Tíminn - 26.09.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.09.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 26. september 1990 Tíminn 5 Kaup sjómanna lækkar vegna hækkunar á olíu Fyrirhuguð olíuverðhækkun á eflir að koma illa niður á mörgum manninum. Ein er þó sú stétt hér á landi er verður fyrir hreinni kaupskerðingu vegna hækkana á olíu. Hlutur sjómanna kemur til með að minnka töluvert vegna þessara hækkana, en eins og kunnugt er þá fá sjómenn borgað eftir svo kölluðum aflahlut, sem er hlutur hvers sjómanns af heildarhagnaði sldpsins í lok hverrar ferðar. OIíu- kostnaður minnkar þennan hagnað og því minnka tekjur sjómanna ef olíuverð hækkar. Hólmgeir Jónsson hjá Sjómanna- sambandinu sagði að ef miðað væri við 40% hækkun á olíuverði, minnkaði skiptaverð sjómanna úr 76% niður í 70%, sem þýðir 8% kaupskerðingu, en hann tók einnig ffam að engar tölur væru staðfestar enn um hækkunina. Þá nefndi Hólmgeir að Sjómannasam- bandið hefði fullan hug á að bæta sjó- mönnum upp þessa kaupskerðingu en það mál væri ekki alveg í þeirra hönd- um. Að mati Hólmgeirs eru einungis tvær leiðir, sem koma til greina, til að koma á móts við kaupskerðingu sjómanna. Hægt væri að lagfæra þessa olíuverð- tengingu eða hreinlega að bæta þetta upp í fiskverði. Um tíu prósent hækkun á fiskverði myndi gera áhrif olíuverð- hækkunar að engu á laun sjómanna. Margir velta því eflaust fyrir sér hvort þessi kaupskerðing sjómanna skipti nokkru þar sem oft má heyra talað um há laun sjómanna og að árstekjur þeirra skipti milljónum. Svaraði Hólm- geir þessari spumingu til að auðvitað væri hægt að benda á eitt og eitt skip sem aflað hefðu vel það árið og tekjur sjóamanna því miklar samkvæmt því. En það væri því miður bara lítíll hluti sjómanna, sem væru á þessum aflaháu skipum, það væru flestir sem fengju ósköp venjulegar tekjur yfir árið. Benti Hólmgeir á að kaupbygging sjómanna væri 60.000 krónur á mánuði fyrir tólf tíma vinnudag sex daga vikunnar og í þó nokkur skipti kæmi það fyrir, er afl- aði illa, að menn fengju einungis þessa kauptryggingu. khg. Stefán Stefánsson deildarstjórí í menntamálaráðuneytinu (t.h.) veitir Pétrí Th. Péturssyni fh. Björgunametsins Markús hf. viðurkenningu fýrír árangur í Halios verkefninu. Samstarfsverkefni er í gangi á milli íslenskra, franskra og spænskra aðilja undir nafninu Halios: Endurhagræðing í fiskiflotanum Krabbameinsfélög á Norðurlöndum með sameiginlegt átak: Verðlaun veitt fyrir að hætta reykingum íslensk, frönsk og spænsk fyrir- tæki, samtök í iðnaði og stofn- anir hafa nú í tvö ár unnið að samstarfsverkefni undir nafn- inu „Halios“. Markmið verkefn- isins er að auka hagkvænuii og framleiðni fiskveiðiflotans í Evr- ópu, með tilstuðlan nýsköpunar og þróunar tækja og kerfa fyrir sjávarútveginn. Þessi þróun nær til skipsins sjálfs sem og til þeirra tækja, sem notuð eru við veiðar, vinnslu afla, rekstur skips og til að gæta að öryggi þess og áhafhar. Verkefninu hefur verið skipt í tvo hluta. Annars vegar er unnið að þró- un á búnaði, tækjum og heildarkerf- um til nota um borð í fiskiskipum. Hins vegar er unnið að hönnun og smíði skipa sem geta orðið eins kon- ar fyrirmynd fiskiskipa þessa áratug- ar og þar munu einnig þau tæki sem hönnuð verða í fyrri hlutanum vera notuð. Við þróun tækja og kerfa hafa fyrirtækin myndað verkefnishópa, sem hver fyrir sig leysir ákveðin verk. Niðurstöðu þeirrar vöruþróunar má svo markaðsfæra og selja sem ein- stakar lausnir eða þær ganga inn í stærri heild verkefnisins. Þátttaka íslendinga í verkefninu hefur fyrst og fremst tekið mið af þróun tækja og búnaðar. Verkefni fyrirtækjanna ná til upplýsinga- tækni, þar sem verið er að vinna að samræmingu upplýsinga á tölvu- tæku formi og úrvinnslu þeirra svo taka megi skjótari og betri ákvarðan- ir við stjómun skipsins. Einnig er unnið að þróun betra og fullkomnara flutningskerfis fyrir ísaðan fisk, bæði í lest skipsins og við löndun afla. Þá hefur verið unnið að frekari þró- un og endurbótum á búnaði til björg- unar manna úr sjá, en því verkefni er nú að Ijúka um þessar mundir. Hér er um að ræða björgunarnetið Markús, eða „Markús Wildsea-netið", en að þróun þess hefur verið unnið sl. þrjú ár. Með breytingum, sem gerðar voru á netinu, hefur náðst veruiegur spamaður í framleiðslu þess og birgðahaldi, auk meiri hagkvæmni í dreifingu. Framleiðslukostnaður hef- ur nú þegar lækkað um 25% og með meiri framleiðslu getur hann lækkað umalltað40%. -hs. Krabbameinsfélögin á Norður- löndum efna í ár til sameiginlegs átaks í reykingarvörnum. Snýst það um að fá reykingarmenn til að hætta að nota tóbak 15. október næstkomandi og halda bindindið næstu fiórar vikurnar, til 12. nóv- ember. I hverju landi er heitið veg- legum verðlaunum til að hvetja fólk til þátttöku. Allir reykingarmenn 16 ára og eldri geta skráð sig til keppni með því að fyila út innritunarblaðið, sem er áfast bæklingi, sem gefinn er út af tilefni þessarar samkeppni, klippa eða rífa það af og setja það í póst eigi síðar en 15. október. Dregið verður úr innsendum þátttökutiikynning- um í lok keppnistímabilsins og nokkrir þátttakendur verðlaunaðir. Til þess að fá verðlaunin þurfa þeir þó að geta staðfest reykleysi sitt á fullnægjandi hátt. Verðlaun fyrir reykingamennina eru alls tíu talsins eru mjög vegleg og má þar nefna að í fyrstu verðlaun er PS/2 30 tölva frá IBM og í önnur verðlaun er fiugmiði fyrir tvö með SAS til Kaupmannahafnar. Hver þátttakandi má velja sér stuðnings- mann sem reykir ekki og er reiðu- búinn til að aðstoða hann við að ná markinu. Vinni þátttakandinn til verðlauna fær stuðningsmaður hans lfka vinning. Eru það vöruúttektir að andvirði tíu þúsund krónur hver. Sérstök verðlaun verða auk þess dregin út fyrir stuðningsmenn og veitt óháð því hvort reykingamenn- irnir, sem þeir studdu, hafa staðið sig eða ekki og er fyrsti vinningur þar af þremur ferð utan iands eða innan að andvirði 60.000 krónur. Stuðningsmenn verða að vera 12 ára eða eldri. Þrjár norrænar vinabæjarkeðjur, sem til þess voru valdar, gegna sér- stöku hlutverki í þessu átaki. ís- lensku bæirnir í þeim eru Kópavog- ur, Sauðárkrókur og Selfoss. Bæirn- ir þrír í hverju landi keppa sín á milli um verðlaun fyrir besta þátt- töku og sá sem nær bestum árangri allra vinabæjanna fær sérstaka við- urkenningu. Hér á íslandi og í Sví- þjóð nær átakið ekki aðeins til vina- bæjanna þriggja heldur til alis landsins. Þá verðlauna bæjarsjóð- irnir í Kópavogi, á Sauðarkróki og á Selfossi hver fyrir sig einn þátttak- anda úr bæjarfélaginu sérstaklega. Á tímabilinu 15. október -12. nóv- ember verða þátttakendum veittar leiðbeiningar og ráðgjöf í reykbind- indi alla virka daga milli klukkan 15 og 16 í síma hjá Krabbameinsfélag- inu. Heildarhagsmunir ráði í álmálinu Stjóm Sambands sveitarfélaga á Austurlandi harmar að ýmsir ráð- herrar virðast hafa gleymt því fyrir- heiti, sem gefið var í stjómarsátt- máia núverandi ríkisstjórnar, um efiingu atvinnulífs á landsbyggð- inni. Þetta segir í ályktun sem stjómin hefur sent frá sér. Stjórn Sambandsins segir að í ljós hafi komið, að staðsetning álvers á Keilisnesi er ekki hagkvæmasti kostur þjóðarbúsins eins og leynt og ljóst hefur verið reynt að sann- færa þjóðina um. „Stjóm SSA varar stjómvöld mjög eindregið víð því að láta heildarhagsmuni þjóðarinnar víkja fyrir hagsmunum hinna fiár- sterku á suðvesturhomi landsins. Stjómin skorar á Alþingi og ríkis- stjóm að nota þetta einstaka tæki- færi til að snúa hinni óheillavæn- legu byggðaþróun við og ganga nú þegar til raunhæfra samningavið- ræðna við hina erlendu aðila með það að markmiði að reisa hið nýja álver á landsbyggðinni." -hs. khg. Tekið undir með umboðsmanni Alþingis: Stjórn Samiaka foreldra og Öll böm eiga að njóta jafnréttis kennarafélaga í grunnskólum til náms. Samkvæmt lögum um Reykjavíkur, Samfok, hefur skólakerfi skal kennsla í skyldu- samþykkt ályktun um álits- námi vera ókeypis. Námsgögn gerð umboðsmanns Alþlngis verða ekki skilin frá kennslunnl. varðandi efnisgjald og Því eiga nemendur rétt á ókeypls grelðslur grnnnskólanem- námsgÖgnum.“ Þá telur Samfok enda fyrir námsbækur. Sam- að hver skóli ve/ði að hafa nokk- fok Vekur athygii á að ofan- urt sjálfdæmi um val á náms- nefnt styðjist ekki við sér- gögnum og megi leita þeirra út stakar lagaheimildir. fyrir Námsgagnastofnun enda sé í ályktun Samfoks scgir meðal um viðurkennt efni að ræða. annars: „ Stjómin fagnar áliti Reglugerð um þetta atriði hafi Umboðsmanns Alþingis og þeirri lengí veriið í undirbúningl og er athygl) sem beint er grunnskól- btýnt að hún verði sett hið fyrsta. um landsins í framhaldi af því, —'khg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.