Tíminn - 25.09.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.09.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 25. september 1990 Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Asgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrifstofur.Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Síml: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsíman Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1000,- , verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Orka og iðnaður Almennt virðist sú stefna eiga hljómgrunn meðal þjóðarinnar að gera sér tekjulind úr orku fallvatna (og jarðvarma) með því að selja raímagn úr ís- lenskum orkuverum til orkufreks iðnaðar, en er- lendir auðhringar eigi iðjuverin. Þessa steínu er nú verið að framkvæma af fullum krafti af hálfu opin- berra aðila. Samningar um að útlendir álffamleið- endur reisi nýja álbræðslu á íslandi eru að komast á lokastig. Fáir gera ráð fyrir að upp úr þessum samningaviðræðum slitni eins og komið er. Varla er hægt að segja að neinar stórdeilur hafi orðið um meginþætti þessara mála sem það er að tengja saman íslenskar virkjanir og erlenda stór- iðju. Deilur um álsamningana hafa nær eingöngu staðið um staðarval álversins. Eins og málum er háttað um hinn almenna vilja til þess að nýta ís- lenska raforku til orkufreks iðnaðar, er eðlilegt að staðarvalið verði aðaldeilumálið. Engum getur dulist að iðjuver af þeirri stærð sem hér um ræðir er ekki bara áhrifavaldur þegar litið er á þjóðarbú- skapinn sem heild, heldur snerta efnahagslegu áhrifin afkomu verksmiðjustaðarins og nágrennis hans engu síður og miklu fremur í augum þeirra sem staðarvalið snertir beinlinis. Hin fyrirhugaða álbræðsla hefur því svo til ein- göngu verið rædd sem efnahags- og viðskiptamál, þ.e. menn hafa einblínt á fjárhagsvonina, peninga- gróðann sem henni fylgir í margvíslegum mynd- um. Svo eðlilegt sem það er að tryggja fjárhags- legan ávinning álsamninganna er á fleira að líta í því sambandi. Það hlýtur að valda ýmsum furðu, hversu lítið hefur verið talað um umhverfismál í umræðum um álbræðsluna, mengunarmálin, eins mikilvæg og þau eru í framkvæmd atvinnu- og iðnaðarstefnu nútímans. Hér verður því ekki haldið fram að þessi viðbót- arálbræðsla (hvar sem hún verður) sé sá skaðvald- ur íslensku umhverfi, lofti, landi og sjó, að hún ein skeri úr um hvort verið sé að fara yfir mörkin í mengunarhættu á íslandi. Hitt er einboðið að með tilkomu verksmiðjunnar er verið að auka mengun í landinu og slík mengun verður þeim mun meiri sem fleiri álbræðslur rísa. Ef íslendingar standa ekki þegar frammi fyrir því að þeir séu að fara yfir mengunarmörkin með nýja álverinu, þá er einsýnt að ef álbræðslustefnan verður keyrð áfram út í það óendanlega, er stefht á heljarþröm í umhverfis- og mengunarmálum. Nú- verandi álsamningum ber auðvitað að ljúka með skaplegum hætti eins og til hefur verið stofhað. En lokadagur samninganna þarf hins vegar að verða upphafsdagur í leit að nýjum úrræðum í iðnaðar- og atvinnumálum. Þjóðin þarf að eignast aðra ffamtíðarsýn en drauminn um tuttugu álver. GARRI allt verdlag á olíu, þannig a5 þjóð, fyrir ntan Bandaríýamenn, má fara að Jwí&a fyrir hækkun á bensínverði. Ekki fcætír úr skák, að Saddam Husstin { fnk hótar ektó er fundið upp annað brennsluefni, eins og vetni, halda þessar olíuþjóðlr föstu tató um kverkar þjóðanna, sem í sffettt staerri maett hyggja tíhdst sfna á am Hussein er enn staddur f ektó vita að Sovétrfkin eru Kka þátttakendur (aögerðum gegn yf- Ílróður upp Í*já honum, itsði um í kringum sig fari eriendar þjÓðir ektó fcurt af Persaflóasvæð- inu með Íið sítt hið snarasta og aflétti hafnbanni á írak. Þetta eru öli deilan við l'ersaflóa. Kúvst er smárik), en auðugt af ol(u. Það ritó var að gera þá kröfu á írak að það borgaði tuga milljarða skuid- ir sínar, sem Saddam Hussein fékk lánaðar á meðan hann var að Hann brá á það ráð á taka inn- heimtuaðilann og leggja hann undir sig. Þetta veit sá ancmiir, z Husaein, og hefur því uppi þser kúnstum um oiíuverð. Hatur hans og þjóðar hans á kristnum en á tfmum krossferðanna. Þe«s tóæí í iófana. Hussein utísst af lestinni og I sér ektó von stuðnings úr nokkurri átt sem máli. En hann getur upp ■ weasaw mmm pti ■ j Út af fyrir sig hefði ckki orðið heimsbrestur, þótt eitt eyði- merkurríki hefði iagt annað eyði- merkuríki undir sig, ef svarla gullið, oKan lægi etód undir sandinum. Vegna oiíunnar eru þessi gömlu landssvæði Bedú- ína, sem enginn hirti um á öid- inni sem Teið nema nokkrir brcskir sérvitringar, eins konar púðurtunna heimslns, þar sem ektó má haiiast á um sandinn, svo jafnvei gamilr féndur sam- einist etóct um þessa iúku af sól- hcitri möl og vetji eignarréttinn á olíutmi. Svo virðist sem póiska afbrigðiö frá haustdögutn 1939 sé að end- urtaka sig á söndum Saudi-Arab* tu. Stórveidi eina og Bandarftón ráðhetra sinn af stjórnarfundi af- síðis og skjóta hann, af því hann var með múöur á fundinum. Einnig aö stóÓta elttbvað hundr- af því þeir voru ektó sammála Saddant Hussein. Á þessari öid höfum við haft segg, sem reyndisl þjóðum Evr- ópu dýr í matmsKfum. Hann gat ektó hótað með oiíuskorti, en hann hótaði með þúsund ára rfki, þar sem kynþáttum eins og gyð- ingum og slövum hafði verið út- rýnt og etóct aörir hæfir tií undan- eidis en hreinir aríar. Tattð var að nóg væri fyrir öidina að fæöa af sér einn vitieysmg. En svo virðist ektó hafa verið. Saddam Hussein sannar það. Sameinuöu þjóÖimar gripu formlega inn í þetta mál og ólikar þjóöir sameinuðust um aðgerðir. beldismanni á horö við Saddam Hussein tíl að tryggja einskonar friö um oiíuveröið. Og á meðan efnahag Evrópuianda. Um stund iáta metra duga aö æsa ræöur stn- ar. Þetta hik, scm minnirá Þjóða- orðið Hér heima kvíðum við hækkun á oiíuverði. Margt ber tfl. Sjávarút- vegurinn, sem býr viö minnkandi afla, má síst vtð því að fá tii við- bótar ófyrirsjáanlega hækkun á gasoJíu í framtíðitraJ. Hinir fjQl- mörgu bflaeigendur eíga Íika bágt með að bæta á sig ófyrirsjáanlegri hækkun á bensínverði. Þjóðar- sáttín hefur dugað vei tíi þessa. Nú er hún í hættu vegna hækkana ohunnar. Fyrir okkur stóptir þjóðarsáttin og framhald hennar rnfldu. Stjómvaldsaögerðir henni til bjargar eru eflaust takmöriwn- um háöar. Samt er ástæöa tíi aÖ ætia að slflcar aðgerðir geti gefið okkur umþóttunartfma, beinist þær aö niöurgreiösium á oiíunni. eða minni skattheimtu af henni. sein sig eiga í hoggi viö Banda- ríkjamenn eina. Það er hlutí áróö- ursstriösins. Þá er ijóst aö Sadd- aö óheftar hækkanir kalla aðeins á kauphækkanir. VITT OG BREITT Bara ekki ódýrara Þegar loks er upplýst og staðfest með óyggjandi rökum að Bygginga- sjóður ríkisins og Byggingasjóður verkamanna, sem einnig er ríkis- rekinn, eru gjaldþrota, láta þeir sem þessum sjóðum stjórna eins og þeir séu búnir að vita þetta lengi og þykjast hafa varað við. Þær skuldbindingar sem þessir sjóðir hafa verið látnir taka á sig eru svo langt frá greiðslugetu þeirra að ríkið verður að hlaupa undir bagga með gífurlegum fjárframlögum og hefur ekki nokkur maður hugmynd um hvar á að taka það fé. Enn er verið að gefa lánsloforð út á gjaldþrotið, eða að minnsta kosti er tekið á móti umsóknum og fólk látið standa í þeirri meiningu að þarna verði niðurgreidda fjármuni að fá og er umsækjendalistinn lengri en tárum taki. Félagsmálaráðherra kemur í fjöl- miðla og segist hafa varað við gjald- þrotinu lengi og er helst að herya að enginn hafi viljað á æðsta mann byggingasjóðanna hlusta. Ráð við vandanum er að hætta að lána úr Byggingasjóði ríkisins og kaffæra verðbréfamarkaðina með húsbréfum. Þrautir Hins vegar segir félagsmálaráð- herra að ekki komi til mála að minnka framlög til félagslegra íbúða og verður ríkissjóður að ráða fram úr þeirri þraut með einhverj- um ráðum. Ástæðan er sú að einhvers staðar verða vondir að vera og fátækt fólk á ekki í önnur hús að venda ef það á annað borð ætlar að fá að hýrast innan veggja og undir þaki. Þau mál verða vafalaust leyst með einhverri stjórnviskunni. Á sama tíma og lánakerfi húsnæð- isvandræðanna hefur gengið sér svo rækilega til húðar að ekki sér í annað en glóruleysið sé litið til framtíðar, þá gefur Moggi út viku- legt sérblað um húsnæðismarkað- inn og þar auglýsa byggingameist- arar þriggja herbergja íbúðir fyrir allt að 10 milljónir og heilu spalt- amir af einbýlishúsum og raðhús- um fyrir 15-30 milljónir eru þar á söluskrám. Heilu hverfm af nýbyggingum eru til sölu og þar er alít frágengið með parketti, flísum og maghóníi, bíl- skúrum og malbiki og gott ef ekki trjáplöntum við upphitaðar heim- reiðar. í Reykjavík, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Seltjamamesi, Mosfells- sveit em mörg ný hverfi í byggingu og á unga fólkið að fara í raðhús, parhús og einbýli og einstaka í sætt og huggulegt sambýli en öldmðum er komið fyrir í himinháum tum- um, sem þjóta upp eins og ofvaxnar gorkúlur á haug. Af öllu þessu leiðir að gríðarmikið er á markaði af eldra húsnæði á höf- uðborgarsvæðinu og í flestum byggðarlögum úti um allt land. Ihint, trunt Allar húsnæðis- og skipulagsáætl- anir eru miðaðar við þarfir bygg- ingafélaga og þeirra meistara sem hafa með húsasmíði að gera. Út frá þeirra hagsmunum er hús- næðisþörf fólksins í landinu áætl- uð. Á íslandi er þegar mun stærra hús- næði á hvern einstakling en í nokkru landi öðm og eykst sá mun- ur hröðum skrefum. Því áfram er byggt og byggt og aftur byggt og spyrji maður hvaða fólk eigi að eiga heima í öllu þessu þegar parkettið og flísamar verða komnar á sinn stað, er svarað með sama rómi og dmndi „trunt, tmnt og tröllin í fjöllunum", við einfaldri spurningu hér um árið. Er svarið núna: „Is- lendingar vilja búa veglega." í allri húsnæðismálaumræðu hef- ur lækkun byggingarkostnaðar ver- ið bannorð fyrr og síðar. Hér er byggt stórt og dýrt og með aukinni tækni hækkar byggingarkostnaður og æ færri hafa efni á að búa í hús- um. Einkaeignarstefnan er í algjörum ógöngum og félagslega húsnæðis- kerfið gjaldþrota og niðurgreiðslur á vöxtum ganga ekki, en samt er byggt meira, stærra og dýrara en nokkm sinni fyrr. Hvað næst? OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.