Tíminn - 26.09.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.09.1990, Blaðsíða 3
MLðvikudagur 26. september 1990 Tírainn 3 Samnorræna verkefninu „Virkni“ hleypt af stokkunum: Um hundrað milljónum króna varið til að vélvæða frystihús Nú er verið að hleypa af stokkunum samnorrænu verkefni er kall- ast Virkni og er markmið þess að auka framleiðni frystihúsa með því að innleiða sjálfvirkni í pökkun og frystingu og að endurbæta flutningakerfi og upplýsingastreymi i húsunum. Halldór Ásgrímsson talar á kynningarfundi um verkefnið Virkni. Tímamynd; Pjetur Heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um 110 milljónir ís- lenskra króna og á því að Ijúka árið 1992. Verkefnið er styrkt af Nor- ræna iðnaðarsjóðnum og Rann- sóknaráði ríkisins en einnig leggja þátttakendur fram verulegt fé. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra sagði á kynningarfundi um verkefnið að enn ættum við langt í land með að fullnýta fiskaf- urðir og vonandi kæmi Virkni til með að hjálpa okkur til betri nýt- ingar. Aðdragandi að verkefninu hófst í janúar 1988 þegar Norræni iðnað- arsjóðurinn hélt fjölmennan fund í Kaupmannahöfn um upplýsinga- tækni í fiskiðnaði. Upp úr því var stofnuð norræn samstarfsnefnd um málið er kanna skyldi möguleika á norrænni samvinnu á því sviði og á sviði sjálfvirkni. Rannsóknaráð rík- isins, Iðnþróunarsjóður, iðnaðar- ráðuneytið og sjávarútvegsráðu- neytið styrktu vinnu íslensku þátt- takendanna í nefndinni. Þetta leiddi svo til þess að skilgreind voru áherslusvið og aðilar úr fiskvinnsl- unni fengnir til að raða þeim í for- gangsröð. í þessari forgangsröð fékk það verkefni, sem nú heitir Virkni, hæstu einkunn. Verkefnið skiptist í fjóra megin- hluta og fjallar fyrsti hlutinn um mat og endurbætur á núverandi umbúðum frystiiðnaðarins. Mark- mið þessa hluta er að bæta umbúð- ir fyrir frystan fisk_þ.a. þær henti betur á öllum flutningsstigum. Annar verkhlutinn fjallar um vöru- stjórnun í frystihúsum. Megin- markmið þessa verkhluta er að greina og bæta vöru og upplýsinga- flæði í frystihúsum. Þriðji hlutinn lýtur að þróun samvals og pökkun- arbúnaðar fyrir frystihús. Markmið- ið er að sjálfvirknivæða þennan hluta vinnslunnar með það í huga að minnka mannaflaþörf og bæta nýtingu og gæði. í síðasta hlutan- um er stefnt að þróun sjálfvirks eða hálfsjálfvirks búnaðar við þau frysti- tæki sem eru í notkun. Markmiðið er að minnka mannaflaþörf og bæta vinnuaðstöðu. Skipulag verkefnisins er þannig að veruleg skörun er á milii verkhluta. Sköruninni er stýrt af verkefnis- stjórum verkefnisins, sem eru Karl Friðriksson hagfræðingur, Iðn- tæknistofnun íslands og Sveinn Víkingur Árnason vélaverkfræðing- ur og Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins. Þeir aðilar er starfa við verkefnið eru: Aalborg Industrial Corporati- on, Marel hf, Efli hf, íslenskir ráð- gjafar, N&R-Consuít, Verkfræði- stofa Stefáns Ólafssonar hf, Sölu- miðstöð Hraðfrystihúsanna, Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins, Iðntæknistofnun íslands og Staðla- ráð íslands. Einnig er veruleg sam- vinna við einstök frystihús. khg Með reglulegum sparnaði, hæstu vöxtum, skattafslætti og lánsrétti leggurðu Grunn sem er sniðinn að þínum þörfum. Grunrti fylgir sjálfkrafa lánsréttur að sparnaðar- tímanum loknum, en skilyrði er að lánið sé notað til húsnæðiskaupa eða endurbóta og viðhalds. Hámarkslán er nú 1,8 milljónir króna. Grunnur er þannig bæði góð sparnaðarleið fyrir þá sem hyggja á húsnæðiskaup eða byggingu og kjörinn Irfeyrissjóður fyrir sparifjáreigendur. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna L Grunnur er húsnæðisreikningur Landsbankans. Hann er bundinn i 3 til 10 árog nýtur ávallt bestu ávöxtunarkjara sem bankinn býður á almennum innlánsreikningum sínum. Leggja þarf inn á Grunn eigi sjaldnar en ársfjórðungslega. Hámarksinnlegg á ári er nú rúm 360.000,- eða 90.000,- ársfjórðungslega. Þannig gefur til dæmis 360.000 króna innlegg 90.000 krónur í skattafslátt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.