Tíminn - 25.09.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.09.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 25. september 1990 Borgarstjórinn verður fyrir æ meiri gagnrýni vegna aðgerðarleysis: Sívaxandi óöld í New York Þegar David Dinkins stóð fyrir framan stóran hóp aðdáunarfullra stuðningsmanna rétt eftir að hann hafði tekið við embætti borgar- stjóra New York fyrir níu mánuðum, lét hann falla óvenju djörf orð, af honum að vera: „Ég ætla að beijast af meiri hörku gegn glæpum en nokkur annar borgarstjóri New York hefur gert.“ Síðustu vik- umar hefur hann stöðugt verið minntur á þessa yfirlýsingu. Lofaði að draga úr spennu milli kynþáttanna Dinkins er fyrsti blökkumaðurinn sem gegnir embætti borgarstjóra í New York og kosningabarátta hans byggðist á því að hann hét að draga úr spennu milli kynþátta og sam- eina þá „stórkostlegu mósaík" marg- víslegrar menningar sem fyrirfinnst í borginni. Nú er borgarstjórinn æ meira gagnrýndur fyrir að hafa ekki tekist að bregðast við ofsafenginni glæpaöldu sem tröllríður New York. Síðasta morðið, þegar ungur ferða- maður frá Utah var drepinn á neðan- jarðarbrautarstöð, var dropinn sem fyllti mælinn og nú krefjast New York-búar þess að borgaryfirvöld láti til sín taka svo um munar. Dagblaðið New York Post, sem nýtur að vísu ekki sérlegrar virðingar, ákallaði Dinkins í forsíðufyrirsögn, „Dave, Do Something!" (Dave, gerðu eitthvað!). Dinkins er enginn upphlaupsmað- ur en hann gerði sitt besta. „Ég er alveg öskureiður," sagði hann og hét því að borgarstjórn hans myndi „ná götunum aftur á sitt vald“. En þrátt fýrir að sterkt væri að orði kveðið hafa ekki gerðirnar verið jafn áhrifa- ríkar. Nú er Dinkins, sem Iitið var á sem helstu von borgarinnar þegar hann tók við embætti í janúar sl., sakaður um að vera allsendis van- hæfur. Harður áfellisdómur Lengi hefur verið litið á New York sem borg glæpa og félagslegra vandamála. En nú er svo komið að jafnvel þeir íbúar borgarinnar sem hvað mest og lengst hafa mælt henni bót eru örvæntingu næst. í aðalgrein tímaritsins Time nýlega, sem birtist undir nafninu „The Rott- ing of the Big Apple" (Rotnun Stóra eplisins (gælunafn New York)) kem- ur fram sú ótrúlega staðreynd, að 59% borgarbúa vildu heldur búa einhvers staðar annars staðar, og 60% íbúa hafa stöðugt áhyggjur af glæpum. Þetta var harður áfellisdómur, en Dinkins brást stillilega við. Hann sakaði Time um að hafa ekki birt allar niðurstöðurnar úr könnun sinni en sumar þeirra hefðu sýnt aö flestir New York-búar álíta enn borgina „spennandi". Hann bætti þvf við að hann styddi 5.000 manna fjölgun í lögregluliði borgarinnar. Hrörnun borgarínnar hófst á níunda áratugnum Vandi New York á rætur að rekja til arfleifðar fyrirrennara Dinkins, Eds Koch. Þau 12 ár, sem hann gegndi embætti borgarstjóra, fór aðeins fram bráðabirgðaviðhald á borgar- kerfínu. Á stjórnarárum Reagans var aðstoð alríkisstjórnarinnar skorin rösklega niður með þeim af- leiðingum að lögreglumönnum fækkaði, glæpir stórjukust og heilsuþjónustan sligaðist undan krakkfári og eyðnisprengingu. Efnahagslegi blómatíminn á níunda áratugnum, sem Wall Street kynti undir, var aðeins tímabundinn dul- búningur. En margir hafa reiðst aðgerðaleysi Dinkins, í stað þess að takast djarf- lega á við kreppuástandið. Þeir geta ekki gleymt myndinni af borgar- stjóranum, þar sem hann sat mak- indalega í mikilmennadeildinni á áhorfendapöllunum við upphaf bandaríska tennismeistaramótsins eftir að hafa verið fluttur þangað með lögregluþyrlu, á sama tíma og verið var að murka lífið úr Brian Watkins, 22ja ára ferðamanni frá Utah, með hnífsstungum á neðan- jarðarbrautarstöð. Sú staðreynd að Watkins hafði komið til New York til að fylgjast með tennismeistaramót- inu, varð bara til að auka á beiskj- una. Borgarstjórinn getur ekki verið viðstaddur 2000 jarðarfarir á ári! Ekki dró það úr þeirri skoðun al- mennings að Dinkins væri mis- heppnaður og skildi ekki hvað væri að gerast umhverfis hann, að hann dreif sig skýringalaust til Kaliforníu til að halda ræðu við Kaliforníuhá- skóla í Berkeley um framtíð endur- skipulags í borgum. Á sama tíma voru dagblöðin í New York uppfull af skelfingarfrásögnum af síðustu glæpunum dag eftir dag. Enn meiri andúð vakti þessi Kali- forníuferð hans vegna þess að hún kom í veg fyrir að hann gæti verið viðstaddur jarðarför Watkins í Utah. Svar hans við þeirri gagnrýni þykir dæmigert og og sýna í hnotskurn hversu vonlaus staða hans er: „Mað- ur getur ekki verið viðstaddur jarð- arför hvers og eins sem fellur fyrir morðingjahendi." Auðvitað var þetta rétt hjá honum þar sem allt að því 2.000 manns eru drepnir í New York á hverju ári. En tilfinninga- leysið í yfirlýsingu hans styrkti það álit fólks að forystan sem New York- búar vilja fá, kemur ekki frá Dinkins. Viðfelldinn félagi í tennis - en getur ekki tekið ákvarðanir Þó að Dinkins hafi langa reynslu í stjórnmálum í New York, er fátt uppörvandi að finna á ferli hans áð- ur en hann var kosinn borgarstjóri. Einn fyrrverandi starfsbróðir hans í matsnefnd borgarinnar gefur hon- um þann dóm að sjálfsagt sé hann hinn ágætasti félagi í tennis, en það sé hreinlega ógerlegt að fá hann til að taka nokkra ákvörðun í neinu máli. Dinkins kýs heldur baktjaldamála- miðlanir en að taka á vandanum föstum tökum. Ein af fáum vel- heppnuðum aðgerðum hans síðan hann settist í borgarstjórastólinn var að ná fram samkomulagi um nýja fjárhagsáætlun sem gekk áleið- is í þá áttina að draga úr yfirvofandi 1.9 milljarðs dollara halla. En þegar glæpir eiga í hlut hefur honum lítið orðið ágengt. Sakaruppgjöf vegna ólöglegrar byssueignar, en álitið er að ólöglegar byssur í borginni skipti milljónum, bar þann rýra árangur að 35 skotvopnum var skilað. 'ií''. >ÍT?letö'oke 'Vte a-o cop!ue-i . )W; f/f* t/o.' \vh:>t: cicv<jy >x cur own r.oni&t' ora avtOift ;>• 6/oo>/ . .......-• - • --_____________________________________________ Á forsíðu New York Post var birt áskorun til Davids Dinkins borgar- stjóra um að bretta loks upp ermar og lægja glæpaölduna sem nú ríð- uryfir borgina. Hryðjuverkamenn Grapo á Spáni: Ekki af baki dottnir Á auglýsingaspjaldi spænsku lögreglunnar segir að fólkið, sem mynd- imar em af, sé stórhættulegir glæpamenn. Um alla Evrópu hafa liðssveitir, sem berjast gegn hryðjuverka- starfsemi, heilu skýrslubunk- ana um þá, en spænsku glæpa- mennimir sex, sem hvað ákaf- ast er lýst eftir, þrír karlar og þrjár konur, leika enn lausum hala. Hvað eftir annað á undan- fömum tveim áram hafa þeir komið fram í dagsljósið til að drepa fólk og koma fyrir sprengjum, án þess að gera minnstu tilraun til að dulbúast. Sprengingar í Nadrid í fyrstu viku september glumdu við sprengingar í Madrid þegar kauphöllin, ellefta hæð fjármála- ráðuneytisins og móttökusvæðið í nýtískulegum byggingum stjórn- Iagadómstólsins — þær þrjár opin- beru byggingar sem gætt er hvað best í höfuðborginni — urðu fyrir stórskemmdum í sprengingum á sama hálftímanum. Það var ein- göngu gæfan sem réð því að einung- is 10 manns Iétu lífið eða særðust. Og sprengingar í Barcelona Sprengingarnar ollu fjórum millj- ónum íbúum borgarinnar undrun og skelfingu. Þrátt fyrir víðtæka leit sluppu hryðjuverkamennirnir frá Madrid og íétu svo aftur til sín taka nokkrum dögum síðar í Barcelona. í þetta sinn var skotmark öfgasinn- uðu vinstrisinnanna í Fyrsta októ- ber andfasista-byltingarhópnum (Grapo) höfuðbækistöðvar Sósíal- istaflokksins í höfuðborg Katalóníu. Tveir menn, vopnaðir skammbyss- um, gengu þar inn rétt upp úr há- degi á mánudegi og báru með sér sprengiefni. Þeir gáfu starfsfólkinu þriggja mínútna frest til að hafa sig út af skrifstofunum og flúðu síðan sjálfir. Sprengingin skildi við flokks- skrifstofurnar í rúst. í símtali þann sama dag var fullyrt að Grapo bæri ábyrgð á tveim sprengingum í stærstu olíuhreins- unarstöð Spánar í Tarragona. Sprengingarnar rufu bútangas- leiðslur, með þeim afleiðingum að eldur gaus upp sem tók slökkviliðs- menn þrjá daga að slökkva. 40 Grapo-menn hafa verið í hungurverkfalli í 10 mánuði Sprengingarnar eru hluti af her- ferð Grapos til að þvinga spönsku ríkisstjórnina til samninga til að binda enda á lengsta hungurverkfall í Evrópu. Forystumaður hryðju- verkamannanna, José María Sánc- hez Casas, sem situr í Carabanchel- fangelsinu í Madrid, og 39 aðrir fé- lagar Grapo í fangelsum víða um landið, hafa fastað í næstum tíu mánuði, sumir með hléum en í aðra hefur verið troðið mat til að þeir mættu lífi halda. Hefndarþyrstir félagar þeirra utan fangelsismúranna eru að meðaltali 33 ára gamlir. Allir Spánverjar hafa hvað eftir annað séð myndir af þeim í sjónvarpinu, dagblöðum og á lög- reglustöðvum, flugstöðvum og járn- brautarstöðvum. Sást til hermda- rverkamannanna Laureano Ortega er sá sem skipu- leggur hryðjuverk Grapos. Hann er 29 ára, hefur hrokkið dökkt hár og er annar þeirra byssumanna sem önnuðust sprenginguna í Barcel- ona. Öryggismyndavél tók upp á mynd- band eina eftirlýstu kvennanna þriggja, þegar hún gekk inn í bygg- ingar stjórnlagadómstólsins. Hún bar tvær töskur og bað um að fá að fara á salernið, þar sem henni liði ekki vel. Fljótlega fór hún aftur og nú bar hún aðeins eina tösku. Lögreglan hefur ekki nafngreint þessa konu, en álitið er að hún sé María Jesus Romero, 33ja ára og frá Sevilla. Hún hefur átt aðild að morðum sex lögreglumanna, kaup- sýslumanns og læknis, og skotið og sært alvarlega tvo liðsforingja í hernum. Samtökin stofnuð á lokadögum Francos Þessi fámennu en ofbeldisfullu borgarskæruliðasamtök hafa myrt 70 manns á þeim 15 árum sem þau hafa verið starfrækt, en þau voru stofnuð 1. október 1975. Þann dag drápu félagar í Grapo fjóra lögreglu- foringja, sem stóðu vörð um banka í Madrid, til að hefna fyrir aftöku fimm hermdarverkamanna nokkr- um dögum áður. Morðin á Iögreglu- foringjunum voru framin á sama tíma og Franco kom síðast fram op- inberlega. Dauði einræðisherrans sex vikum síðar og upptaka lýðræðis í landinu höfðu ekki minnstu áhrif á þá bjargföstu og ofsafengnu trú Gra- pos að Spánn sé enn undir járnhæl fasista. Lögreglumenn, sem berjast gegn hryðjuverkum, halda því ákveðið fram að styrkur Grapos sé einungis fólginn í örfáum hryðjuverkamönn- um, auk nokkurra hundruða stuðn- ingsmanna, sem hafa myndað hópa í Madrid, Barcelona og Valencia. Tvisvar hefur lögreglan skotið niður og drepið forystumenn samtakanna, en þeim hefur alltaf tekist að endur- skipuleggja félagsskapinn og halda áfram aðgerðum sínum. Ósköp venjulegt ungt fólk í útlíti Af ljósmyndunum að dæma er hér um ósköp venjulegt ungt fólk að ræða, sem engan veginn sker sig úr fjöldanum. Og það segir lögreglan einmitt vera skýringuna á því hvers vegna það gengur enn laust, þrátt fyrir leitina að því um allt land og auglýsingarnar um þau eftirlýstu, þar sem skrifað stendur stórum svörtum stöfum: „Þessir glæpa- menn eru stórhættulegir."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.