Tíminn - 25.09.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.09.1990, Blaðsíða 15
Þ'ríöjucfágtir 25! séptémbér’1990 Tíminn 15 Handknattleikur: Sævar Jónsson Val var kjörinn leikmaður Íslandsmótsins í 1. deild karla í knattspymu og Vanda Sigurgeirs- dóttir ÍA í 1. deild kvenna í lokahófi knattspymumanna um helgina. Steinar Guðgeirsson Fram var kjörinn efnilegasti leikmaður 1. deildar karla og Magnea Guðlaugsdóttir ÍA efnilegasti leikmaður í kvennaflokki. Tímamynd; Pjetur ■ ■ íslandsmeistaramótið í karate: Oruggur sigur KFR í sveitakeppninni íslandsmeistaramótið I karate fór fram á laugardaginn í íþróttahúsi Hagaskóla. Þar var keppt í kumite- greinunum, en í vor fór fram keppni í kata- greinunum. Nú var í fyrsta skipti keppt í sveitakeppni á íslandsmóti og í verðlaun var stórglæsilegur farandbikar, Mamma Rósa-bik- arinn, sem veitingastaðurinn Mamma Rósa í Kópavogi hafði gefið. Keppendur voru um 25 frá fjórum félögum. Dómarar voru þeir Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Wallevik og Matthías Friðriksson. Helstu úrslit: Kumite karla, opinn flokkun 1. Ómar ívarsson KFR 2. Sigurjón Gunnsteinsson KFR 3. Konráð Stefánsson KFR Kumite kvenna: 1. Lykke B. Larsen Fylki 2. Kristín Einarsdóttir UBK 3. Sigurdís Reynisdóttir UBK Kumite karla -65 kg: 1. Halldór Svavarsson KFR 2. Ólafur Hreinsson KFR 3. Gunnlaugur Sigurðss. Haukum 4. Alfreð Alfreðsson UBK Kumite karla -73 kg: 1. Heigi Jóhannesson UBK 2. Konráð Stefánsson KFR 3. Jón ívar Einarsson KFR 4. Jóhann Ingvason Fylki Kumite karla -80 kg: 1. Grétar Halldórsson KFR 2. Sigurjón Gunnsteinsson KFR 3. Jón Trausti Einarsson UBK Kumite karla yfir 80 kg: 1. Ómar ívarsson KFR 2. Gunnar Halldórsson KFR 3. Jóhannes Karlsson KFR 4. Stefán P. Jónsson Haukum Sveitakeppni karla - Mamma Rósa- bikarinn 1. A-sveit KFR Gunnar Halldórsson fyrirliði Grétar Halldórsson Sigurjón Gunnsteinsson Halldór Svavarsson Ómar ívarsson 2. B-sveit KFR 3. Haukar, Hafnarfirði Verðlaunaskiptingin Gull Silfur Brons V-alls KFR 5 5 3 14 30 stig UBK 1 1 2 4 7 stig Fylkir 10 0 1 3 stig Haukar 0 0 2 2 2 stig í sveitakeppninni sigraði a-sveit KFR sveit Hauka með miklum yfir- burðum, 5-0, og skoruðu 26 stig gegn 2 stigum Hauka. B-sveit KFR sigraði Haukana naumlega 2-2 með skor 18-16, en Haukar eru með mjög ungt lið og kom á óvart hve mikill baráttuhugur var meðal þeirra gegn miklu reyndari mönn- um. Eftir úrslitunum verður án efa erfitt að hirða Mamma Rósa-bikar- inn af KFR mönnum að ári, því slík- ir voru yfirburðir a-sveitar þeirra. í einstaklingsgreinunum kom gamla kempan Ómar ívarsson sann- arlega á óvart með því að sigra bæði í sínum þyngdarflokki og opna flokkn- um og nýttist þar hin mikla keppnis- reynsla Ómars honum vel. Ómar hef- ur stundað karate í yfir 10 ár og var í landsliðinu um tíma 1983-86. IR-ingar réðu ekki við Sigurð - skoraði 16 mörk í eins marks sigri Stjörnunnar í kvennaflokki kom Lykke Larsen á óvart og sigraði andstaeðinga sína, en Kristín Einarsdóttir, UBK, náði sér ekki á strik í keppninni. Keppnin var mjög jöfn og þurfti tvær umferð- ir til að knýja fram úrslit. Fyrsti ís- landsmeistaratitill Fylkismanna var í höfn, en félagið er þó ekki nema tveggja ára. Norðurlandameistarinn Halldór Svavarsson sigraði í sínum þyngdar- flokki með því að vinna félaga sinn Ólaf Hreinsson 6-1 í úrslitum. Ung- ur Hafnfirðingur hlaut þriðja sætið er hann sigraði Alfreð úr UBK 6-1. Helgi Jóhannesson UBK vann Kon- ráð Stefánsson KFR í úrslitum í -73 kg flokki naumlega, 2-1. Jón fvar sigraði Jóhann Ingvason Fylki 6-3 í baráttunni um 3. sætið. Grétar Halldórsson KFR vann -80 kg flokkinn örugglega er hann vann Sigurjón 5-2 og Jón Trausta 6-2. Sigurjón sigraði hins vegar Jón Trausta með fullu húsi, 6-0. í þungavigtinni sigraði Ómar, eins og áður sagði, en hann skoraði 3 stig gegn 1 stigi Gunnars Halldórssonar í úrslitum um 1. sætið. Jóhannes Karlsson KFR hefur ekki keppt í nokkur ár, en kom nú og krækti sér í 3. sætið í +80 kg flokki með því að sigra Stefán Jónsson, Haukum, 6-3. í heild fór mótið vel fram og lítið var um meiðsl. KFR er óumdeildur sigurvegari móts- ins og hafði mikla yfirburði yfir önnur félög á mótinu. Þó náðu einstaklingar úr öðrum félögum að kroppa aðeins í sigur þeirra og bar þar mest á Helga Jóhannessyni, UBK, Lykke Larsen, Fylki, og loks komu Haukar sterkir til leiks, þótt þeir hafi ekki uppskorið í samræmi við baráttugleði sína. Stjöranmenn geta þakkað Sig- urði Bjarnagyni stigin tvö sem þeir nældu í á Iaugardaginn þeg- ar þeir heimsóttu ÍR-inga í Seljaskóla. Auk þess að skora 16 mörk í leiknum var Sigurður maðurinn á bak við mörg önnur mörk liðs síns. Úrslitin réðust á lokamínútum leiksins þegar ÍR- ingar misstu tökin á leiknum og Stjaman komst yfir. Lokatölur von- 22-23. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið nær all- an fyrri hálfleik, náðu þó aldrei nema tveggja marka forystu. Stjarnan tók góðan kipp um miðjan hálfleikinn og breytti stöðunni úr 7-5 í 8-9. Síðan var jafnt á öllum tölum út hálfleik- inn, en í leikhléi voru ÍR- ingar yfir 12-11. ÍR-ingar voru mjög aðgangsharðir í upphafi síðari hálfleiks og Stjörnu- menn áttu í vök að verjast. Jafnt var 12-12, 13-13 og 14-14 en þá kom góður kafli hjá ÍR-ingum og þeir skoruðu þrjú mörk í röð og komust í 17-14. Enn voru ÍR-ingar yfir 19-17, en þó kom slæmur kafli hjá þeim og að sama skapi góður hjá Garðbæing- um sem skoruðu þrjú mörk í röð, 19- 20. Á lokamínútum leiksins var stig- inn mikill darraðadans. Jafnt var 21- 21 en tvö mörk frá Sigurði komu Stjörnunni í 21-23. Magnús Ólafsson minnkaði muninn fyrir ÍR-inga og Stjörnunni mistókst að bæta 24. markinu við. ÍR-ingar áttu því færi á að jafna í lokin en þess f stað misstu þeir boltann frá sér þegar 15 sek. voru eftir. ÍR-ingar geta sjálfúm sér um kennt að þessi leikur tapaðist. Fádæma fum og fát var á leik þeirra þegar mest á reyndi og bráðræði leikmanna var mikið. Baráttan var þó í lagi hjá mönnum og liðið á eftir að spjara sig í vetur. Vömin átti í erfiðleikum með að stöðva Sigurð Bjarnason og þrátt fyrir að hann væri tekinn úr umferð megnið af síðari hálfleik lék hann lausum hala og skoraði 16 mörk. Bestu menn liðsins voru þeir Magnús Ólafsson og Frosti Guðlaugsson, en Ólafur Gylfason var í strangri gæslu og fékk litlu áorkað. Sigurður Bjamason átti frábæran leik fyrir Stjörnuna og var besti mað- ur vallarins. Brynjar Kvaran átti góð- an leik og varði 18 skot, en aðrir leik- menn liðsins vom vægast sagt daufir. Ef ekki hefði komið til stórleikur Sig- urðar og markvarsla Brynjars hefði Stjömuliðið tapað leiknum stórt. Dómarar leiksins voru þeir EgiII Már Markússon og Kristján Sveins- son og höfðu þeir ekki nægjanlega góð tök á Ieiknum. Mörk ÍR: Frosti Guðlaugsson 5, Jó- hann Ásgeirsson 5/5, Magnús Ólafs- son 4, Ólafur Gylfason 3/1, Matthías Matthíasson 3 og Róbert Rafnsson 2. BL Fram tapaði fyrir ÍBV iBV sigraði Fram 21-19 í 1. deild- inni í handknattleik í Eyjum á laugardag. í leikhléi var staðan 9-7 Eyjamönnum í vil. Á föstudagskvöld áttust við á Akur- eyri KA og Selfoss. Þeim leik lauk með stórum sigri KA sem skoraði 27 mörk en Selfoss aðeins 12. Heil umferð verður í 1. deildinni ann- að kvöld. BL Valsmenn töpuðu en FH-ingar unnu Bikarmeistarar Vals töpuðu fyrri leik sínum í Evrópukeppni bikar- hafa um helgina, er þeir mættu norska liðinu Saudefjord ytra. Norska Uðið fer með fjögur mörk i farteskinu til íslands því úrsUt leiks- ins urðu 25- 21 Sandefiord í viL Valsmenn eiga því talsverða möguleika á að komast áfram í keppninni, en síðari leikur liðanna verður hér á landi um naestu helgi. FH-ingar sluppu með skrekkinn í Þórs- höfn í Færeyjum þar sem þeir Iéku gegn Kyndli í Evrópukeppni meistaraliða. FH- ingar sigruðu 23-25 í jöfnum og spenn- andi leik og önnur umferð keppninnar er því í sjónmáli. Vinningstölur laugardaginn 22. sept. ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 1 5.193.334 n 4. 4af5^M 2 272.349 3. 4af5 128 7.340 4. 3af5 4.713 465 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 8.869.097 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.