Tíminn - 25.09.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.09.1990, Blaðsíða 2
2 Tími'rih Þrtiðjudagur '25. septémber 1Ö90 Bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar: Send til kæru- meðferðar Verið er að undirbúa á fullu hjá BHNR að senda bráðabirgðalög ríkústjómarinnar frá því í byrjun ágúst til kærumeðferðar hjá Al- þjóða vinnumálastofnuninni. Bú- ist er við að undirbúningnum tjúki innan tveggja til þriggja vikna. Launamálaráö BHMR veitti á fundi sínum síðastliðinn miðvikudag stjóm BHMR heimild að senda til kærumeð- ferðar hjá Alþjóða vinnumálastofnun- inni þau bráðabirgðalög sem sett voru 3. ágúst og tóku af samningsbundnar hækkanir til félagsmanna BHMR. Birgir Bjöm Sigurjónsson, hjá launa- málaráði BHMR, sagði að þetta væri í fullri vinnslu hjá þeim og þetta yrði sent Alþjóða vinnumálastofhuninni innan fárra vikna, um leið og það væri tilbúið. —SE Hafnarflörður: Landsamband bakarameistara teljur óþarflega að sér höggvið: Dagsbrún telur bakarí með óhóflegar verðhækkanir Guðmundur i. Guðmundsson, formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, og Leifur Guðjónsson, starfsmaður Verðlagseftirlits verkalýðsfélagana, lýstu því yfir í útvarpsviðtali, föstudaginn 7. september síðastliðinn, að óhóflegar verðhækkanir hefðu orðið hjá bakaríum í landinu að undanfömu. Töldu þeir hækkanirnar svo miklar að krefjast bærí verðstöðvunar á framleiðsluvörur bakar- íanna. Héldu Guðmundur og Leifur því fram að alvarlegustu kvart- animar sem bærust til verðlagseftirlitsins, væru tengdar verðlagn- ingu á bakaríisvörum. Landssamband bakarameistara tel- ur að þarna sé ómaklega að bakar- íum í landinu vegið. Könnun sem síðan hefur verið gerð meðal þeirra bakaría sem eru í Landssamband- inu, en það eru nær öll bakarí í land- inu, sýndi að frá 1. febrúar síðastlið- inn hafa alls 11 bakarí af 45 hækkað verð á vörum sínum. Verðhækkanir á þessu tímabili eru yfirleitt ekki meiri en 5%, og gjarnan verið langt um liðið frá síðustu verðhækkun í viðkomandi bakaríi. Að minnsta kosti eitt bakarí lækkaði verulega verð á framleiðslu sinni á þessu tímabili. Öll þau bakarí sem hækkað hafa verð á framleiðslu sinni frá 1. febrúar hafa haft fullt samráð við verðlagsyfirvöld áður en hækkan- irnar tóku gildi. Það er raunar al- menn regla hjá bakaríum að hafa samráð við verðlagsyfirvöld í sam- bandi við verðbreytingar. Landssamband bakarameistara tel- ur að með þessari könnun hafi verið leitt í ljós að fullyrðingar þessara forsvarsmanna verkalýðshreyfingar- innar í Iandinu fá ekki staðist. Þær hækkanir á bakaríisvörum sem orð- ið hafa á gildistíma þjóðarsáttar, eru ekki umfram það sem eðlilegt getur talist. Enda má það ljóst vera að verðlagsyfirvöld væru búin að gera viðhlítandi ráðstafanir hefði þeim þótt ástæða til. Þá gefur Landssam- band bakaría þá yfirlýsingu að það sé síst til þess fallið að skapa einingu um þjóðarsáttina þegar forsvars- menn verkalýðshreyfingarinnar taka heila atvinnugrein fyrir á þann hátt sem gert var í nefndu útvarps- viðtali. Það er lágmarkskrafa að þeir sem Iáta frá sér fara slíkar fullyrð- ingar færi rök fyrir þeim. Forsvars- menn verkalýðshreyfingarinnar gerðu það ekki í þessu tilviki og er það síst til að auka hróður þeirra. Leifur Guðjónsson sagði í viðtali við Tímann að það væri af og frá að þeir Guðmundur væru að ráðast á eina atvinnugrein í þessu sambandi. Aftur á móti væri ljóst að einhver bakarí hefðu hækkað vörur sínar meira en góðu hófi gegndi, mun meira en 5%. Þó nokkuð hefði verið hringt til þeirra og kvartað undan hækkunum í bakaríum. Leifur sagði einnig að það sem hann færi eftir og treysti langbest væri rödd fólksins í landinu. khg. RIT UM FÆREYJAR FRÁ ICELAND REVIEW er eftir Edward T. Jónsson sem búsettur er í Færeyjum. í honum er gerð grein fyrir helstu atriðum varðandi Færeyjar og Færeyinga. Gerð er grein fyrir legu landsins og stærð, jarðfræði, veðurfari, sögu, stjómmálalífí, menningu, tungu, efnahagslífí og fjallað er um Þórshöfn svo og samgöngur. Bókin fæst í helstu bókabúðum hér og kostar 595 krónur. Iceland Review hefur sent frá sér litla myndabók um Fær- eyjar með texta á sex tungu- málum: Ensku, dönsku, sænsku, norsku, þýsku og frönsku. Myndiraar í bókinni eru f fullum litum og eru af byggð og þjóðlífi í Færeyjum. Myndimar eru teknar af Páli Stefánssyni, jjósmyndara Iceland Review. Textinn í bókinni að nýrri íbúðabyggð SI. laugardag tók Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, fýrstu skóflu- stunguna að nýrri 103 íbúða byggð í svonefndu Fjárhús- bolti efst í Setbergslandi í Hafnarílrði. Byggðin hefúr hlotið nafnið Setbergshlíð og mun rísa á næstu þremur ár- um. SH-verktakar hafa annast allt skipulag ásamt hönnun húsa, gatna og sameiginlegra svæða. Þeir munu jafnframt annast allar framkvæmdlr við byggingu hverf- isins og frágang þess. Verkið á að vinnast í þremur áfongum og vera að fullu lokið í lok ársins 1993. Byggðin kemur til með að verða fjölbreytt og samanstanda af einbýlishúsum, raðhúsum, stallahúsum og fíölbýli. Guðmundur Arai Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sagði að það væri nýmæli hjá þelm að eitt verktakafýrirtæki tæki að sér að byggja hellt íbúðarhverfi og allt sem því fylgdi. Ástæðan fyrir því að sú leið var farin að fá eitt fyrir- tæki til að sjá um allar fram- kvæmdir var sú að þama væri um nokkuð sérstakt byggingarsvæði að ræða á íslenskan mællkvarða. Þaraa mun rísa byggð í allbrött- um hlíðum og það væri mjög fá- gætt ef ekld elnsdæmi hér á ís- landi að svona byggð hangi nán- ast í snarbröttum hlíðum þótt það tíökist vtða erlendis, bæði í Noregi og á Spáni svo dæmi séu nefnd. Guðmundur sagði að tals- vert langur aðdragandi hafi verið að þessu og farið hafi verið í út- boð á þessu, bæði varðandi hönn- un scm og fjárhagslegu hliðina. Niðurstaðan úr því hafi verið sú að SH-verktakar þóttu bæði vera með bestu útfærsluna og fjár- hagslega hafi þeirra tilboð komið best út fýrir bæjarfélagið. Guð- mundur sagði að þetta væri skemmtilegt verkefni og menn væru mjög spenntir að sjá hvem- ig til tækist. — SE NÝTT RÆKJUVERÐ Á fúndi yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins í dag var ákveðið Iágmarksverð á rækju, er gildir frá 16. sepL 1990 tU 15. jan.1991. Miðað er við rækju sem er óskelflett í vinnsluhæfu ástandi. 230 stk. og færri kosta 77 krónur pr. kg., en 231-290 stk. kosta 69 krónur pr. kg. og 291-350 stk. kosta 65 krónur pr. kg. en undir- málsrækja, 351 stk. kostar 28 krónur pr.kg. Verðið var ákveðið af oddamanni og fulltrúum seljenda gegn atkvæðum fulltrúa kaupenda. I yfimefnd áttu sæti: Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, sem var oddamað- ur nefndarinnar, Helgi Laxdal og Sveinn Hjörtur Hjartarson af hálfú seljenda og Bjami Lúðvíksson og Lár- us Jónasson af hálfu kaupenda. khg. Nýr veitinga- salur og krá í Sundahöfn I Sundakaffi við Klettagarða í Sundahöfn hefur nú verið tek- inn f notkun nýr myndarlegur veitingasalur og krá. Þessi sal- ur er í nýrrí viðbyggingu í vest- urenda Sundakaffis, aðeins steinsnar frá viðlegustað Við- eyjarferjunnar. I fréttatilkynningu frá Sundakaffi segir að í nýja veitingasalnum sé gestum og gangandi boðið að velja sér mat af glæsilegum matseðli, auk þess sem boðið sé upp á allar veit- ingar í fljótandi formi við lágværa og þægilega tónlist. Salurinn tekur 36 manns í sæti og hentar sérlega vel fýrir smærri fundi og mannfagn- aði. Salurinn er leigður út í hádeg- inu og á kvöldin, alla daga vikunnar, en fýrst í stað verður þar opið fýrir almenning á föstudags- og laugar- dagskvöldum frá kl. 18-01. Hægt er að opna aðra hluta hússins fýrir einkasamkvæmi og væri því hægt að hafa tvö slík samkvæmi eða fundi í gangi þar samtímis. Aðalsalurinn í Sundakaffi, í austurenda hússins, tekur 84 í sæti. —SE Þorsteinn Þorsteinsson, veitingamaður í Sundakaffi, framan við nýju viðbygginguna þar sem bæði er veit- ingastaður og bar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.