwerin
Stœrð: 22.938 ferkílómetrar
Framtíðarhöfúðborg: Rostock eða
Schwerin
íbúajjöldi: 2,1 milljón.
Borgir eins og Schwerin, Wismar
og Rostock eiga sér langa hefð frá
tímum Hansakaupmanna. Rostock
er stærsta úthafshöfn Austur-
Þýskalands. Strönd Eystrasalts varð
helsti sumarleyfisstaður landsins. A
hverju ári komu allt að þijár millj-
ónir austur-þýskra ferðamanna til
baðstrandastaðanna og hinna vel-
þekktu eyja Rugen og Usedom. 650
stöðuvötn, fljótin og skógivaxnar
hæðimar gera Mecklenburg-Vor-
pommem að einu stæcsta friðaða
svæði Þýskalands.
Brandenburg
Svæði: Núverandi lögsagnaram-
dæmin Cottbus, Frankfúrt a.d. Od-
er, Potsdám
Stærð: 26,976 ferkílómetrar
Framtíðarhöfúðborg: Potsdam
íbúafjöldi: 2,7 milljónir.
„Látið glæsilegar byggingar um-
kringja mig,“ sagði Friðrik mikli og
lét reisa Sanssouci-höllina í Pots-
dam 1745-47. 2,7 milljónir manna
búa nú á því svæði sem eitt sinn var
kjami Prússlands, að Berlín ffá-
taldri. Rithöfundurinn Theodor
Fontane hefúr lýst á myndrænan
hátt þessum hluta norður- þýska
láglendisins í „Gönguferðir um hér-
aðið Brandcnburg", með fúmskóg-
um, sandbreiðum, stöðuvötnum og
heiðum í sveitahéruðunum Prignitz,
Uckermark, Havelland, Mittelmark
og Niederlausitz. Brandenburg nær
allt inn á iðnaðarsvæðið við Cottbus
og hinn rómantíska Spreewald.
Sachsen-Anhalt
Svœði: Núverandi lögsagnamm-
dæmin Halle og Magdeburg
Stœrð: 20,669 ferkílómetrar
Framtiðarhöfuðborg: Halle eða
Magdeburg
íbúafjöldi: 3 milljónir.
Sachsen-Anhalt er mikilvæg mið-
stöð iðnaðar (sér í lagi efnaiðnaðar
Senn líður að því að Þýskaland
sameinist og liður í sameining-
unni er endurreisn gömlu rikj-
anna í Austur-Þýskalandi og
þinga þeirra.
umhverfis Halle), ekki síður en
vélasmíði og landbúnaðar (Magde-
burger Börde). Þar til viðbótar er
þar fjöldi háskóla, auk tækniskóla
og uppeldisfræðiskóla. Hándel-
listahátíðir í Halle minna á tón-
skáldið Georg Friedrich Handel. Á
þessu svæði átti mótmælendatrúin
upptök sín á 16. öld. Marteinn Lút-
her fæddist árið 1483 f Eisleben.
1517 hengdi hann upp á hurð hallar-
kirkjunnar í Wittenberg við Saxelfi
greinamar sínar 95.
Thiiringen
Svæði: Núverandi lögsagnarum-
dæmin Erfúrt, Gera og Suhl — og
allmörg hverfi úr inndæmum Halle
og Leipzig
Stærð: 16,200 ferkílómetrar
Framtíðarhöfuðborg: Erfúrt
Ibúajjöldi: 1,6 milljónir.
Vegna mikilla skóga er Thilringen
kallað „Hið græna hjarta Þýska-
lands“. Bækistöðvar iðnaðar em í
Eisenach (bílasmíði) og Jena, sem
er ffæg fyrir vísindatækjasmíði
(,/eiss Jena“). Þar til viðbótar em
hefðbundnar handiðnir og sumar-
og vetrarferðamannaþjónusta þar í
stómm stíl. Menningarhefð er sterk.
Borgin, sem skarar fram úr, er Wei-
mar, sem Goethe, Schiller og Her-
der settu sterkan svip á. 1919 kom
þjóðþingið saman í Weimar og gaf
sá atburður „Weimar-lýðveldinu"
nafn.
Erfúrt (dómkirkjan og
Krámerbrucke) og Eisenach (Wart-
burg, þar sem Marteinn Lúther
þýddi biblíuna á þýsku) em önnur
menningarsetur í Thuringen.
Sachsen
Svæði: Núverandi lögsagnamm-
dæmin Dresden, Leipzig, Chemn-
itz, auk hverfanna Hoyerswerda og
Weisswasser í umdæmi Cottbus
Stærð: 18,300 ferkílómetrar
Framtiðarhöfuðborg: Dresden
Ibúafjöldi: 5 milljónir.
Auk menningarsvæðanna í Dres-
den („Flórens við Elbe“) og Meis-
sen (postulín), svo og sumarleyfis-
miðstöðvanna (Elbsandstein-Ge-
birge/Erzgebirge) mynda kaup-
stefnu- og háskólaborgimar Leipzig
og Chemnitz með sin stóm iðnaðar-
svæði kjama Sachsens (Saxlands).
Goethe hyllti Leipzig með orðunum
„Eg á aðeins hól um Leipzig mína“.
Gewandhaus og Tómasarkirkjan
em ffægar. Zwinger, Semper-óper-
an og Hofkirche setja svip sinn á
Dresden.
Sérstakar reglur hafa verið settar
um Austur-Berlín, sem hefúr verið
höfúðborg Austur-þýska alþýðulýð-
veldisins til þessa.
Borgarstjóminni, sem kosin var 6.
maí 1990, hefúr verið veitt sérstaða
í „Lándereinfiihrungsgesetz“,
kynningarlögum um ríkin.
Þar af leiðandi taka íbúar Austur-
Berlínar ekki þátt f kosningunum til
ríkisþinganna 14. október 1990.
„Berlínar-kosningamar“ fara ffam
samtímis alþýsku kosningunum 2.
desember 1990.
Sama dag og eining Þýskalands
gengur í gildi verður Berlín sam-
bandsríki í sameinuðu Þýskalandi.
800 HROSS A
JAPANSMARKAÐ
Þrjár sendingar hafa faríö af
hrossakjöti til Japans í haust á
vegum Búvörudeildar Sambands-
ins. Aö sögn Jóhanns Steinsson-
ar hjá Búvörudeildinni eru áætl-
anir um að vera með allt aö 800
hross í þennan útflutning ffam
undir jól, sem er svipað og í fyrra.
Um er að ræða vel feit og fullorðin
hross, og em læri og hryggur seld í
einu stykki. Verð fyrir þetta kjöt skil-
aði á bilinu 60-70% af skráðum
heildsöluverðum hér á landi, sem
þykir nokkuð gott miðað við aðrar
kjötvömr sem fluttar em út. Hrossa-
kjöt hefur verið selt í tvö til þrjú ár til
Japans og er um að ræða svokallað
fitusprengt kjöt, sem Japanir borða
hrátt og auðvitað með bestu lyst. Jó-
hann sagðist hafa smakkað kjötið
matreitt á þennan hátt og það hafi
smakkast ágætlega. „Fituþræðimir
em í vöðvunum og gera það að verk-
um að kjötið er mjúkt og ef maður
kemst yfir að borða það hrátt, þá er
það ljúffengt.“ -hs.
Dr. Rausing sæmdur fálkaorðu
Forseti fslands mun í dag sæma
dr. Gad Rausing fálkaorðunni
vegna framlags hans til eflingar
íslenskum fræðum við Oxfordhá-
skólann. " /
Dr. Gad Rausing er sænskur fom-
leifafræðingur og einn aðaleigandi
fyrirtækisins Tetrapak. Hann beitti
sér fyrir því á s.l. ári að fyrirtækið
legði fram 40 milljónir íslenskra
króna til að tryggja ffamtíð kennara-
stóls í íslensku við Oxfordháskóla. I
kvöld mun forseti íslands halda
kvöldverðarhpð, dr. Gad Rausing tií.
héiðurs. Á morgun heimsækir hann
meðal annars Ámastofnun, Háskóla.
íslands og tístasöfn. . -
-hs.
Nikósfa
heimagerðum sprengjum og
grjóti í ofsafengnum mótmælum
gegn bandariskum herstöðvum i
landinu.
Bonn
Fulltrúar löggjafar-
strengt þess heit að hopa hvergi
i Persaflóadeílunni og i framhaldi
af því hafa þeir skipað tilteknum
vestrænum sendiráðsmönnum
úr iandi. Saddam Hussein kom
fram i sjónvarpi f fyrrinótt og
ávarpaði þjóðina. (tilkynningunni
var ekki svo mikiö sem minnst á
frið. „Látið öllum skiljast að þessi
barátta verður mesta barátta
allra tíma,'1 sagði í tilkynningunni.
Sameinuöu þjóóirnar —
Fastaþjóðimar fimm f ðryggis-
ráðl SÞ eru enn aö vinna aö tii-
lögu um loftferöabann til og frá ír-
ak til að tryggja að umheimurinn
hafi engar samgöngur í lofti við
írak.
Manila — Corazon Aquino, for-
seti Filippseyja, hefur hækkað ol-
fuverð í landinu að meðaltali um
32%. Þetta hefur valdið ótta um
frékarí uppreisnir og verkföll hjá
verkamönnum og þeim sem
vinna að samgörígumálum. Lög-
reglá beitti táragási og háþrýsti-
slöngum gegn 1500 virístri
mörínum sem börðust með
þingsins í Vestur-Þýskalandi
samþykktu loks í gær samning
um samruna ríkisins við Austur-
Þýskaland. Þar með verður
Þýskaland ein 78 milljóna manna
þjóð 3. október nk.
Bangkok — Vaxandi opinberar
erjur milli tveggja þingmanna í
Tælandi viröast ætla að steypa
sjö flokka samsteypustjóm
Chatichai Choonhavan forsætis-
ráðherra.
Moskva — Boris Jettsin, for-
sætisráðherra Rússlands og lyk-
iimaður í þeim efnahags- og
stjórnmálavanda sem Sovétríkin
eiga nú í, lenti i bílstysi í Moskvu
i gær, en slasaðist áðeins lítil-
lega.
Búkarest — Nicu Ceausescu,
sonur einræðisherrans fyrrver-
andi, var í gær fundinn sekur um
morð og dæmdur I 20 ára fang-
elsi og sviptur öllum borgaraleg-
um réttindum.
Moskva — Nikolai Ryshkov,
forsætisráðherra Sovétrikjanna,
hvatti þingið i gær til aö fara
málamiðlunarleið að þvf að
breyta miðstýrðu og flóknu efna-
hagskerfi landsins i vestrænt
markaðskerfi.
Dhahran — Saudi-Arabar
stefna nú að þvi að taka i gagnið
olíustöðvar sem lagðar voru nið-
ur um miðjan niunda áratuginn
og munu geta komiö olíuvinnslu
sinni upp i hámark, eða 10 millj-
ón tunnur á dag, innan árs.
London — Evrópsk verðbréf
hrundu í verði í morgun vegna
vaxandi uggs um að bardagar
kunni aö brjótast út við Persa-
flóa.
Róm — Mafían á Sikiley skaut
dómara til bana til að mótmæla
því að stjómin hefur boðað hert-
ar aögerðir gegn skipulagðri
glæpastarfsemi.
Soffa — Sósíalistaflokkur Búlg-
aríu, eini fyrrum kömmúnista-
flokkurinn i Austur-Evrópu sem
unnið hefur kosningar með
hreinum meirihluta, hefur nú
myndað eins flokks ríkisstjórn.