Tíminn - 25.09.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.09.1990, Blaðsíða 9
Þrriðjudagur 25. september 1990 Þrriðjudagur 25. september 1990 Tfminn 9 A þriðja hundruð manns á Langjökli um helgina við góðan viðurgerning í mat, drykk og hljómlist: íslensk ferðaþjónusta er sífellt að bæta við sig rósum í hnappagötin. Fréttir hafa borist af því að ferðaskrifstofur bjóði bæði innlendum og erlendum ferðamönnum upp á ævintýraferðir af ýmsu tagi um ís- land. Sem dæmi má nefna að ekki er langt síðan stór hópur norrænna hjartalækna var hér á ferð ríðandi. Þá hefur mjög færst í aukana að fara með erlenda ferðamenn í ævintýraferðir á jökla landsins. í sumar hefur t.d. fýrirtæki á Höfn í Hornafirði haft yfrið nóg að gera við að ferja erlenda ferðamenn á Vatnajök- ul og fara með þá í siglingar á jökullónum. Eftir Hermann Sæmunds- son Orðspor ferðalaga af þessu tagi hefur far- ið víða og sífellt verður það algengara að ýmis erlend stórfyrirtæki bjóði starfs- mönnum sínum, sem staðið hafa sig vel í starfi, í ævintýraferðir til íslands. Slíkar ferðir eiga vinsældum að fagna og undan- farna daga hafa tveir hópar, samtals tæp- lega þrjú hundruð manns, farið á Langjök- ul þar sem tekið var á móti fólkinu með kampavíni, kræsingum og dixílandhljóm- list. Það var ferðaskrifstofan Atlantic sem skipulagði þessar ferðir upp á Langjökul. Á jöklinum stansaði hvor hópur um sig í um þrjá tíma. Það sem var sérstakt við ferðirn- ar að þessu sinni var að ferðamönnunum var veitt fyrsta flokks þjónusta þegar á jök- ulinn var komið. Þar gengu skartbúnir þjónar um beina í stóru tjaldi klæddir í kjól og hvítt, bjóðandi kampavín, og hljómsveit lék undir borðum og fyrir dansi. Þessir ferðamenn eru sölumenn hjá svissneska stórfyrirtækinu AMC, sem framleiðir og selur meðal annars potta og pönnur. Hjá fýrirtækinu vinna rúmlega 10 þúsund manns og hefur það sölumenn um allan heim. Sú venja hefur skapast hjá fyr- irtækinu að heiðra sölumenn sem ná ár- angri í starfi með því að bjóða þeim í ævin- týraferðir um heimsins lendur. Að þessu sinni varð jöklaferð á íslandi fyrir valinu og sér ferðaskrifstofan Atlantic um skipu- lag ferðarinnar. Á þriðja hundrað manns Ólafía Sveinsdóttir deildarstjóri hjá ferðaskrifstofunni Atlantic var spurð um aðdraganda þess að Atlantic skipulagði ferðir þessar. Hún sagði að viðskiptaaðili Atlantic í Sviss hafi óskað eftir því við fýr- irtækið. „Þetta eru sölumenn hjá AMC og ferðin er verðlaun fýrir góða sölu- mennsku. Fólkið hefur safnað ákveðnum stigum og þegar ákveðnum stigafjölda er náð, þá standa því slíkar ferðir til boða.“ Ólafía sagði að Atlantic hafi ekki verið með svo stóra hópa áður í slíkar ferðir, en ferðaskrifstofan hefur verið með 20-30 manna hópa í jöklaferðum. Sölumenn AMC komu hingað í tveimur hópum, eða á þriðja hundrað hundrað manns og kom fýrri hópurinn á föstudag- Dixiland á HofsjökJi ' : Sveiflusextettinn var byijaður að leika létta sveiflu þegar gestimir komu upp á jökulinn. Hátiðaklæddir þjónar buðu fram kampavín þegar hópurínn mætti á jökulinn og í tjaldi beið uppbúið kalt borð af dýríndis krásum. Það var jafngott að veðríð var skikkanlegt svo að kræsing- amar fykju ekki út í veður og vind. Það var þó fremur kalt á jöklinum. Hér sjáum við hvar Guðjón Einarsson básúnuleikarí Sveiflusextettsins heldur á litlu glasi. Það er ekki „rövlolía" í glasinu, heldur sérstök kuldaþolin olía til að smyrja básúnuna. inn s.l. eða rúmlega 100 manns, en seinni hópurinn kom á sunnudaginn. Fyrri hóp- urinn gisti á Hótel Örk í Hveragerði og daginn eftir, á laugardag, hélt hópurinn að Langjökli í 30 jeppum. Fyrr um daginn hafði hópur manna lagt af stað frá Reykja- vík, en það var hljómsveitin Sveiflusextett- inn, en auk hennar þjónar og þrír kokkar sem sjá skyldu pottasölumönnunum fýrir líkamlegri og andlegri næringu. Þessi hópur fór á jökulinn í 5 jeppum beint upp á hæstu bungu. Fólkið slóð og gapti Þegar þangað var komið, var slegið upp 36 fermetra tjaldi fyrir veisluborð. Hljóm- sveitin var búin að koma sér fýrir og byrj- uð að spila þegar starfsmenn AMC komu upp á jökulinn. Þjónar í kjólfötum tóku á móti gestunum með kampavíni. „Fólkið stóð hreinlega og gapti. Það skildi ekki þetta. Þarna var dixílandhljómsveit sem spilaði m.a. á rafmagnshljóðfæri uppi á jökli.“ sagði Guðjón Einarsson, einn hljómsveitarmeðlima í samtali við Tím- ann í gær. „Það fór í kringum tjaldið til að leita að köplum, en við höfðum grafið nið- ur rafmótor um 20 metra frá okkur og í honum heyrðist ekkert þangað sem við vorum.“ Fólkið dvaldist síðan á þriðja tíma á jökl- inum við tilheyrandi söng og gleðskap. 15 snjósleðar með í för Ólafía sagði að mikil áhersla hafi verið lögð á það af hálfu AMC að koma með ein- hverja uppákomu á jöklinum. „Ég veit varla til þess að dixílandhljómsveit hafi áð- ur spilað fyrir dansi á jökli hérlendis. Við höfum áður verið með sjávarréttahlaðborð og kampavín í jöklaferðum, en aldrei hljómsveit eða þjóna í kjól og hvítu, eins og þarna var.“ Þá voru hafðir 15 snjósleðar með í för og var fólki boðið upp á snjó- sleðaferðir meðan á jökulferðinni stóð. Vakti það mikla ánægju og geystust menn um jökulbreiðuna ásamt leiðangursstjóra. Síðan var fólkið keyrt til Reykjavíkur, eða beint út í Viðey þar sem snæddur var kvöldverður. Á sunnudag hélt hópurinn af landi brott, en hafði þó áður viðkomu í Bláa lóninu áður en stigið var um borð í Concordþotuna. Hún beið á Keflavíkur- flugvelli eftir að hafa komið með seinni sölumannahópinn sem átti í gær sömu upplifun í vændum og vinnufélagar þeirra höfðu notið um helgina. Margir aðilar koma við sögu þegar slík ferð er undirbúin. „Við erum búin að und- irbúa þetta í um ár og margir aðilar tengj- ast þessu hérlendis, bæði leiðsögumenn, hótel, veitingahús, eigendur farartækja og fleiri. Hjálparsveit skáta er með tjald á jöklinum og við nutum aðstoðar þeirra f fyrstu ferðinni, en ein kona veiktist. Ólafía sagði að þau hafi verið tiltölulega heppin með veður í fýrstu ferðinni og allt gengið að óskum, þrátt fýrir lítillegar tafir á Kaldadal. „En í gær var veðrið eins gott og það getur verið, glampandi sól og blíða alla leiðina."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.