Tíminn - 26.09.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.09.1990, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 26. september 1990 Tíminn 13 rkvrxiAðg ■ Mnr i Unnur Siv Sigurbjörg Virðum líf-Vemdum jörð Ráðstefna um umhverfismál verður haldin í Vestmannaeyjum laugardaginn 29. september nk. Dagskrá: Kl. 10:20 Ráðstefnan sett Unnur Stefánsdóttir, formaður LFK. 10:30 Norrænt umhverfisár Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi í framkvæmdastj. Norræna fé- lagsins. 11:00 Umhverfið er dýrmætt Sigurbjörg Sæmundsdóttir hagverkfræðingur 11:40 Umhverfismál í Vestmannaeyjum Birna Þórhallsdóttir, áður í heilbrigðis- og umhverfisnefnd Vestmannaeyja. Eftir hverja framsögu er hægt aö bera fram fyrirspurnir 12:00 Matarhlé 13:20 Hópvinna 15:05 Miðdegishlé 15:20 Niðurstöður hópa kynntar/umræður 16:25 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjórar Oddný Garðarsdóttir og Svanhildur Guð- laugsdóttir 17:00 Skoðunarferð um Vestmannaeyjar 19:45 Kvöldverður og kvöldvaka í umsjón heimakvenna. Kvöldið og nóttin frjáls. Ráðstefnan er öllum opin. Þeir sem þurfa gistingu og flug, vin- samlega hringi í Svanhildi í s. 98-12041 e.h. og Þórunni í s. 91- 674580 fyrir 24. september nk. Landssamband framsóknarkvenna Suðurland Skrifstofa Kjördæmasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15.00-17.00. Síminn er 22547. Félagar eru hvattir til að líta inn. K.S.F.S. Skrifstofa Framsóknarflokksins hefur opnað aftur að Höfðabakka 9, 2. hæð (Jötunshúsinu). Sími 91-674580. IMÍ Opið virka daga kl. 8.00-16.00. Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn. Keflavík — Opin skrífstofa Félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 er opið alla virka daga milli kl. 17 og 18. Starfsmaður framsóknarfélaganna, Guðbjörg Ingimundardóttir, verður á staðnum. Sími 92-11070. Framsóknarféiögin Reykjaneskjördæmi Kjördæmasamband framsóknarmanna boðar til formannafundar þriðjudaginn 2. október kl. 20.30 að Hamraborg 5, Kópavogi. Stjórn K.F.R. Keflavík Aðalfundur Framsóknarfélags Keflavíkur verðurhaldinn sunnudaginn 30. september kl. 14.00 í Félagsheimilinu. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin. Borgnesingar, nærsveitir Spiluð verður félagsvist í Félagsbæ föstudaginn 28. sept. kl. 20.30. Mætum vel og stundvíslega. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Borgarness. Nef fólks er af ýmsum gerður og hefur verið reynt að fégra þau og laga í 2500 ár. Fegrunaraðgerðir eru 2500 ára gamlar Fegrunaraðgerðir af ýmsu tagi eru nú mjög vinsælar. Hjá þeim ríku og frægu sem og meðal sauð- svarts almúgans, þar sem margir komast nær á vonarvöl við að fá bætt úr mistökum náttúrunnar. En fegrunaraðgerðir eru ekki nýtt fyrirbæri. Til eru heimildir sem sanna að þær hafi verið fram- kvæmdar á Indlandi um 600 fýrir Krists burð. Heimildir þessar um forna læknisfræði Indverja nefnast „Susruta" og er þar greint frá því hvernig laga má eyrnasnepla og nef með því að færa húð af kinnum yfir á skaddaða svæðið. Fyrir fjögur hundruð árum skrif- aði ítalinn Gaspare Tagliacozzi bók um aðgerðir á nefi og varð sú met- sölubók í Evrópu á sínum tíma. Hann var álitinn einn af þremur fremstu læknum Evrópu á þeim tíma og varð fýrstur manna til að lýsa í smáatriðum og framkvæma iýtaaðgerðir, á nefi, vörum og eyr- um. Þessa lýsingu á aðgerð á nefi, sem hann framkvæmdi 1586, er að finna í bókinni: „Hold er tekið af upphandlegg. Það er grætt á nefið og síðan fest aftur við handlegginn sem bundinn er fastur við höfuðið í tvær til þrjár vikur til að hindra hreyfmgar. Þegar húðin hefur náð að gróa eru umbúðirnar fjarlægð- ar og skilið á milli.“ En þetta voru erfiðir tímar fyrir brautryðjendur og Tágliacozzi var ákærður fyrir galdrastarfsemi. Ári eftir andlát sitt var hann graf- inn upp og settur í ómerktan graf- reit fyrir „heiðingja". Er Eric Roberts á hraðri leið til glötunar? Julia Roberts hefur þungar áhyggjur af bróður sínum sem vonlegt er. Eríc Roberts þótti mjög efnilegur leikarí en hafði ekki sálarþrek til að þola velgengnina. Fyrir fimm árum var Eric Roberts talinn einn af efnilegustu ungu leikurum í Hollywood. Eric, sem nú er 34 ára gamall, lék í sinni fyrstu kvikmynd 1978, „Konungi sígaunanna". Síðan fékk hann mjög góða dóma fyrir leik sinn í kvikmyndunum „Raggedy Man“ og „The Pope of Greenwich Village“. Árið 1985 var hann útnefndur til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í „Runaway Train“. En það fór fyrir Eric eins og mörg- um öðrum, hann þoldi ekki vel- gengnina. Hann býr nú í New York og eyðir dögunum í stanslausri fíkniefna- og áfengisvímu. Hann er enn góður leikari og segja kunnug- ir að það sé ótrúlegt hvað hann geti strammað sig af íyrir framan myndavélarnar. En um leið og tök- um lýkur fer allt í sama horfið. Eric er bróðir leikkonunnar Juliu Roberts sem leikur aðalhlutverkið í „Stórkostleg stúlka". Julia hefur að vonum miklar áhyggjur af bróður sínum og hefur gert hvað hún get- ur að koma honum til hjálpar. En án árangurs, því bróðir hennar vill alls ekki viðurkenna að um nein vandamál sé að ræða hjá sér og af- neitar allri aðstoð. Julia hefur reynt að fá hann til að flytja aftur til Los Angeles til þess að fjölskyldan geti haft auga með honum og aðstoðað hann ef þörf krefur. En Eric er harður á því að fá að vera í friði í sinni vímu í New York.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.