Tíminn - 22.09.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.09.1990, Blaðsíða 6
Tíminn 6 Laugardagur 22, september 1990 . Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavík. Síml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I tausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 NATO og heimurinn í Tímabréfmu í dag er fjallað um þann krossferðar- anda sem gripið hefur um sig vegna innrásar íraka í Kúvæt. Má með sanni segja að ekki sé gert minna úr þessari árás eins Arabaríkis á annað en vert er, því að lögð er mikil áhersla á að sýna fram á, að framferði íraksstjómar eigi sér varla fordæmi, auk þess sem ekki er sparað að líkja einræðisherranum Saddam Hússein við Adolf Hitler, alkunnan upp- hafsmann heimsstyrjaldarinnar síðari. Vafalaust er margt líkt með þeim Saddam og Hitl- er, en eins og margir sérfræðingar í alþjóðamálum hafa bent á í því sambandi er mannjöfnuður af þessu tagi ekki einhlítur og oft til hans gripið í ein- hvers konar ofboði eða beinum stjómmálatilgangi. I umræðum um núverandi Persaflóadeilu fer því fjarri að atburðir séu settir í sögulegt samhengi eða skýrðir út frá pólitísku og hemaðarlegu ástandi'þess heimshluta sem þeir gerast í. Mætti helst ætla að með innrásinni í Kúvæt hafi írakar verið að rjúfa frið í Miðausturlöndum sem er beinlínis rangt, því að þessi heimshluti er eitthvert argasta ófriðarbæli sem um getur í samanlögðu styrjaldarástandi heimsins utan Evrópu. Það er heldur ekki verið að tíunda það í ræðum leiðtoga stórveldanna upp á síðkastið að Saddam Hússein hefur notið mikils stuðnings þeirra við uppbyggingu hemaðarveldis síns, einfaldlega vegna þess að fram til 3. ágúst sl. var hann talinn skárri en margur annar smáhitlerinn í Austurlönd- um nær. Út af fyrir sig er það lofsvert framtak sem Banda- ríkjamenn eiga mikinn hlut í, að búist sé til vamar gegn frekari innrásum íraka og þeim gert ljóst að þeir skuli hverfa úr Kúvæt og ógilda innlimun landsins í írak. Hins vegar er ekki hægt að komast hjá því að vara við því pólitíska ofboði sem gripið hefur um sig af þessu tilefni. Þar er ekki síst ástæða til að vekja athygli á kerfísbundnum áróðri ýmissa áhrifamanna í Atlantshafsbandalaginu um að það fari að breyta stofnsáttmála sínum um að vera vam- arbandalag Norður- Atlantshafsríkja í það að verða alheimshemaðarbandalag sem eigi sér engin land- fræðileg takmörk. Manfreð Wömer, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, er meðal þeirra forystumanna banda- lagsins sem famir em að gera því skóna að NATO þurfí að stækka umráða- og hagsmunasvæði sitt. Það bendir til þess að áróðurinn verði hertur innan bandalagsins. Islendingar verða að hafa á sér allan vara um þessar hugmyndir, enda fráleitt að gleypa við þeim hráum. Flest bendir til þess að farið verði að kreíjast af okkur nýrra skuldbindinga vegna hemaðarútgjalda, enda þegar farið að prófa sig áfram með það í Persaflóadeilunni, eins og rætt er sérstaklega í Tímabréfínu og því verður fylgt eftir, ef Islendingar gangast undir hugmyndimar um að NATO breytist á alþjóðalögreglu. RUMT ÁR ER LIÐIÐ síðan George Bush Bandaríkjaforseti flutti þjóð sinni og heiminum öll- um alvöruþrunginn boðskap um stríð gegn framleiðendum, smyglurum og dreifingarhringum fíkniefha í Bandaríkjunum. Stríðsvettvangurinn var þó engan veginn bundinn við Bandaríkin, því að forsetinn hafði í hyggju að uppræta ræktun fíkniefhajurta í öðrum löndum og ijúfa aðflutn- inga á efhunum til Bandaríkjanna, þótt það kostaði íhlutun í innan- landsmál viðkomandi landa með einum eða öðrum hætti. Er óhætt að fullyrða að sjaldan hefur leið- togi þjóðar beitt jafhsannfærandi mælsku og Bush þegar hann skar upp herör gegn fíkniefhaógninni síðsumars 1989. Mælska Bandaríkj aforseta Forseti Bandaríkjanna hafði æma ástæðu til þess að beita sér i þessu máli, því að neysla fíkniefha er orðin að útbreiddu félagslegu og heilsufarslegu vandamáli í land- inu og umfangsmikilli undir- heimastarfsemi glæpahringanna. Ut af fyrir sig er fíkniefhaneysla ekki einskorðuð við Bandaríkin. Hér er um alþjóðlegt vandamál að ræða sem snertir flest lönd heims að meira eða minna leyti, ekki síð- ur í Evrópu en í Ameríku, þess gætir m.a. á íslandi án þess að neitt liggi fyrir um það hvar Is- lendingar eru þar á vegi staddir í samanburði við aðrar þjóðir. Vandamálið hér er eigi að síður nægilegt til þess að hafa af því áhyggjur. Það hefur í rauninni sýnt svipuð einkenni og alls staðar þar sem það er fyrir hendi, þótt vissu- lega sé það í smærri stíl en í hinum stóru þjóðfélögum, t.d. Bandaríkj- unum. Því má þó ekki gleyma að fíkniefnaneysla og ásókn í þau er undirrót margra þeirra afbrota sem íslensku þjóðinni stendur hvað mest ógn af. Fíkniefhavandinn er ekkert hégómamál. Það var því auðvelt að skilja þá miklu áherslu sem Bandaríkjafor- seti lagði á vilja sinn og ríkis- stjómar sinnar til þess að vinna gegn fíkniefhaneyslunni og kosta þar mikfirtil í fjárframlögum og löggæslustörfum, reyndar beinum hemaðaraðgerðum. Eitt af því sem varð sérstaklega til þess að reka á eftir aðgerðum Bandaríkja- forseta í þessum efhum var ástandið í Suður-Ameríkuríkinu Kólumbíu, sem á land að Karab- íska hafinu og hefur að því leyti auðvelda siglingaleið til Banda- ríkjanna, því að stórsmygl er auð- veldast með skipum. Hefur verið talið að 80% af fíkniefhum á Bandaríkjamarkaði sé komið frá Kólumbíu. Þar að auki berst mik- ið magn fíkniefna þaðan til Evr- ópu. Bandaríkjaforseti gat því fundið hljómgmnn fyrir herút- boði sínu gegn fíkniefnafurstum Kólumbíu hjá Evrópuþjóðum, að svo miklu leyti sem boðskap hans var beint í þá átt. Það stóð heldur ekki á því að fréttir af uppivöðslu- semi kókaínfurstanna í Kólumbíu rötuðu rétta leið um dreifíngar- kerfi heimspressunnar. A síðsum- armánuðum í fyrra og ffam á haust rak hver fféttin aðra af skipulögðum árásum einkaheija kókaínfurstanna á lögleg stjóm- völd landsins með morðhótunum og morðum á dómurum, blaða- mönnum og ráðherrum að ógleymdum atkvæðamiklum ffambjóðanda til forsetaembættis Kólumbíu. Var ekki að sökum að spyrja að veldi fíkniefhabarónanna reyndist ríki í ríkinu. Ríkisstjóm landsins fékk ekki við neitt ráðið, þótt hún réði að sjálfsögðu yfir her og lög- reglu og nyti þegar aðstoðar ffá Bandaríkjamönnum. Mátti svo sannarlega halda því ffam að eins konar borgarastríð ætti sér stað í landinu milli fíkniefhaveldis kókaínfurstanna og ríkisvaldsins. Fíkniefhakóngamir vom stað- ráðnir í að veija þau landsvæði sem þeir notuðu til ræktunar fíkniefnajurta og ffamleiðslu söluvamings og halda opnum flutningaleiðum til markaða í Norður-Ameríku og Evrópu. Utan við nútímann Öll var umgjörð þessa máls eins og hún væri utan við nútímann. En í reynd var svo ekki, heldur enn eitt dæmið um þær ósættan- legu stjómmála, menningar- og þjóðfélagslegu andstæður sem nútíminn er fullur af. Menn rekast alls staðar á þessar andstæður, engu síður á vesturhveli jarðar en annars staðar. „Bakgarður Banda- ríkjanna" er ekki lagður tómum súlnagöngum og rósabeðum, enda gerði George Bush sér það vel ljóst þegar hann blés til styrj- aldar gegn fíkniefhavandamálinu með rómaðri mælsku fyrir einu ári. Það stríð skyldi vera alamer- ískt, „pan- american“, eins og orðsnjallir fféttamenn létu sér um munn fara þegar þeir vom að leggja út af ræðu forsetans. George Bush gerði heldur ekki endasleppt við málstað sinn í þessu pan-ameríska fíkniefha- stríði. Á tímabili ráðgerði forset- inn og stjóm hans að senda full- vopnað lið bandarískra hermanna til Kólumbíu til þess að hefja styijöld að eigin ffumkvæði við hersveitir kókaínfurstanna. Ekkert varð þó úr þeirri ráðagerð, enda sætti málið mótspymu í hemum og meðal almennings. Herforingj- ar óttuðust að slík herför Banda- ríkjamanna gæti endað á álíka hel- för og Víetnamstríðið, sem er ffægasta hugsjónasfyijöld Banda- ríkjanna hingað til, en nú talin víti til vamaðar. Virðulegir íhalds- menn em nú í háðungarskyni fam- ir að kenna hana við ffjálslyndis- stefhu Kennedys og kenna henni um óviðráðanlega stigmögnun þess stríðs ffá ári til árs án þess að nokkum tíma bólaði á sigri „lýð- ræðisaflanna“ í Víetnam. George Bush hafði því andvara á sér um liðsflutninga til Kólumbíu. Að yfirlýstu samráði við ríkis- stjóm þess lands lét hann Kól- umbíumönnum í té milljarða dala í vopnum og öðrum herbúnaði, m.a. herflugvélum og vopnuðum þyrlum, og sendi sveit liðsfor- ingja til þess að þjálfa hermenn Kólumbíu í hemaði gegn eitur- lyfjasölum. Stríðið sem týndist Þannig tókst Bandaríkjaforseta að gera alvöm úr yfirlýsingum sínum um að beijast gegn kókaín- kaupmönnum með öllum tiltæk- um ráðum og á öllum vígstöðvum heima og erlendis. Það vom þessi affek George Bush sem heims- pressan tíundaði hvað ákafast í ágúst og september í fyrra. Kross- ferð Bandaríkjaforseta gegn kókaínfurstunum var ekki látin fara ffamhjá neinum meðan hún var í undirbúningi og á upphafs- stigi. Hins vegar hefur farið færri sögum af gangi þessarar kross- ferðar síðan. Hemaðurinn gegn fíkniefnavaldinu í Kólumbíu hef- ur ekki verið rúmffekur í fféttum það ár sem liðið er frá krossferð- arútboði Bandaríkjaforseta. Kókainstríðið týndist. Það er ekki fyrr en nú í þessum mánuði að fféttaritið Newsweek birtir grein um gang kókaínstríðs- ins í Kólumbíu og nálægum lönd- um undir fyrirsögninni Mátt dreg- ur úr Andesfjallahemaði. Fíkni- efhasalar Suður-Ameríku þrífast þrátt fyrir útskúfunaraðgerðir Bandaríkj astj ómar. Segir í greininni að aðeins ári eftir að Bush tilkynnti að hann ætlaði að hrinda af stokkunum því sem hann kallaði „Andesfjalla- áætlun“ og veija til hennar rúm- um tveimur milljörðum dala, sé svo komið að ýmsir þeir sem ffemst standa í þessari krossferð leiti nú leiða til að komast hjá henni. Her Kólumbíu er uppgef- inn og úttaugaður, margra mán- aða blóðug átök við fíkniefha- valdið hafa engan árangur haft. Bandarísk þingnefnd hefur reynt að gera úttekt á krossferð forseta sins gegn eiturlyíjaframleiðslunni í Suður-Ameríku og komist að harla dapurlegri niðurstöðu. Nefhdin segir að skipulagsleysi í herstjóm og botnlaus spilling í viðkomandi löndum dæmi úr leik alla viðleitni Bandaríkjastjómar til þess að uppræta starfsemi kókainfurstanna. Af nefhdarálit- inu verður ekki annað ráðið en að kókaínstyrjöld Bush forseta hafi gjörsamlega mistekist. Far vel Frans I ffétt Newsweek er því auk þess haldið ffam, að hinn nýi forseti Kólumbíu, Gavíria að nafhi, hafi haft við orð að sér og sinni þjóð komi þessi fíkniefhakrossferð hreint ekkert við. Hún sé eins og hver annar utanaðkomandi og al- þjóðlegur (þ.e.a.s. bandarískur) heilaspuni, sem Kólumbíumenn gera ekki annað en þola fyrir önn og amstur. í þessum orðum Kól- umbíuforseta er ekki þakklæti og aðdáun fyrir að fara, enda bætti hann gráu ofan á svart með því að gera greinarmun á því sem hann kallaði annars vegar „eitur- lyfjaterrorista“ og hins vegar „fíkniefnasala", sem er fínna orð í hans munni. Þar að auki er hert á þeirri röksemd, að fíkniefnabisn- issinn sé í eðli sínu „norður-amer-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.