Tíminn - 26.09.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.09.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 26. september 1990 „Von, hvað er nú það? Maðurinn í óhreina hvíta kiæðnaðinum hristir skilnings- laus höfuðið yfir svo óviðeigandi spumingu. Hann reynir að einblína á númeraplötur bílsins fýrir fram- an sig í röðinni. En hann getur ekki starað á eitt eða neitt. Maður- inn slær skyndi- lega höndunum fyrir andlitið, lætur höfuðið falla á stýríð og and- varpar. Flóttamenn við jórdönsku landamærín bíða eftir að komast til heimalands síns. Flestar eigur egypsku flóttamannanna, sem þeir lögðu af stað með frá Kúvæt, hafa veríð af þeim teknar, enda líta Palestínumenn á Egypta sem taglhnýtinga heimsveldissinna. Egypsku flóttamenn- irnir verða verst úti Drengurinn í farþegasætinu við hliðina á honum segir: „Hann er þreyttur, herra, hann hefur ekkert sofið í fjórar nætur. Nú verðið þér að láta hann í friði.“ Síðan teygir drengurinn sig í aftursætið að stúlkunni, sem hvflir hreyfingar- laus þar, og breiðir litríkan klút yf- ir andiit sitt til að hlífa því við flug- unum. Langt framundan er bflflauta þeytt og bflaröðin hefur sig hægt af stað. Enn er fjögurra kflómetra leið að höfninni í Akaba. Faruk el- Hawari þurrkar svitann og tárin af andlitinu. Hann segist vera að nið- urlotum kominn, hann sé búinn að vera. „Dóttir mín hefði átt að fá að deyja í Kúvæt“ Sex dögum fyrr flúði Faruk ei- Hawari með fjölskyldu sinni frá Kúvæt. Þau voru ákveðin í því að vera þar um kyrrt eins lengi og mögulegt væri. Nabila dóttir hans er veik af krabbameini á lokastigi. í byrjun ágúst höfðu læknarnir sagt að hún ætti ekki nema fjórar til sex vikur ólifaðar. Faruk segir: „Nabila ætti að hafa frið. Hún hefði átt að fá að deyja í Kúvæt". En í hernumdu Kúvæt fær eng- inn frið. Sífellt eykst skorturinn á matvörum og drykkjarvatni. Þegar rafmagnið fór af sjúkrahúsinu sótti Faruk el-Hawari dóttur sína og fór með hana heim. Að morgni næsta dags pakkaði hann niður. Fjölskyldunnar beið 2000 km löng ferð frá Kúvæt til Akaba í yfir 40 stiga hita í forsælu. Ef allt geng- ur vel fá Faruk, dóttir hans og son- ur far með næsta skipi til Nuweiba, Egyptalandsmegin við Akaba- fló- ann. Kona hans og tvö yngstu börnin, sem höfðu fengið far í bfl vinafólks vegna þess að Nabila þarf að hafa gott pláss, eru þegar komin til ættingja í Alexandríu. Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir egypsku flótta- mennina? En hvað má búast við að framtíð- in beri í skauti sér fyrir Faruk el- Hawari og fjölskyldu hans? Það getur hann ekki gert sér í hugar- lund. Allt sem hann sparaði saman þau tíu ár sem hann vann sem verkfræðingur í Kúvæt varð hann að skilja eftir þar. Síðustu dínar- arnir hans fóru til að kaupa bensín á bflinn og nokkrar flatkökur. Faruk er 52ja ára, allt of gamall til að koma fótunum undir sig á ný í Egyptalandi. Hann gerir sér engar vonir um framtíðina. Egypska ríkisstjórnin hefur flutt sex úthafsferjur frá Súez og notar þær til að flytja flóttamenn yfir Rauðahaf. Tvö skip til viðbótar eru í stöðugum ferðum milli Akaba og Port Súdan. Egypt Air og Sudan Airways eru með sérstaka loft- flutninga. En flutningagetan er þó hvergi nærri nóg. Aðflutnings- bannið á írak kemur stundum nið- ur á þeim sem síst skyldi. Tómu súdönsku skipi, sem ætlaði að sækja flóttamenn til Akaba, var snúið við skv. skipun bandarískra heryfirvalda nýlega. Undir venjulegum kringumstæð- um búa 50.000 manns í Akaba. Núna eru þar u.þ.b. helmingi fleiri. Öll borgin er einn risavaxinn gisti- skáli. Egyptar hafa lagt borgina að miklu leyti undir sig og bflana sína. Þeir sitja í skugga húsveggja, múra og þyrnirunna, sitja á hækj- um sínum milli fjallhárra hrauka af farangri og bíða. Menn frá jórd- anska Rauða hálfmánanum útdeila vatni og brauði. Konur safna úr- gangi í pappakassa. Til að létta álagið á borgina hafa Jórdanir útbúið fleiri bílalestapláss fyrir 3000 til 5000 bfla síðustu hundrað kflómetrana út í eyði- mörkina. Þangað hefur í mesta lagi fjórðungur egypsku starfs- mannanna frá Kúvæt og írak kom- ist. Ein og hálf milljón Egypta, allt að því 200.000 Indverjar, helmingi færri Pakistanar, auk tæplega fjórðungs milljónar þegna Sri Lanka, Bangladesh og Filippseyja, allir vilja þeir yfirgefa hættusvæð- ið, langflestir um Jórdaníu. Að því kom að Jórdanir settu bann á frekari komur flóttamanna, af mannúðarástæðum sögðu þeir. Afleiðingin var alger ringulreið. Næsta dag neyddust Jórdanir til að opna aftur landamærin við Ruwi- schid þar sem 50.000 flóttamenn við landamærin eru við það að far- ast úr þorsta. Það eru bara jórdanskar flutn- ingalestir sem renna ótruflaðar í báðar áttir yfir Iandamærin. Auð- vitað tekur ríkisstjórn Husseins konungs í Amman þátt í viðskipta- banninu opinberlega. En hún full- yrðir líka að vörusendingar sem lagðar voru af stað til Akaba áður en bannið var sett á, falli ekki und- ir bannið. Það er alveg sama hvernig Persaflóadeilan fer, Jórd- anía verður jafnháð írak efnahags- lega framvegis eins og hingað til. Ef stríð skellur á verður Jórdanía í víglínunni Um allt landið glymur útvarpið allan sólarhringinn. Allir lands- menn eru dauðhræddir, hræddir við viðskiptabannið og hræddir við stríð. Ef stríð skellur á verður Jórdanía í fremstu víglínu. „Þá þjóta kjarna- og eiturgaseldflaugar íraka og ísraela yfir höfðum okk- ar,“ segir Jórdani sem hefur hang- andi aftan á bflnum sínum mynd af þeim báðum Saddam og Hussein konungi, svona til vonar og vara. í austurhluta borgarinnar, þar sem Palestínumenn búa, er stillt út í búðargluggum skilti með áletruninni: Drepið síonistana með gasi, lengi lifi bróðir okkar Saddam Hussein. Þessi skilti eru sögð hafa komið að handan, frá hernumda vesturbakkanum. Helmingur íbúanna er Palestínu- menn. Flestir þeirra vilja ekki sjá neinn frið. Þeir vildu helst fara í herför með Saddam gegn ísrael. íraska sendiráðið í Amman er sí- fellt umsetið ungum Palestínu- mönnum sem vilja slást í för með „Heiðursherför Saddams" gegn sí- onistum og heimsveldasinnum. Hatur Palestínu- manna beinist gegn Egyptum fyrst og fremst Fyrst og fremst beinist hatrið gegn hinum svokölluðu skósvein- um heimsveldasinna, og þar eru Egyptar fremstir í flokki. Ibrahim Chabusch, sem vann sem bókhald- ari í Kúvæt, hefur sjálfur reynslu af þessari afstöðu. „Þeir höfðu gaman af að kvelja okkur. Þeir stöðvuðu okkur við landamærin og létu okk- ur og börnin okkar bíða klukku- stundum saman í brennandi hita, án þess að fá vatn. Þá máttum við halda áfram einn kílómetra áður en önnur varðsveit sendi okkur til baka. Allt þetta endurtók sig þrisv- ar, fjórum sinnum." í Kúvæt eru það Iíka Egyptar, auk innfæddra, sem helst verða fyrir barðinu á hernámsliðinu. „Evr- ópumenn og Ameríkanar njóta enn vissrar verndar þar sem írök- um stendur enn stuggur af Bush og Nató, en okkur fara þeir með eins og lýs,“ segir Ibrahim Chabu- sch. „Þeir fara inn í húsin þegar þeim þóknast og taka það sem þeim líst á.“ Þegar Chabusch og fjölskylda hans yfirgáfu heimili sitt í Kúvæt var gamli Chevrolettinn þeirra hlaðinn farangri í bak og fyrir. Eft- ir að þau voru komin yfir landa- mærin við írak var ekki nema u.þ.b. helmingurinn eftir. Þau höfðu orðið að afhenda öll raf- magnstæki og auk þess úr, skart- gripi og erlenda mynt. Það var sagt gert skv. skipun frá landstjóra her- námsliðsins. En hermennirnir skiptu herfanginu milli sín, og það áður en þeir rændu voru komnir úr augsýn. Kæliskápur, örbylgjuofn, mynda- vél og saumavél varð Chabusch fjölskyldan að láta af hendi á leið- inni fýrir bensín, þjónustu og gist- ingu. Þegar þau komu að landa- mærunum í Ruweischid höfðu þau enn í fórum sínum aðeins tvær ferðatöskur með sængurfatnaði og fötum, tvo aukabrúsa með bensíni og nokkrar vatnsflöskur. Þetta dugði þeim á leiðinni til Ak- aba. Margir urðu að skilja bflana sína eftir á leiðinni þar sem þeir höfðu enga peninga lengur til að kaupa eldsneyti. Afganginn af eig- um þeirra tóku í mörgum tilfellum jórdanskir vörubflstjórar fyrir að leyfa þeim að sitja í til Ruweischid. „Þetta fór eins og Allah vildi“ Ibrahim Chabusch hafði sparað nægilegt fé til að geta keypt þriggja herbergja íbúð í Kaíró. Ef ástandið hefði haldist óbreytt hefði hann snúið heim með fjölskyldu sína 1991 og tekið til við fýrra starf sitt, kennslu, fýrir áttunda hluta þeirra launa sem hann fékk í Kú- væt. Nú er Ibrahim Chabusch aftur jafnfátækur og hann var fýrir átta árum, þegar hann fór til Kúvæt. Hann flytur með konu sína og börnin þrjú inn í tveggja herbergja íbúð foreldra sinna. Þannig verða 50 milljónir Egypta að láta sér lynda að búa. Hann getur það væntanlega líka og segir bara: „Þetta fór eins og Allah vildi".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.