Tíminn - 25.09.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.09.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 25. september 1990 Tíminn i BÓKMENNTIR RÚSSNESK SAGA • GALÍNA Höf: Galína Pavlova Vishnevskaja Þýð: Guðrún Egilson Ljóðaþýð: Geir Kristjánsson Útg: Almenna bókafélagið Reykjavík 1990. 381 bls. Rússneska sagan hennar Galínu Vishnevskaju er merkileg bók og vel þýdd. Hún er ævisaga, sam- tímasaga og örlagasaga Galínu og samferðamanna hennar. Sjálf hlaut hún að njóta ýmiss konar forréttinda svo sem að eignast með tímanum íbúð með eigin- manni sínum og bíl, eftir að hún var orðin þjóðþekktur atvinnuein- söngvari við Bolshoj-óperuna í Moskvu. Fram að þeim tíma í rússnesku sögunni er frásögnin magnþrungin og óvægin, enda voru aðstæður hennar slíkar að enginn getur viljað rata í þær hörmungar stríðs og dauða, son- armissis, hungurs og algjörrar ör- birgðar. Sögu Galínu er vel lýst í yfirskrift bókarinnar sem sótt er til ljóðs eftir Önnu Akhmatovu er hefst á þessum orðum: „Ein kvenn- mannsrödd svífur sem vindblær / úr myrkri, úr drunga, úr nótt, / og allt sem hún snertir á flugi sínu / verður skyndilega annað.“ Fjöldi myndbrota er úr lífi og lífsbaráttu stúlku sem ekki naut uppeldis hjá foreldrum sínum og hlaut að fyrirlíta föður sinn. Æska hennar var sérstök fyrir það fyrst og fremst að hæfileiki hennar til að syngja fékk að brjótast fram vegna áráttu hennar og löngunar í þá átt. Andlegur styrkur kemur henni á rétta braut og hún virðist skynja hvenær tíminn er fullnað- ur til að breyta til. Er nema von að Akhmatova spyrji í ljóðinu sínu: „... hvaða ógnarafl / knýr hana áfram, þessa töfrarödd ” Þegar fram í sækir verður frá- sögn Galínu hins vegar leiðinleg aflestrar vegna endurtekninga. Er ekki laust við að votti fyrir þrá- hyggjulegum tilhneigingum, eins og verða vill hjá þeim sem lengi hafa þurft að berjast við ofurefli, án þess að hafa þann sigur sem stefnt var að. Endurteknar lýsing- ar á úrkynjuðum kerfiskörlum og undirgefnum vanmetagemlingum í allt of mikilli valdaaðstöðu gagn- vart listgreinum, eru ekki Iíklegar til annars en að hvetja lesanda til að Ieggja frá sér bókina. í þessu sambandi er einnig rétt af mér að efast um gríðarlega notkun á orð- réttum samræðum langt úr fortíð sögupersónunnar. Afar merkilegir kaflar eru engu að síður í bókinni þar sem lýst er samskiptum söngkonunnar við heimsþekkta listamenn og rithöf- unda og einkum þá sem hún virð- ist umgangast eftir að hún giftist síðasta manni sínum, Mstislav Ro- stropovitsj, sellósnillingi og hljómsveitarstjóra. Fyrirferðar- mestir í þeirri umfjöllun eru Dmitri Shostakovitsj og Alexander Solzhenitsyn. Minningu mikils fjölda annarra stórmenna er hald- ið á lofti í þessari bók og verð ég að viðurkenna, eins og líklega margir sem lesa hana, að fæstir hafa nokkru sinni verið kunnir ut- an Sovétríkjanna nema í þröngum faghópum. Ég verð t.d. að afhjúpa þá fáfræði mína að ekki kannaðist ég við nafn hins mikla óperu- stjórnanda Alexander Shamilje- vitsj Melik-Pashajev. Samt er greinilegt af skrifum Galínu að hann var afburðamaður í sinni grein. Það á ég henni nú að þakka að ég veit deili á konunginum Pas- hajev og fjölda annarra rússneskra menningarblóma. Bókin hefur að geyma magn- þrungnar lýsingar á mannlegum aðstæðum eins og þær geta ömur- legastar orðið í kúgun og pynting- um. Hún er einnig lýsing á vanda menningaraðalsins undir vald- níðslu Stalíns og síðar KGB og andlegu oki illa upplýstra hroka- gikkja í alræðisskák harðstjóra. Frásögn hennar endar á síðasta flugtaki frá Rússlandi er hún yfir- gefur landið fyrir allnokkrum ár- um: „Útlínur jarðar glata lit og lögun og hvít skýin Ijúkast yfir hana eins og líkklæði." íslensk þýðing Guðrúnar Egilson á texta og Geirs Kristjánssonar á ljóðum er fágæt að gæðum, því að um er að ræða raunverulega og vandaða þýðingu. Kristján Björnsson. Ingibjörg á Löngumýri LN'GIBJÖRG A LÖNGUMÝRl, Æviágrip, umsagnir, erindi, sögur, Ijóð, dularmál. Sigurður Gunnarsson valdi efniö og sá um útgáf- una. Formála ritar Amdís Magnúsdóttir f.h. nem- enda Ingibjargar. Gefið út af nemendum Ingibjaigar, Reykjavík, 1990.215 bls. Ingibjörg Jóhannsdóttir varð 85 ára þann l.júnísl. ogerþessi bók afmælis- rit henni til heiðurs. Ingibjörg var skólastjóri húsmæðraskólanna á Stað- arfelli í Dölum og síðar að Löngumýri í Skagafirði. Eftir umsögnum þeim sem í bókinni birtast hefur hún verið dáð og virt fyrir framlag sitt og lagni við að undirbúa ungar konur og stúlkur fyrir lífið á allan þann hátt sem hægt var við aðstæður hveiju sinni. Allur ffágangur bókarinnar ber vott um hlýjan hug og ræktarsemi í garð Ingibjargar, eins og reyndar öll tilsvör og viðhorf nemenda hennar bera vott um enn þann dag í dag. Bókin hefst á fáguðu æviágripi Ingi- bjargar fiá borði dr. Sigurbjöms Ein- arssonar biskups og er greinlegt að það hefur hann ritað af fúsleik þess er kynnst hefur framlagi Ingibjargar til stuðnings kirkju og kristni í landinu. Það framlag kórónaði Ingibjörg með því að gefa Þjóðkirkjunni Löngumýrar- skólann og er hann nú orðinn einn af helstu vermireitum kirkjunnar í Hóla- stifti undir forsjá Margrétar K. Jóns- dóttur, fyrrum nemanda hennar. Það kemur og í hlut Margrétar að skrifa umsögn um kynni sín af Ingibjörgu eins og margra annarra samferða- manna. í öðrum hluta eru erindi, ávörp og ræður Ingibjargar sjálfrar. í þriðja hlut- anum minnist hún nokkurra sam- ferðamanna í afmæliskveðjum og minningarorðum og í fjórða kafla er að finna synishom sagna, ljóða og dular- máls. I stuttu skólaljóði Húsmæðra- skólans á Löngumýri lýsir Ingibjörg í raun takmarki sínu með skólahaldinu: „Skýli þessum skólaranni / skjól er stefni himni mót / Eflist þroskaandinn sanni, / allir verði hér að manni. / Hlýni, stækki hjartarót“ Aftast í bókinni eru heilsíðumyndir af nemendum Ingibjargar á Staðarfelli og Löngumýri alla vetur ffá 1938 til 1967. Einn af þeim samferðamönnum sem gefur umsögn um skólastjórann er Jó- hann Bjamason, er segir m.a. um minningar skólameyjanna fyrir munn Breiðfirðinga, þegar hún flutti frá Stað- arfelli: Þér hófúð þeirra líf upp í hærra veldi og hjörtu þeirra ungra vöfðuð þeim eldi, sem alla ævi brann." Bókin er í senn hlýlega skrifuð, vönduð og merkileg Kristján Björmson. UR VIÐSKIPRALIFINU Aker eykur umsvif Cement _______________________ Sementsvinnsla fimm helstu fram- Notkun sements I Vestur-Evrópu leiðenda 1989 1983- 88 (I milljónum tonna) 50 mmmmsmimmwmmmm mmmmmmmmssmm 20Ö 160 120 80 40 1983 84 Aker Cement er stærsta einkafyrirtæki Noregs. Að öllu eða nokkru leyti á það 40 fyrirtæki í 13 Iöndum. Árlega getur það innan lands framleitt 22 milljónir tonna af sementi. Telst það (ásamt Euroc) helsti ffamleiöandi sements í heimi (á eftár Holderbank í Sviss, La- farge á Frakklandi, Blue Circle á Bret- landi og Ciments Francais). Af veltu Ak- er 1989, um 16 milljörðum norskra króna, lagði sement til þriðjung, en vaxandi hluL Ef hlutfallslega er talin til Aker framleiðsla í útlendum sements- verksmiðjum, sem það er eignaraðili að, nam framleiðsla þess 25 milljónum tonna 1988. Aker sameinaðist 1986 Norcem, sem forgöngu hafði um út- flutning sements í lausu. Utan lands eru umsvif Akers vaxandi. Ásamt sænsku fýrirtæki, Euroc, ffam- leiðanda sements og byggingarefna, myndaði Aker 1986 helmingarfélag, Scanem Intemational, sem haslað hef- ur sér völl í Bandaríkjunum austan- verðum og Vestur-Afríku. Á þeim mörkuðum seldi Scanem 1988 um 4,3 milljónir tonna af sementi, nálega tvö- falt meira en 1983. í Bandaríkjunum á Scanem nokkrar sementsverksmiðjun Allentown Cement í Pennsylvaníu, Vineland TVansit Mbc í New Jersey og sements-deildina í Atlas Corporation, og að hluta Continental Cement Comp- any, sem hefur verksmiðjur og dreifing- arkerfi í Missouri, Florida og á Bahama- eyjum. Þá starfrækir það Caribbean Ce- ment Company í Jamaica. (Fyrir mynd- un Scanem hafði Aker í tvo áratugi lagt New York-svæð inu til 30% af því sementi, sem þar var notað.) í apríl 1988 keyptu Aker og Euroc í fé- lagi annan helsta ffamleiðanda sements á Bretlandi, Castle CemenL á 230 millj- ónir sterlingspunda. Það ár nam ffam- leiðsla Castle Cement 3,7 milljónum tonna, en 4,5 milljónum tonna 1989. í fyrra, 1989, jók Aker hlut sinn í Va- lenciana de Cementos Portland (CVCP) úr 11,3% í 24,8% og kostaði til þess 289 milljónum $. En í 12 ár hefurÁker haft samstarf við þetta spánska fyrirtæki, upphaflega um sölu sements til Saudi- ArabíuogVestur-Aftíku. Stígandi Sænsk fyrirtæki áttu öðrum fremur í uppkaupum á fyrirtækj- um í EBE-Iöndum á fyrra árs- helmlngi 1990: Keyptu 96 fyrir- tæki fyrir 9 miUjarða Evrópudoll- ara (11,6 mllljarða dollara). Um þau uppkaup sagði Economist 1. september 1990: „í Stokkhólmi er óttast að sænsk fyrirtæki verði við úthverfu við- skiptalegra vamarmúra EBE, ef samningar takast eklá um Evr- ópskt efnahagssvæði á railli Fri- verslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Efnahagsbandalags Evrópu (EBE). Nálega öll sænsk fyrirtæki vilja fulla aðild Sviþjóðar að EBE og bíða þau þess ekki að embættis- menn og stjómmálamenn ljúki máli sínu. Þótt 2,6 Evrópudollara fjárfcsting Volvo í frönsku Rena- ull-bflasmiðjunni nemi fjórðungi samanlagðs andvirðis sænskra uppkaupa á árshelmingnum em þau ekki einstÖk í sinni röð: Á meðal annarra stórra vom kaup Stena á Sealink British Ferris á 400 milljónir EvrópudoUara, kaup Svenska Cellulosa á Reedpack, breskri pappírsgerð, á 1,5 millj- aröa EvrópudoUara, kaup timbur- og námafyrirtækisins Stora á Feldmuhe Nobel, þýskri iðnsam- steypu, á 2 mUljarða Evrópudoll- ara, og kaup hinna hraðvaxandi Nobel Industries á hlut í Crown Berger, breskri málningargerð, á 316 miUjónir Evrópudollara.“ „Samkvæmt athugun á vegum hinnar sænsku Rannsóknastofn- unar efnahags- og félagsmála hyggjast 40 stærstu fyrirtæki Sví- þjóðar auka fjárfestingu sína í EBE-löndum á næstu ámm. Sum þeirra kunna að fara að dæmi Statoil, norska rflásolíufclagsins, sem tilkynnti 28. ágúst (1990), að það muni hefja olíu- og jarðgas- vinnslu í samstarfi við BP. í fyrra (1989) festu sænsk fyrirtæki fyrsta sinni meira fé utan lands en innan. Af þeirri beinu fjárfestingu erlendis, sem var nýtt met, fóm 70% eða Skr. 35 mUljarðar tU EBE landa.“ Stígandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.